Tíminn - 25.08.1988, Page 16
16 Tíminn
V-T- I - r :''Tf i Oi ' 1 i Vi
Fimmtudagur 25. ágúst 1988
lllllllllllllllll DAGBÓK
Aðalfundur
Aðalfundur FUF Skagafirði verður haldinn í Framsóknarhúsinu,
Suðurgötu 3, Sauðárkróki laugardaginn 27. ágúst og hefst kl. 16
stundvíslega.
Dagskrá.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Ferð á afmælisþing SUF á Laugarvatni
Fulltrúi SUF flytur ávarp.
Ungt framsóknarfólk í Skagafirði er hvatt til að mæta.
Stjórnin.
Skagfirðingar
- Nærsveitamenn
Héraðsmót Framsóknarfélaganna í Skagafirði verður haldið í Mið-
qarði laugardaginn 27. ágúst og hefst kl. 21.00.
Avarp flytur Sigurður Geirdal framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.
Óperusöngvararnir Sigurður Björnsson og Sieglinde Kahmann syngja
einsöngva og dúetta.
Jóhannes Kristjánsson skemmtir.
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi.
Allir velkomnir.
Nefndin.
Franski orgelleikarinn Loic Maliié heldur fyrstu tónleika sína í tónleikaferð um landið í Prestsbakkakirkju á Síðu á sunnudag.
Þing Sambands ungra framsóknarmanna og
fimmtíu ára afmælisþing sambandsins verður haldið á Laugarvatni
helgina 2.-4. september 1988.
Drög að dagskrá:
Föstudagur 2. sept.
Kl. 16.00 Setning. Gissur Pétursson.
Kl. 16.20 Ávarp. Steingrímur Hermannsson.
Kl. 16.45 Ávarp. Petra Kelly.
Kl. 17.10 Starfsmenn kosnir.
Kl. 17.20 Skýrsla stjórnar.
Kl. 18.20 Lögð fram drög að ályktunum.
Kl. 19.00 Kvöldverður.
Kl. 20.00 Áframhald umræðna.
Kl. 21.30 Skipan í starfshópa.
Laugardagur 3. sept.
Kl. 9.00 Vinna í starfshópum.
Kl. 10.00 Umræður og afgreiðsla mála.
Kl. 12.00 Hádegisverður.
Kl. 13.00 Áframhald umræðna og afgreiðsla mála.
Kl. 14.30 Hlé - útivera.
Kl. 16.00 Stjórnmálaályktun afgreidd.
Kosningaúrslit.
Kl. 19.00 Hátíðarfundur hefst - ávörp gesta.
Allir ungir framsóknarmenn eru hvattir til að fjölmenna. Upplýsingar
eru veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins af Agli og Þórunni í síma
91-24480. Ath.: Barnapössun verður á staðnum.
S.U.F.
TÖLVUNOTENDUR
Viö í Prentsmiðjunni Eddu
hönnum, setjum og prentum
allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu.
Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000
Franskur orgelleikari
á tónleikaferð
Franski orgelleikarinn Loic Mallié er
hér á landi um þessar mundir í boði
Alliance Frangaise. Hann heldur hér
þrcnna tónleika. Þeir fyrstu verða í
Prestsbakkakirkju á Síöu sunnudaginn
28. ágúst. Þriðjudaginn 30. ágúst leikur
hann í Akureyrarkirkju. Þriðjuogsíðustu
tónleikarnir verða svo í Dómkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 1. september
kl. 20.30.
Efnisskráin verður breytileg í samræmi
við möguleika hljóðfæranna í kirkjunum
þremur, cn búast má við verkum eftir
Jóhann Sebastian Bach og Olivier Mes-
siaen. í Dómkirkjunni mun Loic Mallié
einnig leika verk eftir sjálfan sig en hann
er afkastamikið tónskáld og hefur samið
allmörg verk, bæði fyrir einleik og stórar
hljómsveitir. I lok allra tónleikanna leikur
hann af fingrum fram..
Loic Mallié fæddist í La Baule við ósa
Loire-fljóts í Frakklandi árið 1947. Hann
stundaði nám í tónsmíðum og í píanó- og
orgelleik við tónlistarháskólann í París
þar scm frægasti kennari hans var Mes-
siaen. Jafnframt tónlistarnáminu lauk
hann námi í lögurn (þ.e.a.s. lögfræði!).
Hann hefur unnið til fjölda verðlauna.
Loic Mallié er prófessor við tónlistar-
háskólann í Lyon þar sem hann er
starfsbróðir Eddu Erlendsdóttur píanó-
leikara. Hann cr orgellcikari við kirkju
heilags Péturs í Neuilly og hefur haldið
tónleika víða um lönd við frábærar við-
tökur og hástemmt lof gagnrýnenda.
Félag eldri borgara
Opið hús í dag, fimmtudag í Goðheim-
um, Sigtúni 3. Kl. 14: Frjáls spila-
mennska. Kl. 19.30: Félagsvist, hálft
kort. Kl. 21: Dans.
SÍBS og Samtök
gegn astma og ofnæmi
fara í sína árlegu sumarferð sunnudaginn
28. ágúst til Þingvalla. Grillveisla verður
í Hrafnagjá.
Farið verður frá Suðurgötu 10, kl. 11.
Upplýsingar veittar á skrifstofunni, í
síma 22150.
Með sr. Gunnari
í Skálholtsferð
Stuðningsmenn sr. Gunnars Björns-
sonar, fríkirkjuprcsts, efna til skemmti-
ferðar austur í Skálholt í Biskupstungum
sunnudaginn 28. ágúst n.k. Lagt veröur
af stað frá Fríkirkjunni í Rcykjavík kl.
13.00 og ckið í rútu austur að Geysi í
Haukadal. Þar verður drukkið síðdegis-
kaffi á nýja hótelinu við Geysi. Þá verður
ekið heim í Skálholt og sótt guðsþjónusta
í dómkirkjunni þar kl. 17.00. Að því
búnu haldið heim á leið.
Væntanlegir þátttakendur geta skráð
sig til ferðarinnar í símum 29105 , 39723
cða 83870 fyrir laugardagsmorguninn 27.
ágúst.
BÍLALEIGA
meö utibú allt í kringum
landið, gera þér mögulegt
að leigja bíl á einum stað
og skila honum á öðrum.
Reykjavík
91-31615/31815
Akureyri
96-21715/23515
Pöntum bíla erlendis
interRent
Bílaleiga Akureyrar
HÁSPENNA - LÍFSHÆTTA!
Rafmagnseftirlit ríkisins sendir frá sér
eftirfarandi viðvörun:
★ Óhöppum og tjónum af völdum
háspennu fer fjölgandi. Flest slík óhöpp
verða fyrir vangá eða hugsunarleysi.
★ ÖKUMENN:
Hafið gát á háspennulínum ef þið eruð
með hátt loftnet eða með háfermi á
bílnum. Reisið ekki bílpall upp í línur,
eins og mörg dæmi eru um við vegagerð
og aðrar framkvæmdir.
★ GRÖFU- OG KRANASTJÓRAR:
Fylgist vandlega með öllum hreyfingum
tækjanna og farið með sérstakri gát, ef
þið cruð að störfum í nánd við háspennu-
línur.
Ef ökutæki eða vinnuvél snertir há-
spennuFnu er sjálfsagt að reyna strax að
komast undan línunni og meta síðan
aðstæður áður en reynt er að komast út
úr ökutækinu. Ef sýn þykir að spenna
liggi á tækinu, er öruggast að hreyfa sig
hvergi fyrr en tryggt er að spenna sé ekki
lengur á línunum.
Ef eldur kemur upp í tækinu kann að
vera eina björgunarvonin að stökkva út.
Ef tækið snertir enn háspennulínu verður
að varast að sncrta samtímis tækið og
jörðu.
★ STJÓRNENDUR FLUGDREKA:
Leikið ykkur ekki í nágrenni við há-
spennulínur. Nylonlína getur leitt há-
spennt rafmagn í röku veðri. Sleppið
línunni, ef flækja við raflínur er fyrirsjá-
anleg.
★ IÐKENDUR FALLHLÍFAR-
STÖKKS:
Metið aðstæður, vinda og veður, áður
en lagtertilstökks þarsem háspennulínur
geta verið í sviflínu.
Málverkasýning í Þrastalundi
í Þrastalundi hefur Magnús Ingvarsson
frá Mosfellsbæ opnað sölusýningu á
landslagsmálvcrkum. Þetta er hans 6.
sýning, auk tveggja samsýninga á vegum
Myndlistarklúbbs Mosfellsbæjar, sem er
undir handleiöslu Jóns Gunnarssonar
myndlistarmanns frá Hafnarfiröi. Magn-
ús hefur starfaö meö klúbbnum um árabil.
Sýningin veröur opin til 4. septcrríber.
(Bjjútivist.
———* Simar 14606 og 23732
ÚTIVIST
Helgarferðir 26.-28. ágúst:
1. Þórsmörk-Goðaland. Góð gisting í
Utivistarskálunum Básum. Gönguferðir
fyrir unga sem aldna.
2. Núpsstaðarskógar. Gist í tjöldum við
skógana. Gönguferðir m.a. að Tvílitahyl
og Súlutindum. Brottför kl. 18.
Helgarferð út í bláinn 2.-4. sept. Farið á
nýjar áhugaverðar slóðir. Gist í húsum.
Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni
í Gróftnni 1, símar 14606 og 23732.
Útivist
ÚTIVIST
Sunnudagsferðir 28. ágúst:
Kl. 8. Þórsmörk - Goðaland. Einsdags-
ferð. Stansað 3-4 klst. í Mörkinni. Berja-
tínsla. Verð 1.200 kr.
Kl. 9. Línuvegurinn - Hlöðufell. Ekið um
Línuveginn norðan Skjaldbreiðar á
Hlöðuvelli og gengið þaðan á fellið. Verð
1.300 kr.
Kl. 13. Strandganga í landnámi Ingólfs,
20. ferð. Herdísarvík - Strandarkirkja.
Skemmtileg gönguleið um greiðfæra
hraun- og sandströnd. Strandarkirkja
skoðuð. Verð900 kr., frítt fyrirbörn með
fullorðnum.
Brottför frá BSÍ, bensínsölu.
Útivist
Ferðafélag íslands
Dagsferðir sunnu-
daginn 28. ágúst:
1) Kl. 08 Þórsmörk - dagsferö.
Verð kr. 1.200.
2) Kl. 10. Síldarmannagötur - gömul
þjóðleið.
Gengið frá Hvalfirði upp Síldarmanna-
brekkur, yfir Botnsheiði í Skorradal.
Skemmtileg þjóðleið milli byggða í Hval-
firði og Skorradal, en í lengra lagi. Verð
kr. 1.200.
3) Kl. 10. Sveppa- og berjaferð í Skorra-
dal - Uxahryggir.
Til baka verður ekið um Uxahryggi og
Þingvelli til Reykjavíkur. Verð kr. 1.200.
4) KI. 13. Ketilsstígur - Sveifluháls -
Vatnsskarö.
Ekið að Lækjarvöllum, gengið um
Ketilsstíg upp á Sveifluháls, síðan gengið
norður eftir hálsinum að Vatnsskarði.
Verð kr. 600.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir
börn í fylgd fullorðinna.
Ferðafelag íslands
Ferðafélag íslands:
Helgarferðir 26. ágúst-
28. ágúst:
1) ÓVISSUFERÐ.
Áhugaverð ferð fyrir þá sem hafa
gaman af að ferðast. Gist í húsum.
2) Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála/
Langadal.
Gönguferðir um Mörkina.
3) Landmannalaugar - Eldgjá.
Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laug-
um. Ekið í Eldgjá og gengið að Ófæru-
fossi.
Brottför í ferðirnar er kl. 20.00 föstu-
dag.
Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu
félagsins, Öldugötu 3.
Ferðafélag íslands