Tíminn - 09.06.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.06.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. júní 1988 Tíminn 5 VAXTAVERKIR HERJA Nú velta sérfræðingar í fjármála- heiminum því fyrir sér hvort vaxta- pólitíkin í landinu sé hægt og bítandi að grafa undan þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að halda halla- lausum fjárlögum á þessu ári. Sam- kvæmt heimildum Tímans er nú svo komið að varðmaður ríkiskass- ans, Jón Baldvin, fjármálaráð- herra, er búinn með þann kvóta sem honum er skammtaður á fjár- lögum til greiðslu á vöxtum af yfirdráttarlánum ríkissjóðs í Seðla- bankanum. Hér er um að ræða nálægt hálfum milljarði króna. Miðað við óbreytt vaxtastig út þetta ár er áætlað að Jón Baldvin verði að snara út a.m.k. milljarði í vaxtagjöld af lánasúpu ríkissjóðs í Seðlabanka. Samkvæmt þessu stendur fjármálaráðherra frammi fyrir þeirri nöpurlegu staðreynd að vegna þessa liðar vanti um hálfan milljarð króna í ríkiskassann um- fram fjárlög. Það verður ekki ann- að séð en að Jón Baldvin standi frammi fyrir því að veita sjálfum sér aukafjárveitingu eða einfald- lega að neita Seðlabanka um þessar greiðslur. Það er rétt að geta þess að þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir náðist ekki í fjármálaráðherra í gær vegna þessa máls, en hinsvegar hefur komið fram hjá ráðherra í fjölmiðl- um að ýmis teikn séu nú á lofti um að erfitt verði að halda fjárlögun- um hallalausum, eins og ríkis- stjórnin hefur stefnt að. Ráðuneytin að sprengja fjárlagarammann Að viðbættum áðurnefndum fyrirsjáanlegum erfiðleikum við að halda fjárlagarammanum eru ýmis önnur ljón í veginum. Vert er að minnast flugstöðvarreikninganna svokölluðu, sem fjármálaráðherra vill ógjaman borga. Síðan er þess að geta að ráðuneytin sjálf hafa flestöll nú þegar farið fram úr greiðsluáætlun fjárlaga. Þannig var fjármálaráðuneytið komið 203 milljónir fram úr áætlun þann 15. maí sl., viðskiptaráðuneytið 127 milljónir fram úr áætlun, Fjárlaga- og hagsýslustofnun 290 milljónir fram úr áætlun og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið 304 milljónir króna fram úr áætlun. Þá var forsætisráðuneytið farið 6 milljónir fram úr áætlun, utanríkisráðuneyt- ið 17 milljónir og félagsmálaráðu- neytið 3 milljónir umfram áætlun fjárlaga 15. maí sl. Athyglisvert er að landbúnaðarráðuneytið hélt sig innan rammans á þessum tíma- punkti og átti þá 45 milljónir króna til góða. Einn milljarður umfram fjárlög Alls er þessi umframtala ráðu- neytanna í allt tæpur einn milljarð- ur króna og að öllu óbreyttu má búast við að sú tala tvöfaldist þegar upp verður staðið í lok ársins, ef ekkert verður að gert. Einn þeirra liða sem bent hefur verið á að muni sprengja fjárlaga- rammann er sú staðreynd að miðað við núverandi greiðslustöðu vantar 301 milljón króna til niður- greiðslna, miðað við þá upphæð sem ætluð er til þessa liðar á fjárlögum. Það er rétt í þessu sambandi að rifja upp niðurgreiðslutölu fjárlaga fyrir yfirstandandi ár. Þar er gert ráð fyrir 2,6 milljörðum króna til beinna niðurgreiðslna. Þar af fara 1,2 milljarðar til mjólkurvara, 884 milljónir til niðurgreiðslna á kinda- kjöti, 133 milljónum er varið til niðurgreiðslna á ull og vaxta- og geymslugjald er áætlað 423 mill- jónir. Aukin sala mjólkurvara Fyrstu fimm mánuði ársins var varið 572 milljónum til niður- greiðslna á mjólkurvörum, 363 milljónum í kindakjötið, 53 mill- jónum í ullina og 195 milljónum í vaxta- og geymslugjald. í ljósi þessa er gert ráð fyrir að auka þurfi niðurgreiðslur á mjólkurvörum um 130 milljónir frá fjárlagatölunni, aukning niðurgreiðslna á kinda- kjöti er áætluð 44 milljónir og fyrirsjáanleg er vöntun 127 mill- jóna vegna vaxta- og geymslu- gjalds. í heildina er því áætlað, í ljósi síðustu mánaða, að vanti 301 milljón króna umfram fjárlög í niðurgreiðslukerfið. Þá er spurningin hverjar séu skýringar á því að þessar áætlanir muni ekki standast. Hvað mjólkurafurðimar varðar þá hefur um 60 milljónum króna umfram greiðsluáætlun verið varið til niðurgreiðslna það sem af er árs. Þetta helgast af stærstum hluta af því að sala mjólkur og mjólkur- afurða hefur verið meiri en reiknað var með. Miðað við að salan verði svipuð út árið og verið hefur fyrstu fimm mánuðina, er gert ráð fyrir að vanti 50 milljónir í niðurgreiðsl- ur. Vaxtastigið hærra en gert var ráð fyrir Það er flest sem bendir til þess að kindakjötssalan verði í samræmi við áætlanir út þetta ár. Því er ekki gert ráð fyrir að þörf verði á auknum niðurgreiðslum úr ríkis- sjóði vegna kindakjöts umfram 44 milljónir, vegna endurgreiðslu á söluskatti þann 1. júní sl. Ef litið er til vaxta- og geymslu- gjaldsins er áætlað að vanti 127 milljónir króna umfram fjárlaga- rammann á þessu ári. Upphæðin í fjárlögum til þessa liðar er 423 milljónir, en flest bendir nú til að þessi tala muni hækka upp í 550 milljónir. Þar af er fyrirsjáanlegt að 27 milljónir þarf að auki vegna dráttar á ákvörðun um vaxta- og geymslugjald 1. nóvember á síðsta ári og einnig þykir sýnt að hækkun vaxta og verðlags umfram það sem gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga, skilji eftir sig um 100 milljóna króna gat. óþh Enn eru þreifingar með Helgarpóstinn sáluga: Nýtt blað Fimm manna nefnd, skipuð báð- um ritstjórum, einum blaðamanni og einum aðila úr dreifingu og auglýsingadeild Helgarpóstsins sál- uga, stendur nú í viðræðum við fjársterka aðila um að fjármagna útgáfu nýs blaðs og er jafnvel stefnt að því að ef af stofnun blaðs verður, komi það út 22. eða 29. þessa mánaðar. Minnihlutinn í útgáfufélaginu Goðgá hefur þó ekki enn gefist upp við að blása lífi í hinn andvana Helgarpóst og hefur gert það að tillögu sinni að starfsmönnum blaðs- ins verði leigður útgáfurétturinn. Það tilboð hefur hins vegar ekki verið lagt fyrir hina brottreknu starfsmenn. Eins og Tíminn skýrði frá í gær hafa starfsmennirnir þegar í lok mánaðar? lagt inn umsókn um að nota nafnið Helgarpósturinn. Það misfórst að vísu að segja frá því að þeir sóttu um hjá vörumerkjaskráningu í iðnaðar- ráðuneytinu en ekki Hlutafélaga- skrá. Hins vegar er alls ekki talið öruggt að þeir noti nafnið Helgar- pósturinn, ef af útkomu blaðs verður. Starfsfólkið mun funda aftur á morgun og fara yfir stöðuna og meta hana. Stjórn Blaðamannafélags fslands hélt skyndifund í gær um málið og sendi frá sér ályktun eftir hann. Þar er uppsögnum starfsfólksins harð- lega mótmælt og bendir stjórnin á að samkvæmt kjarasamningi BÍ beri að borga laun 1. hvers mánaðar. Þetta ákvæði hafi verið brotið og rétturinn því blaðamanna að segja upp. Þá skorar stjórnin á félagsmenn sína að ganga ekki í störf fráfarandi starfs- fólks fyrr en það hafi fengið laun sín greidd. -SÓL Lá við stórslysi í Hafnarfirði: Milljóna tjón er krani féll Milljóna tjón varð í Hafnarfirði í gær er nokkurra metra hár bygg- ingarkrani féll skyndilega á ný- byggingu á Óseyrarbryggju í Hafn- arfirði. Óhappið átti sér stað um klukk- an 15 í gær og voru þrír menn við vinnu sfna í byggingunni og einn maður í krananum. Skyndilega fétl kraninn fram yfir sig, en ekki er ljóst hvað olli því. Mennirnir þrír sluppu með skrekkinn og það sama má segja um kranamanninn, en hann hlaut aðeins skurð á fæti og þurfti að sauma 9 spor í hann. Kraninn er mikið skemmdur og jafnvel talinn ónýtur. Nýr krani kostar nú um 6 milljónir króna. -SÓL Óbreyttur kvóti á sandreyðum og langreyðum: Hvalveiðar hefjast eftir miðjan júní Hvalveiðiskipin munu ekki halda úr höfn þann 12. júní eins og ákveðið hafði verið, heldur munu veiðarnar ekki hefjast fyrr en síðari hluta mánaðarins, að því er Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við Tímann í gær. „Vísindaáætluninni hefur verið breytt frá því að hún var fyrst sett fram. Upphaflega var gert ráð fyrir veiðum á hrefnu, 40 sandreyðum en nú hefur ýmsum atriðum verið bætt inn í áætlunina í samræmi við fengna reynslu og um leið tillit tekið til gagnrýni sem fram hefur komið af hálfu vísindanefndar Alþjóðahval- veiðiráðsins. í því sambandi má minna á að það sem hlaut mesta gagnrýni í upphafi voru hrefnuveið- amar, vegna óvissu um stofnstærð. Við höfum leitast við að bæta úr þeirri óvissu og það hefur verið viðurkennt af vísindanefndinni að nú liggi fyrir miklu betri gögn um þann stofn,“ sagði Halldór. Nákvæm dagsetning hefur ekki verið ákveðin, en kvótinn verður óbreyttur, og samkvæmt honum verða veiddar 40 langreyðar og 20 sandreyðar. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.