Tíminn - 09.06.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.06.1988, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 9. júní 1988 Jíminn 9 VETTVANGUR lllllll Helga Sigurjónsdóttir, námsráögjafi Bylta, breyta - og hvað svo? „Það er eðlilegt að staldrað sé við og mál endurskoðuð í ljósi reynslunnar en mér fannst gæta helsti mikillar einsýni hjá báðum aðilum; bæði þeim sem fannst flestar ef ekki allar breytingar af hinu vonda og hinum sem töldu að allt „nýtt“ hlyti þar með að vera gott án tillits til inntaks." Þegar ég hóf kennslu fyrir drjúg- um aldarfjórðungi gekk ég inn í sams konar skóla og ég hafði yfirgefið sjö árum áður. Það var meira að segja sami skólinn. Eftir önnur sjö ár var þessi skóli óðum tekinn að breytast að því er varðaði innra starf og hugmyndir um nám og kennslu og eftir tvisvar sinnum sjö ár þar frá var framhaldsskólinn kominn á breytingaskeiðið. Um- byitingin þar varð hins vegar frem- ur að því er tók til hins ytra; þ.e.a.s. nemendum í framhalds- námi fjölgaði ár frá ári og krafan um fleiri mennta- og framhalds- skóla og fjölbreyttari námstilboð fyrir unglinga milli tektar og tvítugs varð stöðugt háværari. Þetta var um miðjan áttunda áratuginn og nú í lok hins níunda eru ríflega 15000 ungmenni við nám í framhaldsskól- um en voru í stríðslok (fyrir einum mannsaldri) um 1500. (Heimild, skýrslaEfnahagsstofnunarS.Þ. um skólastefnu á fslandi, 1987.) í 2. tbl. Nýrra menntamála 1987 ræddi ég lítillega í hverju þessi skóla- eða menntunarsprenging var fólgin og fer ekki nema að litlu leyti út í þá sálma aftur en langar nú að velta fyrir mér ástæðunum fyrir því að nauðsyn þótti bera til að breyta skólum og skólakerfi á róttækan hátt einmitt á þessum tíma. Einnig mun ég íhuga hvað sé af hinu góða og hvað miður gott í öllu umróti liðinna ára og loks hvað sé unnt að bæta hér og nú án undangenginna laga- eða kerfis- breytinga og án verulegra fjárút- láta. Gagarín í geimnum Mér virðist svo sem það sé einkum þrennt sem kallaði á um- rædda skólabyltingu í vestrænni menningu; geimferðakapphlaup stórveldanna, aukin fjárráð aí- mennings að lokinni síðari heims- styrjöldinni (þetta á einkum við á íslandi) og margvíslegar kröfur um mannúð og frelsi í stofnunum þjóð- félagsins þar á meðal skólum. Flestir sem komnir eru vel af barnsaldri muna þann gífurlega taugatitring sem varð á Vestur- löndum þegar Gagarín hinum rúss- neska var skotið út í geiminn 1961. Þetta var nokkuð sem ekki átti að geta gerst. Menn töldu að Vestur- lönd hefðu nú dregist aftur úr í tækninni og umsvifalaust var farið að leita að sökudólgi. Beindust spjótin eðlilega fyrst að skólunum. Þeir höfðu brugðist, sögðu vísir menn og nú þyrfti að taka til hendinni í skólakerfinu. Og ekki var látið sitja við orðin tóm. Áætl- anir voru gerðar sem miðuðu að því að auka menntun ungra barna, ná sem fyrst til hinna gáfuðustu, kenna þeim sérstaklega stærðfræði og raungreinar og bæta þess utan almennt kennslu í þeim greinum. í kjölfar þessa kom krafan um bættar kennsluaðferðir í fleiri greinum. Uppgötvunaraðferðinni var haldið mjög á loft og ítroðslan dæmd og léttvæg fundin. Bömin áttu fyrst og fremst að skilja, hugsa rökrétt og draga ályktanir. Þessar hugmyndir bárust brátt til íslands og skutu rótum. Yfirvöld menntamála brugðust fremur fljótt við kalli tímans og skólamenn voru gerðir út af örkinni til að kynna sér nýjungar í einstökum greinum, einkum þó stærðfræði. Mengja- kennslan varð ráðandi í stærð- fræðinámi í grunnskólum upp úr 1970 og um svipað leyti var samfé- lagsfræðiáætlunin skipulögð og ýtt úr vör. Áætlun sem að vísu varð aldrei framkvæmd að fullu en það er önnur saga. Fleiri námsgreinar voru endurskoðaðar s.s. íslenska og erlend tungumál. Allt þetta hafði í för með sér feikimiklar breytingar í yngri bekkjum grunnskóla (sem þá hét barnaskóli). f samræmi við nytsem- issjónarmiðið og hugmyndimar um að hagnýta sem fyrst gáfur barna og andlegt atgervi þeirra þótti bera nauðsyn til að færa niður á það skólastig margar námsgreinar sem fram til þessa höfðu aðeins verið kenndar í framhaldsskóla eða a.m.k. ekki fyrr en í efri bekkjum grunnsóla (7.-9. gekk). Má þar nefna dönsku, ensku, eðlisfræði og líffræði. Allir í skóla íslenskur almenningur þurfti að bíða þess í 1000 ár og vel það að hafa þokkaleg fjárráð. Það gerðist að lokinni síðari heimsstyrjöldinni og fyrsta ósk fólksins var þessi: Menntun fyrir börnin okkar. Og þar með var menntunarsprenging- in hafin (sbr. áðurnefndar tölur frá OECD). Námsleiðir í boði voru heldur fáar og fábreyttar. Gamal- grónir menntaskólar voru í landinu og þótt ekki hafi verið stefnt aðþví •í upphafi urðu þeir mótandi fyrir fjölbrautaskólana sem smám sam- an risu í öllum landsfjórðungum. Það er ljóst að menntunarkrafa almennings hefur borið árangur. Nú geta allir unglingar sem það vilja stundað framhaldsnám a.m.k. fram til tvítugs. Hins vegar finnum við sem störfum í skólunum sárlega fyrir því hve ótrúlega mörgum farnast illa. Nemendur falla í stór- um stíl á prófum í einstökum greinum eða á heilum önnum eða bekkjum. Litlar tölur eru samt til um árangur ungmenna í námi en ekki mun fjarri lagi að ætla að um 25-40% fall sé í einstökum greinum á hverri önn. Stundum hafa nem- endur verið í skóla í 3 ár og ekki lokið nema 30-40 einingum á þeim tíma en eðlileg afköst á ári eru 36 einingar. Hvernig stendur á þessu? Ég ætla mér ekki að koma hér með algild og tæmandi svör við þeirri spurningu. Eflaust má nefna vinnu með skólanum, slæma kennslu, vondar námsbækur, tilfinninga- truflanir o.s.frv. Allt þetta held ég þó að sé lítilvægt. Af langri reynslu tel ég meginástæðuna vera léleg vinnubrögð og skort á áhuga og nauðsynlegum sjálfsaga. Ungling- arnir hafa e.t.v. komist upp með það að vinna illa í grunnskóla (einkum efri bekkjum). Þeir halda venjum sínum hvað það snertir, trúa því kannski að nám verði stundað án þess að það kosti púl og puð. Sumir trúa þjóðsögunni um „heilana" sem ekkert þurfa að hafa fyrir náminu en fái samt 10 á öllum prófum. (Þetta er líkt og var með skáldin fyrr á öldinni sem trúðu því að Andinn kæmi yfir þau einn góðan veðurdag og þá rynni skáld- sagan fyrirhafnarlaust fram úr pennanum.) Þá held ég líka að almenningur hafi ekki áttað sig á því að embættismannabörnin sem sátu lengi ein að menntaskólanámi á íslandi, hafi verið látin ein um nám sitt. Því fer fjarri. Embættis- mannastéttin á íslandi býr eða bjó við rótgróna menntahefð þar sem ungmennunum var haldið stíft að námi og foreldrarnir og fjölskyldan öll lét sig varða heill nemandans. Þegar á móti blés var veittur stuðn- ingur og aðstoð sem öllum er nauðsynlegur ekki síst óhömuð- um unglingum í námi. Nám er erfið andleg vinna og sú villukenn- ing hefur of lengi fengið að dafna að unglingar frá 16 ára aldri séu einfærir um að sjá um nám sitt sjálfir. Þeir þurfa aðhald og upp- örvun bæði heima og heiman. Hlý- legan aga. Á tímum frelsis og sjálfstæðis til handa unglingum eins og er krafan í dag eiga heimilin í vök að verjast. Framhaldsskólanir hafa ekki verið mjög fúsir til að opna dyr sínar fyrir foreldrum. Margir kennarar telja að unglingarnir séu fullorðið fólk og enginn eigi að blanda sér í nám þeirra. Ekki einu sinni for- eldrarnir sem þó framfleyta þeim. Margir foreldrar hafa tjáð mér vandræði sín og óska þess innilega að þarna verði breyting á. „Það er eðlilegt að staldrað sé við og mál endurskoðuð í Ijósi reynslunnar en mér fannst gæta helsti mikillar einsýni hjá báðum aðilum; bæði þeim sem fannst flest- ar ef ekki allar breyting- ar af hinu vonda og hin- um sem töldu að allt „nýtt“ hlyti þar með að vera gott án tillits til inntaks." Frelsi — ffrelsi Þá kem ég að þriðju og síðustu ástæðunni fyrir skólabyltingunni en hún er frelsis- og mannúðarkröf- ur á áttunda áratugnum. Þar voru konur tvímælalaust í broddi fylk- ingar. Þeim fjölgaði mjög í kenn- arastétt upp úr 1970 og urðu brátt í meirihluta í grunnskólunum. Um leið breyttist margt í skólastarfinu. Hermennskubragurinn hvarf þar sem ekki var lengur litið á börnin sem litla óvini sem varð að halda í skefjum (drepa eða vera drepin(n)). Húsbúnaður varð heimilislegri, blóm í gluggum og myndir á veggjum, sessur handa yngstu börnunum, heimiliskrókar o.s.frv. „Þegiðu-hlýddu“-stefnan var ekki lengur góð og gild en við það misstu sumir kennarar fótfestuna. Einkum held ég að það hafi átt við kennara á efri stigunum, 7.-8. bekk. Þeir réðu ekki við nýtt sam- skiptaform. Hvort sem þessi mannúðarstefna í skólum er runnin af rótum kvennamenningar eða ekki telja flestir hana af hinu góða. Eftir því sem ég best veit líður börnum almennt vel í yngri bekkjum grunn- skóla og námið víðast hvar í föstum skorðum þrátt fyrir öðruvísi aga en tíðkaðist fyrrum. Ég vil taka skýrt fram að öll börn þurfa aga. Þau eru ekki fær um að stjórna sér sjálf hvorki heima né í skóla. Vald foreldra og kennara er samt ekki kúgunarvald, það er vald af hinu góða, vald til að leiða og leiðbeina þeim sem yngri er. Þess konar vald er fullkomin andstæða hins sem miðar að því að ríkja yfir öðrum, drottna yfir þeim og brjóta á bak aftur vilja þeirra. Þessu tvennu er oft ruglað saman þegar fjallað er um uppeldis- og skólamál. Marg- víslegar frelsiskröfur hafa einmitt verið bornar fram án þess að fyrir hendi væri skilningur á hinni tví- þættu merkingu hugtaksins vald. Ég tel að sú hafi stundum verið raunin hvað varðar hugmyndir góðra manna um mannúð og frelsi í stöðnuðum skólastofnunum sem vissulega voru grundvallaðar á anda hermennsku og þar sem kúg- unarvaldinu var beitt oftar en ekki; þar sem andlegt niðurbrot ung- menna þótti ekki tiltökumál, jafn- vel þjóðþrifaverk, og þar sem spott og spé var notað til að halda uppi aga. Hörku og illmennsku má ekki rugla saman við raunsæjar og eðli- legar kröfur um skyldurækni gagn- vart sjálfum sér og öðrum (m.a. fjölskyldu sinni), sjálfsaga og góð vinnubrögð. Góðmennska byggð á misskilningi má heldur ekki verða til þess að unglingar komist hjá að bera ábyrgð á eigin gerðum. Leit að sökudólgi í fyrra og hitteðfyrra deildu menn allhart í blöðum um skóla- mál, m.a. um ólíkar stefnur í kennslufræðum (uppgötvun eða ítroðsla) og þær öru breytingar sem ég hef fjallað hér um. Það er eðlilegt að staldrað sé við og mál endurskoðuð í ljósi reynslunnar en mér fannst gæta helst til mikillar einsýni hjá báðum aðilum; bæði þeim sem fannst flestar ef ekki allar breytingar af hinu vonda og hinum sem töldu að allt „nýtt“ hlyti þar með að vera gott án tillits til inntaks. Svipaðar umræður eiga sér nú stað víða á Vesturlöndum og oft er deilt þar af álíka óbilgirni og hér á Iandi. Sálfræðingurinn og geð- læknirinn William Glasser, sem hélt námskeið hér á landi í fyrravor í boði Félags skólasálfræðinga, tel- ur að nú ríði á að forðast öfgar og reiði. Vissulega hafi margt farið öðruvísi en til var stofnað en það breyti ekki því að skóiinn sé á réttri braut. „Afturhvarf til fortíðar" væri mikið böl og leit að sökudólgi bæði tilgangslaus og tímafrek. (William Glasser, Control Theory in the Classroom, 1985.) Nokkrar tillögur Ég ætla að lokum að koma á blað nokkrum tillögum sem líklegt er að skólamenn og yfirvöld menntamála geti komið í verk án mikilla málalenginga og fjárútláta. Sumar kosta meira að segja ekki neitt. 1. Það þarf að þjálfa kennara og skólastjóra markvisst í fordóma- leysi gagnvart nemendum. Hug- myndir og fræðikenningar um and- legt atgervi manna, gáfur og heimsku, eru í eðli sínu fasískar. Ákveðinn hópur manna hefur tek- ið sér það bessaleyfi að skilgreina aðrar manneskjur sem eðlisólíkar sér (sbr. sumir komast aldrei á „æðsta“ stig hugsunar, Piaget o.fl.). Þessi - að mínu mati skað- lega - hugsun er undirtónninn í þeirri menningu sem skólinn byggir á og veldur því m.a. að ungum börnum er látið mistakast alltof fljótt og alltof oft. William Glasser telur að þetta sé meginástæðan fyrir langvarandi námsvanda og námsfælni margra barna og ungl- inga og verði tæpast úr bætt nema með markvissri endurhæfingu, þ.e. barnið verði skipulega stutt og uppörvað þar til meðfætt og eðli- legt sjálfstraust er endurheimt. Þessi tillaga þarf ekki að kosta neitt. 2. Það þarf að endurskoða Yiámskrá fyrir yngri bekki grunn- skóla og taka burt greinar sem eiga þar ekki heima. Það liggur ekkert á að kenna kornungum börnum háskólagreinar s.s. eðlisfræði og líffræði og allra síst séu bækurnar á tyrfnu vísindamáli eins og hefur viljað brenna við í þessum grein- um. Málanámið má líka bíða eink- um þar sem sárlega vantar tíma fyrir meiri móðurmálskennslu. Raunar á hún næstum að vera það eina sem ungum börnum er kennt þar sem gott vald á eigin máli er undirstaða alls frekara náms. Ótt- inn við Rússa var ástæðulaus og mönnum því óhætt að slaka á í atgervis- og gáfnaleitinni. Heiminn skortir ekki þá tegund af „gáfum" sem þarf til að stunda skólalær- dóm, hins vegar er mikil vöntun á vitrum mönnum, snotrum og snjöllum (sbr. Hávamál) bæði inn- an skóla og utan. Þessi tillaga kann að kosta nokkurt fé. 3. Það þarf að endurskoða kennslu í 7.-9. bekk grunnskóla og athuga hvort ekki sé unnt að koma þar við hraðferð og hægferð, þann- ig að nemendur geti lokið síðasta áfanga ýmist á þremur eða fjórum árum. Það hlýtur að vera betra fyrir alla aðila að taka á vandanum sem fyrst en bíða ekki eftir fallinu í9. bekk Margirunglingarþroskast mikið andlega einmitt um 15-16 ára aldur og þeim er áreiðanlega hollara að fá að þroskast í friði og að vinna með námsefni við hæfi heldur en að skreiðast upp á grunn- skólaprófi og kolfalla á fyrstu önn í framhaldsskóla. Þessi tillaga mið- ar að sparnaði. 4. Falli tillaga nr. 3 ekki í góðan jarðveg þarf að koma á fót vel skipulögðum undirbúningsdeild- um við framhaldsskólana fyrir þá nemendur sem eru illa á vegi staddir við lok grunnskólans. E.t.v. gæti hvort tveggja þrifist samtímis - hæg- eða hraðferðir í grunnskólum og undirbúnings- deildir við framhaldsskólana - allt eftir aðstæðum og vilja skóla- manna á hverjum stað. 5. Síðast en ekki síst þarf að auka aðhald og festu í framhalds- skólunum, einkum í fjölbrauta- skólunum þar sem nemendur koma og fara og standa oft stutt við. Þetta aðhald þarf að koma bæði frá skólum og heimilum en skólar verða að hafa þar frumkvæði. Eins og ég hef þegar sagt er það á misskilningi byggt að unglingar upp til hópa séu færir um að standa á eigin fótum í námi og það er hvorki nýtt í sögunni né barnalegt að þurfa stuðning, hjálp og uppörv- un þó að maður sé orðin(n) 19 ára. Þó að margir kostir séu við nýja skólakerfið (anna- og fjölbrauta- skólana) býður það margri hætt- unni heim. Við verðum að muna að unglingar á aldrinum 16-18 ára eru oft afar óraunsæir. Þeir trúa endalaust á kraftaverkið og stóra vinninginn. „Nú ætla ég að taka mig á“; þetta kannast allir kennar- ar við. En freistingamar eru margar. Það er t.d. afar freistandi að nota veikindakvótann til að sitja frammi og spjalla við kunn- ingjana í stað þess að fara í tíma. Svo fer illa, barnið er fallið á mætingu í miðri önn og foreldram- ir koma af fjöllum. Þeir skilja ekki neitt í neinu, hann eða hún fór alltaf í skólann á morgnana. Hvernig má þetta vera? Það er kominn tími til að fram- haldsskólarnir taki upp skipulegt samstarf við foreldra og aðra for- ráðamenn nemenda. Ég verð þess sárlega vör í starfi mínu sem náms- ráðgjafi að einmitt þama er einn veikasti hlekkurinn í skipulagi framhaldsskóla. Helga Sigurjónsdóttir er kennari og námsráðgjafí við Menntaskólann í Kópavogi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.