Tíminn - 10.06.1988, Síða 3

Tíminn - 10.06.1988, Síða 3
Laugardagur 11. júní 1988 að hann greip broddstaf sinn, og miðaði honum á drenginn; hann gat aðeins vikið sér til hliðar, en stafur- inn stóð blýfastur í húsþili, er dreng- urinn stóð upp við, og mundi hafa sært hann, eða jafnvel drepið, ef í hann hefði komið. Vilhelm Hölter var Iaunsonur Diðriks Hölter skósmiðs og Mar- grétar Óiafsdóttur, systur Valgerðar Robb. Hann var mjög drykkfelldur og fremur illa kyntur, oflátungur og montinn í meira lagi; hélt sig vel í klæðaburði, var venjulega í einskon- ar ,,diplomat“ frakka úr svörtu klæði, og dökkbláum yfirfrakka utan yfir að vetrarlagi. Hann flakkaði um ýmsar sveitir lands, og vildi láta hafa mikið við sig. Hann var dálítið hagmæltur, en þóttist vera stórskáld, og vildi Iáta skoða sig svo. Hann gat opt verið talsvert fyndinn og ill- skældur í kveðlingum sínum. Einu sinni orkti hann „píuballs“-brag um þemudansleik í bænum, sem þá voru mjög tíðkaðir. Því miður er ekki hægt að prenta braginn, og á Eyjólfur Ijóstollur. Hann innheimti reikninga fyrir Dómkirkjuna og þannig fékk hann auknefnið. hann það þó skilið, en samt má láta þessa vísu fokka: En mörg var mæðin þunga, fyrír Möngu „sunnan á“, hún sat með sorgardrunga, sífelt yfir þá. Fauk í flestöll skjólin fyrir menjagná, þá sá hún skilkikjólinn, Siggu „blönku“ á. Þessum brag reiddust „píurnar" ákaflega, og þóttu sér illa launaðir margir bitar og sopar, sem þær höfðu stunið að Hölter í „heim- sóknar“-ferðum hans. Var hann um langt skeið eptir þetta gjör útlægur úr öllum eldhúsum heldra fólksins í bænum, en þar hafði hann áður verið tíður gestur. Fór hann þá að leggja leiðir sínar til tómthúsmanna, og gjörðist meiri alþýðuvinur en áður. Stjúpu átti Hölter, er Elín Egils- dóttir Sandholt hét; ekki voru miklir kærleikar milli þeira, og orkti Hölter ýmislegt um hana, þar á meðal þetta: „Mín er stjúpa músagrá, mjög er illileg að sjá, hún er bráðum fallin frá, fjörgömul með rauðan skjá“. Og enn: „Senn mun stjúpa lífið láta og leysast heimi frá, Vilhjálmur mun varla gráta, veizlu fær hann þá, Hrókur alls fagnaðar Hensi hjá Smith. Hinrik þessi Árnason, ætíð kallaður „Hensi“, var nokkurskonar undirpakkhús- maður hjá Smith. Hann var mjög einkennilegur náungi, lítill vexti en knálegur, eldrauður ( andliti, því honum þótti „sopinn" mjög góður. Hensi var síkátur og spriklaði af fjörinu, og var sjálfsagður forkólfur og „fordansari“ á öllum píuböllum, enda dansaði hann ágætlega. Hensi var því hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann var staddur. Hann hafði mikla rödd, og söng altaf, þegar hann varð hýr. Yrði Hensi verulega kendur, þá „marcheraði" hann um göturnar, einkum um bakarastíginn, því hann átti heima fyrir „ofan læk“, venjulega með brennivínsflösku í hægri hendi, sem hann veifaði í kringum sig og brúkaði jafnframt sem nokkurskonar taktstokk. Þá söng hann altaf með miklum krapti þessa vísu: Kalifornien er et Land uden Lige, der kan hver en Mand blive rige, hvis man kender Sand frá Guld, det er Sá’en (Sagen), saa kan man bære en Pose fuld hjem om Dá’en (Dagen). Gjörólíkur þessum mönnum, sem nú hafa verið nefndir, var Halldór nefndur Absalon, en hversvegna veit ég ekki. Hann var einhver fráasti göngumaður á sinni tíð, alt fram á efri ár, og var mikið í ferðalögum, en er hann tók að eldast gerðist hann vatnsberi. Hann var alla æfi ókvæntur og barnlaus. Hann var annálaður þrifnaðarmaður, en nokkuð gamaldags í klæðaburði, í buxum, sem náðu upp undir herða- blöð, og batt þær saman að neðan, líkt og hjólreiðamenn gjöra, í klæðistreyju, sem náðu rétt buxna- strengnum, með lambhúshettu á höfðinu, sem hann tók aldrei af sér, nema þegar hann fór í kirkju, en þangað fór hann á hverjum helgum degi, og sat altaf á sama stað, á krókbekk uppi, bak við orgelið. Hann var reglumaður, og safnaði peningum, og lét ýmsa höfðingja bæjarins geyma þá fyrir sig á víxl, en skömmu fyrir dauða sinn tók hann þá til sín. Við uppskipti eftir hann fundust þessar eignir: Heilfatnaður úr útlendu efni, 12 nýjar lérepts- skyrtur, er hann hafði aidrei komið í, og 14 nærbuxur, flestar alveg nýjar, önnur föt eptir þessu, einkum sokkaplögg. Fötin voru kyrfilega samanbrotin í kistu hans, og var reyr lagður í hann til góðrar lyktar, en í peningum fundust aðeins - 5 rdl. Var mikil eptirgrenslun gjörð eptir þeim, en þeir komu aldrei fram. Á sextán skóm Frægastur allra þessara einkenni- legu manna var Sæfinnur í Glasgow Hannesson. Hann var ættaður aust- an úr Árnessýslu. Um þrítugsaldur mun hann hafa farið í Hafnarfjörð, eptir að hafa verið til sjóróðra fyrir sunnan, þaðan fluttist hann til Reykjavíkur með Levinsen factor við Glasgowverslun. Sögur fara af því, að hann hafi snemma farið að nurla saman peningum á ýmsan hátt, með því að láta gárunga narra sig til hins og þessa fyrir nokkra skildinga, t.d. að gleypa þá, og eignast þá svo, er þeir komu aptur sækja þá ofan í vatnsílát með munninum, með því að stinga höfð- inu ofan í það svo að lá við köfnun; einnig að sækja þá á sama hátt ofan í tjöruílát, o.s.frv. Um Sæfinn orktu strákarnir þenn- an bögustúf. Sæfinnur með sextán skó sækir vatn og ber inn mó, og ekki er unt að lýsa honum betur í fáum orðum. Það var aðalstarf hans í lífinu að sækja vatn og bera inn mó, og það var bókstaflegur sannleiki, að hann hafði sextán skó, eða réttara sagt skóparta á fótunum. Það er alveg ótrúlegt, en samt satt, að Sæfinnur hafði ótal skóræfla eða parta af þeim á fótunum; vöðlaði hann eða batt þessa parta saman á óskiljanlegan hátt, og yzt hafði hann iðulega í þurru veðri afdankaða brauðbakka úr tré. Fótabragð hans var því harla kynlegt, og hlaut hverjum manni að verða starsýnt á fætur hans. Að ofan var hann svo búinn, að hann var ekki í vesti, heldur mörgum vestispörtum eða boðungunum hverjum utan yfir öðrum, þar yfir í frakka og girtur svarðreipi. Á höfði hafði hann vana- legan, gamlan flókahatt, sem hafði verið „móðins" á dögum Jörundar hundadagakonungs. Sæfinnur var fremur hár maður og þrekinn, með mikið dökt skegg, og sópaði því talsvert að honum. Hann var hinn mesti geðprýðis- og stillingarmaður, svo enginn maður sá hann nokkurn tíma reiðast.-Hann var því yfirleitt, lítið ásóktur af götustrákunum, því það er lítil ánægja í því að stríða' mönnum sem aldrei bregða skapi. Hann hirti alt og hélt til haga öllu því, sem hann eignaðist eða fann, og bar það heim í dyngju sína og gróf það þar, - niður - í skarn og mold á heimili sínu, en það var á salerninu bak við Glasgow. Þegar Glasgow var reist, var þar sett upp heljarmikil verzlun, og niðursuða á lax fór þar fram í geymsluhúsinu. Það voru því mörg salerni í bakhýsi þar, en þegar alt fór um koll rétt fyrir 1870, urðu salernin óþörf, og þá lagði Sæfinnur, sem þá var nýkominn til bæjarins, undir sig tvö salerni, og hafði bólfestu sína þar upp frá því. - Sæfinnur var mesti reglumaður, og drakk aldrei brenni- vín, nema hann fengi það ókeypis. Það var því í almæli, að hann ætti drjúgum peninga, því margan skild- ing innheimti hann. Um 1890 var bæli hans rifið og haugurinn rofinn. Það var hlaði, mannhæðarhár, og gildur faðmur á hvern veg, af alls- konar rusli. Það var götusorp og fjörurusl, fataræflar, flöskubrot og hverskonar ónýtt skran, og silfur og gull. Þar fundust rúmar 300 kr. í gulli og silfri, auk fúlgu af ógjald- gengum, gömlum peningum: specí- um, ríkisdölum, ríkisortum, mörkum, skildingum o.s.frv., sem þá voru úr gildi fyrir 15 árum. Peningarnir voru vafðir innan í bréf, hver peningur fyrir sig, bréfunum stundum potað niður í frálausa þum- algarma, og þeim aptur og bréfunum potað hingað og þangað innan um alt skranið og sorpið. Auk pening- anna, vatnspeninganna, vatnsburð- arkaupsins fyrir 20 ár, og nokkurra hattræfla og tómra flaskna, var ekki nokkur hlutur í hinu mikla safni, sem metinn myndi tvfeyrings virði. En þar fundust mörg hundruð skó- bætur, mörg hundruð flöskubrot, skeljabrot svo þúsundum skipti, mörg hundruð þumalsmokkar, mörg hundruð ónýtar pjötlur. Eigandinn stóð lengst af hljóður og hógvær yfir, meðan hervirkið var framið, haugurinn rofinn. Geðprýð- inni hallaði aldrei. En loks fór hann að gefa sig að vinnu með hinum, og tína saman hitt og þetta úr haugnum, er honum var sárast um, og reyna að forða því undan glötun. Einhverju smávegis var honum lofað að halda sér til hugfróunar, en annars var öllu hreiðrinu, að peningunum frátekn- um, ekið til sjávar og fórnað Ægi. Peningasöfnun Það er annars einkennilegt, að margir aurasafnarar vefja hvern skilding, sem þeim áskotnast, inn í sérstakar umbúðir, og geyma hann þannig; þetta gerði t.a.m. Hannes prestaskólakennari Árnason, sem að mörgu leyti átti skylt við þessa menn, sem hér er lýst að framan. Þegar hann kom f búð, og keypti eitthvað, gekk afarlangur tími til þess að borga, þvf hver peningur var margvafinn innan í pappír og Iá þannig í buddu hans, og stundum dró hann þá út úr fylgsnum hingað og þangað í fötum sínum. Marga fleiri einkennilega menn og konur mætti nefna, svo sem systkinin Áa (Árna) á Hól og Jóku; Imbu næpu, Eyfa tónara, sem ekki átti heima í Reykjavík, en kom þangað á hverju sumri; var víst ættaður ofan af Hvalfjarðarströnd; Hann hermdi svo vel eptir ýmsum prestum, bæði er þeir voru fyrir altarinu og í stólnum, að það var hrein og bein ánægja að hlusta á hann og var hann þó sjálfur ankana- legur, bæði í fasi og málfæri. Síðastur allra þessara einkenni- legu manna, var Eyjólfur ljóstollur; hann var af góðum ættum og hafði á unga aldri verið komið fyrir til bókbandsnáms hjá Egli Jónssyni í Reykjavík. Egill hafði þá fjárhald dómkirkjunnar á hendi, og sendi hann Eyjólf út með reikninga kirkj- unnar og lét hann heimta þá inn; þaðan er viðumefnið komið. Eyjólfi var margt vel gefið. Hann var hag- mæltur vel, jafnan glaður og skemti- legur, en hann átti við þann djöful að dragast, sem þjáði flesta menn, sem hér hafa verið rxfndir, nefnilega drykkjuskapar-ástríðuna, er gjörði hann aðallega að þeim ræfli, sem hann var. HELGIN T BASAMOTTUR FRÁ ALFA-LAVAL Sterkar og einangra mjög vel. Stærð: 1400x1100 mm. BUNADARDEILD I : I ■« Ki I : Lr ARMULA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 Auglýsing um lögtökfyrirfast- eigna- og brunabótagjöldum í Reykjavík Aö kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, upp- kveðnum 6. þ.m. verða lögtök látin fara fram til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og bruna- bótaiðgjöldum 1988. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, hefjast að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 6. júní 1988. Laus staða Staða deildarbókavarðar í Listasafni íslands er laus til umsóknar. Um er að ræða 70% stöðugildi. Umsækjendur hafi háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði og er áhugi á myndlist æskilegur. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist Menntamálaráðuneyt- inu fyrir 6. júlí næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 6. júní 1988. Kaupfélagsstjóri - Framkvæmdastjóri Starf kaupfélagsstjóra Kaupfélags Húnvetninga og framkvæmdastjóra Sölufélags Austur-Hún- vetninga er laust til umsóknar. Nánari upplýsingar gefur Árni S. Jóhannsson í síma 95-4200 og stjórnarformenn félaganna. Umsóknir skal senda til Björns Magnússonar, Hólabaki, Austur-Húnavatnssýslu sími 95-4473 stjórnarformanns K.H. eða Magnúsar Ólafssonar, Sveinsstöðum, Austur-Húnavatnssýslu sími 95- 4495 stjórnarformanns S.A.H. Umsóknarfrestur er til 27. júní 1988. Kaupfélag Húnvetninga Sölufélag Austur-Húnvetninga.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.