Tíminn - 09.06.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.06.1988, Blaðsíða 20
RIKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR Holnorhúslnu v/Tryggvogötu, S 28822 Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrír þig * Ökeypis þjónusta Tíniiim Alit rfkislögmanns um álverssamninginn: Brýtur í bága við bráðabirgðalögin Ríkislögmaður álítur samning- inn í álverinu brjóta í bága við bráðabirgðalögin frá 20. maí sl. Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra, kallaði fulltrúa starfs- manna í álverinu á fund sinn í gær og gerði þeim grein fyrir álitinu. „í sjálfu sér var ekki um neina niðurstöðu að ræða. Álit ríkislög- manns var lagt fram á þessum fundi en það liggur ekkert fyrir frá ríkisstjórninni um að samn- ingurinn verði gerður ógildur," sagði Örn Friðriksson, yfirtrún- aðarmaður starfsmanna, í samtali við Tímann í gær. „Þetta er hvorki úrskurður né dómur, þetta er bara álit lögmanns. Aðrir lög- menn kunna að hafa aðrar skoðanir. Þetta álit kallar því ekki á nein viðbrögð af okkar hálfu en ráðherrann óskaði eftir því að fá umsagnir um þetta mál frá samningsaðilum á mánudag. Við höfum aldrei haldið neinu fram um lögmæti samningsins. Við höfum bara verið að reyna að ná samningum þannig að kjör manna yrðu þannig að hægt yrði að reka verksmiðjuna. Frá okkar sjónarhól hefur verið gerður samningur og við munum skila því vinnuframlagi sem þar er gert ráð fyrir og fá laun greidd sam- kvæmt því. Það kemur ekki til greina af okkar hálfu að falla frá samningnum eða að breyta honum. Það er engin forsenda fyrir því. Ef ríkisstjórnin vill gera eitthvað með þetta álit ríkislög- manns þá er það hennar mál,“ sagði Örn. í bráðabirgðalögunum er hvergi getið um viðurlög eða refsiákvæði séu ákvæðin um kjar- asamninga brotin. í fljótu bragði virðist því lítið vera hægt að gera til að ógilda samninginn eða breyta honum ef samningsaðilar standa báðir fastir á sínu. Friðrik Sophusson sagði að engar ákvarðanir um aðgerðir yrðu teknar af ríkisstjórninni fyrr en greinargerðir samningsaðila lægju fyrir á mánudaginn. Vinnuveitendur virðast hvergi ætla að hvika frá sinni afstöðu því Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, ítrekaði í gær að samningurinn hafi verið full- frágenginn fyrir setningu bráða- birgðalaganna og sagðist ósam- mála því að undirskriftir starfs- manna hafi þurft til að hann teldist lögleglur. Hann sagði fjöl- mörg fordæmi fyrir þessu og að vinnuveitendur mundu færa rök fyrir því í greinargerð sinni. Þór- arinn taldi engan vafa á lögmæti samningsins. JIH Bíræfinn þjófur braust inn í bíl: Gítarvarstolið um bjartan dag Það var ekkert leikið undir söng ferðalanga, sem fóru í ferðalag úr bænum á föstudag. Gítarnum var stolið úr bílnum um hábjartan dag, þegar eigandinn skrapp inn í Mikla- garð að versla. Gítaristinn, sem er kona, hafði áður komið við í vínbúðinni og keypt þrjár vínflöskur, sem hún skildi eftir í bílnum á bílastæði Miklagarðs. Auk þess var rándýr leðurjakki í bílnum. Konan keypti matvörur í Miklagarði og setti þær í bílinn. Þá mundi hún eftir vörum, sem hana vantaði, en hafði gleymt að kaupa og skrapp snöggvast inn aftur. Hún gætti þess þó að læsa bílnum áður. Skamma stund var hún inni, en þegar hún kom aftur að bílnum hafði rúða verið brotin og öllu stolið, - gítar, jakka, víni og öllum matvörunum. Tryggingafélagið bætir rúðuna. Þj Fulltrúar kaupfélaganna ríða til þings á Bifröst: Aðalfundur SÍS í dag Fulltrúar á aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga rísa árla úr rekkju í dag á Bifröst, en þar verður blásið til leiks kl. 9 árdegis með kosningu starfsmanna aðal- fundar. Að því búnu flytur Valur Arnþórsson skýrslu stjórnar og þar á eftir er skýrsla forstjóra Sambands- ins, Guðjóns B. Ólafssonar. Að afloknu matarhléi verða al- mennar umræður um báðar þessar skýrslur og er búist við að þar leggi margur fundarmaðurinn lóð á vogar- skálar. Fastlega er gert ráð fyrir að þungavigtarmál í þjóðfélagsumræð- unni í vetur, sem tengjast SÍS, komi þar til tals. í þessu sambandi ber að geta brottvikningar Eysteins Helga- sonar úr forstjórastóli Iceland Sea- food, dótturfyrirtækis Sambandsins í Bandaríkjunum og launamála Guðjóns B. Ólafssonar á meðan hann gegndi forstjórastarfi ISC. Þá er Ijóst að rekstrarerfiðleikar SÍS og kaupfélaganna á síðastliðnu ári taka drjúgan tíma í umræðu á fundinum. Fundarlok á morgun eru óákveð- in, þau ráðast væntanlega af mál- gleði fundarmanna. Rétt til setu á aðalfundinum að þessu sinni eiga 122 fulltrúar, sem kosnir hafa verið í kaupfélögunum víða um land, en auk þeirra eru um 40 gestir og starfsmenn á þinginu. óþh David Ulriksen, Wilhelm Mikaelsen, Salo Kveko, Lars Maqe, Gedion Nuko og Nuka Ignatiussen frá Grænlandi. í heimsókn frá Grænlandi Sex grænlenskir grunnskólanem- ar dvelja um þessar mundir hér á landi í boði Helga Jónssonar sem sér um áætlunarflug milli íslands og Grænlands. Drengirnir, sem eru 15 ára gamlir, stunda nám í 10. bekk grunnskólans í Kulusuk. Þeir komu hingað í boði Helga síðast- liðinn þriðjudag og ætla að ferðast um landið á meðan á dvöl þeirra stendur. Þetta er annað árið í röð sem hópur grænlenskra grunn- skólanema kemur hingað í boði Helga. Drengirnirhöfðu meðferðis hingað fallega útskorna muni úr beini og steini sem framleiddir eru í Kulusuk. Nýlega var stofnað í Kulusuk félag sem hefur á höndum það verkefni að koma á framfæri þessum munum til nágrannaland- anna. fbúar Kulusuk lifa af veiðum og ku staðurinn vera einkar áhuga- verður fyrir veiðimenn. IDS Strákur hvarf sporlaust: Leit haldið áfram Mannsins, sem tók út við Djúpavog á laugardag, er enn leitað. Hann heitir Eysteinn Guðjónsson, er 39 ára og skóla- stjóri við Grunnskólann á Djúpa- vogi. Björgunarsveitir og íbúar Djúpavogs hafa leitað nær sleitulaust frá því um helgina, en leitin hefur enn ekki borið árang- ur. -SÓL Kveikt Kveikt var í bifreið við Smiðjuveg 48 í Kópavogi þegar klukkan var að ganga þrjú í fyrrinótt. Menn, sem voru að vinna í húsi skammt frá, sáu hvar unglingspiltur, að því er þeim sýndist, hljóp í burtu litlu áður en í bifreið fór að rjúka úr bílnum. Lögregla kom fljótt á vettyang og slökkvilið, en strákur var sporlaust horfinn. Ólíklegt er, að gert verði við bílinn eftir brunann. þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.