Tíminn - 06.10.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.10.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. október 1988 Tíminn 3 Stefnir í allt Úr Prentsmiðjunni Odda, þar sem jólabækurnar eru þegar farnar að streyma úr prentverkinu. Tnnamynd:Árni Bjarna. Útgáfa jólabókanna: Hluthafafundur í Granda h.f.: Ný stjórn í Granda í gær var haldinn hluthafafundur í Granda h.f. og á dagskrá var kosning nýrrar stjórnar. Fráfarandi stjórn ákvað að boða til hluthafafundar eftir að borgarstjórn Reykjavíkur staðfesti sölu hlutabréfa borgarinnar í s.l. mánuði, til þess að nýir eigend- ur gætu tilnefnt nýja menn til setu í stjórn félagsins. Samtímis ákváðu stjórnarmenn fráfarandi stjórnar að segja sig úr henni, þótt kjörtímabili þeirra væri ekki lokið. Eftirtaldir menn voru kosnir í hina nýju stjórn Granda h.f. á hluta- hafafundinum: Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður, Jón lngvarsson, varaformaður, Kristján Loftsson, Gunnar Svavarsson og Benedikt Sveinsson. Varamenn eru: Hjörleif- ur Kvaran, Ólafur Bjarki Ragnars- son og Ragna Bergmann. f fráfarandi stjórn áttu sæti: Ragn- ar Júlíusson, Pröstur Ólafsson, Baldur Guðlaugsson og Þórarinn V. Þórarinsson. Varamenn voru: Hjör- leifur Kvaran, Ólafur Davíðsson og Ragna Bergmann. Átökin við Bifreiðastöð Hafnarfjarðar: að 20% samdrátt Rcykvíkingurinn scm lcgið hcfur á gjörgæslu vegna höfuðáverka scm hann hlaut aðfaranótt sunnudags fyrir utan Bifrciðastöð Hafnarfjarð- ar, lést í fyrrakvöld. Hann var37 ára gamall. Hafnfirðingurinn sem úrskurðað- ur var í gæsluvarðhald í Sakadómi Hafnarfjarðar í fyrradag vegna rann- sóknar málsins var látinn laus síð- Prentsmiðjur landsins eru þessa dagana að taka á sig venjubundna mynd jólavertíðar. Jólabækurnar flæða út úr prentvélunum og þar á eftir er þeim komið í hendur bók- bindaranna sem hnýta á bækurnar viðeigandi skrautbönd. Samkvæmt upplýsingum Tímans má búast við umtalsverðum samdrætti í bókaút- gáfu á þessari vertíð miðað við sl. jólabókavertíð. Menn skjóta á 15- 20% samdrátt. Ástæður fyrir samdrættinum eru, að mati þeirra sem til þekkja, ótti sumra bókaútgefenda við minnkandi sölu í ár vegna kreppu í efnahagslíf- inu. Menn halda að sér höndum vegna ótta við minnkandi bókasölu. Sverrir Hauksson, hjá Prentstofu G. Benediktssonar, segist hafa orðið var við nokkurn ugg hjá svokölluð- um minni spámönnum í bókaútgáfu á þessari vertíð. Hann segir þess nokkur dæmi að menn hafi hreinlega hætt við útgáfu bóka vegna ótta við sölutregðu. Þorgeir Baldursson, for- stjóri Prentsmiðjunnar Odda, tekur undir þetta sjónarmið og segist hafa orðið var við að útgáfa bóka, sem fyrirhuguð var fyrir jólin, hafi verið frestað fram yfir áramót og jafnvel til næstu jólabókavertíðar. Þorgeir segist telja að sú regla gildi almennt að bókaútgefendur haldi sínu striki með útgáfu á þeim bókum sem telja verður víst að seljist en fresti frekar Nýr tónlistarskóli við Eyjafjörð Nýr tónlistarskóli, Tónlistarskóli Eyjafjarðar hefur göngu sína nú í októberbyrjun. Að stofnun skól- ans standa sveitarfélög við Eyja- fjörð, á svæðinu frá Grenivík að austan inn Eyjafjörð, og norðan Akureyrar allt norður í Arnarnes- hrepp, að Öxnadal og Hörgárdal meðtöldum. Skólanum er ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir kennslu í hljóð- færaleik á svæðinu, en til þessa hafa nemendur þurft að sækja mestalla tónlistarkennslu til Akur- eyrar. Kennsla mun fara fram í grunnskólanum á venjulegum skólatíma, og munu kennarar ferð- ast milli skólanna og kenna, en góð reynsla hefur fengist af slíku fyrir- komulagi annars staðar frá. Gert er ráð fyrir að flestir nem- endur skólans verði byrjendur, og kennt verði á píanó, gítar, bassa og ýms blásturshljóðfæri. Þá er einnig gert ráð fyrir forskóla. Skólastjóri hins nýstofnaða tónl- istarskóla er Atli Guðlaugsson. HÍA útgáfu þeirra líklegra sölutregðu- bóka. Örlygur Hálfdánarson, bókaút- gefandi, segirað í raun sésamdráttur í bókaútgáfu eðlilegur sökum þess að á sl. ári hafi verið offramboð á bókamarkaðinum. Hann kannast ekki við að bókaútgefendur haldi mjög að sér höndum vegna ótta við minni kaupgetu almennings. Að sögn Örlygs er ekki hægt að segja um að svo stöddu hvað jóla- bókin muni kosta í ár. Hann telur þó að hækkun bóka frá fyrra ári verði aldrei undir 20-25%. „Nokkur hækkun bóka er óhjákvæmileg vegna þess að allur kostnaður við bókaútgáfu hefur aukist, sem dæmi hefur pappír hækkað umtalsvert í verði,“ segir Örlygur. Jólabókavertíðin hefur löngum verið hápunktur starfsárs prent- smiðja. Svo vcrður einnig nú þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í bóka- útgáfu. Sverrir Hauksson, hjá Prent- stofu G. Benediktssonar, segir að 15-20% samdráttur hafi ekki úrslita- þýðingu fyrir afkomu prentsmiðj- anna, prentun bóka sé ekki nema hluti af starfsemi þeirra. Sverrir segir hinsvegar það ekkert launun- garmál að menn séu mjög kvíðafullir um afkomu prentsmiðja á fyrstu mánuðum næsta árs. Hann segir að fyrstu mánuðir ársins séu alltaf með daprara móti en hinsvegar óttist menn að fyrstu mánuðir næsta árs verði hreinlega stcindauðir. Ástæð- una fyrir því telur Sverrir m.a. þá að sum tímarit muni leggja upp laup- ana, en prentun á þeim er verulega stór liður í starfsemi sumra prent- smiðja. óþh degis í gær, þar scm ckki þótti ástæða til að halda honum áfram vegna upplýsinga scm fram komu í gær. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að frekari rannsókn málsins. ______________-ABÓ Slasaður sjómaður Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann um borð í Aðal- víkina KE sem stödd var um 70 sjómílur út af Reykjanesi í fyrradag. Hjálparbeiðni barst um níuleytið og var maðurinn kominn á Borgarspít- alann á ellefta tímanum. Hann mun hafa slasast illa á hendi. -ABÓ Ráðuneyti aðstoðar skólatannlækningar Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið mun aðstoða nokkur sveitarfélög við skipulagningu skóla- tannlækninga næsta vetur og verður aðaláherslan lögð á skólabörnin í heilsugæsluumdæmunum í Hafnar- firði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarn- arnesi og Mosfellsbæ. Verið er að senda í pósti eyðublöð til skólabarna á þessum svæðum, sem foreldrar og tannlæknar eru beðnir um að útfylla. Mikilvægt er að góð samvinna takist við viðkomandi aðila um fram- kvæmdina, enda eru skipulegar skólatannlækningar ein mikilvæg- asta forsenda fyrir góðri tannheilsu barna og unglinga. Felast þær m.a. í reglubundinni fræðslu, eftirliti og fyrirbyggjandi aðgerðum auk tann- viðgerða. Tannverndarráð sem starfar á veg- um ráðuneytisins mun í samvinnu við Námsgagnastofnun senda fræðsluefni til grunnskólabarna á landinu eins og undanfarin ár. Um er að ræða bæklinga og endurskins- merki. Jafnframt er þeim tilmælum beint til kennara að fjallað verði um tannvernd eftir því sem við verður komið við afhendinguna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.