Tíminn - 14.06.1988, Síða 5
Þriðjudagur 14. júní 1988
Tíminn 5
Magnús Gunnarsson framkvæmdastj. SÍF:
Saltf isktollar gætu
orðið 1.215 milljónir
Magnús Gunnarsson, framkværadastjóri SÍF.
„Eftir inngöngu Spánar og Portú-
gals í Evrópubandalagið, í ársbyrjun
1986, hafa innflutningshindranir, í
formi tolla og kvóta, æ oftar skotið
upp kollinum og nú er staðan ein-
hver sú erfiðasta um langt árabil. Þá
eru til staðar í einstökum löndum
innan bandalagsins ýmsar viðskipta-
hindranir, magntakmarkanir o. fl.,
sem íslenskur saltfiskiðnaður á við
að glíma.“
Petta segir Magnús Gunnarsson,
framkvæmdastj. SÍF m.a. í saman-
tekt sem hann hefur gert til glöggv-
unar á stöðu saltfiskútflutningsins til
Evrópubandalagsins og þeim vanda-
málum sem tollar, innflutningstak-
markanir og viðskiptahindranir geta
haft á þróun saltfiskverkunar í land-
inu. Magnús bendir m.a. á að miðað
við hámarkstolla gætu íslendingar
þurft að gréiða yfir 1.200 milljónir
kr., eða 14% af verðmæti alls útflutts
saltfisks til EB. Það yrði hátt í
þreföidun miðað við 444 milljónir
sem áætlaðir tollar voru á síðasta
ári.
Undirboð í upphafi ársins
Magnús bendir á að saltfiskur hafi
verið um 6. hluti heildarútflutnings-
verðmæta íslendinga á síðasta ári
(62.000 tonn fyrir um 9 milljarða
króna) og að nær allur sá fiskur hafi
farið til landa Evrópubandalagsins.
Horfur fyrir 1988 séu því miður ekki
eins góðar. Norðmenn og Kanada-
menn hafi selt saltfiskbirgðir sínar
með verulegum undirboðum inn á
hefðbundna markaði íslendinga.
Skýringin felist í því að Brasilía, sem
verið hefur stærsti markaður þeirra,
hafi að mestu lokað fyrir innflutning
á saltfiski, jafnframt því sem Norð-
menn stefni nú markvisst að aukinni
hlutdeild á markaði EB.
Allt upp í 20% tollur
Magnús bendir á að saltfiskur falli
ekki undir ákvæði fríverslunarsamn-
inganna við bandalagið, sem sé því
í sjálfsvald sett hvernig það með-
höndlar innflutning saltfisks til aðild-
arlanda sinna. Mismunandi kvótar
og meðhöndlun þeirra í helstu við-
skiptalöndum íslendinga og síðan
allt upp í 20% tollar geri saltfiskút-
flytjendum hér erfitt fyrir.
Fyrir árið 1988 hefur Evrópu-
bandalagið ákveðið eftirfarandi
kvóta og tolla innan þess:
Á flöttum þorski er 25.000 tonna
sameiginlegur kvóti tollfrjáls, 52.500
tonn með 5% tolli og síðan 13%
tollur.
Á öllum öðrum flöttum fiski er
13% tollur.
Á öllum söltuðum þorskflökum er
20% tollur.
Á söltuðum ufsaflökum er 4.000
tonna sameiginlegur kvóti með 5%
tolli og síðan 16% tollur.
Flækjur til að
torvelda innflutning
Magnús lýsir ýmsum aðferðum
sem margar þær þjóðir sem saltfisk-
seljendur hafa hvað mest viðskipti
við beita til að torvelda innflutning.
Spánverjar (sem keyptu héðan
um 10.000 tonn í fyrra) leyfi aðeins
innflutning á 15.000 tonnum af salt-
fiski frá löndum utan Evrópubanda-
lagsins á þessu ári. Því magni sé
síðan skipt niður á ársfjórðunga og
þar að auki settar flóknar reglur um
úthlutun og meðhöndlun kvótans
innan Spánar. Auk þess sem þetta
geri íslenskum saltfiskútflytjendum
erfitt fyrir megi búast við aukinni
samkeppni frá Norðmönnum, eins
Banaslys á Skúlagötunni:
Drukkinn á stolnum
bíl olli banaslysi
Aðfaranótt laugardagsins varð
banaslys á Skúlagötunni, er drukk-
inn ökumaður á stórum amerískum
bíl ók framan á Lödu, eftir að hafa
farið yfir á rangan vegarhelming.
Ökumaðurinn hafði stolið bílnum
í miðbænum fyrr um nóttina og að
sögn sjónarvotta var hann á yfir
100 kílómetra hraða þegar árekst-
urinn varð.
í Lödunni voru hjón og ók
eiginmaðurinn. Eiginkonan sat
hins vegar í framsætinu og lést
hún. Hún hét Anna Jóna Jónsdótt-
ir, fatahönnuður, Ásvallagötu 15.
Anna hefði orðið 32 ára í byrjun
júlí. Hún lætur eftir sig 10 ára
gamlan son og eiginmanninn sem
var fluttur á Borgarspítalann og lá
á gjörgæsludeild þar til á sunnudag.
Hann er ekki lífshættulega meidd-
ur.
Áreksturinn var það harður að
nota þurfti klippur til að ná hjónun-
um út úr bílnum. Drukkni öku-
maðurinn meiddist hins vegar sára-
lítið og var fluttur í fangageymslur
skömmu eftir áreksturinn. Þar sat
hann þangað til á hádegi á laugar-
dag er honum var sleppt eftir
yfirheyrslu. -SÓL
Anna Jóna Jónsdóttir, fatahönn-
uður, lætur eftir sig 10 ára son og
eiginmann.
ogþegar hafi komið í Ijós í Portúgal.
Grikkir (keyptu 3.620 tonn 1987)
haga málum þannig að dreifa sínum
tollfrjálsa kvóta á alla þá sem komið
hafa nálægt saltfiskinnflutningi síð-
ustu árin. Til að geta nýtt hann að
fullu verða virkir innflytjendur að
kaupa úthlutaða kvóta af þeim sem
ekki hyggja á innflutning í ár. Jafn-
framt er mjög ströng verðstöðvun í
gangi í Grikklandi um þessar
mundir.
ítalir keyptu m.a. 1.740 tonn af
söltuðum flökum í fyrra. Nú er 20%
tollur á öllum söltuðum flökum, sem
þýðir 75 millj. kr. miðað við sama
magn >g verðmæti og 1987.
Salta sjálfir
íslenskan ufsa
Pjóðverjar kaupa fyrst og fremst
héðan söltuð ufsaflök, sem þeir nota
til sjólaxframleiðslu sinnar. Heild-
arnotkunin er 5-6.000 tonn á ári.
Héðan keyptu þeir rúm 2.600 tonn í
fyrra, sem var 400 tonnum minna en
árið áður. Þann samdrátt segir
Magnús stafa af aukinni söltun Þjóð-
verja sjálfra, einkum á ufsa sem þeir
kaupa frá íslandi.
Frakkar keyptu um 2.160 tonn af
saltfiski á síðasta ári. Par segir
Magnús þegar hafa komið upp erfið-
leika vegna tolla sem eru; 10% á
þurrkuðum saltfiski, 5% á blaut-
verkuðum og 20% á flökum. Auk
þess keppi íslendingar þar við Norð-
menn sem njóti þar sérstakra toll-
fríðinda.
Komið að „mögru“
árunum?
Eftir tvö mjög hagstæð ár fyrir
saltfiskútflytjendur segir Magnús
stöðuna nú orðna mjög óvissa. Þó sé
nú þegar ljóst að framleiðsla Norð-
manna muni aftur aukast á þessu ári
eftir nokkurra ára samdrátt. Norð-
menn hafi í gegnum tvíhliða samn-
inga náð mjög hagstæðum kjörum
fyrir sinn saltfiskútflutning til Evr-
ópubandalagsins. Síðustu tvö ár hafi
þeir samið um rúmlega 30 þús.
tonna tollfrjálsan kvóta hvort ár,
auk þess að hafa aðgang að sameig-
inlegum kvótum til jafns við íslend-
inga og Kanadamenn, sem bæti
samkeppnisstöðu þeirra til muna.
í lok samantektar sinnar segir
Magnús það umhugsunarefni fyrir
þá sem áhuga hafa á þróun byggða-
mála á íslandi, hvaða áhrif samdrátt-
ur í saltfiskverkun muni hafa á ýmiss
smærri byggðarlög víðs vegar um
landið. - HF,I
W Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Tækni-
deildar Borgarspítalans óskar eftir tilboöum í
múrhúöun útveggja eldri byggingar Grensásdeild-
ar Borgarspítalans og viðgerð garðveggja.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 5.000 skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
21. júní kl. 11.00.
1NNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Sinji 25800
Tilkynning til launa-
skattsgreiöenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að
eindagi launaskatts fyrir mánuðina mars og apríl
er 15. júní n.k. Sé launaskattur greiddur eftir
eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því
sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn-
heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og
afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
Til sölu traktorsgrafa
Ford 4550 árg. 1975. Tilvalið fyrir bændur. Upplýs-
ingar á kvöldin í síma 97-31216.