Tíminn - 04.08.1988, Page 3

Tíminn - 04.08.1988, Page 3
Fimmtudagur 4. ágúst 1988 Tíminn 3 Kvennavígi fallið - Karlar komnir í borðvinnu við hlið kvenna: Strákar gefa stelpum ekki efftir í bónusnum íslenskir karlmenn og erlendir eru nú í stórum stíl farnir að vinna við snyrtingu og pökkun á físki í frystihúsum á Vestfjörðum og gefa ,,bónusdrottningunumu sem þeir vinna með ekkert eftir í afköstum. Karlmenn hafa þar með fellt eitt höfuðvígi kvenna, en borðvinna í frystihúsum hefur áratugum saman verið sérstakt kvennastarf. Allir jafnt Að sögn Emils Guðjónssonar verkstjóra í Hraðfrystihúsi.Táikna- fjarðar ieiddu breytingar á bónus- kerfinu sömuleiðis til framan- greindra breytinga í verkaskipt- ingu í frystihúsunum. í gamla kerfinu var bónus greiddur einstaklingum eftir af- köstum þeirra, svo sumir fengu mikinn bónus, aðrir sæmilegan eða lítinn og nokkrir alls engan. í nýja kerfinu er bónusinn reiknaður eftir heildarafköstum. Ölium starfs- mönnum frystihússins er greiddur sami bóns á unninn tíma, svo allir hagnast/tapa jafnt á góðum eða slæmum afköstum í húsinu. Hver stund notuð Að sögn Emils varð breytingin til þess að hver sá sem hefur meira en undan í‘ einhverju verki fer beint í eitthvað annað á milli. Ef t.d. strákarnir á flökunarvélum hafa meira en undan boröunum þá dreifa þeir sér niður í snyrtingu og pökkun á borðunum á milli. Auk þannig íhlaupavinnu sagði Emil 6 stráka vinna stöðugt við snyrtingu og pökkun á borðum. Afköst þeirra sagði hann misjöfn eins og gcngur og gerist en gegnumsneitt ekkert minni heldur en hjá stúlkun- um. Að sögn Emils þótti karl- mönnunuum, í byrjun, ómögulcgt að fara að vinna á borðum og konurnar höfðu heldur ekki of mikla trú á þeim til þeirra starfa. En nú sé þetta ekkert mál lengur. Stress stórum minna Emil sagði að nýja bónuskerfið hefði verkað svolítið þvingandi fyrst, en starfsfólkinu líki nú betur og betur við þessa tilhögun og hann heyri ekki að það vilji breyta aftir. Bónus lækkaði svolítið í byrj- un hjá konunum sem hæstan bónus ' höfðu í gamla kerfinu, en þær fóru síðan að ýta á slæpingjana til vinnu. Emil sagði stress hafa minnkað og skriffinnsku nú ekki nema brot af því sem var í gamla einstaklingsbónuskerfinu. Breyt- ingin er þvf ekki síður til hins bctra fyrir verkstjórann. Að sögn Emils var bónusinn um 170 kr. á tímann í stðustu viku, scm þýðir um 80% ofan á tímakaupið í dagvinnu. Svíaránægðir með lægri skatta hér Yfir þriðjungur af 50-60 starfs- mönnum Hraðfrystihúss Tálkna- fjarðar er útiendingar, lang flest ungt fólk frá Svíþjóð, sem margt hvert hefur unnið þar frá því um síðustu áramót. Emil sagði Svía duglegt fólk, sem kvarti ekkert yfir 50-55 stunda vinnuviku, sé ánægt með launin og hrósi happi yfir mun lægri sköttum heldur en í Svíþjóð. Flest þetta unga fólk sagði Emil vera að safna sér peningum sem það síðan ætlar að nota til að fcrðast um heiminn. Emil sagi miklu auðveldara að ráða Norður- landabúa í vinnu heldur en lengra að komna. Þeir þurfa ekki atvinnu- leyfi, heldur banka gjarnan upp á og biðja um starf. Af þessu leiðir að Ástralir og Nýsjálendingar eru nú færri á Tálknafirði en oft áður. - HEI Nýr lás sem hlotið hefur heitið Snari, pg festir troll við bobbinga, settur á markað á íslandi: má snara af 10 mínútum Islensku konurnar á Nordisk Forum: Ráðstefnan gengið vel Snara á 5 til Fyrsta sendingin af „Snara“; lás sem festir troll við bobbinga, kom til landsins á mánudag. Að sögn Ragn- ars Bóassonar uppfinningamanns sparast mikill tími og mannskapur við að losa troll frá bobbingum, með þessari nýju tegund lása. Ragnar sagði að hann væru búinn að vera með Snara í þróun frá árinu 1983. Á hugvitssýningu sem iðnaðar- ráðuneytið stóð fyrir árið 1986 voru veittar tvær viðurkenningar og hlaut Snari aðra viðurkenninguna, sem besta hugmyndin á sýningunni. „Þessi viðurkenning kom frá Hug- verkstofnun Sameinuðu þjóðanna," sagði Ragnar. Snari er framleiddur hjá Rud fyrirtækinu sem hefur aðsetur skammt frá Stuttgart í Þýskalandi og sérhæfir sig í framleiðslu lása og keðja. Aðspurður sagði Ragnar að hann hefði athugað með framleiðslu á Snara hér á Iandi. „f ljós kom að lásinn yrði ekki nógu sterkur, auk þess sem ekki væri hægt að bræða efnið við nógu hátt hitastig og steypa í mót, ef hann væri framleiddur hér á landi,“ sagði Ragnar. Á eitt troll þarf um 35-40 Snara og sagði Ragnar að þegar losa þyrfti troll frá bobbingum við núverandi aðstæður tæki það fimm menn allt að 30 til 45 mínútur að losa troll og koma öðru fyrir, en þar sem Snari væri notaður tæki þetta mun skemmri tíma, eða um 5-10 mínútur og einn maður gæti framkvæmt verkið. „Spurningin er aðeins hversu lengi verið er að hífa og snúa trollinu, þegar verið er að skipta um.“ Nú stendur yfir vfðtækt markaðs- átak bæði hér á landi, sem og víða í Evrópu og hefur lásinn hlotið mikla athygli. Hann hefur verið sýndur á sýningum í Hollandi, Glasgow og Grænlandi, og er förinni heitið til Þrándheims í Noregi á næstu dögum, þar sem hann verður til sýnis, en búist er við að allt að 25 þúsund manns komi á þá sýningu. „Það vita margir um þennan lás og telja þetta mjög góða lausn, enda hafa menn flykkst að þar sem hann er til sýnis,“ sagði Ragnar. Fyrirtækið Snartak er í eigu fjög- urra hluthafa. Auk Ragnars, eru Þorsteinn Guðnason, Sigurður Sveinsson og Ólafur Sigurðsson hlut- hafar í fyrirtækinu. -ABÓ Ragnar Bóasson með „Snara“. „Þetta hefur gengið mjög vel og við erum allar mjög ánægðar með ráðstefnuna til þessa,“ sagði Unnur Stefánsdóttir formaður Lands- sambands framsóknarkvenna í samtali við Tímann í gær. Unnur er stödd á Nordisk Forum í Noregi, ásamt áttatíu öðrum framsóknarkonum og í það heila átta hundruð íslenskum konum. Unnur og stöllur hennar fluttu fjögurra tíma dagskrá í gærmorg- un, og var hún lofuð mjög af áhorfendum. Fjölmörg atriði, sem allar LFK-konur tóku þátt í, þóttu hin ágætustu. Megin þema dag- skrárinnar var „Konan og dreifbýl- ið“. Dagskrá LFK-kvennanna lauk með veislu sem hópurinn bauð til. Þar var á boðstólum hnossgæti frá flestum héruðum fslands. Úrvals harðfiskur frá Vestfjörðum, söl af Suðurlandi, mjólkurvörur víðsveg- ar að og flatkökur voru bakaðar að íslenskum sið. Unnur sagði ótrúlega fjölbreytta dagskrá vera í boði. Nefndi hún sem dæmi að um miðjan daginn í gær voru 34 fyrirlestrar af ýmsum Sjálfstæðiskonur eru óánægðar með stöðu sína innan flokksins og hyggjast framkvæma skoðana- kannanir um stuðning við kvenfólk í hverju kjördæmi landsins í haust. Að sögn Ásdísar Rafnar, formanns Landssambands sjálfstæðiskvenna og formanns Jafnréttisráðs, er stefnt að því að koma konum sem hljóta stuðning í könnununum ofar á framboðslista flokksins, bæði í toga á boðstólum í hinum fjöl- mörgu ráðstefnusölum. Nokkuð hefur það háð íslensku konunum, sem ekki allar skilja Norðurlandamál, að fyrirlestrarnir eru ekki þýddir á íslensku. Sagði Unnur telja þetta galla á annars mjög góðu skipulagi á Nordisk Forum. í dag verður Steingrímur Her- mannsson utanríkisráðherra með móttöku fyrir allar íslensku kon- urnar. „Við höfum upplifað að konur á Norðurlöndum leggja mjög mikið til þjóðfélagsins í hverju landi. Því hefur hinsvegar verið gerð lítil skil í fjölmiðlum og á opinberum vett- vangi. Við vonumst m.a. til þess að þessi ráðstefna verði til þess að meira tillit verði tekið til kvenna og skoðanna þeirra þegar teknar verða ákvarðanir í framtíðinni. Við vonumst eftir því að konum verði veitt meiri athygli í sambandi við breytingar í þjóðfélaginu, bæði stórar og smáar,“ sagði Unnur þegar hún var spurð hvað hún vonaðist til að áynnist með ráð- stefnunni. alþingis- og sveitarstjórnakosning- um. Beri það ekki árangur hafa heyrst raddir um sérframboð sjálf- stæðiskvenna. Hugmyndum um kvóta á kynin á framboðslistum hafa konumar hafnað en Ásdís Rafnar hefur sagt það hugsanlega leið að koma upp sérstökum kvenna- og karlalistum í prófkjörum flokksins. JIH Sjálfstæðiskonur hóta sérframboði

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.