Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 3
'Miðvikudagu'r 24. ágúst 1988 Um 2/3 allra sparisjóða landsins í tveim kjördæmum: Banki á hverjar 100 fjölsky Idur Skortur á innlánsstofnunum ætti tæpast að koma í veg fyrir að Vestfirðingar geti ávaxtað þá aura sem þeir kunna að eiga afgangs, því samtals eru 28 bankaútibú, sparisjóðir og innlánsdeildir á Vestfjörðum. Það svarar til þess að ein innlánsstofnun sé þar vestra fyrir hverja 365 íbúa - eða fyrir hverjar 100 fjölskyldur á Vestfjörðum, sem er hæsta banka- hlutfall á landinu miðað við fólksfjölda. Þetta „bankaríkidæmi" Vestfirð- inga skýrist ekki hvað síst af þvf að þeir eiga nær þriðjunginn af öllum sparisjóðum og innlánsdeildum landsins og svo þess utan 8 bankaúti- bú og umboðsskrifstofur. Alls voru 204 innlánsstofnanir í landinu um síðustu áramót, sam- kvæmt skýrslu Seðlabankans um banka og sparisjóði. Þar af voru 133 bankar, og bankaútibú og umboðs- skrifstofur, hvar af hátt í helmingur- inn er á höfuðborgarsvæðinu. Þá er athyglivert að af alls 46 sparisjóðum og útibúum þeirra í landinu eru 13 á Vestfjörðum og aðrir 13 á Norður- landi-eystra, en t.d. aðeins 1 á Austurlandi og á Suðurlandi. Inn- lánsdeildir eru 25 í landinu. Fjöldi á hverju landssvæði og íbúafjöldi á hverja innlánsstofnun var sem hér segir: „Bankar“ íbúará „banka' Höfuðborgarsv. 63 2.238 Suðurnes 11 1.599 Vesturland 13 1.149 Vestfirðir 28 365 Nl-vestra 14 760 Nl-eystra 30 864 Austurland 20 655 Suðurland 24 833 í þessum innlánsstofnunum sínum geymdu landsmenn tæplega 7U mill- jarða króna um síðustu áramót. Innlán eftir landssvæðum og innlán á hvern íbúa þeirra voru sem hér segir: Millj. Þús. kr. á íbúa Höfuðborgarsv. 44.264 324 Suðunes 3.304 207 Vesturland 3.167 212 Vestfirðir 2.645 259 Nl-vestra 2.869 270 Nl-eystra 5.668 219 Austurland 2.726 208 Suðurland 5.035 252 Samkvæmt þessu er töluvert til í þeim fullyrðingum að mest af pen- ingunum safnist saman á höfuðborg- arsvæðið. Athygli vekur að allt að þriðjungs munur skuli vera á innlán- um á mann á milli kjördæma utan höfuðborgarsvæðisins, eins og t.d. Norðurlands-vestra annars vegar og Austurlands hins vegar. Þá virðist mjög misjafnt hve fólk er vakandi yfir því að geyma sparifé sitt á öðrum reikningum heldur en almennum sparisjóðsbókum. Vextir á þeim eru, og hafa nær alltaf verið, langt undir verðbólgu, þannig að inneignir á þeim rýrna oft verulega. En þegar litið er á skiptingu spari- innlána einstakra banka og spari- sjóða kemur í ljós að í sumum er allt niður í 12% spariinnlánanna á al- mennum sparisjóðsbókum - en í öðrum (sérstaklega sparisjóðum) geymir fólk jafnvel yfir 60% spari- fjár síns á slíkum réikningum. Af 22,8 milljóna innlánum í Spari- sjóði Mýrarhrepps eru t.d. aðeins um 30% á tékkareikningum og al- mennum sparisjóðsbókum, en hins vegar nær 43% á verðtryggðum reikningum og það sem á vantar á öðrum bundnum og óbundnum reikningum. Vextir af þessum inn- lánum voru samtals 3.526 þús. krónur. Af 12,8 milljóna innlánum í Spari- sjóði Árneshrepps voru hins vegar 64% innlánanna á almennum spari- sjóðsbókum, en aðeins 17% á verð- tryggðum reikningum. Vextir af þessum innlánum voru 1.566 þús. krónur á árinu. Ætla má að sparifjár- eigendur í Árneshreppi hefðu fengið rúmlega 400 þús. krónum hærri upphæð í vexti (26%) hefði þeir hagað vali sínu á innlánsreikningum svipað og Mýrhreppingar. Þessi vaxtamunur svarar til um 3.000 kr. á hvern einasta íbúa Árneshrepps. Sparisjóðurinn græðir hins vegar á þessu. Hagnaður Sparisjóðs Árnes- hrepps var 763 þús. kr. á árinu en hins vegar aðeins 210 þús. kr. hjá Sparisjóði Mýrhreppinga. Tekið skal fram, að þessir tveir sparisjóðir eru hér aðeins teknir sem dæmi um þennan mun á milli spari- sjóða og banka, en þeir eru langt frá að vera nein einsdæmi í þessum efnum. En þessi dæmi sýna einnig að ekki er síður vandi að gæta fengins fjár heldur en eð afla þess. - HEI Disneyklúbburinn: Útgáfufyrirtækið Vaka-Helgafell er þessa dagana að hleypa af stokk- unum nýstárlegum bókaklúbbi. Þar er um að ræða fyrsta bókaklúbbinn hér á landi sem eingöngu er ætlaður börnum. Hann hefur hlotið nafnið Bókaklúbbur barnanna, Disney- klúbburinn og verður bókavalið miðað við börn allt að 10 ára aldri. Markmiðið með stofnun klúbbsins er að auka úrval vandaðra bóka handa íslenskum börnum frá því sem nú er og stuðla að nánari kynnum yngstu kynslóðarinnar af bókum og bóklestri. Með klúbb- formi verður hægt að halda verði bókanna undir búðarverði hlið- stæðra bóka. Við gerð bókanna er tekið mið af því að þær þroski skyn og skilning barnanna en veiti þeim auk þess ánægju. Þær eru ríkulega mynd- skreyttar, vandað hefur verið til málfars og þess gætt að hæfilegt lesmál sé á hverri síðu. Með bókun- um fylgir endurgjaldslaust blað barnabókaklúbbsins, Gáski, sem í er ýmis fróðleikur, tómstundavið- fangsefni, gamanmál og getraunir. Meðal verðlauna eru fjölskylduferð- ir til Disneyworld í Flórída í Banda- ríkjunum. Kannanir í nálægum löndum hafa sýnt að áhugi fyrir barnabókum og lestri þeirra hefur aukist að mun með tilkomu sérstakra bókaklúbba fyrir börn og eru bundnar vonir við að svipað verði uppi á teningnum hér á landi með tilkomu Bókaklúbbs barnanna. SH Lestur góðra bóka er þroskandi fyrir unga sem aldna. Tírninn 3 Við fækkum um eina sætaröð í öllum innanlandsvélunum og aukum bilið til þess að betur fari um þig.* Fljúgðu innanlands og finndu muninn *Breytingunum verður lokið á öllum Fokkerflugvélunum 1. september. FLUGLEIÐIR AUK/SlA k110d20-172

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.