Tíminn - 24.08.1988, Síða 8

Tíminn - 24.08.1988, Síða 8
8 Tíminn Miðvikudagur24. ágúst 1988 Timiriri MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Flokkafylgi og raunhæf stef na Ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur, hafa um 2/3 kjósendafylgis samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var á vegum Skáíss um síðustu helgi. Stjórnarand- stöðuflokkarnir þrír, Kvennalisti, Alþýðubandalag og Borgaraflokkur hafa um þriðjung fylgisins. Stjórn málahreyfing Stefáns Valgeirssonar, sem telst til stjórnarandstöðunnar á Alþingi, hefur ekkert fylgi samkvæmt niðurstöðu þessarar skoðanakönnunar. Eftir þessari könnun að dæma njóta ríkisstjórnar flokkarnir samtals svo yfirgnæfandi fylgis kjósenda að stjórnarandstaðan kemst þar ekki í neinn sam- jöfnuð. íslenska stjórnarandstaðan er því í allra rýrasta lagi. Um Borgaraflokk Alberts Guð- mundssonar er það að segja að hann er mjög nærri því að vera að gefa upp öndina, enda þannig til kominn að honum var aldrei spáð langlífi. Hina raunverulegu stjórnarandstöðu er þá að finna hjá Kvennalista og Alþýðubandalagi. En þá bregður svo við að þessir flokkar eru í rauninni í samkeppni um sama fylgið. Kosningabarátta þeirra gengur meira út á það að vinna kjósendur hver af öðrum fremur en að þeir hafi einhverja samstöðu um að höggva inn í raðir sameiginlegra andstæðinga, ef þeir eru til. í þessari innbyrðis baráttu stjórnarandstöðu- flokkanna, þ.e. Kvennalistaog Alþýðubandalagsins, hefur Kvennalistinn nú miklu betur, ef dæma má eftir niðurstöðum ítrekaðra skoðanakannana. Ská- ísskönnunin segir að Kvennalistinn hafi meira en tvöfalt fylgi á við Alþýðubandalagið. Alþýðu- bandalagið gæti sem sé orðið hálfdrættingur á við Kvennalistann, ef nú yrði kosið til Alþingis. Enda vekur fátt meiri athygli í skoðanakönnunum um fylgi stjórnmálaflokka en niðurlæging Alþýðu- bandalagsins. Ef horft er til hinna gömlu og grónu stjórnmálaflokka, þá er augljóst að Alþýðubandalag- ið er sá flokkur sem á við verulega kreppu að búa. Framsóknarflokkurinn fær afar góða útkomu í þessari skoðanakönnun. Flokkurinn hefur traust fylgi meðal kjósenda og nýtur þar ágætrar forystu og hiklausrar einbeitni og kjarks til þess að takast á við vanda efnahags- og atvinnumála. Haft hefur verið á orði, að Framsóknarflokkurinn hafi í þessu stjórnar- samstarfi gripið til andófs gegn þeirri peningafrjáls- hyggju og markaðshyggju, sem á sér marga formæl- endur í samstarfsflokkunum. Þetta er rétt. Innan ríkisstjórnarinnar hefur verið ágreiningur um þessi efni. Það hefur ekki síst komið fram í skoðanamun um vaxta- og lánsfjármál og skýrgreiningu á efnahag- svandanum. Núverandi stjórnarflokkar hafa svo mikið fylgi meðal þjóðarinnar að þeir hafa alla möguleika til þess að koma fram nauðsynlegum efnahagsaðgerð- um, sem nú er mál málanna. í því sambandi mega ekki ráða hugmyndafræðilegar öfgar, heldur raun- hæfar lausnir miðað við eðli vandans og íslenskar aðstæður. il GARRI Upp úr plógfarinu • niður úr skýjunum Samtök um jafnrétti milli landshluta hafa starfaö um nokk- urra ára skeið sem félagsskapur áhugamanna úr öllum stjórnmála- flokkum. Á fyrstu árum sínum virtust þessi samtök leggja ofur- áherslu á nýja stjórnarskrá með skýrum ákvæðum um heimastjórn í landshlutum. Það reyndist hins vegar langsótt baráttuaðferð og óþarflega viðamikil. Eftir að sam- tökin voru endurskipulögð á síð- ustu misserum, þá er aðalbaráttu- málið að sveitarstjórnarlögum verði breytt og á þann hátt komið á landshlutastjórn, e.k. fylkjum, sem hafí heimastjórn með hönd- um. Þessi hugmynd á það skilið að henni sé veitt athygli. Breyting á stjórnarskrá er umfangsmikið mál, sem rétt er að sneiða hjá, ef þess er nokkur kostur, en velja í staðinn leið venjulegra lagabreytinga. Samtökin einbeita sér að því að fá stuðning þingflokka við þessa stefnu. Formaður samtakanna, Hlöðver Þ. Hlöðversson, bóndi á Björgum í S.-Þing., reifar þessi mál í rit- stjórnargrein í blaði samtakanna, Útverði: „Nýlega spurði sveitarstjórnar- maður: „Eruð þið menn Samtaka um jafnrétti milli landshluta komn- ir niður úr skýjunum með hug- myndir ykkar um breytingar á stjórnsýslu?“ Lífsrcyndur og gáf- aður fyrrverandi alþingismaður hafði þetta til mála að leggja: „Það er eins og sumir sveitarstjórnar- menn telji sveitarstjórnir merkileg- asta „apparat“ á heimsbyggðinni. Þeir eru svo uppteknir af að draga þungan plóg að sjóndeildarhring- urinn nær lítið sem ekkert upp úr plógfarinu.“ Heimastjórn Ekki er þörf að skilgreina fyrir þeim, er sjá og heyra hversu fólk og fjármunir, völd og áhrif færast með vaxandi hraða af landsbyggð á Reykjavíkursvæði. Borgin stenst heldur ekki þessa framvindu undir lögmáli fallhraðans. Enginn ræður þarna „patentlausnum“, en leita verður samfylgdar um lausn vanda- mála. Flestir munu sammála um að sveitarfélög beri að styrkja og efla sem grunneiningar stjórnkerfís. Þau eru sögulega mjög merk. Nokkur vitneskja um þau ef til vill hin elsta á heimsbyggð. Þau eru grundvöllur félagslegrar virkni og stjórnar nærri vettvangi fólksins. En mörg eru þau smá og fámenn, reyndar nær öll smærri en svo, að þau séu ein sér fær um að taka við því valdi sem þörf er að færa frá - oft ósjálfráðu ofríki miðstjórnar- kerfís. Sameining sveitarfélaga er seinvirk, en fyrst og fremst ófull- nægjandi lausn, og lögþvingun, meira eða minna, gegn vilja íbú- anna kemur ekki til greina. Fróð- legt er að gera sér þess grein að þrýstingur og áróður um stækkun sveitarfélaga kemur mest „ofan- frá“ og meir frá þeim stærri, að þau smáu eigi að sameinast en að upptökin séu þar. Við eðlilega framvindu, reynslu af samvinnu um ýmis verkefni, og þróun um viðhorf íbúanna, verður - á mörg- um árum - veruleg sameining sveit- arfélaga, en áfram yrðu þau van- hæf að taka við stærri viðfangsefn- um frá ríki. Því þarf viðauka - framlengingu á valdsviði sveitarfé- laganna: Lögfest valdsvæði af stærð núverandi landshlutasam- taka eða nálægt því, undirbyggt beinum persónulegum kosningum og annist þá heimastjórn, er svæðin kjósa að taka sér ásamt tilsvarandi tekjum og fjárráðum, enda fram- selji þau einstökum sveitarfélögum þá stjórnsýslu er þau kjósa og hafa bolmagn til. ... Þrýsta þarf á að þjóðinni sé sett verðug stjórnar- skrá, en okkur liggur á að hasla okkur völl til hólmgöngu um vanda landsbyggðar, strax á vorþingi 1989 - enda óaðskiljanlegt áfangaað- gerðum ■ samskiptum ríkis og sveit- arfélaga. Svæðisþing Ekki verður í stuttri grein fjallað um svo viðamikið efni að viðun- andi sé. Grunnhugsun S.J.L. manna er að freista þess að fá settan valdaramma af þeirri stærð, sem fyrr er greint og stjórnvöld gætu ekki annað en metið gildan til að taka við frá ríkinu verkefnum, sem ofviða væru einstökum sveit- arfélögum. Mætti þarna eflast landshlutavald í eigin málum, m.a. tiltækt þegar upphefst næsta lota „réttlætisbaráttunnar", sem er „jöfnun atkvæðisréttar" með hlut- fallslegri fjölgun þingmanna á Reykjavíkursvæði. Samkvæmt anda Samtakanna væri það hlutverk ráðgerðra svæð- isþinga að skipa nánar þeim málum, sem stig af stigi yrði fyllt í „rammana“ ásamt tilsvarandi fjár- mögnun eftir vægi verkefna og eftir könnun með hliðsjón af tekju- öflun svæðanna. Sem dæmi um svæðisverkefni má nefna: Mcnntamál neðan háskólastigs utan sumra sérskóla, heilsugæsla, sjúkrahús, sjúkrasamlög og al- mannatryggingar svæðisbundið. Skipulags-, umhverfís- og mengun- armál, vega-, hafna- og flugvalla- mál, svæðisstofnanir ýmsar - ekki sem útibú heldur sjálfstæðar, með upplýsinga- og samráðsstofnanir í Reykjavík. Allt þróaðist þetta í eðlilegum takti og hraða - afhend- ingar og uppbyggingar, og er frá- leitt tæmandi upptalning. Að vandlega athuguðu máli hef- ur forustufólk S.J.L. einbeitt sér til málafylgju um framanskráða stjórnkerfísbreytingu, þó margt brenni á til umræðu, enda er hún frumforsenda þess, að með árangri verði gengið á hólm við margvísleg- an vanda. Þar þarf föst handtök og vönduð vinnubrögð. Fólk þarf að koma upp úr plógförunum og niður úr skýjunum - og taka höndum saman.“ Garri llllllllllllllllllllllllllll VÍTT OG BREITT llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Menntakerfi með slagsíðu Viðamikið og hátimbrað menntakerfi kostar aldrei of mikla peninga, að sögn þeirra sem við það starfa. Menntunin er besta fjárfestingin og skilar sér margfald- lega inn í þjóðarbúið. Því er það að aldrei verður of miklu til menntunar varið og að mennta verður sem flesta sem lengst og best. Löng skólaskylda og síðan langskólanám og endurmenntun á endurmenntun ofan er hlutskipti æ fleiri þjóðfélagsþegna. Skólar og menntastofnanir eru í sífelldri framför og yfir þær er byggt og byggt og eflast vísindin að dáð með hverju árinu. Menntakerfið er að langmestu leyti kostað af þvt' opinbera og er það metnaðarmál að helst sé hvergi til sparað því menntunin er trygg fjárfesting í framtíðinni. En þó er svo að einstaka svið kennslu eru utan menntakerfisins og í höndum einstaklinga og opin- berir aðilar koma þar helst hvergi nærri og leggja helst til lítið fé til slíkrar kennslu. Hér skal sparað Ökukennsla er alveg utan við opinberan rekstur, nema hvað dómsmálaráðuneytið leggur til prófdómara og útgáfu prófgagna. Nemendur verða að borga ökunám sitt að fullu svo og kostnað af prófi og opinberum stimplum þar á. Allt væri þetta í góðu lagi ef eitthvert lag væri á ökukennslunni. En svo er ekki og ef einhver vill draga það í efa skal aðeins bent á bílaumferðina og það ökulag sem þar er tíðkað. Menntunarforkólfar, sem aldrei hugsa sig um tvisvar þegar viðbót- armilljörðum er varið á milljarða ofan til að lengja skyldunám, bæta við námsgreinum og smíða skóla- hús og leikfimisali til skemmtunar, dettur aldrei í hug að vert sé að borga eyri af opinberu fé til öku- kennslu. Enn síður dettur þeim í hug að það þurfi að mennta ökukennara. f öllu lýðveldinu er hvergi til afdrep þar sem veitt er fræðsla um umferðarlög. Kennslubrautir fyrir ökukennslu er auðvitað hvergi að finna, enda bólar ekki á neins konar þrýstihóp sem sér hag í að komaslíkum kennslugögnum upp. Vel er séð um að hafa alla öku- og umferðarkennslu innan vé- banda dómsmálaráðuneytisins, og þar með ekki að veita neinu fé til hennar á fjárlögum, eins og í „bestu fjárfestinguna“ á vegum menntamálaráðuneytisins. Tryggingafélögin sjá sér engan hag í að leggja fé í bætta umferðar- menntun og leggjast á eitt með ríkinu að samþykkja síhækkandi iðgjöld af bílatryggingum í stað þess að kenna viðskiptavinunum að aka bílum á sem hættuminnstan hátt. Óbættur skaði Hér skal fullyrt að fjárfesting í góðri og virkri ökukennslu og nauðsynlegri umferðarfræðslu gæti skilað sér betur en á flestum þeim sviðum menntunnar sem sjáifsagt þykir að spara hvergi við. Seint mun verða hægt að koma í veg fyrir umferðarslys með öllu en það er hægt að draga verulega úr þeim með staðgóðri kennslu og sífelldri endurmenntun. Eignatjón af völdum umferðar- slysa er gífurlegt. Það finna bílaeig- endur á eigin skrokki þegar þeir borga tryggingaiðgjöldin. En auð- vitað er eignatjónið miklu meira en því nemur og mikinn hluta af þeim skaða bera einstaklingar en ekki tryggingafélög. Heilsutjón verður seint metið til peninga, en vel má meta til góðrar fjárfestingar ef draga mætti veru- lega úr sjúkrakostnaði þeim sem af umferðarslysum hlýst og tapaðir vinnudagar af sömu ástæðu eru legíó. Ótímabær dauði og þjáningar sem rekja má til umferðarslysa verður ekki metinn til fjár, en miklu má til kosta til að koma í veg fyrir þá dapurlegu hlið umferðar- menningarinnar. Það er tómt mál að tala um nauðsyn menntunar og að hún sé góð og nauðsynleg fjárfesting ef gleymt er mikilvægum sviðum nú- tímamenningar, eins og bílaum- ferð, og láta eins og hún komi þjóðfélaginu yfirleitt ekkert við. En langskólagengnir hrokagikk- ir munu halda áfram að staglast á að þeirra eigin menntun sé besta fjárfestingin og láta dómsmála- ráðuneytið halda áfram að útskrifa óhæfa, stórhættulega og kostnaö- arsama ökumenn. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.