Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 24. ágúst 1988 Tíminn 7 Vel heppnuð hátíða- höld á Siglufirði Mikil hátíðahöld voru á Siglufirði í síðustu viku, vikuna 13.-20. þessa mánaðar. Þá var haldið upp á afmæli Siglufjarðarbæjar, sem varð 70 ára 20. maí sl. Hátíðin þóttist takast vel í alla staði, að sögn Harðar Júl- íussonar, formanns hátíðanefndar og fjöldi ferðalanga tók einnig þátt í veisluhöldunum. Það má segja að vikan hafi byrjað á hápunktinum með komu Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, til Siglufjarðar laugardaginn 13. þessa mánaðar. Skoðaði forsetinn bæinn, sótti hátíðasamkomu í Siglufjarðar- kirkju og hátíðarkvöldverð í boði bæjarstjórnar. A sunnudeginum var sótt messa í Hvanneyrarskál, án efa sú fjölmenn- asta sem sótt hefur verið og komu þar meðal annars 60 hestamenn. Þá var siglt til Hríseyjar á mánudegin- um og glæsilegur grasknattspyrn- uvöllur var vígður þriðjudagskvöld- ið. Rættist þar langþráður draumur margra íþróttaunnenda bæjarins. Farið var í skoðunarferð um Siglu- nes á miðvikudeginum og var siglt þangað á smábátum í skaplegu veðri. Sama dag hófst tveggja daga sjóstangaveiðimót sem þótti heppn- ast einstaklega vel og var afli góður. Ekki má gleyma síldarballinu föstudagskvöldið sem Siglufjarðar- félag Reykjavíkur og nágrennis stóð fyrir. Hljómsveitin Gautar lék fyrir Önnum kafnir grillmeistarar matreiða hér pylsur í hundraðatali í Grillveislu aldarínnar. Talið er að um 300 manns hafi veríð saman komnir í gríllveislunni að Hóli þegar afmælishátíð Siglfirðinga lauk sl. laugardag. dansi og var ballið mjög vel sótt og minnti mannmergðin á staðnum á síldartorfu. Hátíðahöldunum lauksvosl. laug- ardag með útidagskrá við Hól. Var haldin grillveisla, flugeldasýning og bálköstur tendraður í ágætis veðri. Þar með var eftirminnileg vika á enda og voru menn ánægðir með vel heppnuð hátíðahöld. JIH Ýmislegt gerðu menn sér til skemmtunar og fór kvenfóikið t.d. í naglaboðhlaup. Hér sjást tvær blómarósir negla nagla i planka en áður höfðu þær skriðið í gegnum tvær tunnur. Frá afhendingu verðlauna fyrir snyrtilega garða og umhverfi fyrirtækja á Siglufirði. Tímamyndir ÖÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.