Tíminn - 14.06.1988, Side 7
Þriðjudagur 14. júní 1988
Tíminn 7
1111 VETTVANGUR
Hólar í Hjaltadal:
Ósannindi skólastjórans
um stóðhestanotkun búsins
- eftir Anders Hansen
í Tímanum var fyrir nokkru skýrt frá deilum sem uppi hafa
verið um hrossaræktarbú ríkisins, sem rekið er fyrir fé
skattgreiðenda á Hólum í Hjaltadal. Þar kom meðal annars
fram, að samkvæmt opinberri reglugerð á að rækta hross af
Svaðastaðastofni á Hólum, en þrátt fyrir það hafa ýmsir
starfsmenn búsins og hluti stjórnar þess, brotið reglugerðina
og hafið eins konar óskipulagða blendingsrækt við þetta eina i
hrossaræktarbú ríkisins.
í umræddum fréttum í Tímanum
var fullyrt, eins og raunar hafði áður
komið fram í grein eftir undirritaðan
í Morgunblaðinu, að í sumar væri
ætlunin að nota á hryssur Hólabúsins
stóðhestana Snældu-Blesa frá Ár-
gerði í Eyjafirði og Gassa frá Vorsa-
bæ á Skeiðum. Upplýsingar um
þetta komu mörgum á óvart, enda
er hvorugur hestanna af Svaðastaða-
stofni. f samtali við Tímann segist
Jón Friðriksson, einn þriggja í stjórn
Hólabúsins, hafa mótmælt notkun
hestanna, enda væri hún óheimil
samkvæmt reglugerð landoúnaðar-
ráðuneytisins. Þrátt fyrir mótmælin
segir Jón, að notkun þeirra hafi
verið ákveðin með atkvæðum
tveggja stjómarmanna.
í sama blaði Tímans hefur blaða-
maðurinn svo einnig rætt við annan
stjómarmann, Jón Bjamason,
skólastjóra Bændaskólans á Hólum,
en hann er formaður stjómar hrossa-
ræktarbúsins. Þar segir Jón skóla-
stjóri, að rangt sé, að nota eigi
hestana Gassa og Snældu-Blesa.
Óneitanlega þóttu mér þetta góð
tíðindi, en gleðin fauk út í veður og
vind, þegar ég talaði við Magna
bónda Kjartansson í Árgerði hinn 8.
júní sl. Þá tjáði Magni mér að til
Snældu-Blesa væm komnar þrjár
eða fjórar hryssur frá Hólum og von
væri á fleiri hryssum, úr eigu Hóla-
búsins. Þá hefur Leifur Þórarinsson,
umsjónarmaður stóðhestsins Gassa,
einnig tjáð mér, að óbreytt sé pöntun
Hólabúsins um að koma tveimur
hryssum til hestsins.
Hér hefur Jón Bjamason skóla-
stjóri því sagt ósatt í samtali við
Tímann. Hann lætur sér ekki nægja
að brjóta þá opinberu reglugerð,
sem honum er skylt að fara eftir,
heldur bætir hann gráu ofan á svart
með því að segja ósatt, þegar hann
er spurður um þessi mál. Hvað
honum gengur til veit ég ekki, en að
mínu viti er þetta ekki framkoma
sem hæfir manni í stöðu Jóns Bjama-
sonar og raunar hæfir hún engum.
En ábyrgð Jóns er því meiri, sem
hann er opinber starfsmaður.
Hugmyndir um breytingu á reglu-
gerð Hólabúsins hafa verið ræddar
að undanförnu í landbúnaðarráðu-
neytinu. f samtali sem ég átti við Jón
Helgason ráðherra hinn 9. júní,
sagðist hann ekki muna, hvort búið
væri að afgreiða málið frá ráðuneyt-
inu. - Þegar ég ræddi við hann um
stóðhestanotkun á eina hrossarækt-
arbúi ríkisins á Hólum, sagðist ráð-
herrann ekki vita hvað þar væri að
gerast, enda væri sér ómögulegt að
vita um gang mála á hinum ýmsu
búum, hvað þá um notkun einstakra
stóðhesta í landinu.
Ég verð að játa, að eftir þetta
stutta samtal við Jón Helgason land-
búnaðarráðherra, geri ég mér engar
vonir um að neitt komi út úr hrossa-
ræktinni á Hólum. Hér eftir má það
líklega einu gilda, hvað þar er gert.
Starfsmenn og stjómarmenn geta
ráðskast með búið eins og þeim
sýnist, opinberar reglugerðir skipta
' engu og ráðherranum er alveg sama.
Mig grunar að hér eftir verði hrossa-
ræktarmönnum líka alveg sama um
hvað gerist á hinu svonefnda kyn-
bótabúi ríkisins á Hólum.
Vegna forsögu málsins fannst mér
þó rétt að framangreind atriði kæmu
fram hér á síðum Tímans.
Guöjón V. Guðmundsson:
Vei yður, hræsnarar
f seinustu viðræðum sínum eins
og í þeim fyrri við Sovétleiðtogann
lagði Reagan Bandaríkjaforseti
mikla áherslu á mannréttindamál og
þar er komið við auman blett á þeim
Kremlverjum, enda þekktir fyrir allt
annað en það að virða almenn,
sjálfsögð mannréttindi og þó að
vissulega hafi ýmislegt verið fært til
betri vegar í Sovétríkjunum síðan
Gorbatsjov komst þar til valda þá er
enn mjög langt í land og trúlega
verður svo um langa framtíð. Já,
Reagan og þeim Bandaríkjamönn-
um verður tíðrætt um mannréttinda-
brot ýmissa þjóða og engin þjóð
talar meira og oftar um frelsi og
sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Nú er
það vitanlega svo að þeir sem gagn-
rýna þetta og hitt verða að hafa efni
á því, hafa hreinan skjöld eins og
það er stundum nefnt. Hvernig
skyldi nú þessum málum vera komið
hjá ýmsum af nánustu skjólstæðing-
um Bandaríkjanna? Skyldi allt vera
þar fellt og slétt? Nei, því miður,
það er nú eitthvað annað. Banda-
ríkjamenn hafa stutt allskonar fanta
í gegnum tíðina, sem hafa fótum
troðið öll almenn mannréttindi.
Nægir þar að nefna ríki S.-Ameríku
og enn í dag eru við völd skúrkar af
sama sauðahúsi í mörgum löndum
Rómönsku Ameríku. Stuðningur
Bandaríkjanna við kynþáttakúgar-
ana í S.-Afríku er alger og berjast
þeir af alefli gegn öllum tilraunum á
alþjóðavettvangi eins og til dæmis
að koma á algeru viðskiptabanni
sem vitanlega myndu fljótlega leiða
til þess að hvíti minnihlutinn yrði að
láta af þeirri vitfirrtu stefnu sinni að
halda yfirgnæfandi meirihluta
landsmanna í helgreipum. 80% íbú-
anna eru nánast vinnudýr, réttinda-
lausir í sínu eigin landi fyrir þá sök
eina, að skinn þeirra er ekki hvítt.
Það er skelfilegt til þess að hugsa að
þetta skuli raunverulega vera tilfellið
á því herrans ári 1988. Þetta er
smánarblettur á mannkyninu. Nei, á
þessa þrælahaldara má ekki setja
bann en á okkur íslendinga eru þeir
í Washington reiðubúnir að setja
viðskiptaþvinganir ef við höldum
áfram að nýta eina af auðlindum
hafsins, hvalina. Er hægt að leggjast
neðar í hræsninni ogyfirdrepsskapn-
um? Ég bara spyr.
Annar smánarblettur á mannkyn-
inu og ekki minni er Ísraelsríki sem
er eins og S.-Afríka náinn banda-
maður þeirra U.S.A.-manna enda
myndi það ríki ekki standast lengi ef
taumlaus stuðningur Bandaríkjanna
væri ekki fyrir hendi. ísraelsmenn
hafa komið fram af svo djöfullegri
grimmd við Palestínufólkið að fara
verður langt aftur í mannkynssög-
unni til að finna hliðstæður slíkrar
fúlmennsku, þjóðir heimsins hafa
séð brot af hegðun þessara ómenna
á sjónvarpsskermunum heima í stofu
hjá sér. Ég segi brot vegna þess að
atburðirnir seinustu mánuðina á
Gaza-svæðinu og vesturbakka Jórd-
anárinnar eru aðeins lítill hluti þess
sem þarna hefur verið að gerast
seinustu áratugina en það er engu
líkara en menn vilji ekki vita það
eða þeir hreinlega reyni að loka
augunum fyrir staðreyndum. Það
ríki, sem nú er nefnt ísrael, hét áður
Palestína og íbúarnir flest allir, eða
yfir 93%, Palestínuarabar þegar
gyðingar hófu þarna „landnám".
Þetta fólk hafði búið þarna mann
fram af manni öldum saman. Allt frá
því að Theodor Herzl setti fram
hugmyndir sínar um gyðingaríki í
Palestínu, var zíonistum ljóst að
þessi áform væru óframkvæmanleg
nema þeim tækist að fjarlægja flesta
íbúa landsins, þ.e. Palestínuaraba,
til að rýma fyrir gyðingum. Um
brottflutning Palestínumanna og um
nauðsyn þess að beita valdi í Pales-
tínu gegn heimamönnum var rætt
hispurslaust á þingum zíonista þegar
fyrir sfðari heimsstyrjöld. Og nú er
sem sé þessi draumur þeirra að
verða að veruleika, aðeins tíma-
spursmál hvenær seinustu hernumdu
svæðin, Gaza og vesturbakki Jórd-
anár, verða formlega innlimuð í
Ísraelsríki og þar með er Palestína
horfin af landabréfunum og Pales-
tínuþjóðinni verður útrýmt sem
þjóð.
Þetta sjá Hvítahúss-herrarnir ekk-
ert athugavert við. Það er ekki verið
að tala um að þarna séu framin
mannréttindabrot. Þarna eru vinir
Bandaríkjanna á ferðinni og á þá
gilda allt önnur viðhorf. Það er alveg
augljóst að það skiptir þá Banda-
ríkjamenn ekki nokkru máli hvers
konar stjórnir fara með völdin í
hinum ýmsu löndum, aðeins ef þeir
hinir sömu séu þeim vinveittir og á
eftir þessum háu herrum drattast
meirihluti Islendinga í algerri fylgi-
spekt. Ábyrgð þeirra er mikil.
Sá, sem þessar línur ritar, trúir því
að réttlætið muni sigra að lokum og
þá verður gott að lifa í þessum heimi.
Ég læt fylgja hér í lokin kafla úr
ávarpi eftir Érich Fried, sem hann
nefnir: Gyðingur ávarpar stríðs-
menn zíonista:
„Hvað vakir fyrir ykkur? Er ykkur
sjálfrátt að ganga lengra en þeir sem
fyrir mannsaldri tröðkuðu á ykkur í
ykkar eigin blóði, í ykkar eigin saur?
En ég sem fyrir fimmtíu árum var
sjálfur gyðingabam og píndur af
pynturum ykkar vil þá líka verða nýr
gyðingur ásamt þeim nýju gyðingum
sem þið gerið úr Palestínumönn-
um.“
Guðjón V. Guðmundsson