Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 16
i6 Tíminn Miövikudagur24. ágúst 1988 DAGBÓK III riORRÆM FRÆÐSLURÁÐSTEFrSA BAnKAMAFinA-REYRJAVÍR 24.-26.8. 1988 Ráðstefna norrænna bankamanna í Reykjavík: Góð slarfsmenntun - besta atvinnuöryggiö Rösklega eitt hundrað norrænir banka- menn sitja fræðsluráðstefnu í Reykjavík dagana 24.-26. ágúst. Yfirskrift ráðstefn- unnar er: Góð starfsmenntun - besta atvinnuöryggið. Fjölmörg erindi verða flutt um störf bankamanna, menntun þeirra og starfsþjálfun. Sérstakur gestur ráðstefnunnar verður Anker Jörgensen, fyrrverandi forsætis- ráðherra Danmerkur, og flytur hann erindi um Norðurlöndin og önnur Evr- ópulönd, Evrópubandalagið, samskipti Norðurlanda og annarra Evrópulanda á sviði efnahags- og atvinnumála o.fl. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra flyt- ur erindi við upphaf ráðstefnunnar og fjallar m.a. um þjóðfélagsleg viðhorf til bankaþjónustu og menntunar banka- manna. Fulltrúar allra Norðurlandanna leggja fram efni til umfjöllunar og að auki talar Thierry Noyelle, aðstoðarframkvæmda- stjóri Columbiaháskóla í Bandaríkjun- um. Hann reifar niðurstöður nýrrar skýrslu Efnahags- og þróunarstofnunar- innar um þróun þjónustu banka og ann- arra fjármála- og viðskiptastofnana. Norræna bankamannasambandið skipuleggur ráðstefnuna með aðstoð Sambands íslenskra bankamanna. Á dagskránni eru m.a. heimsóknir í Banka- mannaskólann, Seðlabanka Islands og fræðslumiðstöð Landsbanka íslands í Selvík. Hallgrímskirkja Starf aldraðra Nk. fimmtudag, 25. ágúst er fyrirhuguð ferð í Galtalækjarskóg. Á heimleiðinni verður komið við á Skarði í Landsveit og kirkjan skoðuð. Einnig verða skoðaðir hellar á Hellum. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 10 og komið heim um kl. 7. Nánari upplýsingar gefur Dómhildur Jónsdóttir í síma 39965. KIRKJURITID 1.-2. hefti 54. árg. er komið út og er helgað 70 ára afmæli Prestafélags íslands að stóru leyti. Þar blaðar Hjalti Hugason lektor í fundargerðum Prestafélags íslands og birt er ræða Sigurðar Sigurðarsonar for- manns Prestafélags íslands sem hann flutti á hátíðarsamkomu í tilefni afmælis- ins. Rætt er við dr. Jakob Jónsson heiðurs- félaga PÍ og birt eftir hann ljóð, og endurbirtir eru sumarþankar úr sveitinni eftir annan heiðursfélaga, dr. Sigurbjörn Einarsson biskup, en þeir birtust áður í Kirkjuritinu 1940. í ritinu er líka að finna ýmsa þanka um launamál presta og tckjur kirkna. Minningarorð eru um tvo látna menn úr stéttinni, dr. Sigurð Pálsson vígslu- biskup og sr. Hannes Guðmundson. Fleira efni er í ritinu. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhrínginn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. OLL VINNSLA PRENTVERKEFNA Við í Prentsmiðjunni Eddu tökum að okkur hönnun og vinnslu á stórum og smáum prentverkefnum. Höfum yfir 50 ára reynslu í prentverki. Reynið viðskiptin. i I*RENTSMIÐjANi Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000. Hu um vegmn! Brýr og ræsi krefjast sérstakrar varkárni. Draga verður úr hraða og fylgjast vel með umferð á móti. Tökum aldrei áhættu! ||umferðar Námsgagnastofnun: Kemur mér það við? Námsgagnastofnun hefur gefið út námsefni sem nefnist Kemur mér það við? Efnið er gefið út í einu leshefti og tveimur veggspjöldum. Það fjallar unt ástandið í heiminum á þessum tímum, m.a. um þróunarsamvinnu, umhverf- isvernd og mannréttindamál. Efnið er þýtt úr dönsku og heitir á frummálinu Rager det mig? Kemur mér það við? hefur áður komið út í Danmörku, Noregi og Svfþjóð. Það var Félag Sameinuðu þjóðanna á Islandi scm átti hugmyndina að útgáfu efnisins og beitti sér fyrir því að Náms- gagnastofnun fengi styrk frá Norræna menningarmálasjóðnum til útgáfunnar. Kcmur mér það við? er hægt að nota á ýmsan hátt í tengslum við samfélagsfræði. friðarfræðslu eða sem sérstakt þemaverk- efni nteð nemendum á aldrinum 11-15 ára. Magnúsjón Árnason FALLORÐ Verkcfni i islensku Namsgagnastofnun 1988 Námsgagnastofnun: FALLORÐ Hjá Námsgagnastofnun er komin út bókin Fallorð eftir Magnús Jón Árnason. Hér er á ferð einnota verkefnabók í íslensku handa 7.-9. bekk grunnskólans. Bókin er ætluð til glöggvunar og greining- ar íslenskra fallorða og hentar að auki sem þjálfunar- og ítarefni við Málvísi 1-3 sem Námsgagnastofnun gefur út. Nokkuð er af myndagátum (málsháttum og orð- tökum) í bókinni og hefur Kolbeinn Árnason teiknað myndir í bókina. Fallorð eru 63 blaðsíður í brotinu A4, prentuð í prentsmiðjunni Rún sf. NORDISK TIDSKRIFT FÖR VETHNSKAP. KONST OCH INDUSTRI UTGIVFN AV LKTTERSTEDTSKA EORENINGEN Nv NVtu- I '.iiii.iiIk u • l.ittcnilurcn i Norilcn 19S7 ORDISK TIDSKRIFT för vetenskap, konst och industri Letterstedtska föreningen hefur gefið út í samvinnu við Norrænu félögin 3. hefti ,. 64. árgangs af tímaritinu Nordisk tidskríft, um bókmenntir á Norðurlönd- , um 1987. 1 Þar eru greinar um bókmenntir sem komið hafa út á norðurlöndunum 1987 og skrifar Árni Sigurjónsson yfirlit um ís- lenskar bækur á því herrans ári. Poul Borum skrifar um danskar bókmenntir 1987, Elisabeth Nordgren finnskar, Hans Skei norskar og Ingrid Schöier sænskar., Þá eru í ritinu bókadómar um ýms rit. Fleira efni er í ritinu og ritar t.d. Helge Seip þar annál um norræna samvinnu. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00,12.00,12.20, 14.00, 15.00, 16.00,17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands Miðvikudagur 24. ágúst 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Árni Bergur Sigur- björnsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Má Magnússyni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. Meðal efnis er sagan „Lína langsokkur í suðurhöfum“ eftir Astrid Lindgren. Jakob Ó. Pétursson þýddi. Guðríður Lillý Guðbjörnsdóttir les (8). Umsjón: Gunnvör Braga. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 Landpósturinn - Frá Austurlandi. Umsjón: Haraldur Bjarnason í Neskaupstað. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 21.00). 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 „Einu sinni var...“ Um þjóðtrú í íslenskum bókmenntum. Annar þáttur af sjö. Umsjón: Símon Jón Jóhannsson. Lesari með honum: Ragnheiður Steindórsdóttir. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Edward J. Frederiks- en. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn. Umsjón: Álfhildur Hallgríms- dóttir og Anna Margrét Sigurðardóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Jónas“ eftir Jens Björn- eboe. Mörður Árnason les þýðingu sína (15). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Bjarni Marteins- son. (Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi). 14.35 íslenskir einsöngvarar og kórar. Elísabet Erlingsdóttir, Liljukórinn og Kristinn Hallsson syngja. 15.00 Fréttir. 15.03 í sumarlandinu með Hafsteini Hafliðasyni. (Endurtekinn þáttur frá laugardegi). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Barnaútvarpið í borg.Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir og Krist- ín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. a. Brandenborgarkonsert nr. 2 í F-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Hljómsveitin Fílharmónía í Lundúnum leikur; Riccardo Muti stjórnar. b. Svíta í d-moll fyrir þverflautu, fiðlu og fylgiraddir eftir Georg Philipp Telemann.Barthold og Sigiswald Kuijken leika á flautu og fiðlu, Wieland Kuijken á selló og Robert Kohnen á sembal. c. Konsert nr. 1 í F-dúr fyrir flautu, hljómsveit og sembal eftir Antonio Vivaldi. Hljóðfæraleikarar undir stjóm Frans Bruggen leika á 18.-aldar hljóðfæri. d. Konsert í Es-dúr fyrir trompet og hljómsveit eftir Joseph Haydn. Maurice André leikur með Hljómsveitinni Fílharmóníu í Lundúnum; Ricc- ardo Muti stjómar. 18.00 Fréttir. 18.03 Neytendatorgið. Umsjón: Steinunn Harðar- dóttir. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.35 Glugginn. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 20.00 Litli barnatíminn. Umsjón: Gunnvör Braga. ÍFndurtekinn frá mornniV 20.15 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 21.00 Landpósturinn - Frá Austurlandi. Umsjón: Haraldur Bjarnason í Neskaupstað. (Endurtek- inn þáttur frá morgni). 21.30 Vestan af fjörðum. Þáttur í umsjá Péturs Bjarftasonar um ferðamál og fleira. (Frá ísafirði) 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Heimshorn. Þáttaröð um lönd og lýði í umsjá Jóns Gunnars Grjetarssonar. Áttundi þáttur. (Einnig útvarpað daginn eftir kl. 15.03). 23.10 Djassþáttur - Jón Múli Árnason.(Einnig útvarpað nk. þriðjudag kl. 14.05). 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. SJÓNVARPIÐ Miðvikudagur 24. ágúst 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Töfraglugginn - Endursýning. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 íþróttir. 21.30 Sjúkrahúsið í Svartaskógi. (Die Schwarzwaldklinik) Fimmti þáttur. Þýskur myndaflokkur í ellefu þáttum. Höfundur Herbert Lichtenfeld. Leikstjóri Alfred Vohrer. Aðalhlut- verk Klaus Júrgen Wussow, Gaby Dohm, Sascha Hehn og Karin Hardt. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 22.15 Taggart. (The Killing Philosophy). Annar þáttur. Aðalhlutverk Mark McManus. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 23.10 Kvöldstund með listamanni. Halldór B. Runólfsson ræðir við Þórð Ben. Sveinsson myndlistamann. Stjórn upptöku Viðar Víkings- son. Áður á dagskrá 17. ágúst 1986. 23.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Miðvikudagur 24. ágúst 16.35 Viðburðurinn. The Main Event. Rómantísk gamanmynd um konu sem er svikin í viðskiptum og tapar öllu nema einum verðlausum samningi við uppgjafahnefaleikara. Hún ákveður að reyna að koma samningnum í verð með því að drífa hnefaleikarann aftur í hringinn þráttfyrir mótbár- ur hans. Aðalhlutverk: Barbra Streisand og Ryan O’Neal. Leikstjóri: Howard Zieff. Fram- leiðendur: Jon Peters og Barbra Streisand. Þýðandi: Davíð Þór Jónsson. Warner 1979. Sýningartími 105 mín. 18.20 Köngulóarmaðurinn. Spiderman. Teikni- mynd. Þýðandi: Ólafur Jónsson. Arp Films. 18.45 Kata og Allí. Kate & Allie. Gamanmynda- flokkur um tvær fráskildar konur og einstæðar mæður í New York sem sameina heimili sín og deila með sér sorgum og gleði. Þýðandi: Guðmundur Þorsteinsson. REG. 19.1919:19. Fréttir, veður, íþróttir, menning og listir, fréttaskýringar og umfjöllun. Allt í einum pakka. 20.30 Dýrlingurinn á Manhattan. The Saint in Manhattan. Ný, stutt sjónvarpsmynd um Dýrl- inginn með Andrew Clarke (Heiðursskjöldur) í aðalhlutverki. Dýrlingurinn snýr aftur og að þessu sinni beitir hann sér fyrir lausn sakamáls á Manhattan. Aðalhlutverk: Andrew Clarke. D.L. Taftner 1987._________________________ 21.20 Mannslíkamlnn. Living Body. Miklar breyt- ingar eiga sér stað j líkama móður og barns áður en fæðing á sér stað. I þessum þætti er fylgst með þeim breytingum og komu nýs lífs í heiminn. Þýðandi: Páll Heiðar Jónsson. Þulur: GuðmundurÓlafsson. Golcrest/Antenne Deux. 21.45 Mountbatten. Stórbrotin framhaldsþáttaröð í 6 hlutum. 5. hluti. Aðalhlutverk; Nicol Willam- son, Janet Suzman, lan Richardson, Sam Dastek, Vladek Sheybal og Nigel Davenport. Leikstjóri: Tom Glegg. Framleiðandi Judith De Paul. George Walker TPL. Alls ekki við hæfi barna. 22.35 Leyndardómar og ráðgátur. Secrets and Mysteries. að þessu sinni verður fjallað um hugarorku og hvernig virkja má hinn mikla mátt hugans. Framleiðandi: Craig Haffner. Þýðandi: Ágústa Axelsdóttir. ABC. 23.00 Tíska. Að þessu sinni fáum við að sjá það nýjasta frá fremstu tískuhúsum og færustu hönnuðum Parísarborgar: Chanel, Sonia Ryk- iel, Dior, Givenchy, Kenxo, Issey Miyake, De Ribes, Ungaro og Vlentino. Þýðandi og þulur: Anna Kristín Bjömsdóttir. Videofashion 1988. 23.30 Krakkar í kaupsýslu. Kidco. Sannsöguleg mynd um börn sem ná fótfestu í viðskiptaheim- inum. Aðalhlutverk: Scott Schwartz og Cinnam- on Idles. Leikstjóri: Ronald F. Maxwell. Fram- leiðendur: Frank Yablans og David Niven jr. Þýðandi: Salóme Kristinsdóttir. 20th Century Fox 1984. Sýningartími 100 mín. 01.40 Dagskrárlok. 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00.Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblað- anna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 9.03 Viðbit - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri) 10.05 Miðmorgunssyrpa - Eva Ásrún Albertsdótt- ir. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Á milli mála - Kristín Björg Þorsteinsdóttir. 16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp. 18.00 Sumarsveifla með Gunnari Salvarssyni. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Eftir mínu höfði - Skúli Helgason. 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fróttum kl. 2.00 verður endurtekinn frá sunnudegi. Vinsældalisti Rásar 2 í umsjá Skúla Helgasonar. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fróttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. SLEPPIR ÞÚ BENSÍNGJÖFINNI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.