Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 20
Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Ökeypis þjónusta RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, ______S 28822____ Tímirui Dóms- og kirkjumálaráöuneytið: Sækir um lóð undir dómshús í Reykjavík Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur sótt um lóð fyrir dómshús í Reykjavík, á horni Listabrautar og Kringlumýrarbrautar, í námunda við Kringluna. Bréf ráöuneytisins þar að lútandi var lagt fram á borgarráðs- fundi 16. þessa mánaöar og var því vísað til skrifstofustjóra borgarverk- fræðings. Samkvæmt frumvarpi um að- skilnað dóms- og framkvæmda- valds, sem lagt verður fram á Alþingi f haust, er gert ráð fyrir því að dómaraembættin í Reykjavík sameinist í eitt, og að sögn Þor- steins Geirssonar, ráðuneytis- stjóra, var talið hagkvæmt að sameina starfsemina undir einu þaki. Er þar um að ræða Borgar- dómaraembættið í Reykjavík, Borgarfógetaembættið, Sakadóm Reykjavíkur og Ávana- og fíkni- efnadómstólinn. „Þetta er mjög stutt á veg komið. Það er í gangi athugun á þeirri rýmisþörf sem dómstólarnir í Reykjavík þyrftu á að halda en það er ekki búið að teikna húsið ennþá. Þegar þessi lóð losnaði var talið kjörið að sækja um hana þar sem þetta er síðasta lóðin í nýja mið- bænum og á hentugum stað fyrir dómshús,“ sagði Þorsteinn í sam- tali við Tímann. „Það hefur reynd- ar lengi staðið til að byggja dóms- hús í Reykjavík en aldrei hefur orðið að því.“ Mun þetta vera lóð sem Jón Ragnarsson hafði fengið úthlutað undir hótelrekstur en hann mun hafa skilað henni til baka og sótti ráðuneytið um hana í framhaldi af því. Verði ráðuneytinu úthlutað lóðinni verður ráðist í gerð áætlana um byggingu hússins, og ráðist í að teikna það. Eins og fyrr segir er málið á frumstigi, ekki er ljóst hversu umfangsmikið húsið kæmi til með að verða, né hvernig bygg- ingu yrði háttað, né hver bygging- artíminn kæmi til með að verða. Verið er að gera verkfræðilegar athuganir á hugsanlegri stærð hússins, með hliðsjón af rýmisþörf dómaraembættanna, og byggingar- tími myndi að sjálfsögðu ráðast af fjárveitingum ríkisins í verkefnið. Þorsteinn sagði að þessir þættir myndu skýrast í framhaldi af af- greiðslu umsóknar ráðuneytisins frá borgarverkfræðingsembættinu. Fyrsta skrefið yrði að fá lóðinni úthlutað. JIH Ásrún Hauksdóttir alsæl með 100 þúsund króna gjöf Jacques Suchets: Eg ætlaði ekki að trúa þessu! „Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar hringt var til mín og mér tjáð að ég væri 100 þúsund krónum ríkari," sagði Ásrún Hauksdóttir, 44 ára sjónskert kona í Reykjavík, sem fékk upphringingu í gær frá Jacques Suchet, friðelska Frakkanum, sem Tíminn greindi frá fyrir rúmri viku, en þá hét hann einum fötluðum íslendingi 100 þúsund króna pen- ingagjöf sem notuð skyldi til ferða- laga. „Ég hélt fyrst að þarna væri um gabb að ræða og satt að segja var ég búin að steingleyma því að dóttir mín sendi bréf til Frakkans í síðustu viku. Ég gerði mér engar vonir um að hljóta þessa peninga," bætti Ás- rún við. Jacques Suchet er ákafur friðar- sinni og berst fyrir friði í heiminum í sem víðtækustu merkingu þess orðs. Hann segist telja peningagjafir til fatlaðra einstaklinga heppilega leið til að kynna málstaðinn. „Ég er ákaflega ánægð með framlag piltsins og vil meina að sú leið sem hann velur til að kynna sinn boðskap sé vel við hæfi,“ segir Ásrún. Aðspurð segist hún ekki hafa ákveðið enn sem komið er hvernig hún muni verja peningunum, en telur þó að hún muni ferðast innanlands með dóttur sinni. Ásrún, sem er hjúkrunarkona, missti smám saman sjónina fyrir 8 árum af völdum sjúkdóms. Hún segist ekki vera alveg blind og geti notið þess að ferðast um landið. Ásrún kvaðst aðspurð vinna við nudd hjá Blindrafélaginu. Jacques Suchet barst 6 bréf frá fötluðu fólki hér á landi. Öll komu þau af höfuðborgarsvæðinu, 4 frá Reykjavík, 1 frá Hafnarfirði og 1 frá Garðabæ. „Ég opnaði öll bréfin til þess að sjá'hvort í þeim væri eitthvað annað en ósk um fjárframlag. Það reyndist ekki vera. Síðan setti ég bréfin í einn bunka og dró síðan eitt úr blindandi. Það gat því hver og einn af þessum sex fengið pening- ana. Ásrún varð bara heppnari en hinir. Kannski má segja að bréfin hafi verið fimm of mörg. Það hefði vissulega verið gaman að geta gefið öllum hinum peninga líka. Kannski verður það hægt síðar,“ segir Suchet. Hann fer í næstu viku með Nor- rænu til Noregs til að halda áfram starfi sínu þar. Til þessa hefur hann gefið 8 norskum einstaklingum pen- ingagjafir, en hyggst veita fleirum þá gleði. Suchet segist ekki vita hvort hann komi aftur til íslands, en tekur fram að hann hafi mikinn hug á því að getað boðið fjölmörgum fötluðum Islendingum á friðarhátíð í París sem hann hyggst efna til þann 14. júlí næsta sumar í tilefni af 200 ára afmæli frönsku byltingarinnar. óþh Gefandinn og þiggjandinn, Jacques Suchet og Ásrún Hauksdóttir, við heimili Ásrúnar í Reykjavík í gær. Hmamynd: Pjetur Arnarflugsvél tafðist í Hamborg vegna sprengjuleitar: Farþegi gufaði upp í Hamborg Arnarflugsvél sem var á leið til íslands, frá Hamborg, á sunnudag tafðist í ríflega klukkustund vegna sprengjuleitar. Yfirflugfreyja um borð í vélinni tók eftir því að einn farþega vantaði, til að farþegafjöldi um borð í vélinni stemmdi við innrit- aða farþega í flughöfninni. Eftir að hafa farið vandlega yfir farþega- fjölda var staðfest að farþegar voru einum færri um borð, en innritaðir voru. Flugvallaryfirvöldum var gert aðvart og samkvæmt alþjóðaflugör- yggisreglum þurfti að rýma vélina. Farangur var tekinn frá borði og farþegar beðnir um að vitja farang- urs síns. Kom þá í ljós að farangur týnda farþegans (konu) hafði farið um borð. Öryggisverðir á flugvellinum leit- uðu dauðaleit í flughöfninni, en ár- angurslaust. Interpol var tilkynnt um málið og gerðu þeir þegar ráðstafan- ir til að grennslast fyrir um farþeg- ann. Fylgdarmenn konunnar sem ekki fannst í flughöfninni tóku þessu öllu af stóískri ró og töldu ekki ástæðu til að bíða þó hún kæmi ekki fram. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá aðalskrifstofu Arnar- flugs í gær, á konan bókað far heim með vélinni frá Hamborg, á morgun og vonast starfsmenn Arnarflugs til að hún komist þá lengra en að innrit- unarborðinu. Viðbúið er að flugvall- aryfirvöld í Hamborg muni krefja konuna skýringar á málinu eftir það uppistand er varð á sunnudag. Þetta mun vera einsdæmi í sögu Arnarflugs að farþegi hafi gufað svo gersamlega upp eftir að hafa innritað sig og fengið brottfararspjald. Oft hefur það komið fyrir að fólk tefst og missir af vél. Þá má yfirleitt rekja slíka seinkun til seinkunar á tengi- flugi eða lestum. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.