Tíminn - 09.06.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.06.1988, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 9. júní 1988 ÍÞRÓTTIR Fimmtudagur 9! júní 1988 ' r'rTíminn li llllllllllill ÍÞRÓTTIR ^ Markarefurinn Tryggvi Gunnarsson afgreiddi Völsung: Valur á skrið Frá Hafliða Jósteinssyni á Húsavík: í sólskini og blíðskaparveðri á grasvellinum hér á Húsavík urðu Völsungar enn að lúta í lægra haldi í hinni hörðu 1. deildarkeppni. Það var Valur sem hrísti af sér slenið og sigraði Völsung með þremur mörk- um gegn einu. Leikurinn fór heldur rólega af stað og þreifuðu bæði liðin fyrir sér af varfærni. Ekki var mikið um góðan og árangursríkan samleik og því var leikurinn ekkert sérlega mikið fyrir augað. Meginhluta fyrri Víkingar unnu Leiftur í nýliða- slagnum á nýja vellinum í Fossvogi. Niðurstaðan í þessum tilþrifasnauða knattspyrnuleik í 1. deildinni varð 2-1 eftir að Víkingar höfðu yfir í leikhléi, 1-0. Vart verður annað sagt en að jafntefli hefði orðið sanngjarn- ari úrslit. Byrjunin á þessum leik var með eindæmum dauf, Leiftursmenn áttu tvö ágæt færi áður en Lárus Guð- mundsson potaði knettinum í mark- ið á 26. mín. Jóhann Þorvarðarson hafði sent fyrir og Þorvaldur misst knöttinn yfir sig. Þetta var mark af ódýru gerðinni og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Eftir mark- ið lifnaði örlítið yfir leikmönnum en færin létu þó bíða eftir sér. Seinni hálfleikurinn var lítið fjör- ugri, Leiftursmenn voru þó heldur meira með knöttinn sem fyrr og þyngdist sókn þeirra mjög er á leið. Þar kom svo að Steinar Ingimundar- son skoraði af stuttu færi, einn og lítt valdaður, eftir fyrirgjöf frá Herði Benónýssyni. Víkingar tóku heldur við sér eftir þetta og á 81. mín. var Atli Einarsson á auðum sjó, fékk sendingu inní teig frá Þórði Marels- syni og skoraði örugglega, 2-1. Leikurinn var mjög daufur og lítið í hann varið. Hvorugt liðið sýndi skemmtilegt samspil svo neinu næmi hálfleiks var hálfgert hnoð og há- loftaspyrnur allt of mikið notaðar. Það var loksins á 15. mínútu sem fyrsta marktækifærið féll Valsmönn- um í skaut en þá átti Jón Grétar Jónsson gott skot beint á Þorfinn markvörð. Rétt á eftir dúndraði Kristján Olgeirsson boltanum rétt yfir Valsmarkið. Á 30. mín. áttu Valsmenn skot í stöng og sluppu Völsungar þar sannarlega með skrekkinn. Skömmu síðar komst Valur Valsson einn innfyrir of flata vörn Völsungs en Þorfinnur sýndi snilldartakta og bjargaði vel. en meira byggt á löngum sendingum. Atli Einarsson var sprækastur í liði Víkings en Leiftursmenn létu liðs- heildina um verkið. Mörk Víkings: Lárus Guðmundsson 26., Atli Einarsson 81. Mark Leifturs: Steinar Ingimundarson 67. Gult spjald: Friðgeir Sigurðsson Leiftri43. Lid Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Andri Marteinsson, Jón Oddsson (Sigurður Guðnason 80.), Atli Helgason, Stefán Hall- dórsson, Jóhann Þorvarðarson, Trausti óm- arsson, Atli Einarsson, Lárus Guðmundsson (Björn Bjartmarz 75.). Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson, Gústaf ómarsson, Sigurbjörn Jak- obsson, Arni Stefánsson, Guðmundur Garð- arsson, Friðgeir Sigurðsson (Helgi Jóhanns- son 84.), Hafsteinn Jakobsson, Halldór Guðmundsson (Friðrik Einarsson 80.). Dómari: Guðmundur Sigurðsson. f næstu sókn Völsungs rétt þar á eftir átti Kristján fast skot í hliðarnet Valsmarksins. Á 44. mín. sofnuðu varnarmenn Völsungs á verðinum og Jón Grétar lagði boltann snyrti- lega fyrir Sigurjón Kristjánsson sem skoraði með óverjandi skoti og Vals- menn höfðu þar með náð forystu. Strax í upphafi seinni hálfleiks jöfnuðu Völsungar eftir misheppn- aða sendingu Þorgríms bakvarðar til Guðmundar markvarðar. Það var Aðalsteinn Aðalsteinsson sem náði að pota boltanum í netið og staðan því jöfn. Lifnaði nú heldur yfir leiknum og heimamönnum en þetta var skammgóður vermir því Tryggvi Gunnarsson þefaði upp marktæki- færin og nýtti sér síðan tvö þeirra. Hann kom inná sem varamaður svo það voru góð leikmannaskipti hjá Val. Það var Hilmar Sighvatsson sem fór af velli. Um þetta leyti leiks var nokkur harka hlaupin í leikinn og greip Eysteinn dómari til gulu spjaldanna og sýndi bæði Sveini Freyssyni og Kristjáni Olgeirssyni þau. Þegar stutt var til leiksloka fékk Kristján rauða spjaldið og riðlaðist þá leikur Völsunga alveg og fjaraði síðan út. Það má segja að sigur Vals hafi verið sanngjarn og greinilegt að þeir verða ekki auðunnir í sumar. Bestu menn Vals voru Guðni Bergs sem er feikiöruggur og traust- ur og Sigurjón Kristjánsson en hjá Völsungi var Þorfinnur yfirburða- maður og bjargaði Völsungum frá enn stærra tapi. Slakur dómari var eins og áður var sagt Eysteinn Guðmundsson. Áhorfendur voru á milli fimm og sex hundruð. -HÁ Staðan í 1. deild Fram........................ 4 3 1 0 6-1 10 ÍA........................... 4 2 2 0 4-2 8 KR .......................... 3 2 1 0 8-3 7 KA .......................... 2 2 0 0 3-1 6 ÍBK...........................4 1 1 2 6-7 4 Valur ........................4 1 1 2 3-3 4 Víkingur......................4 1 1 2 4-7 4 Leiftur ..................... 4 0 3 1 2-3 3 Þór.......................... 3 0 2 1 2-3 2 Völsungur................... 4 0 0 4 3-11 0 íslandsmótið í knattspyrnu, Víkingur-Leiftur 2-1: Tilþrifasnautt heyvinnuvéla- og dráttarvéladekk. LÆKKAÐ VERÐ Sterkir og endingargóðir ÚNAÐARDI AMBANDS ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 Atli Einarsson besti maður Víkinga í gærkvöldi sækir að marki Leifturs. Atli skoraði sigurmark Víkinga. Tímamynd Pjetur Vormót HSK í frjálsum íþróttum: Pétur yfir 20 m Pétur Guðmundsson kúluvarpari úr HSK náði í gærkvöldi Ólympíu- lágmarkinu í sinni grein. Pétur kast- aði 20,03 m á Vormóti HSK sem haldið var á Selfossi en Ólympíulág- markið er 20,00 m. Pétur átti áður 19,97 m. Hann átti góða kastseríu í gærkvöldi, kastaði 18,25 m í 1. umferð, þá 19,37 m, 19,32 m, 19,69 m, 20,03 m og loks 19,53 m í síðustu umferðinni. íslandsmótið í knattspyrnu, Þór- ÍA 1-1: Tvömórk í lokin Leikmenn Þórs og ÍA skildu jafnir í 1. deildarleik liðanna á knattspyrnuvellinum á Akureyri í gærkvöldi. Hvort lið skoraði eitt mark en það var þó ekki fyrr en á síðustu sjö mínútunum sem þau litu dagsins Ijós. Guðbjörn Tryggvason gerði mark ÍA á 83. mínútu, fékk knöttinn fyrir utan vítateig og skoraði með viðstöðulausu þrumuskoti upp ■ bláhornið. Fimm mínútum síðar jafnaði Júlí- us Tryggvason úr vítaspyrnu fyrir Þór. Hún var dæmd eftir að Mark Duffield varnarmaður ÍA fékk knöttinn í hönd innan víta- teigs. Leikurinn þótti heldur tilþrífa- htill. Árangur Péturs var hápunktur mótsins en á því náðist einnig ágætur Heldur tilþrifalitlum leik ÍBK og Fram í Keflavík lauk með jafntefli þar sem hvort liðið skoraði eitt mark. Keflvíkingar mega teljast heppnir að fá eitt stig í þessum leik þar sem Framliðið yfirspilaði þá megnið af leiknum. Guðmundur Steinsson skoraði mark Fram á 25. mín. eftir sendingu fyrir mark Keflvíkinga. Hann skor- aði með skoti af teig meðan vörn Keflvíkinga nánast horfði á. Grétar Einarsson jafnaði fyrir Keflvíkinga 10 mínútum seinna með skoti af vítateig eftir að hafa tekið góða rispu í átt að marki Fram. Framarar virtust ætla að gera út um leikinn strax í seinni hálfleik. Á 47. mín. var vörn Keflvíkinga illa á verði og ekki færri en þrír Framarar voru á auðum sjó á vítateig. Ormarr renndi boltanum til Kristins R. Jóns- sonar sem skaut að marki. Þorsteinn Bjarnason sló boltann frá, aftur til Kristins sem reyndi að skjóta yfir Þorstein. Hann varði aftur, Pétur Arnþórsson kom aðvífandi og skor- árangur í öðrum greinum og var góð þátttaka. -HÁ aði en hafði um leið brotið á Þor- steini og markið dæmt af. Framarar tóku öll völd í leiknum og léku mjög skemmtilega saman úti á vellinum en vantaði hersluinuninn til að reka endahnútinn á sóknarað- gerðir. Guðmundur Steinsson skor- aði reyndar rangstöðumark á 55. mín. Keflvíkingar voru mjög máttlausir og horfðu nánast á Framara. Besta færið í hálfleiknum kom þegardæmd var aukaspyrna á Keflvíkinga. Viðar Þorkelsson spyrnti vel framhjá varn- arvegg Keflvíkinga og boltinn stefndi í markhornið en Þorsteinn Bjarnason varði glæsilega. Það sem eftir lifði leiksins sóttu Framarar án afláts en gekk ekki að nýta sér það og leiknum lauk með jafntefli. Þorsteinn Bjarnason var yfir- burðamaður í liði ÍBK og Gestur Gylfason átti ágætan leik en Framar- ar voru jafnir og góðir. Þorsteinn Eðvarðsson dæmdi og hefði mátt taka harðar á brotum. Áhorfendur voru 1300. íslandsmótið í knattspyrnu, ÍBK-Fram 1-1: Stálheppnir Keflvíkingar Frá Frímanni Olafssyni á Sudurncsjum: NBA-körfuboltinn, LA Lakers-Detroit Pistons 93-105: Varamennirnir gerðu útslagið - Pistons unnu fyrsta leikinn með 12 stiga mun eftir að hafa 17 stiga forskot í leikhléi Detroit Pistons unnu yfirburðasigur á Los Angeles Lakers í fyrsta leiknum um sigurinn í atvinnumannadeild bandaríska körfuknatt- leiksins í fyrrinótt. Leikið var í Forum í Inglewood, heimavelli Lakers, og fóru leikar svo að gestirnir sigruðu með 105 stigum gegn 93 eftir að hafa 17 stiga forskot í leikhléi, 57-40. Það var ekki hvað síst breiddin sem tryggði Detroitliðinu sigur í þessum leik. Varamenn liðsins með Vinnie Johnson í fararbroddi gerðu 32 stig gegn aðeins 4 stigum varamanna Lakers. Johnson gerði 16 af þessum 32 stigum. Vörn Detroitliðsins var einnig mjög góð eins og verið hefur í úrslitakeppninni fram að þessu og þeim tókst að halda hinum skæðu hraða- upphlaupum Lakersliðsins alveg niðri. Svartasta hálfleiksstaða á árinu Detroit Pistons eru að leika til úrslita í fyrsta sinn síðan árið 1956 en þá voru bækistöðvar þeirra í Fort Wayne í Indianafylki. Þeir byrjuðu sinn fyrsta úrslitaleik eftir langt hlé af geysilegum krafti og komust í 8-0. Lakers náðu að minnka muninn í 1 stig, 22-21 fyrir lok fyrsta fjórðungs en Detroitmenn bættu enn um betur í öðrum með 35-19. Staðan í leikhléi var sem fyrr sagði 57-40 og er það Ijótasta staða sem Lakers hafa þurft að ræða um í leikhléi á þessu keppnistímabili. Dantley hitti fjórtán sinnum Adrian Dantley, hinn leikreyndi framvörður Detroitliðsins var í miklu stuði og skoraði nánast þegar honum sýndist. Hann misnotaði aðeins tvö af sextán skotum og gerði.alls 34 stig, þar af 22 í seinni hálfleik. „Viðttökum hvern leik sem þann síðasta," sagði Dantley eftir sigurinn. Þetta er aðeins annar leikurinn sem Lakers tapa á heimavelli í úrslitakeppninni á þessu ári og áhorfendur sem ekki eiga því að venjast að þeirra menn tapi, hvað þá svona illa, sátu þögulir og alveg gáttaðir lengst af. Að duga eða drepast fyrir Lakers Lakers, sem freista þess að verða fyrsta liðið frá ’69 til að verja meistaratitilinn, verða að vinna næsta leik sem verður í Forum í kvöld. Að öðrum kosti fara þeir með 0-2 stöðu til Detroit þar sem næstu þrír leikir verða og sú staða er ekki fýsileg. Detroit dugir þá sigur í tveimur af þremur heimaleikjum til að vinna. „Þeir eru búnir að stilla okkur upp við vegg fyrir annan leikinn, sá leikur verður m-i-k-i-I-v- æ-g-u-r,“ sagði Magic Johnson stjarna Laker- liðsins og stafaði síðasta orðið. Magic var stigahæstur sinna manna með 28 stig. - HÁ/Reuter

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.