Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 24. ágúst 1988 Tíminn 19 Sammy-Jo visnar svelti sínum tíma. 16 ára varð Suan stjarna á einni nóttu, en það voru erfiðir tímar. - Nú þurfti ég að búa ein, taka hús og bíl á leigu og borga einhverj- um fyrir að vera með mér við upptökur, þvi' ég var undir lögaldri, segir hún. - Alltaf óttaðist ég að gera skyssur og þrælaði mér út eins og ég megnaði, án þess að hugsa um heilsuna. Það sást ekki í sjón- varpinu, en ég var ein taugahrúga. - Það er hörmung að sjá þig, sagði meðleikari minn einn daginn. Mér sárnaði, því ég hélt að ég væri fallegust af öllum. Ég skildi það ekki fyrr en seinna, en ég leit út eins og vannært barn. - Ég svelti mig viljandi, því þó mér væri skipað fram og aftur í öllu, gat enginn ráðið hvað ég lét ofan í mig eða ekki. Það veitti mér öryggi að ráða því sjálf. Eflaust hefði farið illa ef ég hefði ekki orðið ástfangin. Sambandið varði ekki lengi, en nógu lengi til að hún losnaði úr vítahringnum. Árið 1976 gifti hún sig og eignað- ist Söru dóttur sína tveimur árum síðar. Það samband slitnaði líka og Susan fór aftur að leika fyrir sex árum. Nú er hún hamingjusöm og trúlofuð 46 ára gömlunt sjónvarps- framleiðanda. - Þetta er í fyrsta sinn, sem ég er raunverulega ástfangin, segir hún. - Loksins skil ég hvað ást er. Hún hlær, þegar minnst er á að hún sé að leita að föðurímynd, vegna þess að hún kjósi roskna menn fremur en unga. - Það er della, segir hún. - Ég kann bara ekki að meta karlmenn milli 25 og 35 ára. Þeir vita ekki hvað þeir vilja, telja sig helst örugga í lífinu með því að fara bara í skóla aftur. Loksins veit ég hvað ástin er, segir Susan Dey, sem er 35 ára og á ýmsa erfiðleika að baki. Svona leit Heather út fyrir skömmu, eins og sjúklingur. Susan - Hollywood var næstum búin að drepa mig. Ég gerði þá skyssu að halda að kvikmyndaborgin væri annað heimili mitt og komst of seint að því að enginn kærði sig um mig, segir Susan Dey, sem leikur í „Lagakrókum“. Hún er 35 ára, fædd 10. desem- ber 1952. Faðir hennar er ritstjóri dagblaðs, en móður sína missti hún 8 ára. Faðir hennar kvæntist aftur og þegar Susan var 15 ára, leiddist henni svo að hún bað stjúpu sína að útvega sér eitthvað að gera. - Ég varð Ijósmyndafyrirsæta og myndir af mér voru á forsíðum þekktra blaða. Ég var ánægð, því þetta gaf vel í aðra hönd. Það var vinnuveitandi Susan, sem tilnefndi hana í hlutverk í „Partridgefjölskyldunni" ef ein- hver man eftir þeim þáttum, sem söngvarinn David Cassidy lék í á Svona leit hún út, eins og vannært barn, 18 ára gömul. í hennar valdi stendur til að bjarga því. Framleiðendur Ættarveldisins (Dynasty) hafa nú hótað henni að hún verði skrifuð út, ef hún bæti ekki á sig þeim kílóum, sem horfin eru. Þeir óttast að hún fari að líta út eins og sjúklingur á skjánum og slíkt er ekki góð auglýsing fyrir nokkurn hlut á alnæmistímum, síst sápuóperu sem á í harðri sam- keppni við aðrar slíkar. Þegar Heather og Tommy Lee giftu sig, lýstu bæði yfir að þau vildu lifa í sem eðlilegustu hjóna- bandi og reyna að vera sem allra mest saman. Vinur þeirra segir nú að Heather hafi gert meira til að bjarga hjónabandinu en í mann- legu valdi standi, en hún ráði ekki við þann hraða sem eiginmaðurinn vilji halda. Hann bjóði heim aðdá- endum í tugatali, mestmegnis ung- um stúlkum, veislurnarstandifram á morgna og séu meiriháttar til- þrifamiklar. Heather hefur þegar misst eitt fóstur, en þráir að eignast þó ekki væri nema eitt barn. Upp- haflega tilkynntu þau Tommy fjöl- miðlum að börnin ættu að verða fjögur. Heather ætlaði að hægja á Tommy og hafa hann mest fyrir sjálfa sig, en hann hefur greinilega ekki kunnað við þá skipan mála. Nú kvað Heather komin á þá skoðun að hollast sé að hún bjargi því sem bjargað verður, sem sagt sjálfri sér og starfi sínu og þess vegna situr hún og hakkar í sig pastarétti, sem henni finnast raun- ar ljúffengir og franskar kartöflur, sem hún hefur viðbjóð á, en fita fljótar flestu. Henry Tennant ásamt konu sinni Tessu, sem hann yfirgaf fyrir svartan karlmann. Tessa óttast að hún og sonurinn hafi fengið alnæmisveiruna af honum. Prinsessuvinir í vanda Margrét Bretaprinsessa fékk bústað sinn á eynni Mustique í brúðargjöf frá Colin Tennant og frú sem alla tíð hafa verið bestu vinir hennar. Tennant erfði aðals- tign og er nú Clenconner lávarður. Prinsessan hefur fylgst með börn- um þeirra í uppvextinum og harm- ar nú meinleg örlög þeirra. Elsti sonurinn, Charlie er fíkniefnaneyt- andi og hefur verið gerður arflaus. Henry, sá næstelsti gifti sig og eignaðist son en einn góðan veður- dag gerði hann sér lítið fyrir og stakk af með svörtum samkyns elskhuga, Kelvin O’Mard og þeir eru sestir að á Mustique og eru báðir með alnæmisveiruna. Yngsti sonurinn, Christopher, slapp naumlega lífs úr bílslysi, en er lamaður og mállaus. Aðeins tví- burasysturnar hafa lifað eðlilegu lífi fram til þessa. Lafði Ann Clenc- onner er hirðdama Margrétar prinsessu. Ættarveldis-stjarnan Heather Locklear, sem leikur Sammy-Jo, er að verða að engu, eftir fregnum að vestan að dæma. Hjónaband hennar og Tommys Lee. trommu- leikara í Mötley Crue er í hers höndum og Heather gerir það sem Nýgift og ánægð: Heather Locklear og Tommy Lee, trommulcikari í Mötley Crue.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.