Tíminn - 14.06.1988, Síða 11
Þriðjudagur 14. júní 1988
Tíminn 11
' MINNING ......... ... ... ■ ...
HalldórS. Þormar
Fæddur 23. júlí 1921
Dáinn 17. mars 1988
Kynningin við samferðafólkið
orkar misjafnt á okkur. Hér verður
minnst eins þessara samferðamanna
og rifjaðir upp atburðir úr Iífssögu
hans.
Þótt Halldór væri fáorður og dulur
- alltaf sem ólesin bók - leyndi sér
ekki, að í honum bjó viðkvæm og
góð sál. Græskulausar kímnisögur
hans, stungu alveg í stúf við alvöru-
gefið andlitið. Innra bjó þó fleygur
andi, sem leitaði útrásar í bráð-
fyndnum gamansögum, sem oft hittu
í mark. Skáldskapurinn varpottþétt-
ur og reiprennandi þegar honum
tókst vel upp. Auðvitað gengu sög-
urnar út á lífið í kringum okkur, eftir
því sem á fjörurnar rak. Stundum
tókst honum svo vel að segja frá
atburðum, að hlutsandann grunaði
ekki húmorinn í frásögninni. Oftast
var hann sjálfur aðalpersónan, en þó
ekki alltaf sú snjallasta. Það var
Halldóri meðfæddur hæfileiki að
búa til grínsögur og má segja að þar
kippti hann í kynið til afa síns,
Halldórs Benediktssonar á Skriðu-
klaustri. Sögur Halldórs voru aldrei
sagðar í niðrunarskyni, en þó held
ég að margur hafi getað þekkt sig í
þeim.
Ætla má að ævibraut Halldórs
hefði orðið önnur, ef hann væri
ungur að árum um þessar mundir.
Hann útskrifaðist úr skóla lífsins,
sem algengast var, og settist aldrei á
skólabekk að barnaskólanámi
loknu. Sjálft lífið verður ætíð besti
fjölbrautaskólinn.
Halldór fékk snemma að kynnast
mótlætinu. Ungur veiktist hann á
fæti og hafði það töluverð áhrif á
lífsferil hans. Bagaði fóturinn hann
jafnan við erfið störf, en ekki heyrð-
ist hann kvarta yfir því. Hann var
þrautseigur maður og kjarkgóður.
Þó fór svo, að lífsstarfið réðist af
þessum æskuveikleika hans.
Halldór var elstur af fjórum son-
um þeirra Klausturhjóna, Sigríðar
Halldórsdóttur og Sigmars G.
Þormars. Sigríður var dóttir Hall-
dórs Benediktssonar bónda á
Skriðuklaustri og Arnbjargar Sigfús-
dóttur (Stefánssonar). Þau Halldór
og Arnbjörg höfðu búið á Kláustri
við mikla rausn í um það bil fjóra
áratugi, virt og vinsæl á sinni tíð.
Var Halldór eldri frumkvöðull í
ýmsum búnaðarframförum og
endurbótum hinna gömlu hefð-
bundnu bygginga, enda orðlagður
smiður. Gamansemin var honum í
blóð borin og fara af því ýmsar
sögur. Sigmar var sonur Guttorms
Vigfússonar búfræðings í Geita-
gerði, sem var fyrsti skólastjóri Bún-
aðarskólans á Eiðum og síðar alþing-
ismaður. Sigmar hafði numið garð-
yrkjufræði við erlenda skóla.
Þau Sigmar og Sigríður byrjuðu
búskap á Skriðuklaustri árið 1921,
og var þar vissulega ekki í kot vísað.
Engin furða var þótt vandasamt
reyndist að halda uppi þeim stórbú-
skap sem Halldór gamli hafði komið
á fót, að hluta til með aðstoð annars
tengdasonar síns, Halldórs Stefáns-
sonar, síðar alþingismanns. Heilsu-
far Sigríðar var ekki sem best á
þessum árum, og mun það m.a. hafa
valdið því, að þau Klausturhjón
ákváðu að selja jörðina Gunnari
Gunnarssyni skáldi, sem þá var að
flytjast heim í átthaga sína og vildi
hefja búskap á einhverri góðjörð.
Árið 1940 fluttu þau svo í Arnheið-
arstaði, þar sem móðursystir Sigríð-
ar hafði búið fram að þessu, ekkja
Sölva Vigfússonar, föðurbróður
Sigmars. Þar urðum við Halldór
Þormar samtíða um tveggja ára
skeið, og síðan nágrannar til 1945,
þegar foreldrar hans hættu búskap
og fluttu til Reykjavíkur.
Þegar Halldór kom í Arnheiðar-
staði 1940, var hann 19 ára gamall og
vinnumaður á búi föður síns. Þetta
voru breytingatímar. Heimsstyrjöld-
in var gengin í garð og landið
hertekið, en peningar nógir í „Breta-
vinnu“. Að púla fyrir 40-50 kinda
frá Skriðuklaustri
árskaupi datt nú fáum í hug néma
sérvitringum. Erfiðlega gekk að fá
vinnufólk. Fór þá að reyna á Halldór
í búskapnum, enda aðeins einn
vinnumaður við búið auk hans, og
yngri bræðurnir í skóla yfir veturinn.
Halldór varalinn uppviðsauðfjár-
búskap í Klaustri og hjarðir stórar,
enda bar hann glöggt skyn á kindur,
þekkti svipbragð þeirra og var
ánægja að umgangast þær. Þá bundu
ungir menn í sveitum landsins fram-
tíðardrauma sína við stór og mynd-
arleg fjárbú, og sjálfsagt stóð hugur
Halldórs ekki til annars, þótt fleira
kunni að hafa blundað þar í ranni.
Þegar fram í sótti reyndist honum
kindastjáið erfitt. Göngur eru lang-
sóttar í Fljótsdal, sem kunnugt er, og
á þeirn tíma var heyjanna aflað með
orfi og hrífu á flestum bæjum. Sem
fyrr segir, var Halldór dálítið bækl-
aður á fæti, og aldrei neinn hestur til
heilsu að öðru leyti.
Þegar foreldrar hans fluttu til
Reykjavíkur var bústofninn seldur
og jörðin öðrum byggð. Var þá
útséð um að Halldór yrði bóndi í
Fljótsdal, þótt hugur hans stæði
líklega mest til þess. Forlögin verða
aldrei fiúin.
Á haustdögum 1945 flutti Halldór
einnig til Reykjavíkur. Hann var þá
búinn að taka bílpróf og keypti sér
bíl, sem hann ók í leiguakstri næstu
árin, en vann fyrir austan á sumrum.
Hann átti bágt með að samlagast
borgarlífinu, svona í einni lotu, og
enn um sinn var hugur hans bundinn
sveitinni, sem hann hafði varla stigið
fæti sínum út af, fyrr en þetta, enda
bauðst þar brátt tækifæri til vinnu.
Einu eða tveimur árum síðar
keypti Búnaðarfélag Fljótdals-
hrepps dráttarvél til jarðvinnslu,
með plóg og herfi, og bauðst Hall-
dóri sá starfi að fara með verkfærin
um sveitina og vinna hjá bændum.
Þannig gat hann notið sveitasælunn-
ar að sumrinu. Og ekki leið á löngu
þar til Halldór settist upp á jarðýtu,
sem Búnaðarsamband Norður-Hér-
aðs keypti. Var hann við það í
nokkur sumur og kynntist þá fólki á
fjölda bæja á Héraði. Hann hlakkaði
jafnan til að koma austur að vorinu,
meðan hann bjó í Reykjavík.
Árið 1953 urðu þáttaskil í lífi
Halldórs, er hann kvæntist Unni E.
Kjerúlf. Hún var sveitungi hans úr
Fljótsdalnum, dóttir Eiríks J. Kjer-
úlfs og Sigurbjargar Þorsteinsdóttur,
sem tóku við búskap á Arnheiðar-
stöðum þegar Sigmar og Sigríður
fiuttust þaðan. Var sambúð þeirra
innileg og hjónabandið alla tíð hið
farsælasta. Þau komu sér nú upp
heimili í Reykjavík og hætti Halldór
þá að vinna á jarðvinnsluvélum á
Héraði, en sneri sér alveg að leigu-
bílaakstri, sem varð atvinna hans í
hálfan þriðja tug ára.
Var ekki að undra þótt hann væri
þá orðinn þreyttur á þeim starfa, og
varð að ráði að þau hjónin keyptu
sjoppu, ágætlega staðsetta í Reykja-
vík. Við hana störfuðu þau bæði í
nokkur ár, en sjoppuvinnan er líka
erilssöm og krefst langs vinnutíma,
auk þess sem ’ henni fylgir mikill
akstur, svo þetta var lítil bót.
Halldór var nú farinn að kenna
verulegs heilsubrests og þau bæði
orðin leið á borgarlífinu. Hugurinn
leitaði til átthaganna, í Fljótsdalinn
fagra, þar sem þau höfðu slitið
barnsskónum. Teningunum er
kastað, og einn góðan veðurdag
yfirgefa þau borgina fyrir fullt og allt
og flytja búferlum austur á Hérað.
í Fljótsda! reyndist ekkert hús-
næði falt þá stundina. Þau settust því
að á bænum Strönd í Vallahreppi
(Skógum), og leigðu þar góða og
nýlega íbúð. Þangað komu þau 5.
júlí 1984, og þar var heimili þeirra
næstu þrjú árin. Þaðan blasir Fljóts-
dalurinn við, þótt í nokkurri fjarlægð
sé, og Snæfellið skartar sínu fegursta
á björtum dögum. Þarna undu þau
Halldór og Unnur vel hag sínum,
sem nærri má geta.
Á síðastliðnu ári urðu þau samt að
flytja sig um set yfir Lagarfljótið, að
Hofi í Fellum, jaar sem þau leigðu
íbúðarhúsið Neðra-Hof. Þar er vina-
legt og fagurt útsýni inn yfir Fljótið.
Dvölin á báðum þessum bæjum var
Halldóri mikil uppbót á erfiðum
lífsferli. Naut hann og mikillar um-
hyggju konu sinnar, sem á þessum
árum helgaði honum alla sína krafta.
í desember síðastliðnum varð
Halldór að leggjast inn á sjúkrahúsið
á Egilsstöðum, og þaðan lá Ieiðin til
baka, á sjúkrahús í Reykjavík, cins
og nú er algeng saga. Þar andaðist
hann 17. mars sl., á sextugasta og
sjöunda aldursári. Halldór var jarð-
aður í Valþjófsstaðarkirkjugarði 26.
mars 1988, skammt frá fæðingarstað
sínum. Lífs og liðinn vildi hann hvíla
í faðmi Fljótsdalsins. Þarstóð vagga
hans og þar vildi hann hljóta gröf.
Ég minnist Halldórs Þormars sem
góðs drengs og það er bjart yfir
okkar kynnum. Ég bið Unni ekkju
hans og öðrum aðstandendum bless-
unar og velfarnaðar í framtíðinni,
með þökkum fyrir gömul og góð
kynni.
Hallgrímur Helgason
Droplaugarstöðum.
Afgreiðslustarf
byggingarvörur
Óskum eftir að ráða afgreiðslumann í Bygginga-
vöruverslun sem fyrst.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í hliðstæðu
starfi.
Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannastjóra er
veitir nánari upplýsingar.
SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉLAGA
STARFSMANNAHALD
Útboð - Lóðargerð
Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölvhóls-
götu 4, 101 Reykjavík, óskar eftir tilboði í frágang
á lóð við væntanlegt skrifstofuhús að Kirkjusandi
í Reykjavík.
Um er að ræða m.a. eftirtalda verkþætti:
• Fyllingar um 3.000 m3.
• Malbik, um 3.500 m2.
• Kantsteinar, um 600 m
• Hellulögn, um 1.600 m2
• Snjóbræðslulögn, um 6.600 m
Verkið skal hefjast í lok júní 1988 og skal því lokið
15. október 1988.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurð-
ar Thoroddsen hf., Ármúla 4, Reykjavík, gegn
5.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skila til VST hf., Ármúla 4, 108
Reykjavík, fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 28. júní
1988 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Vatns-
veitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í fram-
kvæmdir við lagningu nýrrar aðalæðar Vatnsveitu
Reykjavíkur frá lokahúsi við Skálará við Reykja-
nesbraut að tengingu við Bústaðaveg.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 15.000 skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
29. júní kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAS.
Frikirkjuvtgi 3 — Simi 25800
RWl
i|i Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Vatns-
veitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í fram-
kvæmdir við lagningu nýrrar aðalæðar Vatnsveitu
Reykjavíkur við Elliðavog norðan með Suður-
landsbraut og að Holtavegi.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 15.000 skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn
29. júní kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Tilkynning til sölu-
skattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að
gjalddagi söluskatts fyrir maímánuð er 15. júní.
Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna
ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
íbúð óskast
Undirrituð óskar eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð á
leigu fyrir hafnfirsk hjón með 2 börn.
Reglusemi og góðri umgengni heitið.
Upplýsingar í síma 53444 hjá Kolbrúnu Oddgeirs-
dóttur.