Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 4. ágúst 1988 Tíminn 9 BÓKMENNTIR Miklu hæaar en hljóðið Valgarður Egilsson: Dúnhárs kvæði, Iðunn, Rvk. 1988. Á einum stað í þessari nýju ljóða- bók, í Ijóði sem nefnist Doka þú við, ávarpar ég ljóðsins mann sem nefnd- ur er Skarphugi, hvetur hann til að fara sér hægt og segir: Komdu með mér, Skarphugi í Skynheim og Hrynheim. Égfer miklu hœgar en hljóðið. Leggjum út á Landsencla sem horfir við hafsauga hláu, Óðsheim og Yngisheim, þar gnestur glóð í miðju. Pá náum við í níunda heim. Paðan sér í mannheim, þar skulum við una við undur, við alhug. Máski er ekki fjarri lagi að halda því fram að þetta sé það ljóð sem komist einna næst því að marka stefnuna í bókinni. Það er með öðrum orðum einkenni hennar að allt yfirbragð verkanna er hófsamlegt, hún er fáguð og ákaflega vel unnin, og eigi að leita að heildarboðskap í henni þá gæti hann sem best verið þeirrar tegundar að menn skuli doka við í hröðu lífsgæðakapphlaupi nútím- ans, en leita í staðinn þeirrar lífs- ánægju sem lægra liggi, þótt hún láti ef til vill minna yfir sér en hin. Eitthvað líkt því sem sagt er í þessu erindi, og er þetta undirstrikað vítt og breitt í bókinni með hófsömum og leiðbeinandi ábendingum, og raunar einnig og ekki síður með margvíslegum kyrrlátum myndum. Meðal hinna síðar nefndu má benda sér á parti á ljóðið sem bókin dregur nafn sitt af, Dúnhárs kvæði, og er trúlega friðsæl mynd af fuglsunga á sundi, þótt það geti einnig haft margs konar aðra og víðtækari skír- skotun. Og er allt þetta þó sagt með eðlilegum fyrirvara um að margt fleira og óskylt þessu leynist einnig í ljóðunum hér. Þá leynir sér það ekki að hér yrkir höfundur sem er vel kunnugur öllum Ieynistigum skáldskaparins, jafnt að fornu sem nýju. Meðal annars beitir hann stuðlasetningu og jafnvel rími töluvert. Hins vegar er vald hans yfir þessum tæknilegu þáttum nægilegt til þess að hann lætur þá hvergi fjötra sig, heldur notar þá markvisst til þess að auka fjölbreytni og mark- sækni ljóða sinna. Ljóst er aukheld- ur að fornyrðislagið gamla er honum nærtækt og er þarna víða ort undir formi sem verður að teljast náskylt því. Og ekki lætur hann þar við sitja heldur yrkir þarna á einum stað erindi undir dróttkvæðum hætti; það nefnist Vörn fyrir Snorra og er þar eins og heitið gefur til kynna tekinn málstaður Snorra Sturlusonar. Margt fleira þarna er sótt til fornra bóka, og er handhægast að benda á ljóðið Úr Landnámabók, þar sem beint er ort með vísunum til frásagna af þeim mönnum fornum er hér námu land í árdaga byggðar. En víða er þarna einnig horft inn á við, í mannssálina og til mannlegra til- finninga, og í ljóðinu Sólin og Vatnið þótti þeim er hér ritar vera smekk- lega farið með lýsingu á þeirri sorg eftir gengna vini sem öllum mætir einhvern tíma á lífsleiðinni; því Ijóði lýkur þannig: Lokin er hin Ijósa brá. Lauffall um jörð. Vinur minn hinn góði er genginn til sögu. Enn bíður sandurinn sólin og vatnið. Og ýmislegt er þarna óvanalegt, til dæmis ljóðið Dökkva móðir. Sérstaða þess felst í að það er ort til apamóður í dýragarði alla leið austur í Singapúr, og er aukheldur býsna vel haldið á efninu með skírskotun- um til eyðingar skóga og frelsissvipt- ingar þeirra sem í þeim búa. Höfundur þessarar bókar er ann- ars læknir og starfandi sérfræðingur í frumumeinafræði í Reykjavík. Það er Ijóst að þetta viðfang hans í starfi hefur að ýmsu leyti einnig mótað viðhorf hans eins og þau birtast í ljóðunum þarna. Til dæmis á þetta Valgarður Egilsson. við um Skírnarsálm, án efa eitt hnitmiðaðasta ljóð bókarinnar, en þar eru ætt og uppruni skírnarbarns leidd aftur til frumkviknunar lífs á jörðunni í einstaklega knappri en þó markvissri mynd. En áhugaverðasta verk bókarinn- ar, út frá þessu sjónarmiði skoðað, er þó án efa ljóðaflokkur sem henni lýkur í. og-nefnist Formationes. Að sumu leyti má segja að þar sé á ferðinni verk sem minni á leiðslu- kvæði frá fornum tímaogmiðöldum. Þar er líkt og horft á lífið á jörðunni og mannkyn allt með alsjáandi auga utan úr geimnum. Pví er lýst þar í byrjun hvernigátök náttúrunnarhafi mótað jörðina á miljónum og tug- miljónum ára. Viðfang verksins er svo lýsing á því hversu líf kviknar fyrst á jörðu og þroskast síðan hægt og bítandi áfram allt til nútíma. í öllu þessu lífi er samanhangandi þráður, cða eins og hér er lýst: Lifir von ein í launhelgum eggdýrs og sáðs þess er sögu geymir genginnar slóðar - unninn þráð er þiggur fóstur. Les von sig eftir löngum þrœði liggttr hann einn til manns. Hér er við óvanalegt yrkisefni fengist, eða með öðrum orðum fram- gang mannkyns og samhengi þess við uppruna sinn í fyrstu einfrum- ungum sem telja má til lífs á jörðu. í lokin er svo vikið að hinni eilífu átakalöngun manna við aðra kyn- bræður sína, ásamt þeirri hættu á sjálfseyðingu mannkyns sem stöðugt vofir yfir mannheimi í dag. Og er þá vitaskuld einnig stutt yfir í þá ragna- raka- eða heimsendismynd sem þekkt er víða úr bókmenntum, m.a. íslenskum, og er kannski einna styst undan að vitna í Völuspá í því samhengi. Sannleikurinn er sá að hér er að ýmsu leyti fengist við svipað efni og þar; munurinn er fyrst og fremst sá að þar var ort af dulrænum innblæstri og spádómssýn völvunnar, en hér er grunnurinn vísindaleg þekking nútímans á eðli lífsins, uppruna þess á jörðunni og þróun þess um ármiljónir. Það eru gömul og ný sannindi að ljóðformið er viðkvæmt, vandmeð- farið og krefst jafnt yfirlegu, mark- sækni sem vandvirkni af þeim sem taka sér fyrir hendur að beita því. Þegar vel tekst til verður árangurinn þess eðlis að slík verk toga lesendur að sér, fá þá til að velta efninu fyrir sér, liggja yfir því, og sé allt eins og til var stofnað þá veitist þeim er les við það ný innsýn í áður ókunnar víddir eða nýja heima. Það dylst engum sem les að í þessari bók hefur Valgarður Egilsson sett markið hátt og gert harðar kröfur til sjálfs sín sem og ljóða sinna. Það dylst ekki heldur að hann hefur náð árangri í samræmi við það. Þetta er kannski ekki auðveld bók, en þetta er bók sem gefur mikið og bók sem óhætt er að mæla með við alla áhugasama Ijóðalesendur. -esig lllllllllllllii FISKELDI Kvíaeldi í sjó á Vestfjörðum Athyglisverð þróun í fiskeldi er að eiga sér stað á sunnanverðum Vest- fjörðum þessi árin. Jarðhiti er bæði á Barðaströnd og í Tálknafirði, svo að ekki var óeðlilegt að þar væri hann nýttur við fiskeldi. Hitt er merkilegra að kvíaeldi með lax í sjó er þegar komið vel af stað bæði í Patreksfirði og Tálknafirði. Ýmsir hefðu sjálfsagt talið að erfiðleikum væri bundið að vera með laxeldi í sjó á þessu svæði af náttúrulegum orsök- um. I Tálknafirði eru nokkrar laxeldis- stöðvar, sem hafa bæði verið með eldi á seiðum, strandeldi og sjávar- eldi á laxi. f botni fjarðarins er fyrirtækið Lax hf., sem er með strandeldi og var framleiðslan á sl. ári 5,1 lest af laxi. Forstöðumaður Lax hf. er Árni Sigurðsson, Norður- botni. Þá er Þórslax hf., sem er bæði með strandeldi og kvíaeldi í sjó. Sú stöð framleiddi á sl. ári 5 lestir af laxi í strandeldi og 5 lestir í kvíaeldi. Á þessu ári er Þórslax með kvíar í sjó á tveimur stöðum í Tálknafirði, við Gilseyri og á öðrum stað utar. Hefur Þórslax fært út kvíarnar á þessu ári, en forstöðumaður þar er Magnús Guðmundsson, Tálknafirði. Gilseyri í Tálknafírði. Fjær sést til laxeldisstöðvar Þórslax hf., og má sjá kvíar í sjó og mannvirki stöðvar- innar, eins og strandeldið. Myndír: eh Þeir sem koma akandi af Kleifar- heiði til Patreksfjarðar veita athygli vel skipulögðu tjarnarsvæði í botni fjarðarins, sem nefnist Ósafjörður. Þar hefur Magnús Ólafsson, Vestur- botni, að verki staðið, en hann hefur verið áhugamaður um laxeldi. Þvf miður hefur minna orðið úr meiri- háttar fiskeldi en að var stefnt hjá Magnúsi. Augljóst er að hagur tjarn- argerðar á svæðinu hefur vænkast með tilkomu hins nýja þjóðvegar utan þess. Utar með firðinum má sjá í sjó nokkrar eldiskvíar. Þær eru á vegum Vesturlax hf. á Patreksfirði sem er með lax í eldi í kvíunum. Á sl. ári var framleiðslan hjá fyrirtækinu 22 lestir af laxi. Forstöðumaður Vest- urlax er Björn Gíslason. Laxeldiskvíar Vesturlax hf. í Patreksfírði. Yfir fjörðinn sést til mynnis Sauðlauksdals. Auk þess má nefna tvær aðrar stöðvar í Tálknafirði: Eldisstöðina Búðeyri, sem er með seiðaeldi, en fyrir henni stendur Bárður Árnason, Patreksfirði, og Sveinseyrarlax, en í forsvari þar er Sigurður Friðriksson. Að lokum má minna á eina eldis- stöð til viðbótar sem er í Vestur- Barðastrandarsýslu, en það er Klak- og eldisstöðin að Seftjörn í Vatns- firði, sem Einar Guðmundsson og kona hans eiga og reka. Stöðin að Seftjörn framleiddi á sl. ári 20 þús- . und sumaralin laxaseiði og 90 þús- und gönguseiði, samkvæmt upplýs- ingum úr framleiðsluskýrslu, sem tekin er saman hjá Veiðimálastofn- un. En þaþan eru fengnar aðrar ^upplýsingar um fyrrgreindar ''stöðvar. e.h.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.