Tíminn - 25.08.1988, Qupperneq 4

Tíminn - 25.08.1988, Qupperneq 4
4 Tíminn Fimmtudagur 25. ágúst 1988 Eyðum þriðjungi til þrefalt meiri gjaldeyri í utanferðir en hinar Norðurlandaþjóðirnar: Eiga íslendingar met í utanferðum? Skyldu íslendingar hafa slegið enn eitt metið með þeirri geysilegu fjölgun sem orðið hefur á orlofsferðum þeirra til annarra landa síðustu árin? Gróflega má áætla að það hlutfall þjóðarinnar sem bregður sér í orlofsferð til útlanda hali t.d. hækkað úr um 24% í 40% allra landsmanna síðustu fjögur árin. Tjœreborg SÆRTILBUD USPECIFICERET MED GARANTI i august I Costa del Sol Solkysten med det S0de strandliv og spændende udflugter. Hotel min. TR- 3. 14 dage, fra.KUN 3S98 Kreta 0EN MED ALT HVAD HJERTET BEGÆRER... Hotel min. TR-3 8 dage, fra KUN [2148 14 dage, fra KUN | 1898 Algarve FERIEPARADIS i Europas billigste ferieland POR — TUGAL. Hotel min. TR-4 8 dage, fra.. KUN ▼ T 2798 Halkidiki Paradít for "vandhunda' og goifentuiiaiter. Hotel min. TR-5, 8 dage <ra ................KUN Lanzarote 1498 VULKAN0EN I Atlanter- havet med de skenne sand- strande. Hotel min. TR-4 15 dage, fra.KUN 3498 Tlf. 0111 41 Dato Rajwmil Daga Fra 15 Cotta Brava . . 15 Cotta del Sol . 15 ■ Gardasoen ... 15 ■ New Vork • 14 ■ Rhodoa........ 15 ■ Ibize.......... 8 ■ Mallorca...... 15 ■ Lanzarote ... 15 ■ Rom............. 8 ■ Athen....... 8 HalkidiKi . . 8 ■ Costa dai Sol ■ Costa del Soi ■ New York u.hot. 8 ■ Algarve....... 8 • Ibize ........ 15 - Rom............. 8 - Costa del Sol tr3 15 ■ Algarve....... 8 - Ibiza ......... 15 \ Lanzarote tr4 . 12 - Samos.........15 - Cotta det Sol . 15 - New York . . 15 - Rhodot........ 8 - Tyrkiet....... 8 - Athen........... 8« - Samot......... 8 - Cotta del Sol 8 - Tunenen....... 8 2998 I 2898 I 2598 5998 2098 2398 2938 2998 | 18 19 2198 I 2098 2798 2498 2698 2598 i 788 3590 2498 2648 3298 2848 I 2898 I 4198 [ 1948 2198 2448 2298 1848 | 19 18/7 Rimin. 10 11 18- Gardas0en 10 1198 I 22- Italiemke Riv. 10 1138 22- Ju90tlavien .. . 10 1098 23- Gardasoen .10 1198 • »er navngivat hotel/lajl m. bad og balkpn. •vnge priter er utpeci ficeret indkvartering Líklegt er að ferðafíðringur gerði vart við sig hjá enn fleiri íslendingum ef sólarlandafcrðir væru auglýstar hér á landi á svipuðu verði og sjá má í þessum dönsku auglýsingum. Algengt verð á 2ja vikna ferðum virðist 3.000 til 3.500 dkr., eða sem svarar til 19-25 þús. krónum og vikuferðir standa til boða niður í um 12 þús. krónur. Og hversu stór hluti þjóðarinnar færi utan árlega ef hægt væri að aka til nágrannalandanna á nokkrum klukkutímum í einkabílum. Þriðjungur Dana utan Fróðlegt er að bera utanlandsferð- ir íslendinga saman við orlofsferðir nágranna Dana til annarra landa, en niðurstöður könnunar sem gerð er árlega á ferðavenjum þcirra birtist nýlega í Berlingske. Rúmlega þriðjungur (34%) Dana hyggst í ár eyða orlofi sínu, eða hluta þess, utan eigin landamæra. Það var 1% fækk- un frá í fyrra, en fjölgun úr 29-31% á árunum 1980-1984. Á 7. áratugn- um fór 28% Dana erlendis í orlof, svo fjölgunin er ekki mikil. Héðan svaraði ferðamannafjöldi þá aðeins til um 8-9% þjóðarinnar, en líklegt er að það hlutfall fari yfir 60% nú í ár. Þótt utanlandsferðir íslendinga séu alla jafnan til muna dýrari heldur en fyrir aðra Norðurlandabúa, er ekki ólíklegt að hlutfallslega flciri íslendingar bregði sér út fyrir land- steinana. Og í gjaldeyriseyðslu á ferðalögunt erlendis eiga þeir örugg- lega óskorað Norðurlandamet. Samsvarandi könnun, og sú danska, á orlofsferðum íslendinga mun ekki hafa wriö gerð. Og ná- kvæmar tölur um þaö hvernig utan- landsferðir skiptast í orlofsferðir og önnur erindi ekki tiltækar heldur, enda þessu tvennu ekki ósjaldan blandað saman. Fróðir menn hafa þó áætlað 65% hlutfall orlofsferða væri varla ofreiknað. Og heildarfjöldi utanlandsferða segir sömuleiðis til um þróunina. Or 13.000 í 150.000 þús. Á árunum 1960-65 voru utanferð- ir íslendinga aðeins um 13.000 á ári að meðaltali, sem svaraði til um 7% þjóðarinnar. Árið 1984 var fjöldinn kominn í 90.000, eða um 37% þjóð- arinnar. Síðan hefur utanförum fjölgað hraðar en nokkru sinni. Á síðasta ári voru þeir 143.000 eða um 58% allra landsmanna og miðað við fjölgunina til júlíloka gæti þetta hlutfall farið í um 61-62% nú í ár. íslenskum utanförum hefur því hlut- fallslega fjölgað um 800% á um 25 árum. Danir höfðu að vísu stórt forskot í upphafi þessa tímabils - enda auðvelt fyrir þá og ódýrt að skreppa til grannlanda sinna - en dönskum orlofsförum hefur aðeins fjölgað um 20% þennan aldarfjórðung. Fjölgun í utanlandsferðum íslend- inga hefur fremur gerst í nokkrum stökkum heldur en hægt og sígandi. Neðangreindar tölur sýna annars vegar utanlandsferðir að meðaltali á ári og hins vegar hlutfall þeirra miðað við íbúafjölda á hverjum tíma. Áári: Hlutf. landsm.: 1960-65 . . . . . . 13.000 7% 1966-70 . . . . . . 23.000 11% 1971-72 . . . . . . 35.000 17% 1973-76 . . . . . . 53.000 24% 1977-81 . . . . . . 74.000 33% 1982-84 . . . . . . 85.000 36% 1985 . . 96.000 40% 1986 46% 1987 , . . 143.000 58% 1988 áætl. . . . . . 153.000 61% „Hvatning til fólks um að draga úr utanlandsferðum vegna halla á við- skiptajöfnuðinum við útlönd hefur ekki haft mikil áhrif“, segir m.a. í Berlingske, sem þykir lítið til um 1% fækkun utanfara. En auk þess sem þeim standa til boða mun ódýrari fargjöld (og einnig ferðast margir á eigin bílum) virðast Danir einnig stórum sparsamari í sínum utanferðum heldur en álíka skuldugir (erl. skuldir) íslendingar, samkvæmt upplýsingum úr Norrænu tölfræðihandbókinni. En þar er að finna tölur um gjaldeyriseyðslu nor- rænna ferðamanna utan eigin landa- mæra árið 1985. Að gefinni þeirri forsendu að gjaldeyriseyðsla hinna Norðurlanda- (jjóðanna hafi síðan aukist í kringum 10% gæti erlendur ferðakostnaður deilt niður á alla landsmenn hafa verið nálægt því sem hér greinir í fyrra, reiknað í íslenskum krónum miðað við meðalgengi þess árs. íslendingar 9.300 kr. Norðmenn 20.200 - Danir 19.200 - Svíar 13.600 - Finnar 9.500 - Gjaldeyriseyðsla íslendinga vegna ferðalaga erlendis gæti því verið frá þriðjungi til þrisvar sinnum hærri en hinna norrænu frænda þeirra. Stórhluti á einkabílunum Þar við bætist mun hærri fargj alda- kostnaður íslendinga, sem ekki ferð- ast svo glatt til útlanda á einkabílun- um sínum eins og hinir. í sumar ætlar t.d. stærsti hluti (15%) danskra utanfara að eyða sumarleyfinu eða hluta þess í Þýskalandi og annareins hópur í Svíþjóð (9%) og Noregi (6%). Tæplega þriðjungur fer því til þessara þriggja nágrannalanda, og vafalaust margir þeirra á einkabíln- um, eða rútu. Sama gæti átt við um þann ríflega fimmtung Dananna sem ætlar til Frakklands (11%), Austur- ríkis (8%) og Sviss (2%). Verðbólga, 6-12%, fælir frá „Stöðugt verðlag og Evrópumeist- aramótið í fótbolta eru tvö þeirra atriða sem koma Þýskalandi nú í 1. sæti á vinsældalistanum hjá Dönurn", hefur blaðið eftir stjórn- anda einnar af stærri ferðaskrifstof- unum. „Þjóðverjar bjóða stöðugt verðlag sem þar með gerir ferðir þangað ódýrari ár frá ári miðað við Miðjarðarhafslöndin þar sem verð- bólgan rokkar á milli 6% og 12% á ári. Þar við bætist að margir Danir ætla að spara við sig í sumarleyfisút- gjöldum í ár og láta sér því nægja styttri ferðir. T.d. höfum við selt margar ferðir með aðeins 3 gistinótt- um“, sagði þessi ferðaskrifstofu- stjóri. Ummæli hans um áhrif 6-12% verðbólgu í Miðjarðarhafslöndum gæti gefið til kynna hvaða áhrif 25-30% verðbólga hér á landi getur haft á ferðamannafjölda til íslands. Stöðugt verðlag Þýskalands trekkir Þýskaland er sem áður segir efst á sumarleyfislistanum hjá Dönunt í ár og fór þar með upp fyrir Frakkland sem var efst í fyrra. Þriðjáer Svíþjóð og 4.-5. Austurríki og Italía með 8% danskra orlofsfara hvort land. Athyglivert er að hlutur Spánar á Islenski frímerkjaverðlistinn, „Islensk frímerki 1988“, fékk silf- urverðlaun á alþjóðlegri frímerkja- bókmenntasýningu á Cardinal Spellman Philatelic Museum, Inc. í apríl á þessu ári. danska sumarleyfismarkaðnum hef- ur dottið úr rúmlega fjórðungi á 7. áratugnum niður í aðeins 7% í ár. Aðeins rúmlega fjórðungur danskra ferðalanga ætlar nú að flatmaga á ströndum fjögurra helstu sólarland- anna samtals, sem er lang lægsta hlutfallið um langt skeið. Norðmenn heimsækja frændur og granna Hvað hinar Norðurlandaþjóðirn- ar gera mikið af því að ferðast til næstu nágrannalanda má nokkuð ráða af því hvaða gjaldmiðla þær notuðu mest á ferðalögum erlendis árið 1985, samkvæmt Norrænu töl- fræðihandbókinni. Um 43% af ferðagjaldeyri Norð- manna var í myntum hinna Norður- landanna (þar af um 100 millj. í íslenskum krónum m.v. núverandi gengi). Safnið bauð ísafoldarprent- smiðju fyrr á árinu að senda „Is- lensk frímerki" á sýninguna og var það boð þegið og sendir voru á sýninguna árgangarnir 1984-88. Höfundur og ritstjóri „íslenskra Hjá Finnum og Svíum var hlutfall annarra Norðurlandamynta tæplega þriðjungur. Hjá Dönum var þetta hlutfall um 16%, en fjórðungur af ferðagjald- eyri þeirra var hins vegar í þýskum mörkum. Á íslandi eyddu danskir ferðamenn 37 millj. dkr., þetta ár, sem svara mundi til rúmlega 240 milljóna kr. á núverandi gengi. Sá hluti ferðagjaldeyris þessara þjóða sem ónefndur er dreifðist á mjög marga gjaldmiðla. Dollara kaupa engar þessara þjóða í miklum mæli. Dollarar helmingurinn hér Hjá íslendingum var þessu öðru- vísi farið. Um helmingur af þeirra ferðagjaldeyri var í Bandaríkjadoll- urum árið 1985.1 gjaldmiðlum hinna Norðurlandanna var aðeins 13% og álíka hlutfall í sterlingspundum og þýskum mörkum. -HEI frímerkja" hefur frá upphafi verið Sigurður H. Þorsteinsson, uppeld- isfræðingur og skólastjóri. (Fréttatilkynning) ISLENSK FRIMERKI FÁ SILFURVERDLAUN

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.