Tíminn - 09.06.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.06.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 9. júní 1988 Tíminn 7 Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra: Verðlagsráð hættir ekki störfum sínum „Það er nú ekki mikið sem ég get gert í þessu máli. Verðlagsráð er sá vettvangur sem notaður hefur verið samkvæmt lögum til að fjalla um fiskverð. Þar hafa í gegnum tíðina ávallt verið skiptar skoðanir. Þann tíma sem ég hef komið qálægt þessum málum, hefur verðið oftast verið ákveðið af fulltrúum seljenda og oddamanni, enda hafa verið uppgangstímar í greininni. Nú hefur verð fallið og því meiri lfkur á að seljendur eigi erfiðara með að sætta sig við þær staðreynd- ir,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, í samtali við Tímann í gær um þá upplausn sem nú ríkir í Verðlagsráði sjávarút- vegsins, eftir að sjómenn tóku þá ákvörðun að taka ekki þátt í störf- um þess, a.m.k. fram á haust. „Oddamaður er skipaður sam- kvæmt lögum, hann erekki fulltrúi ríkisstjórnar og ég tel að það verði ekki hjá því komist að það verði einhver vettvangur sem fjalli um fiskverð og tel það vera afar óskynsamlegt af aðilum málsins að hverfa frá þeim vettvangi, nema þá að annar sé fundinn í staðinn,"1 sagði Halldór. Hann sagði að Verðlagsráð yrði að starfa áfram samkvæmt lögum og þar hefði ekki orðið breyting á. Hann sagði að eðlilega yrði mjög Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra. erfitt fyrir það að starfa án þátttöku allra málsaðila, en það verði hins vegar að taka á málum í samræmi við löggjöf. Hann persónulega væri nú þannig gerður að honum fyndist ekki nóg að finna að þeirri skipan sem er starfandi og vera andvígur henni þegar á móti blési án þess að geta bent á aðra skipan í staðinn. „Ég bendi á að kaupendur hefðu eins getað sagt í gegnum árin að það sé ekki ástæða fyrir þá að taka þátt í þessu vegna þess að það hafa verið teknar ákvarðanir á móti þeim. Ég bendi jafnframt á að kaupendur vildu ekki borga neina fiskverðshækkun þegar byrjað var að tala um þessi mál. Oddamaður rcynir að ná sem mestum sáttum og stuðla að því að það sé tekið tillit tii beggja sjónarmiða. Ef selj- endur heíðu ekki átt aðild að umræðum um fiskverðsákvörðun, þá er líklegra að það væri þeim rneira í óhag en niðurstaðan varð. Ef sjómenn vilja ekki taka þátt í þessu starfi, þá eru engar líkur á að þeir geti haft mikil áhrif á niður- stöðuna, þannig að ég harma þessa afstöðu sjómanna og tel hana óskynsamlega. Ég skil samt mjög vel að það er erfitt fyrir þá að sætta sig við minni hækkanir en aðrir hafa fengið, en það tel ég vera annað mál og óskylt aðildinni að Verðlagsráði. Ráðið verður að starfa áfram nema lögum sé breytt og ég get ekki séð að undan því verðivikist,“sagðiHalldór. -SOL Starfsfólk Ölduselsskóla mótmælir setningu Sjafnar í embætti skólastjóra: Álit okkar fótum troðið Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sett Sjöfn Sigurbjörnsdóttur skólastjóra Ölduselsskóla frá 1. ágúst eins og greint var frá í Tímanum í gær. Deilt hefur verið um ráðningu í stöðuna en Daníel Gunnarsson yfirkennari skólans sótti einnig um skólastjórastöðuna. Þó svo að ráðning hafi farið fram virðast eftirmálar ætla að verða og komu kennarar og annað starfsfólk Ölduselsskóla saman til fundar í gærmorgun. f ályktun sem starfsfólkið sam- þykkti er setning Sjafnar Sigur- björnsdóttur í embætti skólastjóra ölduselsskóla, þvert á vilja starfs- fólks skólans og foreldra, harðlega mótmælt. í ályktuninni segir enn- fremur að á undanförnum árum hafi þeirri skoðun vaxið fylgi að skólar fengju aukið sjálfstæði í starfi. Jafn- framt hafi verið lögð rík áhersla á samstarf heimila og skóla og því sé það álit fundarins að setning Sjafnar í embættið gangi þvert á þessa stefnu. „Enn hafa ekki komið fram nein gild rök sem réttlæta ákvörðun menntamálaráðherra. Við erum óánægð, okkur finnst álit okkar og sannfæring hafa verið fótum troðin," segir í ályktuninni. Jósefína Friðriksdóttir, kennari í Ölduselsskóla, sagði aðspurð í sam- tali við Tímann skömmu eftir fund starfsfólksins í gærmorgun að bæði uppsagnir og annars konar aðgerðir hefðu komið til umræðu. „Við erum mjög ósátt með að þurfa, ef til kemur, að grípa til slíkra hluta,“ sagði Jósefína. Ingibjörg Sigurvinsdóttir sem sæti á í fulltrúaráði Foreldrafélags Öldu- selsskóla sagði að stöðuveitingin ætti eftir að koma til umræðu hjá félag- inu. „Við töldum að tekið yrði tillit til okkar óska í þessu sambandi," sagði Ingibjörg. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra sagði að hann byggði mat sitt á umsækjendum í fyrsta lagi á því, hvaða aðferð eigi að nota við veitingu í svona stöðu. „Grunnskólalögin gera ráð fyrir því að ráðherra veiti skólastjóra- stöður við grunnskóla að fengnum tillögum skólanefndar, í þessu tilviki Fræðsluráðs og fræðslustjóra. „Það er mat okkar hér í ráðuneytinu að Sjöfn hafi meiri reynslu bæði í kennslu og fjölþættari menntunar- bakgrunn," sagði Birgir ísleifur. Hvað varðar undirskriftalista for- eldra og kennara til stuðnings Daní- el, sagði menntamálaráðherra að eitt af grundvallarréttindum opin- berra starfsmanna sé að allar slíkar stöður séu auglýstar og við mat á stöðum sitji umsækjendur við sama borð. { undirskriftasöfnun sitja þeir ekki við sama borð, sagði ráðherra, og undirskriftasöfnun er ekki sú aðferð sem okkar stjórnkerfi gerir ráð fyrir að ráði í slíkum tilvikum. „Ég vil leggja áherslu á núna eftir að þessi ákvörðun hefur verið tekin að menn taki höndum saman með nýjum skólastjóra, að undirbúa skólastarf að hausti og efla það skóastarf sem þarna hefur verið ræktað," sagði Birgir. „Ég veit ekki hvað skal segja, hefur það nokkuð upp á sig,“ sagði Daníel Gunnarsson í samtali við Tímann, eftir að niðurstaða mennta- málaráðherra lá fyrir. „Ég sæki um þessa skólastjórastöðu hvattur af nemendum, foreldrum, samstarfs- mönnum mínum innan skólans og fráfarandi skólastjóra," sagði Daní- el. Aðspurður hvort hann héldi áfram störfum við skólann, sagði Daníel að sér fyndist það algjört aukaatriði í þessu máli, „aðalatriðið er að mér finnst vegið að þeirri stefnu og því starfi sem við höfum unnið hérna. Mér finnst foreldrunum, nemendun- um og kennurunum misboðið". Ekki náðist í Sjöfn Sigurbjörns- dóttur þar sem hún er stödd erlendis. -ABÓ Ölduselsskóli í Reykjavík. Tímamynd: Gunnar Auglýsing frá stuðningsmönnum Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands Eins og komiö hefur fram í fjölmiðlum hafa stuðningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur, opnað bækistöðvar að Garðastræti 17, 3. hæð og verða þar til aðstoðar við kjósendur alla daga frá kl. 10 til 19. Hjá okkur mun liggja frammi kjörskrá, upplýsingar verða veittar um atkvæðagreiðslu erlendis og önnur vafaatriði er kunna að koma upp. Nú gefst þjóðinni tækifæri til að sýna forseta sínum stuðning og þakklæti fyrir framúrskarandi vel unnin störf í þágu lands og þjóðar undanfarin átta ár. í forsvari fyrir stuðningsmenn eru: Svanhildur Halldórsdóttir, Anna Sigríður Gunnarsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Jón Bjarman, (fjölmiðlar) Tómas Zoéga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.