Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 24. ágúst 1988 FRÉTTAYFIRLIT Rangoon - Vfir hálf milljón manna mótmæltu friösamlega, á götum Rangoon höfuðborgar Burma í gær oa kröföust þess aö lýöræði yrði komið á í landinu. Jóhannesarborg - Tuttugu og fimm manns særð- ust alvarlega í öflugri spreng- ingu sem varö á skyndibitastað í Suður-Afríku í gær. Ibiza — Sautján ára gamall drengur sem starfar sem slökkviliðsmaður hefur játað að hafa verið valdur að hinum miklu skógareldum sem geisað hafa undanfarna sólarhringa og eyðilagt mörg hundruð hektara lands. Höfðaborg - Hundruð stúd- enta í Suður-Afríku mótmæltu í gær banni stjórnvalda við andófssamtökum hvítra manna sem mótmælt hafa herskyldu í landinu. Genf — Alþjóða heilbrigðis- stofnunin (WHO) hefur birt skýrslu þar sem fram kemur að fjöldi eyðnisjúklinga í heiminum sé 200.000 til 250.000. Bagdad - Talsmaður Sam- einuðu þjóðanna segir allt með kyrrum kjörum á víglínum ír- ana og íraka þrátt fyrir ákærur beggja aðila um að hersveitir hinna ógni vopnahléinu. Khartoum - stjórnvöid í Súdan ritskoða nú öll skrif erlendra blaðamanna á svæð- inu eftir að stjórnvöld í Súdan hafa verið sökuð um að dreifa ekki nauðsynjum jafnt til allra hópa í landinu. Abdullah Mo- hammer Ahmed upplýsinga- ráðherra landsins gaf yfirlýs- ingu um að öll skrif, myndir og filmur verði að senda til rit- skoðunar til upplýsingaráðu- neytisins til samþykkis áður en hlutirnir séu sendir úr landi. ! Beirút — Leiðtogar Múslíma í Líbanon sem studdir eru af Sýrlendingum hóta því að koma í veg fyrir að kosningar á nýjum forseta geti farið fram nema að hópar kristinna manna í landinu samþykki pólit-1 ískar umbætur. Rom — Stjórnvöld í Eþíópíu munu fljótlega fá afhent matvæli að verðmæti 5.7 milljónir dollara til að fæða þá 200.000 flótta- menn frá Sómalíu sem þar eru staddir, að sögn talsmanns FAO, Matvæla- og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Höfðaborg - Nelson Mand- ela blökkumannaleiðtoginn sem; legið hefur á sjúkrahúsi frá því 12. ágúst síðastliðinn vegna berkla nær sér á mun skemmri tíma en reiknað hafði verið með, að sögn lækna sem hafa annast hann. Mandela neitar því að Botha forseti Suður-Afr- íku hafi boðiö honum lausn úr fangelsi. Fjöldi lögreglumanna stendur nú vörð fyrir utan Tyger- berg sjúkrahúsið þar sem i Mandela liggur. ÚTLÖND Sinnepsgas veldur bruna á hörundi og oft dauða. Eiturgasárás íraka á íranskt sveitaþorp: Hátt á þriðja þúsund brenndir Rannsóknir hafa leitt í Ijós að írakar notuðu eiturgas við loftárás sem þeir gerðu á þorp í íran fyrr í þessum mánuði, að sögn sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sem sendir voru á staðinn til að rannsaka málið. „Við höfum komist að þessari niðurstöðu eftir vandlegar athugan- ir. Þrátt fyrir síendurteknar óskir Sameinuðu þjóðanna unr að eiturgas væri ekki notað er nú komið í ljós að írakar gerðu eiturgasárás á íbúa í sveitaþorpi sem algerlega voru óvið- búnir slíku og gátu enga björg sér veitt,“ er haft eftir sérfræðingunum sem rannsökuðu árásina. Nánari upplýsingar varðandi at- vikið koma fram í skýrslu sem lögð var fram eftir þriggia daga heimsókn sérfræðinganna til íran en stjórnvöld í írak voru ásökuð í byrjun mánaðar- ins fyrir að hafa varpað sprengjum sem innihéldu eiturgas á bæinn Os- hnaviyeh, sem er um 65 kílómetra suður af Oroumiyeh í vesturhluta Azerbaijan. Haft er eftir stjórnvöldum í íran að 2.680 einstaklingar liggi nú á sjúkrahúsi vegna árásarinnar. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna sem er sú fjórða á þessu ári og sú áttunda frá því árið 1984 sem send er til að rannsaka hvort eiturgas hafi verið notað í Persaflóastríðinu komst að þeirri niðurstöðu að full- víst væri að um sinnepsgas hefði verið að ræða að þessu sinni þar sem sjúklingarnir sem skoðaðir hefðu verið bæru greinileg merki þess. Jafnframt hefði rannsókn á sjálfu svæðinu þar sem árásin var gerð leitt í Ijós að sinnepsgas hefði verið þar að finna auk þess sem þar fundust sprengjubrot sömu tegundar og ír- akar hafa áður notað en seinni fjögur ár Persaflóastríðsins hafa þeir æ ofan í æ gert eiturgasárásir í írana þrátt fyrir að alþjóðlegt bann við notkun eiturgasvopna hafi verið í gildi í 63 ár. IDS Brottflutningur kúbanskra herja Gerð áætlunar varðandi brott- flutning kúbanskra hersveita frá Angóla mun verða meginviðfangs- efni samninganefnda frá Suður-Afr- íku, Angóla og Kúbu sem hittast til friðarviðræðna í Brazzaville höfu- ðborg Kongólýðveldisins í dag. Friðarviðræðurnar sem hefjast munu í dag marka nýtt stig í samn- ingaumleitununum sem miða að því að binda endi á stríðið í Angóla og tryggja sjálfstæði Namibíu. Þetta er fyrsti dagurinn sem ekki er barist á vígvöllunum í suðurhluta Angóla meðan samninganefndirnar ræðast við, þar sem vopnahlé gekk í gildi í kjölfar friðarviðræðna sem fóru fram í Genf í byrjun mánaðarins. í Genf var samþykkt að suður-afr- ískar hersveitir yrðu fluttar á brott frá Angóla fyrir 1. september og 1. nóvember yrði hafist handa við gerð áætlunar til að tryggja sjálfstæði Namibíu. Stjórnarerindrekar segja að fund- armenn sem komi saman í dag niuni einbeita sér að gerð áætlunar um brottflutning hinna 50.000 kúbönsku hermanna sem nú eru í Angóla. Stjórnarerindrekar segjast hins veg- ar telja að áætlunargerðin verði ekki með öllu átakalaus og erfitt verði að ná samkomulagi. í byrjun mánaðarins bar Pik Botha utanríkisráðherra Suður-Afr- íku fram tillögu um að kúbanskar hersveitir yrðu fluttar brott frá Ang- óla fyrir júní á næsta ári. Stjórnvöld í Angóla og Kúbu höfnuðu þessu og sögðust telja það í sínum verkahring að ákveða sameiginlega hvenær og á hvern hátt brottflutningur færi fram, það væri ekki hlutverk stjórnvalda í Suður-Afríku. IDS Áætlun varðandi brottflutning kúbanskra hersveita verður meginviðfangs efnið á fundinum í dag. Færri látnir í Indlandi en upphaflega var talið: Ástandið mun verra í Nepal Nú er ljóst að ekki létust eins margir í norðurhluta Indlands í jarð- skjálftanum á sunnudag og óttast var í upphafi. Myndin er hins vegar dekkri við rætur Himalayafjallsins í suðausturhluta Nepal þar sem tala látinna hækkar stöðugt. „Óttast er að yfir þúsund manns hafi látist í Nepal," sagði breskur embættismaður í Hong Kong. Bærinn Dharan í Nepal, þar sem Bretar skrá Ghurka hermenn til herþjónustu, varð verst úti í skjálft- anum en þar lét að minnsta kosti 131 maður lífið. Flestir hinna 8000 Ghurkahermanna sem eru í breska hernum eru staðsettir í Hong Kong. Stjórnvöld í Khatmandu segja að þar hafi tæplega 500 manns látið lífið í skjálftanum. Upphaflega var talið að allt að 650 manns hefðu látist á Biharsléttun- um, en stjórnarerindrekar í Indlandi segja að ástandið sé ekki svo slæmt og nú sé vonast til að þar fari tala látinna ekki upp fyrir 200. Suresh Pandey talsmaður stjórn- valda í Bihar sagði hins vegar að ekki hefði enn verið hægt að komast til nijög afskekktra staða vegna slæms ástands vega og því ekki hægt að gefa nákvæmar tölur. Herþyrlur hafa verið teknar í notkun til að flytja nauðsynjar til sjúkrahúsa í Bihar þar sem fjölmargt slasað fólk liggur. IDS Göturnar í Khartoum höfuðborg Súd- an líta svona út þessa dagana. Flóðin í Súdan: Áhrifanna mun gæta næstu ár Ekki er Ijóst hversu miklum skaða flóðin í Súdan ollu en áhrifanna mun að líkindum gæta um fjölda ára, að sögn stjómarerindreka og embættis- manna Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt opinberum tölum létust 73 í flóðunum, yfir 200 manns særðust, 120.000 heimili í Khartoum höfuðborginni einni eyðilögðust og um 2 milljónir manna eru heimilis- lausar. Óttast er að ástandið í landinu sé enn verra en opinberar tölur segja til um því ekki hefur enn tekist að komast til margra svæða vegna flóð- anna. „Við vitum ekki enn hversu mikil eyðileggingin er,“ segir Bryan Wann- op hjá Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP). íbúar í Súdan, sem er eitt stærsta land Afríku og eitt fátækasta Iand veraldar, börðust þá þegar við hung- ursneyð og engisprettufaraldur þegar flóðin hófust, svo þau bættu gráu ofan á svart. Stjórnvöld í Súdan hafa ekki getað greitt erlend lán í átta ár og skulda nú 12 milljarða dollara. „Efnahagsástandið í landinu var óviðunandi og þegar slíkri byrði er bætt á þjóðina er allt á barmi hruns,“ segir Bryan Wannop. Meirihluti þeirrar hjálpar sem bor- ist hefur til Súdan hefur komið frá Saudi Arabíu. IDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.