Tíminn - 09.06.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.06.1988, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 9. júní 1988 12 Tíminnj FRÉTTAYFIRLIT SAMEINUÐU ÞJÓÐ- IRNAR - Sovétmenn hafa boöið fulltrúum frá Sameinuðu þjóðunum til að fylgjast með því er þeir eyðileggja fyrsta hlutann af kjarnorkuflaugum sínum í samræmi við samning við Bandaríkjamenn um eyð- ingu skamm- og meðaldrægra kjarnavopna. JÓHANNESARBORG- Blökkumenn ( Suður-Afríku héldu áfram verkföllum í gær og hafa verkföll því staðið í þrjá daga. Lögreglan skýrði frá áframhaldandi pólitísku ofbeldi tengdu verkföllunum, þó að rólegt hafi verið í flestum hverf- um blökkumanna. Tveggja ára barn lét lífið. TEL AVIV - Palestínskur unglingur lést í móttöku á sjúkrahúsi eftir að ísraelskir hermenn höfðu barið hann til óbóta á hernumda svæðinu í Gaza. israelski herinn sagðist vera að kanna þetta atvik til að ganga úr skugga um að mað- urinn hafi látist af völdum bar- smíða. í Alsír lýstu leiðtogar arabaríkja yfir stuðningi við uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum og leit- uðu ráða til að ná fram kröfu sinni um sjálfstætt ríki Pales- tínumanna. ANKARA - Réttarhöld hóf- ust yfir tveimur tyrkneskum kommúnistaleiðtogum oa segja mannréttindasinnar ao réttarhöldin séu prófsteinn á það hvort Tyrkland stefni í raun í átt til lýðræðis. MANAGVÁ” - Kontra- skæruliðar er njóta stuðnings Bandaríkjastjórnar og hin vinstrisinnaða stjórn Sandin- ista berjast nú fyrir því að ná einhverjum árangri í friðarvið- ræðum þeim er nú standa yfir ocj ætlao er að binda enda á mu ára átök sem kostað hafa 50 þúsund manns lífið. MOSKVA - Vestrænn lög-, maður sem var viðstaddur ráo- j stefnu um mannréttindamál í Moskvu sagði að þrátt fyrir mjúkmælgi sovéskra leiðtoga og falleg orð þeirra um mann- réttindi, þá só nú erfiðara fyrir gyðinga að fá að flytjast úr landi, en nokkru sinni áður. MOSKVA - Samtök sem kalla sig „Dauði yfir gyðinga" hafa dreift andgyðinglegum áróðursbæklingum um Moskvu og hafa valdið mikilli geðshræringu meðal gyðinga1 þar í borcj. Þessum bæklingum er dreift í sama mund og haldið er upp á þúsund ára afmæli rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar. llllllll ÚTLÓND ____Michael Dukakis tryggði sér meirihluta__ kjörmanna demókrata í síðustu forkosningum: „Hertoginn“ á sigurbraut og stefnir á Hvíta húsið Kínverska lögreglan hefur átt í önnum að undanförnu og þurft að eiga við mótmælafundi, annars vegar í Peking og hins vegar í Tíbet. Annasöm tíð hjá kínversku lögreglunni: TáragasíTíbet og óró í Peking Það er annasöm tíð hjá kínversku lögreglunni þessa dagana. í Lahsa höfuðborg Tíbets beitti lögreglan táragasi til að brjóta á bak aftur mótmælagöngu búddamunka og í höfuðborginni Peking voru hundruð . lögreglumanna kallaðir út til að hindra fyrirhugaða kröfugöngu kín- verskra stúdenta. í kjölfar dauða kínversks stúdents í óeirðum í sfðustu viku hafa stúd- entar í Peking hengt upp veggspjöld með slagorðum gegn hægagangi stjórnvalda og krafist aukins lýðræð- is og málfrelsis. í gær hugðust þeir fara í ólöglega kröfugöngu um mið- borg Peking og halda mótmælafund á Tiananmentorgi þrátt fyrir aðvar- anir stjórnvalda. Lítið varð úr mót- mælum því hundruð lögreglumanna tóku sér stöðu í kringum Tianan- mentorgið þegar stúdentarnir hugð- ust safnast þar saman. „Þeir voru of sterkir fyrir okkur,“ sagði einn af fjölmörgum stúdentum sem röltu um í nágrenni torgsins, sem aldrei þessu vant var nær mannlaust. Þó lögreglan hafi þurft að grípa til ofbeldis í Peking gegndi öðru máli um kínversku lögregluna í Lahsa, höfuðborg Tíbets fyrr í þessum mán- uði. Þar beittu lögreglumenn tára- gasi gegn mótmælagöngu búdda- munka er kröfðust sjálfstæðis Tíbets. Tveir vestrænir ferðamenn er komu frá Lahsa til Hong Kong fyrir stuttu sögðust hafa séð fjölda manns flýja í ofvæni undan kín- versku öryggislögreglunni þegar hún handtók munkana og dreifði mann- fjöldanum með táragasi. Michael Dukakis, „The Duke“, hefur tryggt sér meirihluta kjörfulltrúa á þingi Demókrataflokksins og þar með útncfningu sem forsetaefni flokksins. Skoðanakannanir sýna að hann myndi sigra George Bush verðandi forsetaefni repúblikana örugglega ef kosið væri nú. Ef svo fer verða Mikjálar við æðstu völd ■ Bandaríkjunum og Sovét. Ebbe Carlson segist búa yfir mikilvægum upplýsingum um morðið á Olof Palme: Vissi sænska lögreglan um morðtilræðið? Frá Ingemar Carlson fréttaritara Tímans í Upp- sölum. Ebbe Carlson, sænski bókaútgef- andinn sem hóf sjálfstæða rannsókn á morðinu á Olof Palme að undirlagi Önnu-Gretu Leijon, fyrrverandi dómsmálaráðherra Svíþjóðar, segist hafa undir höndum mikilvægar upp- lýsingar sem varpað geta ljósi á aðdraganda morðsins. Þetta kom fram í útvarpsviðtali við Carlson í gær. Carlson vildi ekki gefa upp hverjar þessar upplýsingar eru. Fjölmiðlar telja hins vegar að Carlson hafi fengið staðfestan þann orðróm að breska leyniþjónustan hafi varað sænsku öryggislögregluna við því að kúrdisk hryðjuverkasam- tök hygðust myrða Palme, viku áður en morðið var framið. Carlson hafði fengið meðmæli frá Önnu-Gretu Leijon dómsmálaráðherra svo hann gæti fengið nauðsynlegar upplýsing- ar um Palmemálið hjá bresku leyni- þjónustunni. Telja fjölmiðlar að annað hvort hafi sænska öryggislög- reglan ekki trúað þessu, eða ekki viljað aðhafast neitt í málinu. Tals- maður sænsku öryggislögreglunnar hefur vísað þessum ásökunum á bug og kallað þær hreina lygi. Ebbe Carlson hafði tekið íbúð á ónefndum stað í Stokkhólmi á leigu til að nota sem hlerunarmiðstöð, en lífvörður hans var handtekinn á föstudaginn er hann reyndi að koma ólöglegum hlerunartækjum inn í Svíþjóð. Sagði Carlson að sænska öryggislögreglan hafi haft áhuga á að fá þessa sömu íbúð til afnota, en ekki viljað deila henni með Carlson eins og hann hafi boðið, en að sögn Carlsons vissi sænska öryggislögregl- an um rannsókn sína frá byrjun. í gær tók Tharge Peterson við embætti Önnu-Gretu Leijon sem dómsmálaráðherra Svíþjóðar, en Anna-Greta neyddist til að segja af sér vegna einkarannsóknar Carlsons þegar ljóst var að vantrauststillaga borgaraflokkana á hana yrði samþykkt. Sakaði Anna-Greta borgaraflokkana um að gera þetta mál að kosningamáli, en þingkosn- ingar verða í Svíþjóð í haust. Ingvar Carlsson lýsti því yfir í gær að þegar Jafnaðarmannaflokkurinn hefði sigrað þingkosningarnar í sept- ember myndi Anna-Greta Leijon koma aftur til starfa sem ráðherra, en þó ekki dómsmálaráðherra, enda bæri hann fullt traust til hennar. Michael Dukakis mun verða val- inn forsetaefni Demókrataflokksins í fyrstu umferð á flokksþingi Demó- krataflokksins sem haldið verður í Atlanta í næsta mánuði. í gær sigraði hann glæsilega í síðustu forkosning- unum sem haldnar voru í Bandaríkj- unum og hlaut alls 2124 kjörfulltrúa á flokksþingið, 43 fleiri fulltrúa en hann þurfti til að hljóta útnefningu í fyrstu umferðinni. Jesse Jackson helsti keppinautur Dukakis í síðari hluta forkosninganna hélt kosninga- baráttu sinni áfram allt til loka og hlaut 1009 kjörfulltrúa. í byrjun var hinn grískættaði Michael Dukakis, ríkisstjóri í Massachussetts, ekki talinn sigur- stranglegur í baráttunni fyrir útnefn- ingu sem forsetaefni demókrata. Hins vegar fór vegur hans vaxandi er á leið og að lokum fór svo að allir aðrir frambjóðendur, utan blökku- maðurinn Jesse Jackson, heltust úr lestinni. Nú er svo komið að Dukakis þykir mun líklegri til að sigra í forsetakosningunum í Banda- ríkjunum, sem fram fara í nóvem- ber, heldur en George Bush varafor- seti, sem tryggði útnefningu sína sem forsetaefni repúblikana snemma í forkosningabaráttunni þar á bæ. Sýna nýjustu skoðanakannanir að Dukakis hafi nú 15% forskot á Bush, svo allar líkur eru á að sigurgöngu Dukakis ljúki ekki fyrr en í Hvíta húsinu. Miklar vangaveltur eru nú uppi um hvern Dukakis muni velja sér við hlið sem varaforsetaefni. Markmið Jesse Jacksons, eftir að ljóst var að hann ætti ekki möguleika á útnefn- ingu, var að ná það mörgum kjörfull- trúum að hann gæti haft veruleg áhrif á áherslur og stefnu Dukakis í komandi kosningabaráttu, jafnvel að verða sjálfur varaforsetaefni. Eft- ir sigurinn í gær sagði Dukakis ekki útiloka neinn, en á orðum hans mátti skilja að Jesse Jackson sé ekki efstur á óskalistanum. Ef Michael Dukakis verður kjör- inn forseti Bandaríkjanna í haust eins og margt bendir til, þá kæmi upp sú skemmtilega staða að tveir voldugustu menn í heiminum verða nafnar. Michael Dukakis forseti Bandaríkjanna og Mikhail Gorbat- sjov aðalritari sovéska kommúnista- flokksins. Hvort það skipti einhverju máli fyrir heimsmálin er önnur saga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.