Tíminn - 15.09.1988, Side 19

Tíminn - 15.09.1988, Side 19
L«t« 'j y v-.v v?-v \*,*/’ • c?innr.íH Fimmtudagur 15. september 1988 >iii 11 i Tíminn 19 UIVt-STRÆTI OG TORG ]| KRISTINN SNÆLAND' Stóri, litskrúðugi Ara-páfagauk- urinn Bonito er 5 mánaða og Sarah litla er 3 ára. Þau eru heimsins bestu vinir og nánast óaðskiljanleg, enda bjargaði Sarah lífi fuglsins, þegar hann var 5 vikna. Gæludýrasali einn í þýsku borg- inni, sem Sarah á heima í, kom með dauðvona ungann til foreldra Söruh, Schulz-hjónanna í örvænt- ingu sinni, en þau eru sérfræðingar um Ara-páfagauka. Ekki lá ljóst fyrir hvað gekk að unganum, en hann virtist hálfdauð- ur, þar sent hann lá á handklæði og hjónin byrjuðu að athuga hann. Þá bar Söruh litlu að. Hún horfði stundarkorn á litla vesalinginn, en tilkynnti svo: - Petta er brúðan mín. Þar með tók hún varlega utan um fuglinn og stakk honum undir peysuna sína. Svo fór að unginn hjarnaði við, enda var Sarah óþreytandi að gefa honum, ýmist með teskeið eða brúðupela og fljótlega var greini- legt, að hann vildi hvergi vera nema hjá henni. Alltaf situr hann á öxl hennar eða uppi á höfðinu og þau leika sér mikið saman. Schulz- hjónin segjast aldrei hafa vitað neitt þessu líkt. Fuglinn sættir sig við að vera klæddur í brúðuföt og húfur og ekið um í brúðuvagni. Þó klærnar séru hvassar og goggurinn afar sterkur, hefur hann aldrei veitt Söruh minnstu rispu. Nú er Bonito löngu orðinti nógu hraustur til að bjarga sér sjálfur og skreppur í stuttar flugferðir, en kemur alltaf aftur von bráðar til Söruh. Þau spjalla mikið saman og sofa í sama rúminu. Schulz-hjónin ætluðu aldrei að halda fuglinum, en sent komið er, væri grimmdarverk að skilja þau Söruh að. Vinátta þeirra gæti sem best orðið ævilöng, því svona fugl- ar geta náð allt að 80 ára aldri. Það sést ekki að myndinni, en Bonito er afar litfagur, með eld- rauðan háls og bringu og skærbláa vængi með silfurgrænni slikju efst. Hausinn er brúnn efst og blár að aftan, en vangarnir hvítir með svörtum röndum. Þess má geta að svona páfagaukur kostar tæpar 300 þúsund krónur ísl. út úr gæludýrab- úð í Noregi - þá sjaldan hann fæst. Sarah litla með Bonito. Þau geta lifað saman langa ævi. Brúðan mín getur talað og flogið Sérstætt vináttusamband í síðustu viku skrifaði ég nokkuð um hundahald hér í borginni og þá yfirlýsingu borgarstjórans, í sjón- varpi nýlega, að engin ástæða væri til þess að hafa allsherjar atkvæða- greiðslu um málið - allir væru svo ánægðir með hundahaldið. Reglugerðin Þar sem ég er eindregið á móti hundahaldi í Reykjavík og þar sem ég treysti þvf að atkvæðagreiðsla yrði látin fara fram um málið varð . ég býsna mikið hissa þegar Davíð Oddsson lýsti því yfir að engin ástæða væri til þess að láta at- kvæðagreiðsluna fara fram. Þetta . varð til þess að ég fór í höfuðbæki- stöðvar Davíðs við Austurvöll og fékk þar eintak af plaggi sem heitir „Samþykkt um hundahald í lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur". Þar sem ég er ekki hundeigandi né borgarstjóri í Reykjavík er ekki óeðlilegt þótt ég ætti ekki plagg þetta né kynni reglugerðina utan- að. Davíð er hinsvegar ekki aðeins borgarstjórinn í Reykjavík heldur mun hann og vera einn hundahald- ara í borginni. Þótt ekki kæmi nema annað þessa til þá ætti honum að vera kunnugt um að samþykktin um hundahald í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur sem heilbrigðismála- ráðherra birti með undirskrift sinni í nóvember 1984 endar með ákvæði til bráðabrigðalaga. Síðari liður- inn, liður II. hljóðar svo. „Leitað skal eftir afstöðu borgarbúa til hundahalds í Reykjavík með því að bera mál þetta undir atkvæði allra atkvæðisbærra borgarbúa, þegar nokkur reynsla er fengin af framkvæmd samþykktar þessarar, þó ekki síðar en 4 árum eftir gildistöku hennar. Þeir einstakling- ar, sem þá hafa leyfi til að halda hund, skulu sæta þeim ákvörðun- um, sem teknar kunna að verða í framhaldi af slíkri atkvæða- greiðslu“. Svona endar m.ö.o. samþykktin sem Matthías Bjama- son staðfesti með undirskrift sinni og birt var í nóvember 1984. Þessi samþykkt var gerð gegn viija meiri- hluta borgarbúa, sem kyngdu henni vegna fyrirhugaðrar at- kvæðagreiðslu. Síbrot Vegna stöðugra brota hundeig- enda er rétt að vitna enn í reglu- gerðina, en þar segir m.a. „2. gr. f. Hundurinn skal ávallt bera ól með plötu. um hálsinn. Á plötuna skal greypt skráningamúmer hundsins og nafn og heimilisfang eiganda hans. Einnig skal við ólina festa merki, sem sýni að viðkomandi hundur hafi verið hreinsaður. g. Leyfishafi skal gæta þess vel að hundur hans valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði né raski ró manna. Hundar skulu ávallt vera í taumi utan húss. Leyfishafa er skylt að fjarlægja saur eftir hundinn á tryggilegan hátt.“ Brot gegn þessum liðum reglu- gerðarinnar em stöðug og stundum má sjá mörg brot á dag. Steininn tekur þó úr ef farið er á Geirsnef, þann stað sem hundahaldarar hafa lagt undir sig með lausbeislaða hunda skítandi um allar trissur. Nú skal það tekið fram að hundar mega hvergi ganga lausir innan borgarmarkanna og svo hitt að hundahaldara ber skylda til þess að „fjarlægja saur eftir hundinn á tryggilegan hátt“. Hér um árið var sýnt með við- höfn þegar hundahaldarar fjöl- menntu á Geirsnef til þess að tína upp hundaskít. Ég bað þá um að sýnt væri hvemig hundahaldarar þrífa upp eftir greyin ef þau fá steinsmugu, en þessari hógværu bón var ekki sinnt. Hitt var þó staðreynd að sýnikennsla þessi fór fram í sjónvarpi og staðurinn sem valinn var var Geirsnef. Tedrykkja Hér á dögunum ók ég niður á Geirsnef til að kanna ástandið og sannarlega höfðu hundahaldarar gleymt allri sýnikennslunni. Þarna voru hundar hlaupandi lausbeisl- aðir um allt svæði og skítur við skít. Athygli mína vakti ung frú sem kom akandi inn á svæðið, sleppti hundi sínum lausum og ók svo hringveginn um svæðið og lét hundinn elta bílinn. Hundurinn létti sér svo hlaupin með því að skíta og ekki hafði unga frúin séð þáttinn í sjónvarpinu um hunda- skítshreinsun. í því góða veðri sem þarna var, vöktu aðdáun mína þrjár virðulegar frúr. Þær sátu að tedrykkju í grasinu, sem allt um kring var þakið hundaskít og þrír labrador hundar hlupu kringum þær þyrlandi upp rykinu og hunda- skítnum og að sjálfsögðu lausbeisl- aðir. Svona getur hundalíf í Reykjavík verið menningarlegt að jafnvel góðborgarar sitja f hunda- skítnum og rykinu að tedrykkju inni á Geirsnefi - og hvað em menn svo að kvarta þótt einn og einn hundaskítur finnist á stangli í íbúðarhverfum. Gerist það er lík- lega rétt að hlaupa til, ná sér í kaffi eða tebolla, setjast niður og dást að undmm náttúmnnar og vona að núverandi heilbrigðismálaráðherra fari ekki að ætlast til þess af honum Davíð að hann standi við ómerki- legt reglugerðarákvæði. „Láttu ekki þitt eftir liggja" er slagorð borgarinnar um þessar mundir. Þetta slagorð ættu hundahaldarar borgarinnar að taka til sfn ekki sfður en aðrir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.