Tíminn - 25.08.1988, Page 7
Fimmtudagur 25. ágúst 1988
Tíminn 7
Gunnar Óskarsson, hjá Fjárfestingarfélaginu:
Margar órökstuddar
kjaftasógur í gangi
Umræður þær sem spunnist hafa í
framhaldi af yfirlýsingum Ólafs
Ragnars Grímssonar, formanns Al-
þýðubandalagsins, um að ákveðin
fjármögnunarfyrirtæki stæðu höllum
fæti, hafa haft mismunandi áhrif á
starfsemi þessara fyrirtækja. Við-
skiptavinir þeirra hafa margir inn-
leyst verðbréf sín og fór strax að
bera á auknum innlausnum fyrir
helgi. Flest fyrirtækin bera sig þó vel
og hafa afgreitt þessar beiðnir
samdægurs.
Ávöxtun hf. hefur þó séð sig
tilknúið að lengja innlausnartímann
í kjölfar aukinna innlausna. „Við
erum að losa fjármuni núna og það
tekur sinn tíma. Þetta gerist allt svo
skyndilega og við liggjum ekki með
fjármuni í skúffunum," sagði Ár-
mann Reynisson, hjá Ávöxtun hf.
„Við erum að losa reiðufé vegna
þess að það varð meiri innlausn
heldur en við fáum greitt dagsdag-
lega úr kröfum þannig að það riðlað-
ist skipulagið. Þetta var þó farið að
jafna sig strax á þriðjudaginn en
auðvitað hrærir þetta upp í fólki,
svona yfirlýsingar," sagði Ármann.
Hann sagðist ekki hafa tölur um
hversu miklu meiri innlausnirnar
hafi verið síðustu daga en að gert
yrði upp um mánaðamót.
Hjá Ávöxtunarsjóði Hávöxtunar-
félagsins hf. fengust þau svör að
innlausnartími hafi ekki verið lengd-
ur og sama var upp á teningnum hjá
Fjárfestingarfélagi íslands hf.
„Sem betur fer treystir þorri okkar
viðskiptavina okkur það vel að það
hafa ekki orðið vandamál út af þessu
en ég get ekki neitað því að það hafi
verið meiri innlausnir undanfarið en
tíðkast dagsdaglega,“ sagði Gunnar
Óskarsson, hjá Fjárfestingarfélag-
inu, í samtali við Tímann í gær.
„Innlausnartími hefur ekki lengst
hjá okkur, það er allt afgreitt yfir
borðið og í raun þolum við miklu
Kjaftasögumar
Gunnar sagði að mikið af kjafta-
sögum væru í gangi þessa dagana í
þjóðfélaginu um fjármögnunarfyr-
irtækin. Ein slík segir að Fjárfesting-
arfélagið eigi nú í miklum erfiðleik-
um vegna þess að það hafi sett mikið
fjármagn í fiskeldisfyrirtæki og ætti
í erfiðleikum með að leysa það
fjármagn út.
„Þetta er kjaftasaga eins og svo
margt sem gengur. Fjárfestingarfél-
agið sjálft á hlutdeild í laxeldisfyrir-
tæki en rekstur félagsins hefur aldrei
nokkurn tímann gengið betur en á
þessu ári. Hagnaður hefur aldrei
verið meiri og rekstur laxeldisstöðv-
arinnar gengur líka mjög vel, þannig
að þetta er allt á misskilningi byggt.
Því miður er allt of mikið af svona
sögum í gangi í þjóðfélaginu sem
eiga ekki við rök að styðjast.
Fjárfestingarfélagið er hlutafélag
í eigu ýmissa aðila, að mestu í eigu
Verzlunarbankans, Eimskipafélags-
ins, Flutningamiðstöðvarinnar og
Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Gangi rekstur félagsins illa þá mundi
það einungis hafa áhríf á hluthafa
félagsins. Viðskipti félagsins í gegn-
um verðbréfasjóði eða verðbréfa-
miðlun er allt annar hlutur. Sjóðirnir
eru algjörlega ótengdir þessari starf-
semi. Það hefur virkað mjög vel að
félagið hafi stuðning frá sínum
sterku eigendum, hins vegar eru
sjóðimir sjálfstæð félög líka og þeir
hafa aldrei gengið betur. Þess vegna
bregst maður svona við ónafngreind-
um sögusögnum eins og komu upp
um daginn. Ef einhvem tímann
hefur allt verið í topp formi þá er
það núna,“ sagði Gunnar.
Hann sagði að verið væri að plata
kúnna fyrirtækjanna með þessum
sögusögnum og yfirlýsingum for-
manns Alþýðubandalagsins. Gunn-
ar nefndi dæmi um mann sem hafði
komið á mánudagsmorgni, með
áhyggjur vegna peninga sinna.
„Hann hafði tekið söguna trúanlega
kom og innleysti sín bréf og borgaði
innlausnargjald eins og gerist í þess-
um viðskiptum. í dag kom þessi
sami maður inn með peningana og
keypti sömu bréfin aftur, þegar hann
áttaði sig á því að þetta var bara
kjaftasaga." JIH
7'
TOSHIBA
örbylgjuofnarnir
10GERÐIR
Verð viðallrahæfí
Bnar Farestvert: t Co hf.
Laið 4 stoppar við dymar
llllllllll veiðihornið ' > Umsjón Eggert Skulason
fjóra daga í röð
Eftir að veiði á urriðasvæðinu i
Laxá í Mývatnssveit hafði byrjað
vel datt hún niður síðari hluta
sumars. Er þar helst um að kenna
leirlosi sem verið hefur í Mývatni.
Fátt er svo með öllu illt.... osfrv,
því „Norðlingagengið" þeir Þor-
geir og Sveinn Jónssynir og veiði-
félagi þeirra Vigfús Jónsson fóru
um miðjan mánuðinn til veiða.
Sveinn og Þorgeir tóku kvóta alla
dagana og Vigfús veiddi vel þann
stutta tíma er hann var við veiðar.
Veiðin hjá þeim bræðrum hófst
11. ágúst og stóð fram undir hádegi
þann 14. Á þessum tíma tóku þeir
upp hvorki fleiri né færri en sextíu
falíega Laxárurriða. Allurvarþessi
flskur, utan tveir eða þrír, veiddur
á fluguna „Brown Rat“ númer 16.
Svo ótrúlega vel reyndist flugan
að Þorgcir veiddi á eftir Sveini og
fékk fjóra væna urriða í beít þar
sem Sveinn var búinn að berja með
hinunt og þessum flugum án þess
að fá svo mikið sem högg.
Sveinn var svo lánsamur að
Þorgeir átti tvær slíkar flugur f
fórum sfnum, sem enskur sport-
veiðimaður hafði hnýtt fyrir hann.
Hófu nú báöir bræður að berja
með rottunni og mokveiddu.
„Ég veiddi með þessari einu
flugu fram á síðasta dag. Þá var
hún gersamlega búin að vera og
vart var að finna á henni stingandi
strá. Sfðasta fiskinn tók ég á ber-
strípaðan öngulinn.“ sagði Þorgeir
í samtali við Tímann.
Vissulega spilaði hcppni inn í
þessa veiði hjá þeim bræðrum því
leirlosið hætti þá daga er þeir voru
við veiðar. Þó verður hluti þessa
Ijóss er kom í svartnættið að skrif-
ast á hyggjuvit þeirra bræðra. Þeir
veiddu nefnilega ekki á hefð-
bundnu veiðistöðunum sem hafa
verið barðir í allt sumar. „Við
veiddum þctta allt á milli staða.“
sagði Þorgcir.
Minnstu fiskamir sem þeir hirtu
voru 40 sentimetra langir en það er
5 sentimetrum lengra en veiðilðg í
Laxá leyfa mönnum að hirða. Sex
punda var stærsti urriðinn. Þeir
tóku kvótann alla dagana og geri
aðrir betur.
Illa beygðir önglar
Veiðihomið hefur heyrt margar
sögur af löxum sem hafa sloppið
fyrir þær sakir að önglar hafa verið
illa smíðaðir. Undirritaður lenti f
því um síðustu helgi að setja í
góðan lax í Vatnsá við Vfk í
Mýrdal.
Eftir viðureign f einarfimm mínút-
ur var skyndilega allt iaust. Þegar
línan var skoðuð kom í Ijós að
hnúturinn hafði skroppið úr aug-
anu. Farið var að skoða þá öngla
sem keyptir höfðu verið og á
einum þrem þeirra var augað illa
beygt. Það vora því ófagrar hugs-
anir sem sendar voru til Veíði-
mannsins fyrir að selja slfkt rusl.
Þegar reiðin hafþi rénað áttaði
undirrítaður sig á því að sökin var
að hluta til hjá honum sjálfum.
Auðvitað á að kanna vel þann
öngul scm settur er á áður en
kastað er.
Þetta atvik barst í tal og könnuð-
ust margir við slíkar sögur ogbættu
við að einnig virtist sem hefði
nokkuð borið á þvf að augu á
önglum hefðu hreinlega hrokkið í
sundur.
Með fullri virðingu fyrir Veiði-
manninum og öðram veiðarfæra-
verslunum, verður að gera þá kröfu
að fylgst sé með framlciðslunni og
hún sé á hverjum tíma sú besta sem
fáanleg er. Nóg er vfst borgað fyrir
veiðileyfin og útbúnaðinn, þó ekki
þurfi að hafa sífelldar áhyggjur af
þeim útbúnaði sem verið er með í
höndunum og menn nota f bestu
trú.
Á Bakkastæði við
Tryggvagötu kostar
klukkutíminn 30 kr.
og 40 kr. í Kolaporti.
Á Tollbrú kostar ,
hálfur dagur 80 kr. 1
og heill dagur 150kr.
Bílastæðasjóður
Reykjavíkurborgar