Tíminn - 10.06.1988, Page 14
m
14 m HELGIN 111« ÍTÍMANSRÁS llllllllllllllllllllllinillllllllllllll ■■ áiiiiiiiiiiiiffi
Vor - garðar - KRISTÍN LEIFSDÓTTIR -veður n
Líklega blundar eitthvað af
sveitamanninum í okkur öllum
og öll horfum við með velþókn-
un til hækkandi sólar og
vorsins, sem við vitum að þýðir
að sumarið er á næstu grösum.
Það fylgja að vísu ýmsir gallar
þessum yndislega árstíma og
ber þar hæst blessuð prófin,
sem eru að hálfdrepa þjóðina
allan maímánuð.
En prófin taka enda og þá
taka við bjartari dagar, út-
skriftarhátíðir og fleira gaman.
Og þá fer líka garðurinn að
kalla á líknandi hendur. Því að
efst á óskalista okkar allra er
garðhola, sem við getum kallað
okkar, þó að obbinn af þjóð-
inni búi að öðru leyti við stræti
borgar, bæja og kauptúna. Eða
hvað?
Undirrituð er sú lánsmann-
eskja að hafa umráð yfir lítilli
grasflöt sunnan við hús og
annarri norðan við hús. f verk
hefur komist að pota niður
nokkrum birkihríslum, sem nú
eru reyndar orðnar býsna háar
og búa í þéttu nábýli. Svo er
brekkuvíðigerði á lóðarmörk-
um og einhver merki sjást
önnur um viðleitni til að fegra
og prýða í kringum sig. Já,
meira að segja voru settar
niður nokkrar rósir eitt árið og
hafa staðist furðanlega rok og
rigningar og vanhirðu á
sumrin, og frosthörkur og
snjóþyngsli á vetrum.
Mig grunaði það ekki þegar
ég hófst handa fyrir rúmum 10
árum með garðræktina, full
orku og áhuga, að ekki liði á
löngu þar til öll ræktun væri
komin úr böndunum, og frum-
skógarlögmál hefðu tekið völd-
in í garðholunni minni. Þrátt
fyrir vanmáttuga viðleitni af
minni hálfu til að reyna að
Snyrtilegir garðar eru reglulegt augnayndi og þeir með „grænu puttana“ vita reyndar ekkcrt skemmtilegra en að
dunda í görðum sinum og gera þá sífellt fallegri og yndislegri. En það er mikil vinna að halda görðum í góðu horfi
og þar stendur hnífurinn í kúnni hjá mörgum garðeigandanum.
halda grasinu í skefjum, þar
sem það átti alls ekki að vera,
og stuðla að því að það ríkti
alvalda á blettunum sem því
voru ætlaðir, er nú svo komið
að það er akkúrat þveröfugt.
Alls staðar þar sem ég vil ekki
sjá gras í snyrtilegum garði,
þrífst mitt gras með ágætum,
en á flötunum fínu skarta
fíflar, hrafnaklukkur og ýmis
annar gróður, sem ég kann
varla að nafngreina.
Nú er ég vís með að halda
því fram að þetta sé bara
afleiðing þeirrar ónáttúru
veðurfarsins að bregða sér allt-
af í rigningar, já og jafnvel
slagviðri um helgar þegar úti-
vinnandi fólk hefur loks tíma
til að sinna garðstörfum. Sem
sagt að þetta ágæta gróðrar-
veður á vorin, rigningar um
helgar og sólskin og hiti á
virkum dögum, henti mér ekki
alls kostar.
En hvernig má það þá vera
að þegar ég geng um götur
Reykjavíkur blasa hvarvetna
við vel hirtir garðar og puðandi
fólk á fjórum fótum að hlynna
að jurtunum sínum. Það hlýtur
þó að búa við sömu dyntina í
veðurfarinu og ég!
Nú er ég staðráðin í því að
næsta vor skuli ég sjá við
ofvextinum í garðinum mínum
og byrja af öllum kröftum á
garðstörfunum á réttum tíma,
sama hvernig viðrar og sama
hvaða hátíðir eru á boðstólum
en þær gera að sjálfsögðu ekki
annað en að glepja fyrir sönnu
garðyrkjufólki og tefja það frá
þessu „gefandi tómstunda-
starfi“ sem fullnægir sveita-
manninum í mér eins og
öðrum.
En innst inni í hjartaleynum
veit ég að þetta hef ég oft sagt
á liðnum árum við sjálfa mig
án sýnilegs árangurs!
Kristín Leifsdóttir
Laugardagur 11.'juní 1988
GETTU NÚ
í síðustu getraun voru
það Veiðivötn sem á
myndinni voru og hefur
trúlega mörgum áhuga-
sömum veiðimanninum
reynst létt að bera
kennsl á staðinn.
En hér er það fjall sem
við biðjum menn að
virða fyrir sér. Það hefur
verið vinsælt af fjali-
göngumönnum, enda
sameinar það þá kosti
að leiðin upp er fögur og
hvorki of erfið né of létt
fyrir þá sem sæmilega
eru á sig komnir.
KROSSGÁTA