Tíminn - 25.08.1988, Side 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 25. ágúst 1988
Eimskip lætur hanna
hótel við Skúlagötu
Að undanförnu hefur Eimskip látið vinna að gerð frumteikninga að
hóteli á lóðum félagsins við Skúlagötu. Þar er gert ráð fyrir
alþjóðahóteli í háum gæðaflokki. Gistiherbergi verði 200 talsins, en
jafnframt verði þar veitingasalir, heilsurækt og aðstaða til ráðstefnu-
halds. Alþjóðlegt hótelrekstrarfyrirtæki verður fengið til að annast og
bera ábyrgð á rekstri þessarar þjónustumiðstöðvar ef af framkvæmd
þessari verður.
Þorkell Sigurlaugsson, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs Eim-
skips sagði að ekki væri ákveðið
hvenær byggingarframkvæmdir
hæfust. „Það hefur einungis verið
unnið að frumteikningum. Við þurf-
um að endurskoða allar rekstrar-
áætlanir og vinna að fjármögnun.
Ákvarðanir um þetta verða ekki
teknar fyrr en á seinni hluta þessa
árs eða á næsta ári,“ sagði Þorkell.
„Við höldum að það sé markaður
fyrir svona hótel. Það er ekki rokið
út í verkefni sem þetta. Horft er
langt fram í tímann. Undirbúnings-
tíminn er langur og hlutirnir breytast
hratt. Þegar Hótel Borg var reist á
sínum tíma sögðu menn að það væri
allt of stórt, en svo hefur annað
komið í ljós. Ferðamannastraumur-
inn hefur aukist mikið.“
Gert er ráð fyrir,að um bygging-
una yrði stofnað sérstakt eignarfélag
í eigu fleiri aðila, en fjármögnun
yrði bæði innlend og erlend. Eim-
skipafélagið hefur þreifað fyrir sér
um samstarf við alþjóðlega hótel-
rekstraraðila, en hefur ekki enn
verið gengið til samninga við slíkan
aðila. Hönnunarfyrirtæki í London,
RM and B Consultants Ltd. hefur
lagt á ráðin um innra fyrirkomulag
og atriði sem varða hagkvæmni í
rekstri. Þorkell sagði í þessu sam-
bandi að þeir hjá Eimskip hefðu
hvorki „þekkingu, reynslu eða
áhuga á því að reka hótel. Við
teljum að það séu aðrir betur til þess
fallnir og alþjóðleg fyrirtæki erlendis
hafa sérhæft sig á þessu sviði og það
er eðlilegt að notfæra sér þá þekk-
ingu. Það hefur eflaust háð einhverj-
um hér heima að þeir hafa ekki haft
næga þekkingu til að reka hótel“.
Garðar Halldórsson og Ingimund-
ur Sveinsson, arkitektar hafa unnið
að frumteikningunum og hafa fyrstu
drög að teikningum verið lögð fyrir
borgaryfirvöld í Reykjavík til um-
fjöllunar.
„Reykjavík er ein af fáum höfuð-
borgum sem hefur ekki alþjóðlegt
hótel og þetta er liður í að bæta úr
því,“ sagði Þorkell að lokum. SH
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
Aar'nus:
Alla þriðjudaga
Svendborg:
Annan hvern þriðjudag
Kaupmannahöfn:
Alla fimmtudaga
Gautaborg:
Alla föstudaga
Varberg:
Annan hvern miðvikudag
Moss:
Annan hvern laugardag
Við afhjúpun málverksins af Helga Hjörvar. Við myndina eru f.v. Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, Helgi
Hjörvar, sem afhjúpaði myndina af afa sínum, og Úlfur Hjörvar, rithöfundur.
Nefnd í
bjórvarnir
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra hefur, að höfðu samráði
við dóms- og kirkjumálaráðherra,
skipað nefnd, sem falið er sam-
kvæmt ákvæði til bráðabirgða í
lögum nr. 38/1988, um breytingu á
áfengislögum, nr. 82/1969, þar sem
heimiluð er bruggun og sala á
áfengu öli, að gera tillögur er
stuðlað gætu að þvf að draga úr
heildarneyslu áfengis. Er nefndinni
m.a. falið að fjalla um verðlagn-
ingu áfengis og leiðir til þess að
vara við hættum, sem fylgja neyslu
þess. Einnig að gera tillögu um
sérstaka fræðsluherferð um áfeng-
ismál, einkum meðal skólafólks, er
hefjist eigi síðar en 1. febrúar n.k.
Er nefndinni ætlað að skila tillög-
um til ráðuneytisins fyrir n.k. ára-
mót.
f nefndinni eiga sæti:
Hafsteinn Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri, formaður,
Aldís Yngvadóttir, námsstjóri,
Höskuldur Jónsson, forstjóri,
Ólafur W. Stefánsson, skrif-
stofustjóri, og
Óttar Guðmundsson, yfirlæknir.
Starfsmaður og ritari nefndar-
innar verður Árni Einarsson, er-
indreki.
MÁLVERK
AF HELGA
HJÖRVAR
Þess var minnst við athöfn í Ut-
varpshúsinu sl. laugardag, 20.ágúst,
að þann dag voru 100 ár liðin frá
fæðingu Helga Hjörvar, fyrsta for-
manns útvarpsráðs og skrifstofu-
stjóra þess í tæpa þrjá áratugi.
Erfingjar Helga Hjörvar afhentu
Ríkisútvarpinu að gjöf málverk af
Helga, sem Sigurður Sigurðsson,
listmálari, hefur málað.
Markús Örn Antonsson, útvarps-
stjóri, Úlfur Hjörvar, rithöfundur
og Andrés Björnsson, fyrrverandi
útvarpsstjóri, fluttu ávörp við at-
höfnina en aðrir viðstaddir voru
ættingjar og afkomendur Helga
Hjörvar, stjórnendur Ríkisútvarps-
ins og samstarfsmenn Helga hjá
stofnuninni. -gs
Larvik:
Alla laugardaga
Kór Langholtskirkju:
Hull:
Alla mánudaga
Antwerpen:
Alla þriðjudaga
Rotterdam:
Alla þriðjudaga
Hamborg:
Alla miðvikudaga
Helsinki:
Skip................ 9/9
Gloucester:
Jörn Dede...........29/8
Skip............... 19/g
New York:
Jörn Dede...........31/8
Skip................20/9
Portsmouth:
Jörn Dede...........31/8
Skip................20/9
----^rr
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
LINDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVfk
SlMI 698100 ■
A A A A AA 1 A
TAKN TRAU8TRA FLIJTNINGA
Vetrarstarfið hefst í sept.
Kór Langholtskirkju hcfur vetrar-
starfið nú í byrjun september. Fyrsta
verkefni vetrarins verða Bruckner-
tónleikar sem haldnir verða, um
miðjan nóvember. Þar flytur kórinn
og 15 blásarar flestar mótettur hans
og að auki Messu í e-moll fyrir kór.
Hugmyndin að þessum tónleikum
kom fram fyrir um ári, er Jóni
Stefánssyni, kórstjóra, var færður
að gjöf fagur tónsproti er Bruckner
átti og notaði er hann starfaði við St.
Florian klaustrið.
Jólasöngvar kórsins verða að
vanda seinasta föstudag í aðventu.
Þessir tónleikar eru árlegur viðburð-
ur.
Eftir jól verður tekið til við æfing-
ar á Kantötu Gunnars Reynis
Sveinssonar við texta Birgis Sigurðs-
sonar, „Á jörð ertu kominn“, en
flutningur hennar féll niður á Lista-
hátíð s.l. sumar vegna veikinda tón-
skáldsins. Verkið er samið fyrir kór,
einsöngvara, blásarakvintett og jass-
sveit.
Starfinu lýkur svo á tónleikaferð
út á land í vor. í þeirri ferð verða
flutt verkefni frá Brucknertón-
leikunum og úr Jasskantötu Gunnars
Reynis auk fleiri verka sem æfð eru
sérstaklega fyrir þessa ferð. Vonast
er til að komast til Grímseyjar í
þessari tónleikaferð.
S.l. vor hófst undirbúningur að
næstu utanlandsferð kórsins, en
fyrirhugað er að halda til Bretlands-
Fulltrúarúr stjórn kórs Langholtskirkju ásamt stjórnanda. F.v. Sigrún Stefánsdóttir, Jón Stefánsson, stjómandi,
Halldór Torfason og Þorvaldur Friðriksson.
eyja vorið 1990.
Raddþjálfari verður eins og
undanfarin ár Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir. Hægt er að bæta við nokkrum
félögum í allar raddir. Þeir sem
áhuga hafa, þurfa að hafa góðar
raddir og einhver tónlistarþekking
er æskileg, en ekki skilyrði. Sækja
þarf um fyrir l.september í síma
84513, Jón Stefánsson eða í síma
71089, Sigrún Stefánsdóttir.
(Frcttatilkynning)