Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur24. ágúst 1988 llllllllllllllllllllllllll AÐ UTAN 1111 llllllH li 1 1 III1111 1111 llllllllllllllllll llllllllllllllllllllli Umferðarsektir í Austur-Þýskalandi: Borgararnir þekkja ekki verðskrána í Austur-Þýskalandi, eins og víðast hvar annars staðar, er til gjaldskrá þar sem tilgreind er sektarupphæð fyrir hinar ýmsu yfírsjónir borgaranna í umferðinni. Hins vegar hafa ökumenn í landinu ekki hina minnstu hugmynd um tilvist hennar og vita þar af leiðandi ekkert á hverju þeir eiga von, þegar þeir brjóta umferðarlögin. Þýska vikuritið Spiegel segir frá þessu ástandi nýiega. Heimamenn taka um- ferðarreglunum af meiri léttúð en útlendingar Milli Boizenburg og Ludwigs- lust, á gamla vcginum í Austur- Þýskalandi til Berlínar, þýtur skröltandiTrabantmeð llOsekki framhjá BMW-Cabrio frá Plön í Vestur-Þýskalandi. Þar sem bíl- stjóranum á aflmikla bílnum er vel kunnugt um hinar hrikalegu sektir sem handhafar erlends gjaldeyris verða að láta af hendi ef þeir gerast uppvísir að glappa- skotum í umferðinni, heldur hann sig nákvæmlega við fyrir- skipuð hraðamörk í austur-þýska alþýðulýðveldinu, 80 km á klst. Heimamenn taka hins vegar um- ferðarreglunum af meiri léttúð. Þeir pína litlu bílana sína með tvígengisvélunum til hins ýtrasta til að halda í við fína fólkið, sem situr í hægindi bak við gluggatjöld í límúsínunum sínum, sem oftast eru dökkbláir Volvoar ogörsjald- an Citroénar, svo að þeir tefji ekki umferðina. Þetta er einmitt ástæðan til þess að ökumenn í Austur-Þýskalandi lenda oft í kasti viö lögin, vegna þess að þar er algert bann við áfengisneyslu þeirra sem sitja undir stýri, jafn- vel einn bjór getur komiö bíl- stjórum í klípu, og ef þeir eru teknir til eftirlits vegna umferðar- lagabrots getur bjórinn orðið þeim að endanlegu falli. Vei þeim sem hefur eitthvert áfengismagn í blóðinu í skýrslum austur-þýsku lög- reglunnar er skuldinni skellt á of mikinn hraða ökutækja fyrir fjórðung allra umferðaróhappa í landinu, en þau urðu alls 45.000 á árinu 1986. Næstalgengasta or- sök umferðaróhappa, eða 19%, er skortur á aðgæslu á umferðinni á undan. Og yfir 4000 slys á árinu 1987 segir innanríkisráðuneytið, má skrifa á reikning drukkinna ökumanna. 22.300 austur-þýskir borgarar voru sviptir ökuskírteini eftir að hafa gengist undir blóð- prufu, en það er yfir helmingur þeirra sem misstu ökuleyfið. Samt sem áður bætast við þær u.þ.b. 3,6 milljónir fólksbíla sem fyrir eru í landinu á hverju ári að meðaltali um 130.000 nýir Tra- bantar, Wartburgar og Lödur. Yfirvöldin hafa dregið lærdóm af vestrænum, kapitaliskum sið- um í götuumferðinni. Þau ætla nú að láta borgara sína standa ábyrgð á yfirsjónum sínum í um- ferðinni samkvæmt sektaverð- skrá og nú gengur sérhver lög- reglumaður með verðskrána upp á vasann og þar eru tilgreindar sektir við hinum ýmsu umferðar- brotum. Þannig missir hver sá bílstjóri sem mælist hafa 0,5 pro mille alkóhól í blóðinu ökuskírteinið í 3 mánuði og borgar a.m.k. 100 austurþýsk mörk. Fari pro mille yfir 2,0 verður refsingin miklu strangari. Við fyrsta brot er sekt- in 400-700 mörk og ökuskírtein- ismissirinn gildir í 30 mánuði. Við endurtekin brot getur sektin orðið allt að 1000 mörk og öku- skírteinismissirinn varir í þrjú ár. Reglunum ekki jafnstrangt framfylgt alls staðar Það sem umferðarlagaverðir allt frá Flensburg til Múnchen horfa í gegnum fingur með, þ.e. þó að farið sé sem svarar 10 km yfir hraðamörk, mætir litlum skilningi á leiðinni milli Rostock og Karl-Marx-Stadt og sú um- ferðarsynd getur orðið ökumanni dýr. Við fyrstu yfirsjón er sektin að vísu ekki nema 10 mörk, en tveir stimplar í ökuskírteinið gefa til kynna að hér sé brotlegur á ferð. Fái ökumaður 5 slíka stimpla á skírteinið sitt innan ákveðins tíma hefur það sjálf- krafa í för með sér ökuleyfissvipt- ingu. í Flensburg í Vestur- Þýskalandi er til samanburðar stuðst við 18-punkta ökuferils- skrá, en þar þarf að safna miklu fleiri syndapunktum til að missa ökuleyfið. „Önnur brot“ hafa líka strang- ar refsingar í för með sér. Ef austur-þýskur borgari er staðinn að því að keyra yfir járnbrautar- teina á rauðu blikkandi ljósi miss- Austur-þýskir borgarar vita ekki á hverju þeir eiga von þegar lögreglan stöðvar þá í umferð- inni. ir hann ökuleyfi í þrjá mánuði. í Vestur-Þýskalandi er látið sitja við 100 marka sekt og þriggja punkta innfærslu á umferðar- sakaskrá í Flensburg. Mörg umferðaróhöpp sem geta safnað saman 71 punkti á umferð- arsakaskrá í Vestur-Þýskalandi, hafa ekkert tiltekið verðgildi í leiðbeiningargjaldskrá austur- þýskra lögreglumanna. Tekið mið af í hve mikium mæli „regla ríkisins og líf í sósíal- isku þjóðfélagi“ hefur liðið fyrir brotið Efbrotiðfelstt.d. íframúrtöku þar sem bannað er að taka framúr eða að bíl sé lagt þar sem það er bannað fellur það undir almenn ákvæði austur-þýskra umferðar- laga og lög sem fjalla um reglu á almannafæri, en þar stendur í einni greininni: „Við ákvörðun refsingar við broti á lögum um hegðun á almannafæri á að taka mið af í hversu miklum mæli regla ríkisins og líf í sósíalisku þjóðfélagi hefur orðið fyrir hnjaski og í hve stórum stíl agaleysi hefur verið viðhaft, svo og einkaaðstæður hins brotlega." Og yfirleitt, eru hinar nýju leiðbeiningareglur um sektar- ákvæði líklega ekkert í tengslum við nýjan hugsunarhátt, glasnost, hversu auðskildar þær eru og að allir austur-þýskir borgarar skuli sitja við sama borð, án tillits til stöðu og hvort þeir eru félagar í flokknum. Heldur snúast þær frekar um að „framfylgja stefnu- fast og kröftuglega lagareglum," eins og yfirmaður umferðarlög- reglunnar í Austur-Þýskalandi vill orða það, en hann vill nefna radareftirlit lögreglunnar á stöku hraðbrautum í Austur-Þýska- landi „verndun borgaranna" sem alls ekki sé ætlað að vera „gildra til að veiða þá í“. Sektaverðskránni haldið leyndri fyrir borgurunum! Leiðbeiningaverðskráin er nefnilega einungis ætluð til að upplýsa ríkisyfirvöld og lögreglu um í hve miklum mæli hinurn seka hefur orðið á, en hefur það ekki að markmiði að kenna aust- ur-þýskum bílstjórum betri siði. Eins og aðrar reglur í skrifræði austur-þýska alþýðulýðveldisins er nefnilega sektaverðskránni . haldið leyndri fyrir borgurunum. GRÆNLAND - FÆREYJAR Grænlensk póstþjónusta verður 50 ára þann 17. september næstkom- andi. Mikið stendur til af þessu tilefni og verður gefið út frímerki daginn áður. Myndefni frímerkisins er t'lugvél í lágflugi sem flýgur yfir hundasleða með póst. Þá er það allra nýjasta einnig í myndefni frí- merkisins, eða Póstfax/Telefax vél sem í sífellt ríkari mæli er að leysa bréfin af hólmi í grænlenskum póst- samgöngum. Auk frímerkisins, sem er að verð- gildi kr. 3,50 er 50 aura viðbótar- gjald, sem renna á í sérstakan sjóð til að kaupa til Grænlands ýmiskonar frímerkja- og póstsöguefni, sem á frekar heima þar en í söfnum utan landsins. Þó verður aðeins vöxtun- um af þessum sjóði á hverjum tíma varið til innkaupa, stofnfjárhæðin stendur óhreyfð. Þá gefur grænlenska póststjórnin einnig út afmælisbók af þessu tilefni, „Grönland set gennem 50 árs fri- mærker". Verður bók þessi scld á DKR 148,00 auk burðargjalds sem er DKR 14,00. Allar pantanir varðandi bæði grænlensk frímerki og nefnda bók má senda til: Grönlands Postvæsen, Wilders Plads, bygning 8, Postboks 100, DK-1004 Köbenhavn K. Bók þessi verður vafalaust sér- staklega fróðleg fyrir alla þá sem hafa áhuga á söfnun grænlenskra frímerkja. Þá minnast frændur okkar í Fær- eyjum 100 ára afmælis jólafundarins 1888 með frtmerkjaútgáfu. Tilefni hans var auglýsing í eina blaðinu sem þá kom út í Færeyjum, Dimmal- ætting, svohljóðandi: „Ein og hvör bjóðast at koma í tinghúsið annan jóladag kl. 3 e.m., har, sum vit atla, at samráðast um at vörja Förja mál og Förja siðir.“ Undir þetta skrifa níu Færeyingar. Mynd þriggja þeirra er fyrstir undirrita auglýsinguna er á frímerkj- unum. Frímerkin eru að verðgildi kr. 3,00, 3,20 og 12,00. Með fundi þessum, sem varð eins- konar þjóðfundur Færeyinga, hófst sjálfstæðisbarátta þeirra. Þótt marg- ir mættu á jólafundinum varð hann ekki eins vel sóttur og vonast var eftir þar sem fólk úr byggðunum komst ekki vegna veðurs. Var því boðað til nýs fundar þann 6. janúar, þar sem Færeyingafélagið var stofnað. Hámark þessarar baráttu Merkin koma út þann 5. septem- var stofnun heimastjórnarinnar ber næstkomandi. 1948. Það er Frímerkjadeildin í Póst- Bárður Jakopsson hefir teiknað verk Föroya, FR 159 Tórshavn, sem merkin, en þau eru prentuð hjá tekur á móti pöntunum. Courvoisier í Sviss. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.