Tíminn - 09.06.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.06.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 9. júní 1988 BÁSAMOTTUR FRÁ ALFA-LAVAL Sterkar og einangra mjög vel. Stærð: 1400x1100 mm. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur- borgar óskar eftir tilboðum í verkið Nesjavallavirkjun - Stöðvarhús. Verkið felur í sér frágang lóðar með snjóbræðslu, malbikun o.fl. undirstöður tækja. Jarðvinna og undirstöður dælustöðvar við Grámel. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frfkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 28. júní kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í sorptunnur úr plasti. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað f immtudaginn 7. júl í n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Gagnfræðaskóli Mosfellsbæjar Kennara vantar í eftirtaldar greinar: íslenska ein staða, danska ein og Vz staða, samfélagsfræði V2 staða og smíðar % staða. Upplýsingar gefa Gylfi Pálsson skólastjóri í síma 666153 og Helgi R. Einarsson yfirkennari í síma 667166. VERTU í TAKT VIÐ Tíinann ÁSKRIFTASÍMI 68 63 00 Sómabátar framleiddir í Færeyjum: Bátasmiðja Guðmundar er nú að hefja framleiðslu á Sómabátum í Vestmanna í Færeyjum. Miðað er að því að fyrsti báturinn verði tilbú- inn til afhendingar í lok næsta mán- aðar, en afköst verða um einn bátur á mánuði. „Ástæðan fyrir því að við ætlum að framleiða Sómabáta í Færeyjum, er sú að þar er 38% verndartollur á innfluttum fiskibátum. Mikil eftir- spurn er eftir okkar bátum þar, eftir að við tókum þátt í kynnis- og söluferð Útflutningsráðs þangað í fyrrasumar og seldum báða sýning- arbátana. Þeir hafa reynst mjög vel og vakið mikla athygli. í vor voru komnar 7-8 pantanir í Sómabáta í Færeyjum og við eigum von á fleiri,“ segir Guðmundur Lárusson í samtali við blaðið Á döfinni „Það er athygl- isvert að meðan 38% verndartollur er á íslenskum bátum í Færeyjum, er hægt að flytja færeyska báta til íslands tollfrjálst." Fyrirtækið fær mikla sölumögu- leika og tollfríðindi í EB-ríkjum, eins og t.d. Danmörku, með því að framleiða bátana í Færeyjum. Sómabátar hafa gert það mjög gott á íslandi og notið mikilla vin- sælda sem hraðskreiðir og spar- neytnir fiskibátar. Markaðurinn á íslandi er þó ekki enn orðinn full- mettur og því er útflutningur nú ekki brýn nauðsyn fyrir fyrirtækið. Stefnt er að því að sýna bátana í Grænlandi og Noregi á komandi mánuðum. ðs Sómabátur, sem fór til Færeyja í júlí i í fyrra með fljótandi sjávarútvegssýningu. Nýtt Lukkutríó á markaðinn: Mikil samkeppni sem fer vaxandi Björgunarsveitirnar gefa nú út nýtt Lukkutríó. Með þessu Lukku- tríói er algjörlega skipt um vinninga- skrá frá fyrri miða. Nýr reitur hefur verið settur á seðilinn, svokallaður safnreitur sem byggist upp á því að kaupandi safnar bókstöfum þar til hann er kominn með eitt ákveðið orð og hlýtur hann þá vinning. Útlit miðans hefur lítið sem ekkert breyst. Að sögn Jóns Gunnarssonar for- manns Flugbjörgunarsveitanna hef- ur aukin samkeppni á markaðnum gert mönnum erfitt fyrir. Nú eru 4 tegundir ýmiskonar skafmiða á markaðnum og fimmti miðinn á leiðinni. Má því seg segja að næstum hvert félag og hver samtök sem vantar aura í sparigrísinn séu búin Nú er vinningaskrá Lukku-tríósins allt önnur, og má þá nefna að nú er hægt að vinna 37 fm fullgerðan sumarbústað í stað Mercedes Benz sem var aðalvinningur á gamla skaf- miðanum. Hér er einn slíkur sumar- bústaður sem björgunarsveitimar settu upp hjá Mildagarði, og buðu svo blaðamönnum í grillveislu. Tímamynd Pjetur að koma sér upp einhversonar konar skafmiða. Og virðast engar hömlur vera á því hversu margir og hverjir geti sett skafmiða á markaðinn til styrktar hinum ýmsu góðu málefn- um. Ein milljón Lukkutríóa koma á markaðinn á komandi vikum, 250 þúsund í einu. Ágóðaskiptingin er eftirfarandi: SVFÍ 53%, LHS 31.5% og LFBS 15.5. Innan þessara sam- banda eru síðan margar björgunar- sveitir sem skipta ágóðanum bróður- lega á milli sín, en þegar upp er staðið er féð fljótt að fara, því það kostar mikið að reka björgunarsveit svo að vel megi takast. Tæplega 9 milljónir hafa fengist úr Lukkutríóinu síðan það kom á markaðinn í janúar, og skiptist það fé eins og áður sagði. Að sögn Jóns Gunnarssonar fá björgunarsveitirnar um 90% tekna sinna frá almenningi í gegnum ým- iskonar happdrætti og aðra fjáröfl- un. Jón sagði einnig að Lukkutríóinu hefði verið vel tekið af almenningi og góður árangur hafi verið af þessu sameiginlega átaki björgunarsveit- anna sem Lukkutríóið er. -gs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.