Tíminn - 09.06.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.06.1988, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Fimmtudagur 9. júní 1988 UM STRÆTI OG TORG Kristinn Snæland: Nýlega skrifaði Jón Magnússon lögfræðingur ágæta grein um hönn- un umferðarmannvirkja í DV. Nefndi hann sem dæmi umferðar- slaufurnar innst við Miklubraut sem hann taldi illa hannaðar. Ég er Jóni sammála um það að hönnun er þarna áfátt, til dæmis sérstaklega að því leyti að slaufuendarnir hefðu þurft að vera samsíða Miklu- brautinni nokkurn spotta. Ég er hinsvegar ósammála Jóni varðandi það, að bílstjórar þurfi að snúa sig nær úr hálsliðnum til þess að gæta að umferð á aðalbrautinni. Um allar þessar slaufur er hægt að aka þannig að nýta megi hliðarspegil. Vandamálið er fyrst og fremst það að bílstjórar almennt kunna ekki að nýta sér spegla. Ekki við innakstur, akreinaskiftingar né þegar er bakkað. Kemur maður enn einu sinni að því sem er eitt aðalvandamál umferðarinnar hér á landi, sem er léleg kennsla. Sá sem einu sinni venst notkun spegla við akstur, hættir ekki að nota þá þó komið sé að illa hönnuðum gatna- mótum. f slíkum tilvikum svo sem umrædd gatnamót Miklubrautar ræður staða bílsins í gatnamótun- um hvort speglamir komi að notum. I öllum umræddum að- rennslisreinum er hægt að renna bílnum þannig að speglarnir komi að notum. Vandamálið er fremur svo sem áður sagði vankunnátta ökumanna í að nota speglana. Það er til dæmis algeng sjón að sjá ökumann stöðva fremst í aðrennsl- isakrein og snúa höfðinu um 90 gráður til að gæta að umferð í stað þess að fylgjast með umferð þegar ekið er að aðalbrautinni.ná upp sama hraða og þar er, aka síðan eftir aðrennslisakreininni á þeim SLÆM HÖNNUN hraða og eftir henni samsíða aðal- brautinni og nota speglana til þess að sjá út heppilegt pláss til að aka inn á aðalbrautina. Með slíku aksturslagi þarf ekki nema rétt rúmlega bíllengd til þess að komast inn á aðalbrautina. Mér sýnist að þrátt fyrir að benda megi á mörg mistök í hönn- un umferðarmannvirkja á höfuð- borgarsvæðinu sé meginvandamál- ið stirður akstur og klaufska sem fyrst og fremst má rekja til lélegrar ökukennslu. Léleg ökukennsla er síðan afleiðing þess að ökukennar- ar eru illa skipulagður og metnað- arlaus hópur. Fyrir hóp sem öku- kennara sem útskrifa þúsundir nemenda ár hvert ætti að vera hægðarleikur að útbúa æfingasvæði þar sem nemar væru kúskaðir upp í að vera liprir og tillitssamir öku- menn. Fyrir notkun slíks æfinga- svæðis greiddi hver nemi tvö til þrjú þúsund krónur auk þess sem lögreglan ætti að nýta slíkt svæði til þess að senda þá ökumenn sem valda slysum eða óhöppum í próf. Á slíku svæði ætti að vera tiltekin krókótt braut með ýmsum þrautum og sá sem ekki hefði sig villulaust í gegnum þessa braut á fyrirfram tilteknum tíma væri þá fallinn eða missti ökuskírteinið. Að koma upp slíku æfingasvæði ætti að vera hægðarleikur fyrir ökukennara með alla þá uppsprettu fjár sem nýliðarnir eru. Þessum framtaks- lausa hópi sem ökukennarar eru bendi ég á að módelflugmenn eru nýbúnir að koma sér upp malbik-. uðum fiugbrautum í Kapelluhrauni og þar er malbikuð braut Kvart- míluklúppsins. Pessir aðilar hafa ekki aðgang að slíkri uppsprettu fjármagns sem ökukennarar. Ég . segi það einu sinni enn, ástand ökukennslu á íslandi er ökukenn- urum til stórskammar. Blómaker Ekki er beint hægt að flokka blómaker undir hönnun umferðar- mannvirkja, en hins vegar getur hönnuður slíkra mannvirkja nýtt sér blómaker til þess að gera mann- virkið vistlegra og enn má nýta sterk og voldug blómaker til hraða- hindrunar. Að blómaker sem nýtt eru til hraðahindrunar skapi að- stæður sem valdið geta umferðar- slysum er þó fátítt, en til samt. Rétt við gatnamót Seljaskóla og Hjallasels er blómkerjum komið þannig fyrir að ökutæki sem ekur norður Hjallasel lendir yfir á öfug- an vegarhelming í blindbeygju. A þessum stað eru tvær hraða- hindrunarbungur og ætti það að nægja. Að setja blómakerin niður með þessum hætti á þessum stað er stórhættulegt. Þama er slysagildra af mannavöldum. Blessaðir bætið úr þessu. Skyn- semin ræður 9 I Flestir hafa viðurkenndar ástæður til að láta undir höfuð leggjast að gera eitt og annað og Whitney Houston kom með eina þeirra betri, þegar hún var spurð, hvers vegna hún vildi ekki eignast barn. - Ég óttast meira en nokkuð annað, að barnið mitt komi til með að líkjast annað hvort Madonnu eða Sean Penn. Sitthvað fleira er af Whitney að frétta og getur hæglega farið milli mála, hvort það er skynsamlegt eða ekki. Sumir eru farnir að velta fyrir sér, hvort þau Michael Jackson eigi ekki ýmislegt sameiginlegt. Hún til- einkar nefnilega köttunum sínum Miste og Marilyn seinustu plötu sína. - Þeir vita alltaf hvað ég hugsa, segir hún. - Þeir finna á sér í hvernig skapi ég er og fordæma mig ekki, þó ég geri skyssur. Ég vildi óska að fleira fólk væri eins og þeir, andvarp- ar Whitney. Þá vísaði hún Gary bróður sínum úr kórnum hjá sér um daginn. Hún kom nefnilega að honum að tjalda- baki, þar sem hann saug kókaín upp í nefið af stakri nautn. Gary tók brottreksturinn svo alvarlega, að hann fór til New York í afvötnun og vill síðan fá starfið aftur. Að lokum hefur heyrst að Whitn- ey hefði ekkert á móti því að gerast leikkona til viðbótar við sönginn. Nú veltir hún fyrir sér, hvort hún eigi að taka tilboði frá framleiðendum „Dallas". Varla eru það launin, sem valda efasemdum hennar, því hún á að fá 40 milljónir fyrir þátttöku í tíu þáttum. Þá gæti það verið hlutverkið sjálft, en Whitney er ætlað að leika efnaða söngkonu, sem verður ást- fangin af JR og dregst inn í meiri háttar olíuviðskipti. Afleiðingin verður hins vegar sú, að söngkonan tapar fjárfúlgu. Ef til vill líst Whitn- ey ekki á það... Konungborinn Ástrali? Aður en hertoginn af Windsor kynntist Wallis Simpson, fór af hon- um orð sem miklum kvennamanni. Ein þeirra kvenna, sem hann gerði sér dælt við, var hin ástralska Mollee Chisholm. Þegar Anthony sonur hennar stækkaði, varð hann myndar- maður og alveg sláandi líkur her- toganum. Þá komust auðvitað á kreik sögusagnir um að Tony, eins og hann var kallaður, hlyti að vera óskilgetinn sonur Edwards, hertog- ans af Windsor. Hertoginn, sem meira að segja fórnaði konungdómi vegna ástarinn- ar, hafði orð á sér fyrir að eiga sér stúlku í hverri höfn. Rétt áður en Anthony Chisholm lést af krabbameini í júlí í fyrra, 66 ára sagði hann nokkuð, sem aftur gaf sögusögnunum byr undir báða vængi. Náinn vinur heimsótti hann á banabeðinn og þeir spjölluðu margt, meðal annars um þann almannaróm, sem taldi að Tony væri sonur hertog- ans. Tony sem verið hafði fjárbóndi í Ástralíu, sagði þá: - Allt sem ég hef að segja, er að ég dáði þann mann, sem ég þekkti sem föður minn. Hvort hann var það, veit ég ekki, en ég vona það. Alla sína ævi bjó Tony við sögurn- ar um að hann hefði blátt blóð í æðum. Ef til vill er það ekki svo undar- legt, því hann líktist ekki hið minnsta Roy Chisholm, sem móðir hans var gift, né heldur Bruce bróður sínum, sem án efa var sonur Chis- holm-hjónanna. Hertoginn af Windsor, sem þá var raunar prinsinn af Wales, var einnig guðfaðir Tonys, en það kemur fram á ljósmyndum, sem til eru á heimili fjölskyldunnar í Napperby, skammt frá Alice Springs í Ástralíu. Tony var góðvinur hertogans og þótti afar vænt um hann. Heima hjá honum hangir stór mynd af her- toganum og á hana er skrifað „To my loving Tony“ - Til míns elskaða Tonys. Þegar Tony og fyrri kona hans Hertoginn af Windsor var þekktur fyrir að eiga stúlku í hverri höfn. Myndin sem kom sögunum af stað. Mollee, móðir Anthonys er á mdh hertogans og Mountbatten-hjónanna. Judith, komu til Englands, áttu þau alltaf greiðan aðgang að því allra helgasta þar í landi. Vinurinn, sem áður er getið, er ekki í neinum vafa um að Tony var sonur hertogans og viðurkenndur sem slíkur að vissu marki. Því hefur verið haldið fram, að tíminn komi ekki alls kostar heim og saman, þ.e.a.s. sá tími er móðir Tonys og hertoginn hittust í fyrsta sinn og hins vegar þegar Tony fæddist. Sannleikurinn var hins veg- ar sá, að hertoginn dvaldi iðulega hjá Mollee eftir það og Tony gat hæglega verið ávöxtur ástarsam- bands milli þeirra. Ekki má svo gleyma, að með árunum líktist Tony hertoganum æ meira. Viðurnefnið „Hertoginn" festist meira að segja við hann og er það víst engin tilviljun. Þetta er Anthony Chisholm, maður- inn sem er svo líkur hertoganum af Windsor, að almennt var talið að þeir væru feðgar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.