Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 23. ágúst 1988 Tíminn 9 lllíllllllHllllllllll VETTVANGUR Halldór Þóröarson Laugalandi: Naglarnir í krossinn Það hefur aldrei þótt gæfu- eða gáfulegt að höggva lappirnar undan sjálfum sér. - Landbúnaðarráðherra hefur í samráði við nokkra forystumenn bænda - gefið út reglugerð. Reglugerðin er um nýjan skatt á dilkakjöt. - Skattinn á að nota til að útrýma minni sláturhúsum. Það er óþarft að skýra hér nauðsyn þeirra sláturhúsa sem enn eru notuð. Fyrir 2 áratugum eða svo voru nokkur samvinnufélög bænda látin byggja stór og mikil sláturhús - að fyrirmynd Nýsjálendinga. Þar í landi eru 70 milljónir sauðfjár og vegna hnattstöðu þess lands mun þar slátrað í 52 vikur á ári. Húsin eru það fá að milljón fjár kemur í hvert hús árlega. - Samkomulag sláturhúsaeigenda og bænda - er ekki nógu gott - frá bændum séð. Húsin hirða um og yfir 50% af andvirði dilkanna og með fullorðnu fé þarf stundum að borga - þegar upp er gert. - Þetta er sem sagt óskastaða sláturhúsa- eigenda. - Nú er ríkisvaldið á íslandi að reka okkur inn á þessa braut. Ekki þarf að taka fram að þessi hús voru teiknuð og skipu- lögð af Sambandinu. Þetta eru flottustu hús sinnar tegundar hérna megin miðbaugs. - Varan úr þeim hefur samt aldrei orðið heilnæmari en úr hinum sem minni voru og ófullkomnari. Sama er að segja um sláturkostnað. - Hann hefur ekki reynst minni þó slátrað sé 50-60 þúsund fjár eða meira í sumum þeirra. - Nú eru stóru húsin á barmi gjaldþrots - eða vel það. Litlu húsin í dreifðum byggðum um landið allt skapa mikla vinnu fyrir sveitafólk þokkalega borgaða. Þar mætti þó auka við með frekari úrvinnslu á heimaslóðum. - Þessi litlu hús selja umtjalsvert magn af sínu kjöti beint úr sláturhúsi og losna þannig við vaxta- og geymslu- kostnað sem eru hvorutveggj a stór- ir kostnaðarliðir. Mörg þessara húsa selja mest allt árið sama dag og slátrað er. Þetta er gömul hefð á þessum stöðum - sem sauðfjáreigendur vilja styðja en ekki eyða. - Þar sem sláturhús hafa verið lögð af hefur slátur orðið verðlaust að mestu - og dilkakjötsmarkaður stór minnk- að - sveitafólk í nágrenni þeirra hefur misst af umtalsverðum vinnutekjum við slátrun. Ekkert af þessu virðist skipta forsjármenn neinu máli. - Þeim fer líkt og mönnum sem búa til vandamál - er þeir reyna síðan að leysa án árang- urs. - Markaði sláturafurða er vísvitandi eytt - svo ætlar „Mark- aðsnefndin" að selja meira dilka- kjöt. Einasta aukabúgreinin sem skilar eðlilegum launum fyrir unna vinnustund er skipulagt eyðilögð. - Svo er gefin út Hugmyndaskrá og fáránlegar hugmyndir verðlaunað- ar sem engum gefa helming lægsta tímakaups hvað þá meira. - Þar eru lopapeysuprjónakonurnar enn á toppnum - en eins og flestir vita eru laun þeirra eins og tíðkast í fangabúðum. Er þessum ráða- mönnum okkar virkilega sjálfrátt? - Ef þeir gera þetta eftir bestu vitund - til að þjóna því starfi sem þeir hafa tekið að sér þá er ekki mikið að segja - það gerir enginn meira en hann hefur vitið til. - Ætlunin er að drepa litlu húsin eitt í einu til að fresta í bili falli stóru húsanna. Nú er sem óðast verið að selja þau og aðrar eignir samvinnu- félaga. - Stóru húsunum verður ekki bjargað með þessu - þau eru byggð á grunni sem stenst ekki á íslandi. - Falli þeirra verður aðeins frestað. - Þegar þau fara svo endanlega á hausinn - koma stórir fjármagns- eigendur og kaupa þau fyrir lítið ásamt veðsettum jörðum bænda - eins og nýleg dæmi sanna. Þetta hefur gerst og mun halda áfram að gerast ef þessi braut verður gengin til enda. - Mun þá þrengjast fyrir dyrum sauðfjárbænda þegar upp kemur sama staða og nú er á Nýjasjálandi - og þó verri - vegna þess hvar ísland er á hnettinum. - Þá verður of seint að snúa við. - Er ekki ráð að eigendur smærri húsanna snúi bökum saman - áður en þeim fækkar öllu meira? Ef fer sem horfir- biða þeirra allra sömu örlög - þau verða tínd upp eitt og eitt í einu. Ef þau standa öll saman nú - eru þau sterkt afl - sem getur með stuðningi sinna fulltrúa krafist þess að reglugerð um þessa nýju skattheimtu verði breytt þannig - að í stað eyðingar - verði þessi fjármagni varið til að koma minni húsunum í gott horí. - Þá væri þessum peningum vel varið. Er ekki mælirinn fullur þegar bændur eru látnir skattleggja sjálfa sig - til að svipta sig vinnulaunum við slátr- un og úrvinnslu sjávarafurða? - Auk eyðingar markaða fyrir fram- leiðsluvörur sínar - sem sagt látnir leggja til naglana í sinn eigin kross. - Ég ætla að enda þessar línur með orðum Ásbjarnar heitins Jóa- kimssonar: „Ef allir létu undan - alltaf og allstaðar - létu undan fyrir kaupmanninum og fógetanum - létu undn fyrir kónginum og böðlinum - hvar mundi þá þetta fólk eiga heima? - Jafnvel Helvíti væri slíku fólki of gott“. á íslandi" Halldór Kristjánsson: » Nógir peningar Við heyrum stundum þessi orð í þjóðmálaumræðunni. Ég ætla mér ekki að mótmæla þessu. Ég skil þegar sagt er að fólkið sjái peningana. En allt er skilyrðum háð. Rétt er að gera sér Ijóst að nokkur hluti þeirra peninga sem við sjáum eru lánsfé sem útlendingar eiga. Og þegar sagt er að nógir peningar séu til á íslandi er ekki úr vegi að spyrja: Til hvers? Veigamikið atriði þess- ara efnahagsmála allra er þó það að hér reyn- ast ekki nógir peningar til að borga það sem Við erum sagðir með ríkustu þjóðum heims. Það held ég að sé reiknað út frá þjóðarframleiðslu í hlutfalli við mannfjölda. Ekki skal bera brigður á þá reikninga, enda þótt vafasamir póstar kunni að leynast innan þeirra. Hins ber að gæta að þessir reikningar sýna ekki gjörla hverjar kvaðir eru á þessari framleiðslu, - hve mikið af henni fer í tilkostnað þannig að það getur ekki komið til skipta milli okkar til persónulegra þarfa. í fyrsta lagi skulum við vita og muna að þann fisk sem við verðum að láta af hendi til að borga vexti af erlendri skuld getum við ekki étið sjálfir. í öðru lagi kynni að vera munur í búskap þjóða hversu mikið af framleiðslunni fer í beinan kostnað svo sem olíu og vélar. Þegar svo kemur að því sem í raun getur komið til skipta milli okkar til eigin þarfa er eðlilegt að spyrja um venjur og hætti. Þá er ástæða til að spyrja um hagsýni óg ráðdeild. Undir skattleysismörkum Þing og stjórn ákveða að sá sem ekki hefur nema 42 þúsund krónur á mánuði skuli engan tekjuskatt greiða. Þetta er gert til þess að gera vel við lágtekjumenn og vægja 1 þeim á. Áður en varir er þetta notað til áróðurs gegn ríkisstjórn- inni. Þá er sagt að það sé forsmán viö kaupum. Viö söfn- um skuldum. Menn segjast vera á móti slíkum búskap en samt er haldið áfram á sömu braut. Menn kalla yfir sig þaö sem þeir segj- ast ekki vilja. að ætla nokkrum manni launakjör undir skattleysismörkum. Auðvitað segja skattleysismörk- in ekkert um þarfir manna. Þau hefðu eins getað verið sett við 40 þúsund eða 60 þúsund. Ætli Magn- ús Sveinsson hefði viljað semja um 38 þúsund króna lágmarkslaun ef skattleysismörkin væru þar? Þegar þessi mörk voru ákveðin hefur víst engum sem þar átti hlut að máli dottið í hug að launþegar skildu þau svo að lægri laun mætti ekki nefna. Svo margt var talað um að létta tekjuskatti af almennum, venjuleg- um launatekjum. Dugar ekki til Veigamikið atriði þessara efna- hagsmála allra er þó það að hér reynast ekki nógir peningar til að borga það sem við kaupum. Við söfnum skuldum. Menn segjast vera á móti slíkum búskap en samt er haldið áfram á sömu braut. Menn kalla yfir sig það sem þeir segjast ekki vilja. Það væri ástæða til að eitthvað væri talað um hófsemi í lífsvenjum og sparnað. Það eru þegnlegar dyggðir sem þjóðin þarf og farsælir hættir fylgja fyrir þá sem slíkt temja sér. Hófsemi vinnur gegn streitu og fleiru sem hætta stafar af. Nú virðist það allra mark og mið að binda enda á skuldasöfnun er- lendis. En hvað er gert til þess? Hvernig látum við peningana duga fyrir því sem við kaupum? H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.