Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 4. ágúst 1988 Tíminn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi: •680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Tíu kíló af skinku Ýmsar skrýtnar hefðir hafa myndast varðandi innflutningsfríðindi flugáhafna, farmanna og al- mennra ferðamanna. Að ýmsu leyti má segja að þessar hefðir, sem e.t.v. eiga sér einhverja stoð í opinberum reglum, þótt ekki styðjist þær endilega við. sett lög, lýsi þeirri tegund af umburðarlyndi sem annars gengur undir nafninu tvöfalt siðgæði. Augljósasta dæmið af þessu tagi var sú hefð að flugmönnum og farmönnum leyfðist að flytja inn ölkassa í hvert sinn sem þeir komu frá útlöndum. Að flestra skilningi var hér verið að sniðganga áfengislög, þótt hitt sé annað mál að aðeins lítill hópur manna hafði sannfæringu fyrir því að hér væri um alvarlegt lögbrot að ræða, enda líklegt að tíðarandinn væri raunverulega breyttur gagnvart anda áfengislaga og yfirvöld teldu það ekki ómaks- ins vert að túlka þau þröngt. Pað var því aldrei nema við hæfi og í samræmi við löggæslumóral í áfengismálum, að öllum ferða- mönnum yfirleitt væri leyfilegt að taka með sér ölkassa þegar þeir kæmu til landsins, enda stofnaði áfengiseinkasala þjóðarinnar til umfangsmikillar kassasölu á öli á Keflavíkurflugvelli til þess að auka hagnað sinn og auðvelda ferðamönnum að neyta réttar síns. Um það var naumast spurt hvort þessi ölkassa- verslun ríkisins styddist við lög. Eins og nú er komið er liðin tíð að spyrja um lög í þessu efni. Að því hlaut að koma að Alþingi léti undan tíðarandanum og opnaði leið til þess að gera áfengt öl að almennri neysluvöru á íslandi. Annað dæmi um umburðarlyndi löggæslu- og tollyfirvalda er frelsið til þess að flytja inn soðningu frá öðrum löndum, sem einkum birtist í því að flugmenn, farmenn og ferðamenn sækja í að flytja inn soðið og sérpakkað danskt svínakjöt. Sá er þó e.t.v. munurinn að þessi innflutningur er ekki lögbrot í sjálfum sér, því að sóttvarnarreglugerðir banna hann ekki. Hins vegar er soðin svínaskinka hátollavarningur og heildsalar flytja hana ekki inn. En slíkt er frjálslyndið gagnvart skinkuþörf flugmanna, farmanna og ferðamanna að hver persóna má hafa með sér tíu kíló af þessari vöru í hvert sinn sem hún kemur til landsins. Samkvæmt heimildum Tímans eru ágiskanir um að með þessu móti séu fluttar 200 lestir af svínakjöti til landsins, sem er 10% af svínakjötframleiðslu landsmanna. Eins og reglum er háttað varðandi matvælainn- flutning er ekki hægt að banna umræddan kjötinn- flutning með öllu. En tíu kílóa reglan sýnist vera ofrausn, enda hafa hin frjálslyndu og umburðar- lyndu tollyfirvöld á íslandi ákveðið að vera þarna í hærri kantinum. í sumum löndum er þungi leyfilegs innflutnings slíkra matvæla miðaður við eitt kíló á mann. 1111111 GARR......I.. .. ... ....»»■. Jónas og Kódak Margir landsmenn kannast við Jónas nokkurn sem hér á árum áður stundaði það í Ríkisútvarpinu að aka um þjóðvegi landsins með konu sinni og svni. Nánar til tekið var þetta leikinn skemmtiþáttur, til þess gerður að hvetja ökumenn til varkámi í umferðinni. Hefur hann vafalaust gert sitt gagn, enda var pcrsónan Jónas í ömggum höndum hins góðkunna leikara Bessa Bjamasonar. Nú um verslunarmannahelgina gerðist það svo að ein af „frjálsu“ útvarpsstöðvunum, Stjarnan nánar til tekið, endurvakti Jónas og fjöl- skyldu hans. Var Bessi enn í aðal- hlutverkinu. Garri var að vísu mestalla helgina utan Reykjavíkur og þar með utan hlustunarsvæðis Stjörnunnar. Hann náði þó að heyra eína tvo eða þrjá þætti, og þar gat nú aldeilis að heyra. Fleiri eða færri illa dulbúnar auglýsingar voro á ferðinni ■ sérhverjum þeirra. Meðal annars ávarpaði Jónas son sinn einhverju sinni og bað hann að taka mynd af náiægum bíl. Strákur ansaði að bragði eitthvað á þessa leið: „Maður klárar það nú með Kódak“. Þverbrotnar reglur Nú er það ein grundvallarregla allrar blaðamennsku, þar með talið „frjálsrar“ útvarpsmennsku, að skilja eigi vel og vandlega á milli bæði frétta og annars eiginlegs efnis sjálfra fjölmiðlanna annars vegar og greiddra auglýsinga hins vegar. Þetta er regla sem höfð er stranglega í heiðri hvarvetna í heiminum þar sem fréttafrelsi rikir á annað borð. Þctta er aukheldur einmitt það sem allir byrjendur í alvöru blaða- mennsku læra fyrst af öllu, og líka það sem reyndari kollegar þeirra standa fast á fram í rauðan dauð- ann. Ástæðan er sú einfalda stað- reynd að fjölmiðill, sem lætur kaupa sig til þess að flytja ákveðið efni, án þess að um beina auglýs- ingu sé að ræða, er þar með að kveða upp dauðadóm yfir sjálfum sér. Enginn treystir fjöimiðli, hvort heldur er blaði eða útvarpsstöð, sem lætur grípa sig í þvt að leyfa auglýsendum að kaupa sig með húð og hári. Þetta er hins vcgar grcinilegt að krakkarnir á Stjömunni hafa ekki enn lært. Þess vegna urðu þeim á þau vondu mistök um helgina að hleypa auglýsendum beint inn í þennan þátt sinn. Kannski má segja að það geri engum eitt né neitt þó að Kódak myndavélar hafi þama fengið þessa auglýsingu, enda vafalaust hin ágætustu verk- færi. En helsta meginregla heiðar- legrar blaðamennsku var þó þver- brotin þama, og hvað eiga hlust- endur þá að ætla um það í framtíð- inni þegar þessi útvarpsstöð vill kannski fara að taka afstöðu til manna og málefna? Er henni treystandi? Maður bara spyr. Vantarfólk Það hafa orðið gcysimiklar bylt- ingar hér á allri fjölmiðlun á síðustu misserum. Einkanlega á þetta við eftir að frelsið var aukið í Ijósvaka- miðlunum, útvarpi og sjónvarpi, en einnig hefur orðið hér mikil útþensla á tímaritaútgáfu síðustu árin. Það alvariega í þessu er hins vegar að svo er að sjá að alls ekki hafi hér verið til nægilega mikið af fólki með menntun og þekkingu til þess að takast á við alla þessa nýju fjölmiðlun. Góður blaða- eða út- varpsmaður þarf nefnilega að vera ýmsum góðum kostum búinn. Það er ekki aðeins að hann þurfi að hafa fullkomið vald á móðurmálinu og geta beitt því af skynsemi. Það er líka heldur ekki nóg að hann sé fljótur að hugsa og fær um að láta óvæntar uppákomur ekki slá sig út af laginu. Það ero nefnilega líka ýmsar meginreglur í starfinu, skráðar og óskráðar, sem jafnt blaða- sem útvarpsmaður þarf að kunna full skil á. Þar á meðal eru þær reglur sem gilda um sjálfstæði fjölmiðl- anna gagnvart utanaðkomandi að-, ilum. Góður blaðamaður lætur til dæmis hvorki stjórnmálamann né embættismann skipa sér fyrir verk- um um það hvað hann eigi að segja eða skrifa. Og hann skilur gildi þess að eiga gott samstarf við auglýsendur, sem þurfa vissulega að koma vörum sínura á framfæri, en hann gætir þess þó jafn vandlega að láta ekki heldur þá aðila segja sér fyrir verkum, hvað þá að kaupa sig til hins sama. Það er nefnilega orðin almennt viðurkennd staðreynd, jafnt hér á landi sem í öðrom vestrænum þjóð- félögum, að þvi aðeins sinni fjöl- miðlar upplýsinga- og fræðslu- skyldu sinni gagnvart almenningi að gagni, að þeir, sem við þá starfa, séu frjálsir og óbundnir þegar þeir þurfa að ákveða hvað þeir eigi að segja og hvað ekki. Fyrst og fremst gildir þetta um fréttir, en líka um hvaðeina annað efni sem borið er á borð fyrir fólk í þessum Ijölmiðlum. Þar á meðal líka þætti á borð við þann um Jónas og fjölskyldu. Gam. lllllllllllllllllllllll VlTT OG BREITT llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Hættan af miðbæjarvellinum Flugslysið við Hringbraut vekur eðlilega upp umræðuna um flugvöll inni í miðri byggð höfuðborgar- svæðisins. Oft og mörgum sinnum hefur verið bent á þá slysahættu sem er því samfara að hafa flugvöll- inn í þéttbýlinu og að miðbærinn með öllum sínum stjórnsýslusetr- um, bönkum og annarri starfsemi er við enda þeirrar flugbrautar sem mest er notuð. Bráðum bætist ráðhús við í nánast beinni fluglínu. Auk slysahættunnar sem af flug- vellinum stafar klýfur hann bygg- ingarsvæðið og á sinn þátt í því að Reykjavík er dreifð út um holt og hæðir og umhverfis sund og voga og eru samgöngur innan borgarinn- ar tafsamar og erfiðar. En aldrei hefur verið rætt um það í neinni alvöru að leggja Reykjavíkurflugvöll niður þótt uppi hafi verið hugmyndir um að færa innanlandsflugið suður á Keflavíkurflugvöll eða að leggja nýjan flugvöll í hraununum fyrir sunnan Hafnarfjörð eða á Álfta- nesi, en allar bollaleggingar þar um eru nú úr sögunni, þar sem byggð hefur aukist svo að ekki kemur til mála að leggja flugvöll á Álftanes. Fyrirferðarmikið einkaflug Sitthvað mun mæla með því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sínum stað. Kostnaður við að leggja nýjan flugvöll er svo mikill að varla kemur til mála að byggja flugvöll á stærð við þann sem gleypir upp eðlilegasta vaxtar- brodd Reykjavíkurborgar. Og mörgum þykir leiðin milli höfuð- borgarsvæðisins og Miðnesheiðar svo löng og torfarin að ekki komi til mála að flytja innanbæjarflugið þangað. En Keflavíkurflugvöllur mun taka vel við talsvert aukinni umferð og flugstöð Leifs Eiríks- sonar er reist af slíkri framsýni að það mun ekki íþyngja byggingunni um of þótt starfsemi ykist þar eitthvað. En áætlunarflugið innanlands er ekki nema hluti þeirrar umferðar sem um Reykjavíkurflugvöll fer. Einkaflugið er þar fyrirferðarmikið og eykst sífellt. Þéttbýiið allt um- hverfis flugvöllinn, eða loftið yfir því er eitt aðalathafnasvæði kennsluflugs. Listflugskappar leika líka listir sínar af mikilli dirfsku yfir höfuð- borginni. Áhugamennirnir á litlu flugvélunum kæra sig fæstir koll- ótta um þá hávaðamengun og ann- an djöfulskap sem fylgir þeim oft á tíðum. Þeim kemur ekkert við þótt þeir ætli allt að æra niðri í íbúðar- hverfunum þegar þeir svífa alsælir um himinblámann. Flugumferðarstjórn sýnist held- ur engar áhyggjur hafa af þeim óþægindum sem flugleiðir smávéla þvers og kruss yfir nánast allt höfuðborgarsvæðið veldur. Takmörkuð umferð Ferjuflug yfir Atlantshafið með viðkomu á Reykjavíkurflugvelli gengur allt annað en áfallalaust fyrir sig. Hver flugvélin af annarri ferst rétt við landið og margar þeirra rétt slefa inn á flugbraut með tóma eldsneytistanka og stundum með biluð tæki. Fyrir liggur að margir flugmannanna sem þátt taka í þessum ævintýrum eru ekki vandanum vaxnir, enda eru slysin tíð. Ferjuflugmenn velja Reykjavík fremur en Keflavík sem áfanga- stað, en þekkja ekki aðstæður og eykur það síst öryggi höfuðborgar- svæðisins fyrir flugumferð. Það sýnst tómt mál að tala um að leggja Reykjavíkurflugvöll niður og verður ekki gert í fullri alvöru á meðan flugslysin við hann verða ekki öðrum að aldurtila en þeim sem í flugvélunum hrapa. Hins vegar er áreiðanlega fyrir löngu tímabært að takmarka flugtök og lendingar í miðju mesta þéttbýlis- svæðis á landinu miklu fremur en nú er gert. Sportflugmenn og flugnemar ættu endiiega að fá annað athafna- svæði og millilendingar ferju- og fraktflugs yfir Atlantshafið eru miklu eðlilegri á Keflavíkurflug- velli en á flugvellinum við Hring- braut. Forsenda þess að Reykjavíkur- flugvöllur verði starfræktur áfram hlýtur að vera sú, að umferð um miðbæjarvöllinn verði takmörkuð eins og kostur er. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.