Tíminn - 15.09.1988, Qupperneq 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 15. september 1988
Fokkerverksmiðjurnar kynna Flugleiðum nýjan hugsanlegan farkost í innanlandsflugi:
Fokker-50 falur fyrir
hálfan milljarð króna
Ánægðir farþegar stíga út úr Fokker 50 á Reykjavíkurflugvelii. Merki og stöfum Flugleiða var þrykkt á stél og hiið vélarinnar tii þess að gripurinn iiti sem
eðlilegast út! Spurningunni um hvort Fokker 50 leysir gamla Fokkerinn af hólmi á árinu 1992, verður væntanlega svarað næsta sumar. Tímamynd: Ámí Bjama.
Fyrir dyrum stendur endurnýjun á
flugflota Flugleiða í innanlandsflugi.
Ætlunin er að nýjar vélar verði
komnar í gagnið á vordögum 1992.
Stefnt er að því að ákvörðun um
kaup á nýjum flugvélum liggi fyrir
næsta sumar. Þrjár gerðir skrúfu-
þotna koma til álita í vali á nýjum
vélum í innanlandsflugi og flugi til
Færeyja og Grænlands, í stað Fokk-
ervélanna fimm sem þjónað hafa
Flugleiðum með prýði mörg undan-
farin ár. Um er að ræða hollenska
Fokker-50, kanadíska Dash og
fransk-ítalska ATR-42 flugvél.
Einn þessara kosta, Fokker 50,
var kynntur forsvarsmönnum Flug-
leiða og flugáhugafólki í kynningar-
flugi milli Akureyrar og Reykjavík-
Friðlýst svæði á íslandi eru nú 69
talsins og þar af eru tveir þjóðgarðar,
29 friðlönd, 29 náttúruvætti og 9
fólkvangar. Þetta kemur fram í Nátt-
úruminjaskrá 1988 sem er þessa
dagana að koma út hjá Náttúru-
vemdarráði í fimmta sinn. Með
skránni fylgir kort sem sýnir stað-
setningu allra svæða sem talin eru
upp í skránni.
Skráin skiptist í aðalatriðum í tvo
hluta. í fyrsta lagi er um friðlýst
svæði að ræða, sem skiptast í þjóð-
garða, friðlönd, náttúruvætti og
fólkvanga. Um þessi svæði gilda
ákveðnar reglur sem samið hefur
verið um, við landeigendur á hverj-
um stað, auk þess sem mörk og
reglur hafa verið auglýstar í Stjórn-
artíðindum. Þá hafa einnig nokkur
svæði verið friðuð með sérstökum
lögum og reglugerðum.
{ öðru lagi eru það náttúmminjar,
sem eru svæði sem ekki eru friðlýst,
en eru talin hafa mikið náttúru-
verndargildi, þannig að sérstakt tillit
þurfi að taka til þess við skipulag og
Dökku svæðin á kortinu sýna friðlýst
svæði, þ.e. þjóðgarða, friðlönd,
náttúruvætti og fólkvanga. Ljósu
svæðin sýna náttúruminjar.
ur á dögunum.
Hér er um að ræða nokkuð breytt-
an Fokker. í þessari nýju vél eru
hreyflarnir allt aðrir en í F-27 vél-
inni. Hreyflarnir, sem eru 6 blaða
loftskrúfur af gerðinni Dowty Rotol,
eru mun sparneytnari en þeir gömlu.
Gluggavirki Fokker 50 er mjög
breytt frá gamla F-27. í nýju vélinni
eru gluggarnir 42 að tölu eða um
helmingi fleiri en í F-27.
Þá er flughraði Fokker 50 um 5%
meiri en hjá F-27 og flugdrægi um
60% meira. Þetta helgast af spar-
neytni hreyflanna.
I vélinni eru 50 farþegasæti en
með smá tilfæringum er hægt að
fjölga þeim í 58. Gamli Fokker
Friendship tekur hinsvegar 44 manns
mannvirkjagerð. Skráin yfir náttúm-
minjar er að stærstum hluta unnin út
frá tillögum náttúruverndarsam-
taka, náttúmverndarnefnda og nátt-
í sæti. Farþegarnir ganga út og inn
fremri dyr vélarinnar, upp og niður
innbyggðar tröppur. Aftari dyr
vinstra megin eru fyrir eldhúsþjón-
ustu. Tvennar dyr hægra megin á
vélinni eru fyrir farangur og fragt.
Það sem sérstaka athygli vekur
við flug í Fokker 50, er hversu
hljóðlát vélin er. Mælingar hafa leitt
í ljós að hávaði í farþegarými Fokker
50 er minni en í algengum gerðum
skrúfuþotna. Einnig er hávaði frá
vélinni nokkm minni en frá F-27
vélum Flugleiða.
En hvað kosta svo öll herlegheit-
in? Tíminn fékk þær upplýsingar að
fullbúin kostaði Fokker 50 um 11
milljónir Bandaríkjadollara. Um-
reiknað í íslenskrar krónur er kostn-
úrufræðinga um allt land.
í náttúruminjaskránni kemur
fram að 31 plöntutegund er friðlýst
á íslandi, svo og dropasteinar í
aðurinn rúmur hálfur milljarður.
Að sögn Einars Sigurðssonar,
blaðafulltrúa Flugleiða, er ekki
ákveðið hvort ráðist verður í kaup á
fimm flugvélum í stað þeirra fimm
Fokkervéla sem nú eru notaðar í
innanlandsflugið. Hann segir að lið-
ur í ákvörðun um flugvélakaupin sé
heildarúttekt á innanlandsfluginu,
sem kunni e.t.v. að leiða í Ijós þörf
á færri vélum en til þessa.
Rétt er að ítreka að Flugleiðir
hafa ekki tekið ákvörðun um kaup á
Fokkervélum en það mátti þó
merkja á svipbrigðum og tali Flug-
leiðamanna að aflokinni reynsluflug-
ferðinni, að Fokker 50 kemur mjög
sterklega til álita sem arftaki gömlu
Fokkeranna, F-27. óþh
öllum hellum landsins.
Náttúruverndarskránni er dreift
ókeypis, og fæst hún á skrifstofu
Náttúruvemdarráðs. -ABÓ
Mótmælir
skerðingu
á kjörum
Fulltrúaráð Kennarasambands
íslands mótmælir harðlega þeirri
skerðingu á kjörum launafólks sem
fólst í því að greiða ekki samnings-
bundna 2,5% launahækkun sem
koma átti til framkvæmda 1. sept-
ember sl., segir í ályktun sem
fulltrúaráðið hefur samþykkt.
í ályktuninni segir að svo virðist
sem stjórnvöld telji það eina mögu-
leikann til að leysa efnahagsvanda
þjóðarinnar að vega að kjörum og
lífsafkomu opinberra starfsmanna
og annars launafólks sem tekur
laun samkvæmt umsömdum töxt-
um. Þá hafi einnig komið til tvær
gengisfellingar á fyrri hluta ársins,
nauðungarsamningar um launa-
hækkanir sem dugðu ekki til að
bæta langvarandi kjaraskerðingu,
auk annarra aðgerða sem allar
bitna fyrst og fremst á almennu
launafólki. „Ekkert hefur komið
fram um á hvern hátt ríkisstjórnin
hefur hugsað sér að bæta launafólki
kjaraskerðinguna, hins vegar ligg-
ur í loftinu að enn fleiri árásir á
lífsafkomu þess séu í undirbún-
ingi,“ segir í ályktuninni.
Fulltrúaráðið hvetur samtök
launafólks að bregðast sameigin-
lega við árásum ríkisvaldsins á kjör
þess. -ABÓ
Vilja ekki
útlent öl
Ungmennafélag íslands skorar á
Alþingi og ríkisstjórn að leyfa ekki,
a.m.k. til að byrja með sölu á
sterkum bjór sem framleiddur er
erlendis og benda á þá hættu sem
óbeinar auglýsingar öflugra erlendra
bjórframleiðenda geta haft á neyslu
sterks öls.
Þetta kemur fram í tilkynningu
sem UMFÍ hefur sent frá sér og
samþykkt var á 5. fundi stjórnar
félagsins sem haldinn var í Djúpuvík
á Ströndum í byrjun mánaðarins.
-ABÓ
Mótmælir
hugmyndum
um minnkun
sérkennslu
Stjórn Kennarasambands Islands
hefur sent ráðherrum menntamála
og fjármála bréf, þar sem lýst er
áhyggjum af þeim vanda sem skóla-
starfi er búinn, ef takmarkaðar fjár-
veitingar sem ætlaðar eru skólastarf-
inu verði enn minnkaðar, eins og
óskað hefur verið eftir.
í bréfinu kemur fram, að eins og
jafnan áður þegar um niðurskurð er
að ræða, sé mest hætta á að þeir sem
minnst mega sín og síst geti borið
hönd fyrir höfuð sér verði fyrir
barðinu á slíkum aðgerðum. „Nú
hafi borist fréttir af því að stórlega
verði dregið úr því tímamagni sem
ætlað er nemendum með sérkennslu-
þarfir," segir í bréfinu og jafnframt
bent á að það tímamagn sé ærið
takmarkað fyrir og fullnægi hvergi
nærri þeirri þörf sem greind hafi
verið.
Stjórnin mótmælir harðlega öllum
hugmyndum og áformum um að
skerða þjónustu skólanna við nem-
endur og skorar á stjórnvöld að
standa vörð um jafnréttisákvæði
grunnskólalaganna með því að
tryggja að virt verði greind og rök-
studd þörf þeirra nemenda sem
þurfa á sérkennslu að halda. -ABÓ
FRIÐLÝST SVÆÐI OG NÁTTÚRUMINJAR Á ISLANDI
Protected oreas and sites of spocial interest in lceland
mr
Ný náttúruminjaskrá, fimmta útgáfa komin út:
69 SVÆDIFRIÐLÝST Á ÍSLANDI