Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 5
Miövikudagur 24. ágúst 1988 Tíminn 5 Þingflokkar ríkisstjórnarinnar ræða í dag um niöurfærsluna: Launa- og búvöruverðs- hækkun 1. sept. f restað? Ríkisstjórnin komst í gær að samkomulagi um að fara að tillögu ráðgjafanefndarinnar um að reyna til þrautar að stíga niðurfærslu- sporið í væntanlegum efnahagsaðgerðum. Tillögur nefndarinnar, sem hún formlega skilaði til forsætisráðherra fyrir ríkisstjórnarfund í gær, verða lagðar fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag. Þingflokkar Alþýðuflokks og Framsóknar munu þinga í Reykjavík en þingflokkur sjálfstæðismanna kemur saman til fundar á Akureyri. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, segir að ráðgjafanefndin hafi ekki útfært tillögur sínar um niður- færslu, enda sé það hlutverk ríkis- valdsins. Hann segist vona að þing- flokkarnir geti tekið afstöðu til þess á fundum í dag hvort þeir telji niðurfærsluleiðina færa, þannig að niðurstaða um þau mál geti legið fyrir á ríkisstjórnarfundi sem boðað- ur hefur verið á morgun. Eins og margoft hefur komið fram hafa menn gjarnan miðað efnahags- aðgerðir við 1. september vegna 2,5% launahækkana sem bundnar eru þeim degi í kjarasamningum svo og vegna búvöruverðshækkana. Það er nokkurn veginn óhætt að slá því föstu að úr því sem komið er verða víðtækar efnahagsaðgerðir, hvaða nafni sem þær kunna að nefnast, ekki tilbúnar fyrir þann tíma. Af viðtölum Tímans í gær við bæði ráðherra og þingmenn er ljóst að menn vilja umfram allt að ekki sé flanað að neinu í undirbúningi efna- hagsráðstafana. Stjórnarliðar, úröll- um stjórnarflokkunum, eru sam- mála um það að 1. september sé ekki neinn heilagur dagur með tímasetn- ingu aðgerða. En hvað þýðir það? Það var samdómaálit viðmælenda Tímans í gær að ríkisstjórn verði að taka afstöðu til þess á fundi hennar á morgun hvort t.d. samningsbundn- um launahækkunum verði frestað um óákveðinn tíma með setningu bráðabirgðalaga á meðan að stjórn- arflokkarnir vinna sér tíma. Eftir ríkisstjórnarfundinn í gær sagði fjármálaráðherra að hægt væri að láta þessar hækkanir ganga í gegn 1. september, en það væri á hinn bóginn mjög skynsamlegt að ná samstöðu um að fresta þeim. Undir þessi orð tók forsætisráðherra. Af þessum ummælum má ráða að stjómarherrarnir hyggist fresta gild- istöku launa- og búvöruverðshækk- ana um óákveðinn tíma, en hinsveg- ar hafi ekki beint verið tekin afstaða Komið af ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Tíminn Pjetur. til þess hvernig að því verði staðið. Margar tillögur ráðgjafanefndar- innar svokölluðu má í raun segja að séu pólitískt sprengiefni. Að minnsta kosti er ljóst að ef stjórnar- flokkarnir gera þær að sínum sam- eiginlegu tillögum, verða einstaka stjórnarflokkar að leggja ýmislegt af sínum áhersluatriðum í geymslu- hólfið, um tíma að minnsta kosti. Fyrsti póstur í niðurfærslutillögum ráðgjafanefndarinnar er 9% lækkun launa frá og með 1. sept og að laun verði fryst til júlí á næsta ári. Síðan er gert ráð fyrir verðlagslækkunum nálægt 5 prósentustigum og að verð- bólga snarlækki innan þriggja mán- aða niður í rúm 10%. Ráðgjafanefndin leggur mikla áherslu á að dregið verði stórlega úr framkvæmdum og fjárfestingum hins opinbera og sömuleiðis sveitar- félaga. Á þetta atriði lagði Jón Baldvin einnig ríka áherslu, eftir ríkisstjórnarfundinn í gær, að það væri höfuðforsenda raunhæfra efna- hagsráðstafana, hvort sem niður- færsla eða einhver önnur leið yrði fyrir valinu. Og í samræmi við þessi ummæli sagði fjármálaráðherra að ekki væri gert ráð fyrir neinum nýframkvæmdum á vegum ríkisins í fyrstu drögum framkvæmdaáætlana rfkisins fyrir næsta ár, heldur væri einungis við það miðað að halda áfram þeim frámkvæmdum sem þeg- ar væru komnar vel á veg. Af einstökum liðum í tillögum ráðgjafanefndarinnar má nefna skyldusparnað á hátekjur frá og með 1. október 1988 til og með 1. október 1990. Lagt er til að ríkinu verði ekki heimilt að fjölga starfsmönnum til ársloka 1989. Þá er tillaga um að afborgunarsamningar með greiðslu- kortum verði ekki heimilir. Ráð- gjafanefndin viil að erlendar lántök- ur verði stöðvaðar nema fyrir af- borgunum erlendra lána. Hér til hliðar eru stutt viðtöl við forystumenn stjórnarflokkanna að afloknum ríkisstjórnarfundi í gær. óþh Hundrað krónur fyrir ýsukílóið Birgir og Gunnar Vagnssynir keppa fyrir Hjólbarðahöliina í erfiöasta ralli ársins, Michelinralli Hjólbarðahallarinnar. Frá heimsókn Tímans á æfingu þeirra bræðra í gær. Tímamynd Pjetur Michelin rallkeppni Hjólbarðahallarinnar berst víða um Suðurland næstu daga: RÆST í ERFIDASTA RALLIÐ Á MORGUN Michelin rallkeppni Hjólbarða- hallarinnar hefst á morgun fimmtu- dag og er þetta lengsta og eitt strangasta rail sem haldið verður í ár. Hefur það til þessa gengið undir nafninu Ljómarall, en ekki náðust samningar við það fyrirtæki í ár og hljóp Hjólbarðahöllin undir bagga með stuðning við mótið. Alls verður keppt á 34 rallbílum og koma menn víðs vegar að tii keppni. Af útlend- ingum má nefna Bogdanski sem keppir með einum sterkasta kepp- anda rallsins, Steingrími Ingasyni á Datsun 510, Orchard á Peugeot 205, Walker á Corolla, Colomb á Peug- eot 205, Gobert á Fiat Uno turbo og Moore á Lada Niva. Tíminn ræddi við þá sem keppa fyrir Hjólbarðahöllina í Michelin- rallinu, bræðurna Birgi og Gunnar Vagnssyni, og fór með þeim í reynsluakstur og talar myndin sínu máli um aksturslagið á lokuðum æfingarbrautum þeirra. Segja þeir svo frá að þetta sé erfiðasta rallmót ársins eins og það hefur reyndar verið svo um nokkurra ára skeið undir öðru nafni. Alls er áætlað að keppendur leggi undir sig um tólf til fimmtán hundruð kílómetra, en sér- leiðirnar einar eru um 425 km. Eru þeir bræður á traustum bíl, en því miður ekki með ákjósanlegustu vél- ina. Hún hrundi í síðasta ralli sem haldið var við Ólafsvík og hafa þeir ekki náð að fá aðra vél en staðlaða 1600 vél, sem þeir hafa getað á skömmum tíma kreist upp í 120 hestöfl með ýmsum ráðum. Þeir eru hvergi bangnir við hina keppend- urna en gera sér þó grein fyrir að erfitt verði að keppa við þá sem nú eru í fjórum efstu sætum íslands- meistarakeppninnar. Það eru þeir Jón Ragnarsson á Escort RS, Stein- grímur Ingason á Datsun 510, Guð- mundur á Nissan 240 RS og Jón S. Halldórsson á Porsche 911. Allir hafa þessir ökumenn yfir meira en 200 hestöflum að ráða og virðist það ráða efstu úrslitum þar sem barist er um fáeinar sekúndur. í sumar hafa minnst tvær sekúndur skilið á milli efstu sæta og segir það sína sögu um baráttuna. Michelin rallkeppni Hjólbarða- hallarinnar hefst á fimmtudag, 25. ágúst, klukkan rúmlega tólf á hádegi við Reykjavíkurflugvöll. Þaðan berst keppnin á Þingvöll og á sérleið- ir þaðan. Alls verða eknir 172 km á sérleiðum þann daginn. Annan daginn veður farið inn að Heklubraut og Dómadalsleið. Hætt var við að fara Fjallabaksleið vegna Skaftárhlaups og verða því sér- leiðirnar allar vestan Landmanna- lauga. Alls verða eknir um 173 km á sérleiðum þennan annan dag keppn- innar. Þriðja og síðasta daginn berst keppnin vestur Lyngdalsheiði og allar götur suður á ísólfsskálaleið á Reykjanesi. Rúmlega 80 km verða lagðir að velli á laugardaginn og lýkur keppninni við Reykjavíkur- flugvöll, þar sem hún hófst. KB Fyrir ýsu fengust kr. 100,52 á kílóið í skipasölu í Bretlandi 15.-19. þessa mánaðar, sem er miklu hærra verð en fékkst fyrir hana dagana 8.-12. þessa mánaðar, kr. 77,03. Rúm 36,6 tonn af ýsu voru seld fyrir samtals tæpar 3,7 milljónir króna. f skipasölu voru 367 tonn af þorski seld á meðalverð kr. 75,31, samtals fyrir um 23,6 milljónir króna. Meðalverð fyrir ufsa var kr. 23,05 á kílóið, kr. 74,81 fyrir blandað og kr. 43,58 fyrir karfa. Mjög lítið var selt af kola og grálúðu. Rúm 340 tonn af þorski seldust í gámasölu í Bretlandi dagana 15.-19. þessa mánaðar, fyrir samtals um 25,2 milljónir króna. Meðalverð fyr- ir kílóið var kr. 74,23, mun hærra en verðið sem fékkst dagana 8.-12. þessa mánaðar sem var kr. 68,78. Fyrir ýsu í gámasölu fengust kr. 85,89 fyrir kílóið, um 5 krónum króna. Rúm 117 tonn af kola voru seld í gámasölu á meðalverð kr. 69,12 (samanborið við kr. 77,75 8.-12. ágúst). Söluverð nam rúmum 8,1 milljón króna. Þá fékkst gott verð fyrir blandað- an fisk, kr. 96,88 á kílóið fyrir 27,7 tonn. Söluverð nam því tæpum 2,7 milljónum króna. Fyrir ufsa fékkst meðalverð kr. 25,88 á kílóið í gáma- sölu, fyrir karfa kr. 41,76 og grálúðu kr. 98,88. Af einstökum skipum má nefna að GULLVER NS 12 seldi samtals tæp 128 tonn í Grimsby 16. ágúst, fyrir meðalverð kr. 76,62 kílóið og samtals 9,8 milljónir króna. ENG- EY RE 1 seldi rúm 237,6 tonn í Hull 18. ágúst, á meðalverð kr. 71,04, samtals fyrir tæpar 16,9 milljónir króna. NÁTTFARI RE 75 seldi rúm 70 tonn í Hull sama dag, fyrir lægra en fékkst 8.-12. Seldust 116,6 meðalverð kr. 84,89 kílóið, samtals tonn á sámtals um 10 milljónir fyrir tæpar 6 milljónir króna. JIH Aðildarríki EBE og EFTA: Samningur á lokastig Drög að Samhliðasamningi hafa ræma löggjöf sína með þjóðarrétt- nú verið gefin út hjá dóms- og arsamningum um ýmis tiltekin kirkjumálaráðuneytinu og birtist efni. þar íslensk þýðing á þeim samningi Samstarf aðildarríkja EBE og sem ríki utan Efnahagsbandalags Fríverslunarbandalags Evrópu, Evrópu, EBE, eru að undirbúa til EFTA, um þennan fjölþjóðasamn- samræmis við Brusselsamninginn. ingsem nefndurerSamhliðasamn- Fela báðir samningarnir í sér sam- ingurinn og hefði að geyma sam- komulag um dómsvald og um fulln- svarandi reglúr og Brusselsamning- ustu dóma í einkamálum. Áætlað urinn, hófst árið 1985 og í fyrra er að endanlega verði gengið frá bættist ísland inn í undirbúnings- Samhliðasamningnum í september hópinn. Aðilar innan þessara 1988. bandalaga geta orðið aðilar að Samhliðasamningnum en gert er Brusselsamningurinn varð til ráð fyrir að önnur ríki geti einnig vegna 220. greinar Rómarsamn- orðið aðilar ef þeim er samhljóða ingsins en með því ákvæði er boðin þátttaka af samningsríkjun- aðildarríkjum EBE gert að sam- um. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.