Tíminn - 25.08.1988, Síða 10

Tíminn - 25.08.1988, Síða 10
Fimmtudagur 25. ágúst 1988 Tíminn 11 10 Tíminn Fimmtudagur 25. ágúst 1988 Erlendir frétta punktar • Forseti alþjóða Ólympíunef- ndarinnar Juan Antonio Samaranch hefur farið þess á leit við breska frjálsíþróttasambandið að það leyfi hlauparanum Sebastian Coe að keppa á ÓL í Seoul, þrátt fyrir að hann hafi ekki náð tilskildum árangri á breska úrtökumótinu fyrir leikana. Samaranch segir að framlag Coe til Ólympíuhreyfingarinnar réttlæti að hann fái að verja Ólympíutitil sinn í 1500 m hlaupi sem hann vann bæði í Los Angeles og Moskvu. Breska Ólympíunefndin styður þessa mála- leitan Samaranch, en jákvæð við- brögð hafa ekki komið frá breska frjálsíþróttasambandinu. Næsta skrefið hjá Samaranch er að leita til alþj óða frj álsíþróttasambandsins um stuðning. • Enn um Coe. Ekki eru allir á eitt sáttir um þá ósk Samaranch og fleiri að leyfa Coe að keppa í Seoul. Bresku hlaupararnir Alan Wells og Steve Cram eru á móti því að Coe njóti sérréttinda umfram aðra breska íþróttamenn. Wells bendir á að Bandaríkjamenn verði að skilja grindahlauparann Greg Foster eftir heima af sömu óstæðu og Coe. Well telur að ekki eigi að veita fordæmi fyrir að menn að komast á ÓL á þann hátt sem er í tilfelli Coe. • Síðustu fréttir í þessu máli herma að Samaranch hafi hætt við frekari aðgerðir til þess að Coe fái að keppa í Seoul. Coe sjálfur segist sætta sig við það að vonir hans um farseðil til Seoul séu brostnar. • Forráðamenn enska knattspymu- sambandsins hafa gefið landsliðs- þjálfara sínum Bobby Robson fullt vald og traust til þess að stjórna enska landsliðinu í undankeppni HM sem nú er framundan, þrátt fyrir slakan árangur enska landsliðs- ins í Evrópukeppninni í Þýskalandi í sumar. Samningur Robsons rennur út eftir úrslit HM 1990. • Meira um knattspyrnuþjálfara. Franskir þjálfarar í 1. og 2. deild vilja að þeir þjálfarar sem ekki hafa tilskilin réttindi, fái ekki að sitja á varamannbekkjum og stjórna liðum sínum í leikjum. Slíkt mundi koma sér illa fyrir erlenda þjálfara sem starfa í Frakklandi, en 5 þeirra yrðu þá að hverfa af bekknum. Þeir eru Júgóslavarnir Ivic sem þjálfar efsta liðið í frönsku 1. deildinni, Paris SG, Blazevic sem þjálfar Nantes og Bjek- ovic hjá Nice. Portúgalinn Artur Jorge sem þjálfar Matra Racing og Belginn Georges Heylens þjálfari Lille gætu einnig orðið finna sér önnur sæti í leikjum liða sinna. Franski landsliðsþjálfarinn Henri Michel styður þessa tillögu. • Áfram með Henrí Michel og franska knattspyrnu. „Hann er einn af lélegustu þjálfurum í heimi og ekki langt frá því að vera skítapoki," sagði franski landsliðsmaðurinn Eric Cantona, eftir að Ijóst varð að hann yrði ekki valinn í landsliðshópinn fyrir leik gegn Tékkum. Hann var í stað þess settur í 21 árs landsliðið, en eftir ofangreind ummæli var hann rekinn úr liðinu og reyndar öllum landsliðum Frakka um sinn, eða þar til málið hefur verið rannsakað. Cantona sér eftir orðum sínum og segist skammast sín fyrir ummælin. Hann gæti jafnvel átt yfir höfði sér keppnisbann í deildarkeppninni, en málið er í rannsókn og ekki ólíklegt að sættir takist. • Mike Tyson heimsmeistarí í þungavigt í hnefaleikum er handar- brotinn, eftir að hann lenti í slags- málum fyrir utan fataverslun í Harl- em hverfi í New York s.l. þriðju- dagsmorgun. Það var fyrrum hnefa- leikakappinn Mitch Green sem réðst að Tyson með ásökunum um að heimsmeistarinn skuldaði sér pen- inga. Tyson var óheppinn að hafa hanskana ekki með sér því hann braut á sér höndina, þegar hann rétti Grenn einn á hann. Arnar Marteinsson Bretlandsmeistari í axlartökum í Laugardalshöll. Stemmningin í Höllinni var stór- kostleg og áhorfendur sem troðfylltu hvern krók og kima, voru vel með á nótunum og hvöttu okkar menn til dáða. Sovétmenn höfðu yfirhöndina framan af og komust í 4-2. íslending- ar gerðu næstu 5 mörk og breyttu stöðunni í 7-4. Þessi góði kafli dugði til þess að þriggja marka munur var í hálfleik 13-10 fyrir ísland. í síðari hálfleik náðu Sovétmenn fljótlega að jafna muninn, 14-14, og einu sinni komust þeir yfir, 16-15. Aftur kom góður kafli hjá okkar mönnum og þeir skoruðu 3 mörk í röð. Undir lok leiksins, þegar staðan var orðin 20-20 gaf Einar Þorvarðar- son íslendingum tóninn, með að loka markinu og varði meðal annars vítakast frá Atawin. Mikil tauga- spenna ríkti á lokamínútunum, en íslensku strákarnir stóðust prófið og héldu haus. Sovétmenn minnkuðu muninn í 1 mark þegar 30 sek. voru eftir, en í lokasókn Islands tókst strákunum að halda boltanum og skjóta ekki fyrr en á lokasekúndun- um. Það tókst, Páll Ólafsson innsigl- aði sigurinn og skoraði 23. markið og tíminn var of skammur fyrir Sovétmenn, þeir náðu ekki einu sinni að byrja á miðju. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í þessum leik, en gegn Spáni í fyrrakvöld. Þeir bættu sig á öllum sviðum handknattleiksins og unnu verðskuldaðan sigur. Sér- staklega munaði um að nú varði báðum greinum og Karl varð í 3. sæti bæði í Gouren og axlartökum í 62-68 kg flokki. Heimir sem keppti í 80-90 kg flokki féll úr keppni vegna meiðsla. Síðan var haldið til Énglands og nú höfðu fleiri glímumenn bæst í hópinn. Á Grasmere hátíðinni var keppt í axlartökum. Arnar Marteinsson náði þeim góða * árangri að lenda í 3. sæti í opnum flokki, en alls voru keppendur 36 talsins. Jóhannes Sveinbjörnsson var óheppinn, tapaði í 2. umferð fyrir sigurvegara keppninnar. Baldvin Vigg- ósson var líka óheppinn, lenti á móti Arnari í 1. umferð og var þar með úr leik. í keppni í undir 86 kg flokki töpuðu allir íslensku keppendurnir í 1. umferð, utan Hilmar Ágústsson sem komst í 2. umferð. Sama var uppá teningnum í öðrum þyngdarflokkum, nema hvað Auðunn Jónsson lenti í 3. sæti af 24 keppendum í undir 18 ára flokki. Tryggvi Héðinsson varð í 4. sæti af 19 keppendum í keppni 15 ára og yngri. Eldri keppendurnir héldu til Rothes- ay og þar kom Arnar Marteinsson heldur betur á óvart og varð Bretlands- meistari í axlartökum í opnum flokki, þar sem 7 keppendur tóku þátt. Þeir Jóhannes Sveinbjörnsson og Baldvin Viggósson urðu í 3.-4. sæti. Glæsilegur árangur íslensku glímukappanna. í 86 kg flokknum í Rothesay urðu þeir Arngrímur Jónsson og Heimir Eðvarðsson í 3.-4. sæti og Karl Erlings- son var sömuleiðis í 3.-4. sæti í 76 kg flokki. Yngri hópurinn keppti í Burton. Jón Birgir Valsson lenti í 5.-6. sæti í opnum flokki, en keppendur voru 18 talsins. Arngeir Friðriksson keppti einnig í opna flokknum, en tapaði fyrir Jóni Birgi í 1. umferð. Arngeir keppti einnig í 80 kg flokki og gekk betur, varð í 3. sæti af 15 keppendum. Tryggvi Héðinsson og Sævar Sveinsson féllu báðir úr keppni í 1. umferð. í keppni í 16-18 ára flokki kepptu alls 25 glímumenn og íslensku kepp- endurnir röðuðu sér í efstu sætin. Auðunn Jónsson varð í 2. sæti, Arngeir í 3. sæti og Jón Birgir og Ingibergur Sigurðsson lentu í 4.-5. sæti. Tryggvi og Sævar voru báðir slegnir út af Arngeiri, en Hilmar meiddist í 1. umferð. Tryggvi Héðinsson náði síðan að sigra í flokki 15 ára og yngri, en þar voru keppendur 15. Góður árangur það. Yngri hópurinn hélt síðan til Alland- ale þennan sama dag og tók þátt í keppni í 14-17 ára flokki. Auðunn varð í 2. sæti. Ingibergur í 3. og Sævar í 5. sæti af 22 keppendum. Tryggvi, sem er yngstur íslensku keppendanna, tapaði í 2. umferð fyrir Auðuni. Ekki létu kapparnir þar við sitja þrátt fyrir þreytu. Þeir enduðu daginn á því að heyja landskeppni við Eng- lendinga (Cumberland) í axlartökum 18 ára og yngri. í hvorri sveit voru 5 keppendur. Þreytan eftir erfiðan dag sagði til sín og Englendingar sigruðu 16-9. Jón Birgir hlaut 4 vinninga, Auðunn 3 og Ingibergur 2. Sævar og Tryggvi töpuðu sínum viðureignum. Það er ljóst eftir þessa miklu keppn- isferð íslenska landsliðsins I glímu, að þessi þjóðaríþrótt fslendinga er langt frá því að vera að leggjast af, eins og útlit var fyrir nokkrum árum. Þvert á móti er mikil uppsveifla í íþróttinni og árangurinn í þessari ferð sannar að samskipti við aðrar þjóðir eru raunhæf og nauðsynleg í glímunni, sem öðrum íþróttum, þótt við verðum að keppa á annan hátt en hérna heima. BL Einar Þorvarðarson eins og berserk- ur og virkaði það eins og vítamín- sprauta á liðið. Bjarki Sigurðsson átti stórleik og skoraði meðal annars 2 mörk er hann stökk upp fyrir utan og þrumaði knettinum í markið. Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson áttu einnig frábæran leik. Kristján Arason var sterkur í vörninni og er allur að koma til í sókninni, þó nokkuð sé enn í land. „Það sáu allir breytinguna á liðinu frá því í leiknum gegn Spáni og Sviss og það var gaman að vinna Rússana. Það verður aftur á móti erfiðar að leggja þá í Seoul eftir þetta, þó allt geti gerst," sagði Guðjón Guð- mundsson liðsstjóri eftir leikinn. Sovétmenn sigruðu á mótinu en ísland varð f 3. sæti. Mörkin ísland: Alfreð 6/1, Sigurð- ur Sveinsson 3/2, Guðmundur Guðmundsson 3, Bjarki Sigurðsson 3, Kristján Arason 3, Sigurður Gunnarsson 2, Páll Ólafsson 1, Geir Sveinsson 1 og Atli Hilmarsson 1. Sovétríkin: Atawin 8/4, Tuchkin 4, Tjumentsvev 2, Scharowarow 2, Karschakevich 1, Nesterov 1 og Gopin 1. Þýsku dómararnir voru áberandi slakir. Þeir réðu ekki við erfitt verkefni sitt. BL f slenska landsliðið í glímu tók nýver- ið þátt í fangbragðamótum í Frakk- landi, Englandi og Skotlandi. Keppt var í axlartökum og Gouren, sem eru bretönsk lausatök. Þetta er í fyrsta sinn sem Glímusam- band íslands sendir landslið í keppni erlendis, en Glímusambandið gekk í nóvember s.l. í alþjóðasamtök kelt- neskra fangbragðamanna IFCW. Þá fóru glímumenn úr KR í sýning- arferð til Noregs í nóvember s.l. og var sú ferð fyrsta utanferð íslenskra gíímu- manna í 12 ár. Með inngöngunni í IFCW er stefnt að því að á næstu tveimur árum verði öflug samskipti milli íslendinga og annarra aðildarþjóða sambandsins, með náskeiðahaldi, kennslu og keppni. íslendingar hafa lært fangbrögð hinna þjóðanna og íslenska glíman hefur verið sýnd erlendis. í framtíðinni er meiningin að þegar íslenskir glímu- menn keppa við erlenda kollega sína, þá verði keppt í tveimur greinum. Arnar Marteinsson var Bretlandsmeistari mótherja sinna í keppninni í Rothesay. „Eg hélt ég þyrfti meiri reynslu til þess að sigra“ „Áxlartökin eru öðruvísi en glíman, en mjög skemmtileg þegar maður cr farinn að kunna eitthvað i þessu,“ sagði Tryggvi Héðinsson yngsti íslenski keppandinn, en hann sigraöi í axlartökum í flokki 15 ára og yngri í Burton í Englandi. „Ég hélt ég þyrfti að hafa meiri reynslu til þess að sigra, en ég vissi samt að cg gæti vel sigrað eins og hinir“, „Þaö kom berlega í Ijós í þessari keppni, þeta eðli íslendinga að gef- ast aldrei upp, þótt við erflðan andstæðing sé að etja. Viljastyrkur- inn var kunnáttunni yfirsterkari, sagði Árni Unnsteinsson fararstjóri íslenska liðsins“. BL axlartökum. Hér leggur hann einn axlartökum eða Gouren annars vegar og íslenskri glímu hins vegar. Góðar líkur eru taldar á því að Meistaramót IFCW muni fara fram á íslandi 1990 og yrði íslenska glíman þar meðal keppnisgreina. Þá munu franskir þjálfarar vera væntanlegir til íslands í febrúar til að halda námskeið í axlartökum. Á meistaramóti IFCW, sem fram fór í Frakklandi kepptu 5 íslendingar, þeir Arnar Marteinsson, Arngeir Friðriks- son, Jón Birgir Valsson, Karl Erlings- son og Heimir Eðvarðsson. Keppend- ur voru frá Frakklandi, Skotlandi, Englandi og Hollandi, auk íslands. Keppendur voru 4-5 í hverjum flokki. Arnar náði bestum árangri íslensku keppendanna. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum flokki í Gouren og varð annar í axlartökum. Arnar keppti í 90-100 kg flokki. Jón Birgir keppti í 74-80 kg flokki og varð í 3. sæti í Gouren og 2. sæti f axlartökum. í 68-74 kg flokki lenti Arngeir í 4. sæti í íslenska landsliðið í glímu og axlart ikum, sem tók þátt í fangbragðamótum í Frakklandi glandi og Skotlandi. Páll Ólafsson og Alfreð Gíslason fagna sigri yfir Sovétmönnum í gærkvöld. Páll skoraði síðasta markið og innsiglaði sigur íslands 23-21. Sovétmaður stendur álúturj hjá. Tímamynd Pjetur Glíma: Handknattleikur: Sovéska landsliðið í handknatt- leik, sem af flestum er talið það besta í heimi, tapaði í gærkvöld sínum fyrsta leik síðan í nóvember Knattspyrna: 1987, þegar íslenska landsliðið lagði það að velli 23-21 á Flugleiðamótinu Sigur á Færeyingum í lélegum landsleik Frá Adalsteini Víglundssyni á Akranesi íslcndingar sigruðu lið Færeyja 1-0 í lélegum landsleik í knattspyrnu á Akranesi í gær. Það var lítið sem gladdi augað, mikið um miðjumoð og fá marktækifæri. Vel útfærð rang- stöðutaktík Færeyinganna setti sterkan svip á leikinn og veiddu þeir íslensku sóknarmennina trekk í trekk í gildru sína. Fyrsta marktækifæri leiksins kom á 6. mínútu þegar Arnljótur Davíðs- son átti lausan skalla frá markteig sem færeyski markmaðurinn varði. Á 12. mínútu slapp Ómar Torfason einn inn fyrir vörn Færeyinga eftir sendingu frá Ólafi Þórðarsyni en var of seinn og missti af boltanum. Á 20. mínútu var Ómar aftur á ferð með skalla rétt yfir markið eftir horn- spyrnu. Færeyingar komust fyrst inn í leikinn þegar um hálftími var liðinn af leiknum og áttu ágæta spretti fram að hálfleik. Þá slapp einn sóknar- maður þeirra inn fyrir vörnina eftir gífurleg varnarmistök íslendinga en Guðmundur bjargaði vel í horn. Nánast það sama átti sér stað tveim- ur mínútum síðar. Það var svo á 31. mínútu sem Ómar skoraði sigurmarkið. Þá kom löng aukaspyrna yfir á Atla sem skallaði aftur fyrir á Ómar sem skallaði í netið. Seinni hálfleikur var ákaflega daufur og ekki nem tvö færi sem um er talandi. Á 55. mínútu kom löng sending frá Þorvaldi Örlygssyni, sem kom inná í hálfleik, inn fyrir vörnina á Rúnar Kristinsson sem átti skot rétt framhjá. Þegar 10 mínútur voru svo til leiksloka varði færeyski mark- vörðurinn skot frá Ómari og rúllaði boltinn eftir marklínunni án þess að Arnljóti tækist að afgreiða hann í netið. íslendingar voru meira með bolt- ann í leiknum en varð lítið ágengt gegn vel útfærðri rangstöðutaktík Færeyinganna. Enginn stóð upp úr í liðinu, að frátöldum Guðmundi Hreiðarssyni, markverði, sem gerði það sem þurfti vel. Færeyingar lögðu áherslu á varnarleikinn en áttu nokkra fljóta og sterka leikmenn. Islendingar fóru þó með sigur af hólmi þrátt fyrir það að Færeyingar hafi mætt með Járnskóinn, en hann skilaði hvorki eftir sig far á vellinum né í leiknum. Lið Islands: Guðmundur Hreið- arsson, Ólafur Þórðarson, Atli Eð- valdsson (Ágúst Már Jónsson), Sæv- ar Jónsson (Ormar Örlygsson), Við- ar Þorkelsson, Kristinn Jónsson, Pétur Arnþórsson, Ómar Torfason, Rúnar Kristinsson, Ragnar Mar- geirsson (Þorvaldur Örlygsson), og Arnljótur Davíðsson. Sovéski gírkassinn bilaði ÚLPUP BUXUP peysup 1.995.- 1.290.' 995.- KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.