Tíminn - 14.06.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.06.1988, Blaðsíða 6
Tíminn Þriðjudagur 14. júní 1988 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- i Smán verðbólgunnar Vísitala framfærslukostnaðar hefur verið reikn- uð miðað við verðlag í júnímánuði. í ljós kemur að á einum mánuði hefur verðlag hækkað um 3,4%, sem gæti bent til þess að verðbólgustigið yrði 50% á einu ári. Hins vegar segir Hagstofa íslands að miðað við hækkanir þriggja síðustu mánaða jafn- gildi þær því að verðbólgustigið verði 30% á ári. Ljóst er að miðað við 12 síðustu mánuði er verðbólgustig á íslandi rúmlega 27%. Hvernig sem litið er á þessar verðhækkunartölur og verðbólgustig, þá er ljóst að verðbólga á íslandi er mörgum sinnum meiri en gerist í vestrænum iðnaðar- og velmegunarlöndum. Nefnt er að verðbólga í Tyrklandi sé meiri en á íslandi. í því er engin afsökun. Tyrkneskt og íslenskt þjóðfélag er gjörólíkt hvernig sem á er litið. Par munar mestu að þjóðartekjur á mann á íslandi eru með því hæsta sem gerist í heiminum og almenn velmegun augljós hverjum sem sjá vill. í Tyrklandi eru meðaltekjur lágar, þorri fólks býr við fátækt, aðrir eru stórauðugir, atvinnuleysi er mikið, fjöldi Tyrkja er farandverkamenn í fjarlægum löndum. Tyrkneskt þjóðfélag er svo ófullburða að engum getur dulist. í sambandi við verðlagsbreytingar og verðbólgu- þróun geta íslendingar ekki með góðri samvisku miðað sig við neina nema vestrænar lýðræðis- og velmegunarþjóðir. Hvað stjórnmál, tækni, fram- leiðslu og neyslustig varðar eru íslendingar í þeirra hópi. Aftur á móti munar svo miklu á ýmsum þáttum efnahagsþróunar hér á landi og í öðrum vestrænum löndum, að með ólíkindum er. íslensk verðbólga á sér engan líka. Vont er við það að búa að mjög vefst fyrir lærðum mönnum að skýra ástæður þess að verðbólga er jafn ör og afdrifarík hér á landi sem raun ber vitni. Verra er þó hitt að jafnt ýmsir ráðamenn sem stór hluti þjóðarinnar virðist trúa því að efnahagslega sé hægt að lifa verðbólgu af, þola sífelldar verðbólguhækkanir án þess að bíða af því skaða. Slík trú er þó ekki annað en ímyndun og fjarstæða. Ef nokkurri þjóð er nauðsyn að búa við stöðugt verðlag og lágt verðbólgustig þá eru það íslendingar. Þjóðin á allt undir erlendum mörkuð- um og erlendu markaðsverði. Varla finnst sú þjóð í veröldinni sem er jafn háð utanríkisviðskiptum sem íslendingar, fyrst og fremst því að geta selt framleiðsluvörur sínar á erlendum mörkuðum. Til þess að það geti gengið hindrunarlítið verður verðlagsþróun og verðbólgustig að vera í takt við það sem er í markaðslöndum. Raskist slíkt jafn- vægi raskast allt efnahagskerfið, ekki síst gengis- skráningin, verðgildi íslensku krónunnar, sú verð- eining sem launafólki er greitt fyrir vinnu sína. íslenska þjóðin þarf að sameinast um að koma sér út úr smán verðbólgunnar, sem enga leikur verr en launþegastéttina og heimilin. iiliilllllllllllíf GARRI Einkaverslun og dreifbýli Staksteinahöfundur Morgun- blaðsins á laugardag fer nokkrum ófögrum orðum um samvinn- uversiunina ■ landinu. Hann nefnir fyrst landlægt tal hér um verslunar- gróða og segir svo að það komi þvert á allar fullyrðingar af þvi tagi þegar fréttir berist af aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga um stórfellt tap af rekstrí kaupfélag- anna og Verslunardeildar Sam- bandsins á síðasta ári. Síðan segir Staksteinahöfundur: „Samkeppni í verslun hefur tví- mælalaust tryggt meira vöruúrval og lægra verð en ella hefði verið. Kaupmáttur launa er meiri fyrir vikið. Þær verslanir, sem best bjóða kjörin, draga tilsín viðskipti. Ekld fara fréttirafþví að kaupfélög eða samvinnuverslun bjóði lægra vöruverð en einkaverslun og stór- markaðir. Þvert á móti. Engu að síður hefur félagsverslunin ekki tekjur móti gjöldum. Hullinn nem- ur hundruðum milljóna.“ Samkeppnin í Reykjavík Og enn segir Staksteinahöfund- ur þetta: „Ef rétt er, sem viss öf! halda fram, að verslunargróði einka- verslunarsé himinhár, á sama tíma sem hún býður almenningi sam- bærileg eða betri kjör en sam- vinnuverslun, sem hangir á horrim ef markn má fréttir af aðalfundi SÍS, er það ekki sannfærandi dæmi um ágæti samvinnuverslunar um- fram einkaverslun. “ Hér er þó að ýmsu að gæta að því er varðar þennan málflutning Staksteinahöfundar. Það er rétt hjá lionum að samkeppni i verslun lækkar vöruverðið. Lengi vel var aðeins einn stórmarkaður í Reykjavík sem það nafn var gef- andi, verslun Hagkaups í Skeif- unni. Síðan settu samvinnumenn upp stórmarkaðinn Miklagarð, og þar með kom fy rst til sögunnar veruleg samkeppni í markaðsverslun á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er að efa að sú samkeppni hefur gefið Hagkaupi bæði hollt og gott aðhald í verðlagningu, og þar með hafa samvinnumenn þannig valdið því að kaupmáttur fólks í Reykjavík er meiri fyrir vikið en ella. Og svo mun málum vera háttað að Mikli- garður á ekki i sömu erfiðleikum og aðrír hlutar samvinnuverslunar- innar. Staksteinahöfundur „gleymir“ því að það er fyrst og fremst dreifbýlisverslunin sem núna á í erfiðleikum. Hann „gleymir" þvi líka að það er eðli kaupfélaga að hlaupa ekki landshorna á milli eftir því hvar gróða vonin er mest hverju sinni. Þau eru kyrr heima hjá sér, hvert á sinum stað. Þjónustuhlutverkið Málum er nefnilega þannig varíð að kaupfélögunum er eðli sínu samkvæmt ætlað að þjóna félags- mönnum sínum, hverjum á sínum stað. Það hafa ekki faríð af því sögur að kaupmenn hafi stormað út í hinar afskekktari byggðir til þess að setja þar upp verslanir. Hvar eru til dæmis útibúin frá stórverslunum einkaframtaksins í Reykjavik á stöðum eins og Hólmavík, Kópaskeri, Stöðvar- firði eða Eyrarbakka? Það fer eiginlega heldur lítið fyrír þeim á öllum þessum stöðum. Málið er vitaskuld það að einka- verslunin hyUist til þess að setja sig niður þar sem fjöhnenni er mest og hagnaðarvonin þar af leiðandi í hámarki. Einkaverslunin hugsar ekki fyrst og fremst um að þjóna öllum landsmönnum, hvar í land- inu sem þeir búa, heldur þvert á móti um það hvar hagnaðarvonina sé helst að finna. Þess vegna setur einkaverslunin sig niður á fjölmennustu stöðun- um, en lætur hina afskekktarí eiga sig. Á þessum stöðum er hægt að reka verslun með mun hagkvæmarí hætti en á minni stöðunum. Og frá stóru stöðunum heldur hún svo uppi harðri vcrðsamkeppni við dreifbýlisbúðiraar með hvers kon- ar gylliboðum sem fjölmennið gerir henni mögulegt. Það er þessi samkeppni, ásamt sívaxandi ferðum fólks landshluta á milli í kjölfar bættra samgangna, sem fyrst og fremst veldur félags- versluninni erfiðleikum í dag. Það vill nefnilega stundum gleymast að það kostar sitt að flytja vörur til verslana úti á landi og halda þar uppi boðlegri verslunarþjónustu. Og líka er ekki brennt fyrír það að heimafólk á litlu stöðunum gleymi því stundum að einungis með því að skipta við heimabúðina tryggir það áframhaldandi rekstur hennar. En næst þegar Staksteina- höfundur sest niður til þess að skrifa um einkaverslun og félags- verslun þá gerði hann betur í að „gleyma“ því ekki hvað félags- verslunin gegnir þýðingarmiklu þjónustuhlutverki út um allt land. Þessu þjónustuhlutverki sinnir einkaverslunin langtífrá í sama mæii eða nánast ekki. Þess vegna er félagsverslunin nauðsynleg, og erfiðleikar hennar reyndar stóral- varlegt mál fyrir þjóðina alla. Sam- keppnin er nefnilega ekki alltaf án skuggahliða. Garri. 11111111 VÍTT OG BREITT 1111 Níð og lof Ekkert hefur verið til sparað af Þjóðviljanum og öðrum þjóðfrels- isöflum að ófrægja alþýðuflokks- manninn Stefán Jóhann Stefánsson fyrrum forsætisráðherra. Nær lát- laust er honum brigslað um landráð og hann talinn íslenskri þjóð hinn óþarfasti fyrir það að telja að íslendingar ættu samleið með vest- rænum þjóðum og að hann beitti sér fyrir því að fsland varð eitt af aðildarríkjum varnarbandalags lýðræðisþjóða Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma og kommúnistar og aftaníossar þeirra telja mikla nauð- syn á að rannsaka og gegnumlýsa allan feril Stefáns Jóhanns til þess eins að gera hann tortryggilegan eru aðrir stjómmálamenn settir á goðastall og ekki er nú aldeilis maðkurinn í mysunni þegar minn- ast skal hugsjóna og þjóðhollustu gömlu stalínistanna og eru þeir meiri og betri í minningunni en allir menn aðrir. Lyginni líkast Brynjólfur Bjamason, fyrmrn menntamálaráðherra, varð nýlega níræður og var hann mærður svo fyrir sína dým hugsjón að maður gæti haldið að aldrei hafi fallið blettur eða hmkka á kommúnism- ann og að mannkynsfrelsarinn og bamavinurinn eini og sanni, Jósef Stalín, trónaði enn á öllum þeim stöllum sem áróðursmeistarar hlóðu undir karlinn og er lyginni líkast hvemig þeim tókst það. Brynjólfur var alla tíð málsvari Stalfns og vildi skapa sams konar þjóðfélag á íslandi og meistaranum tókst í Rússlandi. Það var markmið allrar hans pólitísku baráttu. Auðvitað hafði Brynjólfur og hefur fullt leyfi til að eiga hvaða hugsjón sem honum sýndist og vinna henni allt það gagn sem hann megnar. En hvort það var gáfulegt að sjá aldrei í gegnum þær höfuðlygar og blekkingarvef sem kommúnistaá- róðurinn spann látlaust er nokkuð sem aðrir hafa líka leyfi til að efast um. Það fylgir nefnilega ávallt öllu lofinu um Brynjólf hvað hann sé gáfaður og hugsjónaríkur maður. Líklega þarf að setja sig í heim- spekilegar stellingar til að varast að sjá þversögn í svona staðhæfing- um. Vantar menn Nú vantar okkur menn eins og hann Brynjólf er fyrirsögn á sunnu- dagspistli Þjóðviljaritstjóra um helgina, og er tilvitnun í óánægðan allaballa sem saknar góðu gömlu daganna þegar Stalín var enn hér. Og gamli komminn spyr með eftirsjá hvers vegna ekki séu lengur til menn af hans gerð og hvað hafi orðið af þeim. Á eftir fylgja vanga- veltur um sæla stalínista og 68 kynslóðina, sem kunni nóg af sla- gorðum og nákvæmlega ekkert annað, ef undanskildar eru hass- reykingar og gítarbamingur. En hvað varð af Brynjólfunum? Ekki fékkst svar við því, en greini- legt er að þeir Svavar og Ólafur Ragnar og þeirra nótar em léttvæg- ir fundnir þegar miðað er við gömlu hugsjónakommana sem áttu sér draum í ríki Stalíns og það þykir enn í dag svo dæmalaust gáfulegt. Þeir Stefán Jóhann og Brynjólf- ur vom áhrifamenn í stjómmálum á sama tíma. Báðir vom þeir ráðherrar og forystumenn sinna flokka. Annar þeirra var lýðræðis- sinnaður og taldi að íslendingum bæri að taka sér stöðu meðal vestrænna þjóða sem virða frelsi og ákvörðunarrétt einstaklingana. Hinn var hallur undir austrænt alræði, miðstjómarvald og forsjá flokks og ríkis yfir öllum einstak- lingum. Tíminn og sagan hefur ótvírætt leitt í Ijós hvor málstaðurinn er mannúðlegri og leiðir til gifturíkari framfara og hvor ber í sér harðýðgi og afturför. Það fer svo eftir innræti hvað menn telja að þeir þurfi að níða og hverju hæla, eða kannski bara

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.