Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 24. ágúst 1988 2 Tíminn Fjórir aðilar hafa áhuga á Granda hf.: Bjóða 500 milljónir í hlut borgarinnar Fjórir aðilar hafa gert tilboð í eignarhlut Reykjavíkurborgar í Granda hf. Hljóðar tilboðið upp á 500 milljónir króna í hlutabréfín, eða tvöfalt nafnverð bréfanna, sem er 241 milljón króna. Reykjavík- urborg á 78% í Granda hf. og það eru Hvalur hf., Sjóvátryggingar- félag Islands hf., Hampiðjan hf. og Venus hf., dótturfyrirtæki Hvals hf., sem gera tilboöið. Tilboðið gerir ráð fyrir 20% út- borgun og að eftirstöðvarnar verði greiddar með jöfnum greiðslum á 8 árum. Greiðslurnar verði verð- tryggðar á grundvelli lánskjaravísi- tölu. „Þessir aðilar hafa áhuga á fjár- festingu í sjávarútvegi og telja fyrir- tækið álitlegt í því skyni. Við höfum haft spurnir af því að þetta sé mjög vel rekið fyrirtæki og höfum enga ástæðu til að draga það í efa,“ sagði Árni Vilhjálmsson, prófessor, sem er í forsvari fyrir aðilana fjóra, í samtali við Tímann í gær. „Vonir standa til að það geti gefið af sér arðsemi, þegar ti! lengri tíma er litið. “ Árni sagði erfiðleika sjávarútvegs- ins í dag ekki vekja ugg í brjósti þessara aðila. „Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem sjávarútvegurinn býr við erfiðleika og þeir geta naumast orðið verri en þeir eru í dag. Það er varla hægt að búast við því að ástandið verði svona til langs tíma,“ sagði Árni. Engar áætlanir eru uppi um breyt- ingar á rekstri fyrirtækisins, ef að kaupunum verður en Árni gat ekkert sagt til um hvernig fyrirtækið myndi þróast í framhaldi af eignarhaldsyf- irfærslunni, annað en það að frekar mætti búast við því að aðild þessara fjögurra aðila yrði til þess að efla fyrirtækið. Þegar Grandi hf. var stofnað fyrir þremur árum, við samruna ísbjarn- arins og Bæjarútgerðar Reykjavík- ur, lýsti borgarstjórn því yfir að hlutur borgarinnar yrði seldur síðar meir. Haft var eftir Davíð Oddssyni, borgarstjóra, í gær að þetta væri álitlegasta tilboð sem gert hafi verið í eign af þessu tagi og að það væri hærra en hlutur borgarinnar í eiginfé Granda. Sagði hann marga hafa gert óformleg tilboð í hlut borgarinnar í Granda undanfarið, en að þau hafi ekki verið á þeim nótunum að hægt hafi verð að mæla með formlegu tilboði. Ekki vildi Davíð taka svo djúpt í árinni að tilboð þetta væri það gott að ekki væri hægt að hafna því en hann sagðist ætla að leita eftir skýringum á ákvæðum tilboðsins og láta meta tryggingar fyrir greiðslum. Sagðist hann reikna með því að unnt yrði að ganga frá málinu í vikunni, með þeim fyrirvara að borgarráð samþykkti kaupin fyrir sitt leyti. Þá taldi hann að eigendaskipti gætu átt sér stað innan tveggja mánaða. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um þetta tilboð. Sigurjón Pétursson, borgarráðsfulltrúi Alþýðubanda- lagsins, sagðist í gærtelja upphæðina of lága þar sem ekki væri einungis verið að selja hlut borgarinnar í eignum fyrirtækisins, heldur einnig aðgang að auðlindum hafsins sem sífellt væru að færast yfir á hendur færri og færri útgerðaraðila. Taldi hann það mikilvægt að borgin héldi hlut sínum í fyrirtækinu, af þessum sökum. Eins og fyrr segir á Reykjavíkur- borg 78% í Granda hf. Afganginn eiga tveir aðilar, fjölskylda Ingvars Vilhjálmssonar á 14,5% og Olís á 7,5%. Á meðal eigna Granda eru tvö frystihús og sex togara. jih Búist viö hápunkti innan þriggja daga: Skaftárhlaup í örum vexti Skaftárhlaup hefur nú farið af stað, en rólega þó. Að sögn Oddsteins Kristjánssonar, bónda á Hvammi í Skaftártunguhreppi, hefur hlaupið farið frekar rólega af stað og það hefur ekki valdið neinum skemmdum á vegum eða brúm. „Það eru frekar litlar fréttir af Skaftárhlaupi enn sem komið er. Það hefur verið að aukast hægt og rólega frá því í gærmorgun og er þetta rösklega sumarvatn,“ sagði Oddsteinn í samtali við Tímann í gær. Taldi hann að hlaupið gæti orðið nálægt þremur dögum að ná hámarki, miðað við hvað það fer rólega af stað. Það réðist einnig af því hversu mikið vatn hefur safnast saman í jöklinum. Allar akleiðir voru enn færar síð- degis í gær en útlit var fyrir að Fjallabaksleið nyrðri gæti lokast inn- an tíðar. Var vatnið byrjað að koma á veginn þar og getur hann því grafist þá og þegar í sundur, að sögn vegagerðarmanna. Vegagerðin hef- ur því varað ferðalanga við því að treysta á leiðina. Sýslumaður Vestur-Skaftfellinga, Einar Oddsson, flaug yfir svæðið á fyrsta degi og fylgist nokkuð grannt með hlaupinu. Sagði hann að Skaftáin hafi verið mórauð og frekar mikil á fyrsta degi en svo virtist sem hún sækti rólega í sig veðrið. Ekki er útlit fyrir að Skaftáin valdi miklum vegasköðum í dag en vaxi hún áfram með sama hraða, má eins fara að búast við einhverjum skemmdum seinni partinn í nótt eða á morgun. Að sögn kunnugra eru brýr ekki í teljandi hættu, en vegir að brúm eru hins vegar ekki eins öruggir. Sé vatn með meira móti í jöklinum má jafnvel fara að búast við því að vegurinn um Eldhraun sæti skemmdum einhverja næstu daga. Það er þjóðvegur númer eitt ogliggur milli VíkurogKirkjubæjar- klausturs. KB Bilun í fokkervél Flugleiða í gærkvöldi: Fokkerinn f lýgur ánýí Fokker flugvél frá Flugleiðum með 32 farþega og þriggja manna áhöfn varð að snúa til baka eftir fjögurra mínútna flug frá Skutuls- firði í gærkvöldi. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða sagði að þetta hefði ekki verið nauðlending. Það sem bilaði var gírkassi sem drífur áfram ýmsa aukahluti í vélinni. Hliðargtrkassinn er ekki hluti af hreyflinum sjálfum, heldur nýtir mótorafl til að knýja hluta.af öörum kerfum. Vélin sjálf bilaðrt^^i, það var slökkt á henni til að skefnma ekki meira og svo lent. Gírinn var aftengdur og flogið á báðum hreyflum suður. Viðgerðin tók stuttan tíma og er vélin komin í fullan gang aftur. Einar sagði, að tækifærið hefði verið notað til að fækka sætum og auka sætabilið í leiðinni. „Það ætti því að vera rýmra um þá sent fljúga með henni í kvöld,“ sagði hann að lokum. SH llllllllllllllllllllll veiðihornið' llllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllM Eggert Skúlason Hlandfor spillti veiði í „Ásunum“ Þeir eru dýrir dagarnir í Laxá á Ásum, eða um 65 þúsund krónur stöngin. Því má því lítið útaf bera þegar veittergegn jafn háugjaldi. Valur Arnþórsson, Stefán Pálsson, Búnaðarbankastjóri og flciri kappar voru á föstudaginn við veiðar í Ásunum þegar slys átti scr stað. Þró undir hlandfor frá haughúsinu í Sauðanesi gaf sig og forin streymdi út í Rafveituskurð- inn og mengaði ána, svo laxinn trylltist og óð um allt. Ekki hefur Veiðihornið fregnað hvernig afla- brögð voru. Tíminn hafði samband við Jón ísberg, sýslumann þeirra Húnvetn- inga, en hann er jafnframt einn af landeigendum við Laxá á Ásum. Jón sagði í samtali við Veiðihomið að hann hefði frétt af óhappinu í gær en hefði ekki fregnað hversu ntikið magn af hlandfor hefði farið í ána, né hversu mikil truflun hefði orðið á veiðinni. Páll Þórðarson bóndi í Sauða- nesi sagði í samtali við Veiðihornið í gær að þetta væru sín mistök, að þróin hefði gefið sig. „Þetta gerðist laust fyrir hádegi, og vall úr henni í tíu til fimmtán mínútur þar til hún varð tóm. Óhappið varð rétt fyrir hádegi og þeir sem tóku við klukk- an þrjú um daginn kvörtuðu ekki. Vissulega er þetta mjög lciðinlegt en ég held þetta hafi ekki truflað svo mikið vegna veiðihlésins,“ sagði Páll bóndi. Um 2500úr Veiði vötnum Vciði í Veiðivötnum á Land- mannaafrétti hefur verið þokkaleg í sumar. Hraunvötnin hafa verið líflegust og gefið bæði flesta fiska og þá stærstu sem og undanfarin sumur. Stærsti fiskurinn sem veiðst hefur í sumar er þrettán punda urriði sem kom á land úr Hraun- vötnum. Veiðihornið ræddi við veiði- mann sem var að koma úr veiðiferð Gert að gæsum eftir góða ferð. Ef að líkum lætur verður ekki langt þar til menn fara að bauka við slíkt í bílskúrum og kjöllurum. Tímamynd ss í Veiðivötn um síðustu helgi. Veið- in var að vísu engin en hann rómaði aðstöðuna og gaf svæðinu cngu að síður góða einkunn. Bunkar af gæs Mikil gæs er á Norðurlandi, sérstaklega í Húnavatnssýslum. Menn eru farnir að munda hagla- byssurnar og rifflana, þeir sem þá nota, og þegar hafa gæsir verið felldar fyrir norðan. Vatnsdalurinn og Langidalurinn er búnkaðir af gæs og á Heggstaðanesi hafa sést stórir flokkar. Haraldur Tómasson læknir á Hvammstanga er einn af þeim er skýtur gæs. Við ræddum við hann í gær. „Nei. Ég er ekki byrjaður að skjóta og byrja yfirleitt aldrei fyrr en um miðjan september. Bæði er hún mögur og leiðinda blóðfjaðrir í henni framan af hausti. Ég á hinsvegar von á góðu gæsaári í ár. Þá ályktun dreg ég af því að mikil berjaspretta sfðustu tvö ár gerði það að verkunt að fuglinn hélt sig óvenju mikið á háiendinu og var því lítið í túnum. Nú virðist mér sem þetta snúist við og fremur slök berjaspretta er hér norðanlands og því á ég von á að fuglinn verði meir í túnum en síðustu tvö ár,“ sagði Haraldur. Þegar við trufluðum hann á Heilsugæslustöðinni á Hvamms- tanga var hann að sinna sjúklingi. Fer það vel saman að skjóta gæsir fyrripart dags og sinna síðan sjúklingum og vinna líknarstörf seinni partinn? Alþýðuskýringin Haraldur er með svar á reiðum höndum. „Það er árvisst grín á þorrablótum að minnst sé á þetta í tengslum við starf mitt. Alþýðu- skýringin á veiðidellunni er sú að með þessu móti fái ég útrás og geti einbeitt mér að því að lækna sjúkl- inga. En þetta er vitaskuld alþýð- uskýring. Ég hinsvegar vil meina að með veiðinni, sem að stórum hluta er náttúruskoðun og könnun á lífsmynstri, þar sem þörf er á athygli og virðingu fyrir landi og bráð, læri ég hluti sem koma mér vel í starfi mínu,“ sagði Haraldur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.