Tíminn - 25.08.1988, Side 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 25. ágúst 1988
Niðurfærslan: 9-10% launalækkun þýðir um 3% lækkun rafmagnsreikninga og 4,5% lægri símagjöld:
Gjaldskrárlækkanir
nær eingöngu sóttar
í launalækkanirnar
Ef niðurfærsluleiðin verdur farin, laun lækkuð um 9-10% og verðlag
innanlands lækkað um 3-4%, eins og verið er að tala um í
þingflokkum og í ríkisstjórn, má gera ráð fyrir því að rafmagnsreikn-
ingar almenningsrafveitna lækki um 3% vegna launalækkana innan
fyrirtækjanna sjálfra. Meiri lækkun er fyrirsjáanleg hjá Pósti og síma
þar sem hlutfall Iaunakostnaðar er mun hærra en hjá Landsvirkjun
og rafmagnsveitum. í því dæmi myndi 9% launalækkun ein og sér
þýða um 4,5% lækkun á gjaldskrá vegna þess að launakostnaðurinn
er um helmingur af rekstrarkostnaði þar á bæ. Hefur póst- og
símamálastjóri sent samgönguráðherra greinargerð um þennan
sveigjanleika stofnunarinnar til lækkunar, að beiðni ráðherrans.
Þessi niðurfærsla á launum starfsmanna greiðir því með beinum
hætti niður rekstrarkostnað fyrirtækja og þar með forsendur
gjaldskrárákvarðana án þess að annað komi til.
Miðað við 10% kauplækkunina,
sem enn er í skoðun, má því búast
við því að lækkun á verði vöru og
þjónustu ráðist að mestu leyti af því
hversu hátt hlutfall launin eru miðað
við annan rekstrarkostnað. Til dæm-
is mætti gefa sér að útgjöld ríkisins
ættu að minnka um 7% við 10%
lækkun launa hjá starfsfólki ríkis-
spítalanna. Par er launakostnaður
um 70% af rekstrarkostnaði. Með
þessari reiknireglu er ekki gert ráð
fyrir lækkun vaxta sem er víða stór
hluti afinnlendum rekstrarkostnaði.
Tíminn leitaði til Landsvirkjunar
og rafmagnsveitna ríkisins og
Reykjavíkur vegna hugsanlegra
gjaldskrárlækkana og kom þá í ljós
að lækkun rafmagnsverðs getur orð-
ið með minna móti en almennar
verðlagslækkanir. Hjá Landsvirkjun
er innlendur kostnaður ekki nema
um 20% af rekstrarkostnaði og hjá
almannarafveitum er launakostnað-
ur ekki nema uin 15%.
Halldór Jónatansson, forstjóri
Landsvirkjunar hafði þetta að segja:
„Lækkun launa og verðlags skapar
ekki mikið svigrúm til gjaldskrár-
lækkunar hjá Landsvirkjun. Þetta
stafar af því að um 80% af rekstrar-
kostnaði fyrirtækisins er fjármagns-
kostnaður og þar er að lang mestu
leyti um erlendan kostnað að ræða.
10% lækkun launa og 3-4% lækkun
verðlags muni þannig ekki gera
Landsvirkjun kleift að lækka heild-
sölugjaldskrá sína gagnvart al-
mannarafmagnsveitum um meira en
2-3%, sem svaraði til um 1-2%
lækkunar á smásöluverði almenn-
ingsveitna.
Þótt niðurfærsluleiðin gæti ekki
haft í för með sér mikla verðlækkun
er sú leið þó hagstæðari fyrir raf-
magnsnotendur en gengisfelling sem
myndi leiða til aukins kostnaðar
vegna hækkunar á erlendum fjár-
magnskostnaði hjá Landsvirkjun og
kalla þannig á nokkuð sjálfkrafa
gjaldskrárhækkun."
Aðalsteinn Guðjónssen, forstjóri
Rafmagnsveitu Reykjavíkur og
Kristján Haraldsson, orkubússtjóri
Orkubús Vestfjarða, reiknuðu síðan
dæmið áfram fyrir Tímann. Þeir
voru með svipaða samsetningu á
kostnaði hvað varðar rafmagnskaup-
in frá Landsvirkjun. Hjá báðum er
um að ræða um 60% kostnaðar sem
liggur í því að greiða fyrir heildsölu-
verð til Landsvirkjunar.
Miðað við 2,5% Iækkun þessa
kostnaðar við rafmagnsöflun skilar
það ekki nema um 1,4-1,5% heildar-
lækkun á gjaldskrá rafveitnanna.
Miðað við 10% lækkun launa og
2-3% lækkunaráhrifa þcss á verðlag
má búast við að gjaldskrár lækki
minnst um 3% en allt að 4-5%.
Kristján Haraldsson, orkubús-
stjóri Vestfjarða, sagði að ef allur
innlendur kostnaður lækkaði hjá
þeim um sama hlutfall og talað er
um að launin lækki, mætti jafnvel
búast við allt að 5,5-6% lækkun á
gjaldskrá þeirra. Þetta byggist auð-
vitað á því að t.d. skurðgröfu-
mennirnir lækki taxta sína um 10%
eins og aðrir. Þá gæti hann ekki
tekið inn í þessa útreikninga hugsan-
lega lækkun á raunvöxtum. Það gæti
þýtt enn meiri möguleika Orkubús-
ins til lækkunar þar sem það skuldar
nú um 400 milljónir á 6,5% raun-
vöxtum. Hvert prósent þar væri því
miklar upphæðir og það gerði áhrif
Rafmagnsreikningar niður um 3%?
innlendra lækkana meiri að Orku-
búið skuldar ekkert erlendis.
Vildi Kristján taka það skýrt fram
að hann og framkvæmdastjórnin
tæki ekki ákvarðanir um gjaldskrár-
breytingar og því væru þetta aðeins
útreikningar á skrifborði sínu en
ekki loforð um þessa lækkun þótt
niðurfærsluleiðin yrði farin. Þetta
væri allt á hendi stjórnarinnar í
Orkubúinu.
Aðalsteinn Guðjónssen, forstjóri
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sagði
að dæmið væri svipað útreikningum
Orkubúsins. Þó væru efniskaup gerð
í yfirgnæfandi meirihluta erlendis
frá. Um 1,4% lækkun á heildsölu-
verði frá Landsvirkjun gæti því varla
þýtt meiri en 3% heildarlækkun á
gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykja-
víkur.
Ólafur Tómasson, póst- og síma-
málastjóri, sagði að launakostnaður
hjá Pósti og síma væri nálægt tveim-
ur milljörðum króna. Miðað við að
heildarrekstrarkostnaðurinn sé ná-
lægt 4-5 milljörðum króna má slá á
það lauslega að gjaldskrárlækkun
þeirra verði nálægt helmingi minni
en launalækkunin. Þannig lítur
Stjórnarflokkarnir vilja láta kanna niðurfærslu til þrautar:
Já eða nei f rá ASI?
Þaö kann að velta á afstöðu miöstjórnar Alþýðusambands íslands
hvort ríkisstjórnin reynir til þrautar að feta svokallaða niðurfærslu-
leið í væntanlegum efnahagsaðgerðum. Miðstjórn ASÍ mun koma
saman til skyndifundar kl. 16 í dag til að fjalla um niðurfærsluleiðina.
Til þessa fundar er boðað í framhaldi af þingflokksfundum
stjórnarflokkanna í gær, en sjálfstæðismenn samþykktu á fundi
sínum í gær á Akureyri að reyna niðurfærsluleiðina að tilskildu fullu
samráði við verkalýðshreyflnguna.
Sjálfstæðismenn fallast hinsveg-
ar ekki á að lögfesta beina lækkun
verðlags.
Framsóknar- og alþýðuflokks-
menn funduðu í á fjórðu klukku-
stund í gær. Tekin var sú afstaða í
báðum flokkum að veita ráðherr-
um flokkanna fullt umboð til að
kanna niðurfærsluleiðina til hlítar.
Afstaða Alþýðusambandsins er
óráðin gáta. Forseti þess, Ásmund-
ur Stefánsson, hcfur þó margoft
lýst því yfir að niðurfærslulciðin sé
ekki góður valkostur. Minna má á
orð hans í Tímanum í gær: „Niður-
færsluleiðin er óráðsórar. í fyrsta
lagi er verið að stefna í stórfellda
kjaraskerðingu og í öðru lagi er er
verið að demba kjaraskerðingu
yfir það fólk sem býr við taxtana
eina. Allt annað er í óvissu.“
Ekki er ljóst hvort þetta er
almennt afstaða miðstjórnar-
manna Alþýðusambandsins. Þórð-
ur Ólafsson, miðstjórnarmaður í
Þorlákshöfn, sagði í samtali við
Tímann í gærkvöldi að hann teldi
sjálfsagt að menn ræddu um þessi
mál án fordóma, en hinsvegar lægi
ljóst fyrir að ef niðurfærslan næði
fyrst og fremst til launanna, þyrfti
ekki að ræða málin frekar. „Það
liggur alveg ljóst fyrir af minni
hálfu að það verður að vera tryggt
að vextir verði keyrðir niður og í
framhaldi af því að lánskjaravísi-
tölunni verði kippt úr sambandi.
Ein stærsta spurningin er um það
hvort menn fást til að taka á óhefta
peningamarkaðnum. Ef að hægt
verður að tryggja að á þessum
grundvallarmálum verði tekið vil
ég ekki útiloka að skoða ýmsa
hluti,“ sagði ÞórðurÓlafsson. óþh
niðurfærslan út innan stofnunarinn-
ar að 9% launalækkun þýðir einfald-
lega 4,5% lækkun á gjaldskrám.
Ólafur hefur gefið samgönguráð-
herra skýrslu um möguleika stofnun-
arinnar til lækkunar á gjaldskrám
sínum ef niðurfærsla á launum kem-
ur til framkvæmda. Hann vildi ekki
tjá sig um það hvað hann greindi
ráðherra frá í þessum efnum, því
það væri í hans valdi. í viðtalinu við
Tímann sagði hann að vissulega
mætti hugsa sér að minnka þjónustu
Pósts og síma til að auka enn
gjaldskrárlækkun í kjölfar launa-
lækkunar. Það mætti t.d. hugsa sér
að póstur yrði aðeins borinn út
tvisvar í viku. Það væri bara líklegt
að almenningur og fyrirtæki gætu
ekki sætt sig við slíkar samdráttar-
hugmyndir. Að öðru leyti væri
megnið af þjónustunni bundið sjálf-
virka símkerfinu og þar væri erfitt að
sjá hvernig samdráttur getur farið
fram án þess að verulegar truflanir
verði á samskiptamöguleikum
manna.
Benti hann á að ef farið yrði út í
einhverja gengisfellingu myndi það
hafa öfug áhrif á möguleika Pósts og
síma til lækkunar. Til dæmis um þá
leið mætti rifja upp að þær breyting-
ar sem urðu á forsendum áætlana í
ár leiddu til 300 milljóna króna í
aukinn kostnað. Þessar breytingar
eru að sögn Ólafs þær tvær gengis-
fellingar sem urðu í febrúar og maí
og sú launahækkun sem varð um-
fram það sem gert var ráð fyrir.
Sagði Ólafur að Póstur og sími væri
á B-hluta fjárlaga og það þýddi að
allur kostnaður yrði að greiðast af
notendum. Verði hækkun á kostnaði
þýðir það aðeins að hækkun verður
á gjaldskrám. Hugsanlegt væri að
stjórnmálaöflum verði bei'tt til að
lækka gjaldskrár umfram lækkun
launa og kostnaðar, en það yrði þá
bara að greiðast af viðskiptavinun-
um síðar og þá í auknum mæli, ef
stofnunin neyddist til frekari lántöku
til að mæta misgenginu. KB
Heimshlaup ’88:
Leit að
tveimur
fulltrúum
Ertu fædd/fæddur 1974, talargóða
ensku, hefur tekið þátt í félagsmál-
um og/eða listum, hress og tilbúinn
til að koma fram í sjónvarpi? Ef svo
er ertu verðugur fulltrúi íslands til
að vera viðstaddur upphaf Heims-
hlaupsins ’88, sem fram fer í New
York í haust. Heimshlaupið verður
haldið samtímis um heim allan 11.
september. Rauði kross íslands leit-
ar nú að tveimur fulltrúum íslenskrar
æsku til að fara fyrir íslands hönd til
New York. Einn strákur og ein
stelpa verða valin úr umsækjendum.
Þeir sem uppfylla ofangreind skilyrði
og vilja vera fulltrúar íslands í New
York, skulu skrá sig hjá Rauða
krossi íslands fyrir 26. ágúst.