Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miövikudagur 24. ágúst 1988 Bæjarstjóm Eskifjarðar varar við einu gjaldheimtusvæði: Gjaldheimta á Austurlandi Tímanum hefur borist bréf frá bæjarstjóranum á Eskifirði, Bjarna Stefánssyni, f.h. bæjarstjórnar Eskifjarðar þar sem segir frá ályktun bæjarstjórnar um þá hugmynd að gera Austurland að einu gjaldheimtusvæði og greinargerð bæjar- stjórans með þessari ályktun. Fer þetta bréf hér á eftir: Alyktun bæjar* stjórnar Eskifjarðar Bæjarstjórn Eskifjarðar varar ein- dregið við þeirri hugmynd, að gera Austurlandskjördæmi að einu gjald- heimtusvæði í formi stofnunar og leggur til að gjaldheimtan verði í formi stjórnar sem skipuð verði tveimur mönnum frá fjármálaráðu- neyti, tveimur frá viðkomandi sveit- arfélögum og einum oddamanni og gangi hún til samninga við sýslu- manna- og bæjarfógetaembættin á svæðinu um að þau taki að sér innheimtu opinberra gjalda. Pessi tilhögun gildi til 31. janúar 1991 og með hliðsjón af þcirri reynslu sem þannig fæst, verði tekin afstaðatil áframhaldandi innheimtu embætt- anna fyrir 15. septcmbcr 1992. Núverandi skipulag Eins og kunnugt er fer innheimta opinberra gjalda í Austurlandskjör- dæmi fram hjá innheimtumönnum ríkissjóðs, þ.e. sýslumanni Norður- Múlasýslu og bæjarfógetanum á Seyðisfirði, bæjarfógetanum í Nes- kaupstað, sýslumanni Suður-Múla- sýslu og bæjarfógetanum á Eskifirði og sýslumanni Austur-Skaftafells- sýslu á Höfn svo og bæjar- og sveitarsjóðum. Undirritaður, bæjarstjórinn á Eskifirði, hefur öðlast nokkra reynslu af báðum tegundum inn- heimtanna, þ.e. innheimta fyrir ríkissjóð og bæjarsjóð Eskifjarðar, en undirritaður starfaði sem fulltrúi innheimtumanns ríkissjóðs í Suður- Múlasýslu og Eskifirði í rúmlega 3 ár og hef nú starfað í tæp 2 ár sem bæjarstjóri á Eskifirði. Meginmunur þessara innheimtufyrirkomulaga er víðálta þeirra, annars vegar Eski- fjarðarkaupstaðar sem þægilegrar innhcimtueiningar landfræðilega séð og hins vegar Suður-Múlasýslu sem er víðfeðmasta sýsla landsins þar sem samgöngur mega teljast sæmi- legar á landi, er eru þó hreinir smámunir miðað við umdæmi Aust- urlandskjördæmis. Báðar þessar tegundir innheimtna verða að teljast auðveldar viðfangs standi gjaldendur í skilum, en gallar þeirrar víðfeðmu koma greinilcga í Ijós þegar um vanskilainnheimtu er að ræða, þar sem til áframhaldandi innheimtuaðgerða kemur að loknum viðvörunum, þá þurfa innheimtu- menn að fara í heimabyggð gjald- anda til þess að gera lögtök eða stöðva atvinnurekstur ef ekki semst um annað. Væntanlegt fyrirkomulag gjaldheimtu í Austurlands- kjördæmi Scrstök stjórn verður skipuð hvora leiðina sem farin verður á sama hátt og fyrr greinir, þ.e. tveir menn skipaðir af fjármálaráðherra, tveir skipaðir af sveitarfélögunum og þessir tilnefna sameiginlega einn oddamann, en náist ekki samkomu- lag þá skal oddamaður tilnefndur af Hæstarétti íslands. Ljóst er að ein gjaldheimta í formi stofnunar með því mannahaldi sem gert er ráð fyrir, þ.e. einum gjald- heimtustjóra sem ráðinn er af stjórn gjaldheimtu, tveimur fulltrúum og tveimur til þremur öðrum starfs- mönnum mun eigi komast yfir að sinna virkri innheimtu utan veggja stofnunarinnar og því óhæf til þess að vinna að nauðsynlegum eftir- rekstri sem slíkri starfsemi er sam- fara. Það verður því að teljast ljóst, að gjaldheimtan verður að fá út- stöðvar og þær fleiri en eina með því aukna mannahaldi og kostnaði sem slíku fylgir. Verði hin fjögur embætti bæjar- fógeta og sýslumanna í umdæminu nýtt til innheimtu opinberra gjalda, en við þau má bæta tveimur útstöðv- um sem þegar eru til staðar en það er á Vopnafirði sem fljótlega mun tölvuvæðast og á Egilsstöðum, þá munu hinir 6 móttökustaðir tryggja dreifingu um svæðið og reynsla emb- ættanna við innheimtu opinberra gjalda nýtast til fullnustu og nálægð og samband við gjaldendur verður mun mcira jafnframt því að stærð umdæmanna verður viðráðanlegri, en allt þetta mun stuðla að árangri innheimtunnar. Stjórn gjaldheimtu Austurlands- kjördæmis mun hafa yfirumsjón og cftirlit með störfum embættanna og fullan íhlutunarrétt, telji hún emb- ættismcnnina eigi standa sig sem skyldi. Fái stjórnin eigi leiðréttingu á viðkomandi málefnum, þá getur hún krafist riftunar á samningi við viðkomandi bæjarfógcta og/eða sýslumann og falið öðrum inn- heimtumanni ríkissjóðs innheimt- Afgreiðsluferill gjaldheimtu Dagleg vinnsla hjá bæjarfógetum og sýslumönnum mun fara þannig fram í grófum dráttum: Embættin taka á móti öllum opinberum gjöld- um ríkis og sveitarfélaga og færir þau í tölvubúnaði embættisins sem flytur boðin samtímis eftir beinlínu- kerfi á viðeigandi staði í móðurtölvu SKÝRR í Reykjavík. Hins vegar má búast við að gjald- heimta í formi stofnunar leitist við að reyna að vinna sjálf að innheimt- unni sem mest hún má frá staðsetn- ingu aðalstöðva hennar með framan- grcindum vanköntum sökum víð- feðmis umdæmisins. Til staðar þarf að vera eins og áður getur sams konar tækjabúnaður og er nú þegar í bæjarfógeta- og sýslumannaemb- ættunum og eru greiðslur færðar á sama hátt. Ljóst er að slík gjald- hcimta verður að koma sér upp útstöðvum til þess að eiga möguleika á því að sinna hlutverki sínu utan veggja stofnunarinnar við vanskila- innheimtuna. Bankar og sparisjóðir eru þegar farnir að taka á móti opinberum laga og víða afar örðugt yfirferðar sökum erfiðra samgönguskilyrða. Það verður þó að viðurkennast, að þar á landinu sem þéttbýlt er, valdi umfangið því, að störf þau sem falin eru bæjarfógeta- og sýslu- mannaembættunum skipast upp í sérstakar stofnanir eftir eðli sínu, t.d. í fógeta-, borgardómara-, saka- dóms-, tollstjóra- og lögreglustjóra- embætti, tryggingastofnun, sjúkra- samlag o.fl., jafnframt því, að sér- stök gjaldheimta sér um innheimtu opinberra gjalda. Sú forsenda er ljós, að með til- komu gjaldheimtu í Austurlands- kjördæmi er stefnt að því að tryggja árangursríka innheimtu fyrir sem minnstan innheimtukostnað. Sökum margnefndrar víðáttu Austurlands- kjördæmis og viðsjárverðrar stöðu gjaldheimtu sem stofnunar, bæði landfræðilega og formlega, gagnvart vanskilainnheimtu, getur stofnunin lítið beitt sér án þess að til komi aðstoð sýslumanna og bæjarfógeta en þá verður þessi milliliðastaða hennar jafnframt víðáttu umdæmis- ins henni mjög fjötur um fót og vafasamt hvort skilvirkni hennar verður viðunandi án þess að kostn- una en þá niðurstöðu verður að telja afar ófarsæla fyrir hinn slaka bæjar- fógeta og/eða sýslumann og hann yrði vart langlífur í starfi eftir það. Búnaður og reynsla Gjaldheimta í formi stofnunar krefst sérstaks húsnæðis og er það væntanlega engin bábilja að ætla að stofnunin þarfnist fljótlega eigin húsnæðis sem sniðið verður að starfseminni. Embættisbústaður gjaldheimtustjóra hér á Austurlandi verður að teljast eðlileg afleiðing af tilkomu gjaldheimtu í formi stofnun- ar. Hjá bæjarfógeta- og sýslumanna- embættunum eru til staðar húsnæði fyrir innheimtuna og embættisbú- staðir og má þannig spara gífurlegan stofnkostnað vegna fasteigna á veg- unt gjaldheimtunnar, sveitarfélög- um og ríkissjóði til verulegra hags- bóta. Verði stofnuð gjaldheimta í formi stofnunar á Austurlandi, þá þarf að leggja út í verulegan stofnkostnað, en slík stofnun þarf að tölvuvæðast frá j>runni og fá beintengingu við SKYRR, jafnframt PC tölvu og önnur tæki og búnað sem tilheyra slíkum rekstri. Allur framangreindur tækjabún- aður er til staðar í bæjarfógeta- og sýslumannaembættunum svo og þjálfað starfsfólk og verður því eng- inn stofnkostnaður við tækjakaup hjá slíkri gjaldheimtu. Bæjarfógeta- og sýslumannaemb- ættin byggja á þrautreyndu inn- heimtufyrirkomulagi sem falla að viðkomandi umdæmum og hafa á að skipa þjálfuðu starfsfólki, en með tilkomu nýrrar gjaldheimtu í formi stofnunar þá þarf að þróa upp fram- kvæmd innheimtunnar og þjálfa upp starfsfólk með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn. gjöldum, þ.á m. staðgreiðsluskött- um. Vart mun líða á löngu uns Reikningsstofnun bankanna hefur komið sér upp forriti sem sundurlið- ar skilagreinar endanlega og sendir þær að kvöldi dags til SKYRR og mun þessi afgreiðsla verða gjaldend- um og gjaldheimtum mjög til þæg- inda og hagsbóta jafnframt því að virkum móttökustöðvum fjölgar mjög. Þegar SKÝRR hefur unnið úr aðsendum boðum, þá sendir stofn- unin tilkynningar um innheimtuna daginn áður til gjaldheimtanna og hvernig hún skiptist á sveitarfélög jafnframt því að stöðulisti yfir gjald- endur liggur fyrir og má kynna sér hann með fyrirspurnum í tölvu eða með útskriftum á stöðulistum úr hcnni. Verði innheimtan hjá bæjarfóg- eta- og sýslumannaembættunum þá dreifast þessar upplýsingar samtímis til allra embættanna og útstöðva þeirra og mun hægara er um vik að hefja eftirrekstur heldur en að fá upplýsingarnar fram á einum af- mörkuðum stað eins og mun verða með tilkomu einnar gjaldheimtu sem stofnunar. Hætt er við að gjald- heimta í formi stofnunar myndi eins konar „flöskuháls" gagnvart út- stöðvum sínum andstætt bæjarfóg- eta- og sýslumannaembættunum sem fá allar upplýsingar beint frá SKÝRR, en gjaldheimtustofnunin þarf að koma frá sér upplýsingum til útstöðva sinna og verkar því í þessu tilviki sem óþarfa milliliður. Skilvirkni Innheimtusvæði gjaldheimtu Austurlands er langvíðfeðmast af þeim 10 gjaldheimtusvæðum sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til laga um gjaldheimtu ríkis og sveitarfé- aður æði upp úr öllu valdi, en þá er hún tekin að starfa gegn sjálfri sér. Vanskilainnheimtan/ Lögtök/Nauðungaruppboð Með frumvarpi til laga um aðskiln- að dómsvalds og umboðsvalds í héraði er gert ráð fyrir því, að sýslumenn geri lögtök fyrir opinber- um gjöldum að fengnum almennum lögtaksúrskurði héraðsdómara og að þeir annist nauðungarsölu að undan- genginni athugun héraðsdómara á því hvort skilyrði nauðungarsölu séu uppfyllt. Ágreiningi verður skotið til úrskurðar héraðsdómara. Fyrir gjaldheimtu í formi stofnun- ar fyrir Austurlandskjördæmi þýðir þetta að gjaldheimtustjórinn þarf ætíð að leita til 4 bæjarfógeta- og sýslumannaembætta á svæðinu til þess að fá lögtök, lokunaraðgerðir og nauðungaruppboð framkvæmd og er það því bersýnilegt, að þetta fyrirkomulag er ákaflega þungt í vöfum og gjaldheimtustofnunin verkar einnig hér sem óþarfur milli- liður. Starfsreglur gjaldheimtu/ lög og reglugerðir Heyrst hafa þær raddir meðal sveitarstjórnarmanna, að bæjarfóg- etum og sýslumönnum sé ekki treyst- andi fyrir innheimtunni sökum þess hve hallir þeir séu undir ríkissjóð og að þeir heyri undir dómsmálaráðu- neytið. Bæjarstjórn Eskifjarðar ber fullt traust til bæjarfógeta og sýslumanna og efast ekki um að þeir leitast við að framfylgja lögum og reglugerðum af góðri þekkingu og samviskusemi. Það er ljóst að lög og reglugerðir um gjaldheimtur ríkis og sveitarfé- laga verða að kveða skýrt og ná- kvæmlega á um starfsreglur þeirra og þær eiga allar að starfa samkvæmt og innan ramma þeirra reglna og því er fráleitt að ætla að sjálfstæði sveit- arfélaganna og íhiutunarréttur þeirra yfir gjaldheimtum aukist með tilkomu sérstakrar gjaldheimtu sem stofnunar en slíkar vangaveltur hafa nokkuð verið viðraðar meðal sveit- arstjórnarmanna. Kostnaður Við útreikning á reksturskostnaði beggja innheimtufyrirkomulaganna sem fram fór á vegum gjaldheimtu- nefndar Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi kemur í Ijós, að jafndýrt ef ekki ódýrara er að láta sýslumanna- og bæjarfógetaembætt- in 4 með 2 útstöðvum innheimta miðað við samkomulag ríkissjóðs við Vestmannaeyjar, heldur en að láta eina gjaldheimtustofnun án nokkurrar útstöðvar innheimta op- inber gjöld í Austurlandskjördæmi, en þess skal getið, að útreikningar á gjaldheimtu sem stofnunar eru allir áætlaðir og rýrir það áreiðanleika þeirra. Hér skal það tekið sérstak- lega fram, að stofnkostnaður er að sjálfsögðu utan þessa útreiknings. Parkinsonlögmálið Með tilkomu gjaldhcimtu sem stofnunar fylgir sem áður getur hús- næði undir stofnunina og gjald- heimtustjórann, allur tilheyrandi tölvubúnaður ásamt öðrum skrif- stofuáhöldum, bifreið eða bifreiðar, útstöðvar með tilheyrandi tækjabún- aði, starfsfólk sem sífellt fer fjölg- andi og fl. og fl. Allt þetta er komið til að vera og þróast og/eða vaxa. Nú á tímum tæknialdar eru fram- farir á sviði tölvubúnaðar mjög örar og sjálfvirkni og hagræðing sífellt að aukast. Hætt er við að gjaldheimtu- stofnun leitist við að viðhalda sjálfri sér og starfsmenn reyni af fremsta megni að halda verkefnunum inni á borði hjá sérog sanna þannigtilveru- rétt sinn. Þetta getur leitt til þess að gjaldheimtan verður treg í taumi gagnvart tækninýjungum m.a. í nýj- um boðleiðum innheimtunnar. Bæði gjaldheimtan og það sveitarfélag sem hún verður staðsett í munu af fremsta megni reyna að koma í veg fyrir að starfssvið hennar verði skert enda er hér um að ræða geysilega peningaveltu jafnframt því að gjald- heimtunni munu fylgja mörg þjón- ustustörf sem ætíð er hætt við að fækki með hagræðingu í kjölfar þróunar. Ef hins vegar sýslumanna- og bæjarfógetaembættin sjá um inn- heimtuna þá er ekki um að ræða nokkurn stofnkostnað, einungis lítil- lega hækkun reksturskostnaðar. Þarna er um að ræða opið og þjált fyrirkomulag sem tekur nýjungum og breytingum en rígheldur ekki í að viðhalda sjálfu sér. Þetta fyrirkomu- lag er ekki endilega komið til að vera heldur er auðvelt og tiltölulega ódýrt að „bakka“ út úr því og stofna gjaldheimtu með annars konar fyrir- komulagi. Nánar um ályktun bæjarstjórnar Eskifjarðar Ályktun bæjarstjórnar Eskifjarð- ar byggist á framangreindum álita- efnum jafnframt því að varhugavert verði að telja, að sniðganga rótgróin og virðingarverð embætti sýslu- manna og bæjarfógeta í Austur- landskjördæmi án þess að þeim verði gefinn kostur á að spreyta sig á þeim verkefnum sem gjaldheimtu eru samfara. Að lokum skal þess getið, að sveitarfélög á Vestfjörðum hafa komist að samkomulagi við fjár- málaráðuneytið um að hafa sams konar hátt á innheimtunni og bæjar- stjórn Eskifjarðar leggur til og al- kunna er að Vestmannaeyjabær hef- ur þegar samið um innheimtu hjá bæjarfógeta. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.