Tíminn - 06.10.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.10.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 6. október 1988 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Verndun sparifjár Sú réttmæta krafa er gerö til ríkisvaldsins að sparifé almennings sé verndaö fyrir því að rýrna í verðbólgu. Þessari kröfu er skylt að fullnægja og beita í því sambandi þeim ráðum, sem duga við íslenskar aðstæður. Núverandi ríkisstjórn hefur á stefnuskrá sinni að vernda sparifé hins almenna sparifjáreiganda. Pað er gert með því að höfuðstóll sparifjárinnstæöna er verðtryggður og greiddir eru vextir að auki. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar vinna vitandi vits að því að telja sparifjáreigendum trú um að ríkisstjórnin ætli að brcyta um stefnu að því er varðar verndun sparifjár. Hér er um áróður að ræða, sem skynsamt fólk ætti að varast. Núverandi ríkisstjórn mun beitast fyrir því að skynsamlcg lánsfjár- og vaxtastefna ríki í landinu. Slík stefna miðar að því að sparifé rýrni ekki, að sparifjáreigendur hafi eðlilegar vaxtatekjur og að vaxtabyrði atvinnuvega og heimila sé viðunandi. Gengið er út frá þeirri meginstefnu að skuldarar endurgreiði skuldir sínar fullu verði, en vextir séu hóflegir. Að sjálfsögðu kemur ekki til greina að hverfa til þeirrar vaxtastefnu og sparifjárviðhorfa, sem ríktu frá því á heimsstyrjaldarárunum síðari fram til loka síðasta áratugar. Engum dettur slíkt í hug. í rauninni brást bankakerfi þessara áratuga skyldum sínum gagnvart sparifjáreigendum. Bankakerfið lagði ekkert til málanna sem að gagni mátti verða til að vernda sparifé í verðbólgu. Hins vegar urðu ýmsir stjórnmálamenn til þess að vekja athygli á ranglæti sparifjárstefnu bankakerfisins á þessum árum. M.a. var hugmyndin um beina verðbólgu- tryggingu almenns sparifjár áhugaefni ýmissa al- þingismanna, ekki síst úr Framsóknarflokknum. Hins vegar eygðu forráðamenn bankakerfisins ekki leið til þess að framkvæma slíka hugmynd. Þess vegna rýrnaði sparifé almennings í verðbólg- unni í 35^f0 ár. Það eróþurftarverk, þegar stjórnarandstæðingar og forsprakkar okurstefnu í lánsfjármálum, affalla- sérfræðingar og víxlarar gráa markaðarins, taka sig saman um að notfæra sér gamalgróinn ótta spari- fjáreigenda við arðrán verðbólgunnar, til þess að viðhalda eigin gróðaaðstöðu á peninga- og lánsfjár- markaði. Almennur sparifjáreigandi og verðbréfabraskari eiga enga samleið. Afstaða ríkisvaldsins til þessara tveggja hópa hlýtur auk þess að vera mismunandi. Ríkisvaldinu ber að vernda hagsmuni sparifjáreig- andans fyrir fjárhagsáföllum í verðbólguþjóðfé- lagi. Núverandi ríkisstjórn heldur uppi slíkri verndarstefnu gagnvart sparifjáreigendum. Hins vegar þarf ríkisvaldið að vernda þjóðfélagið, almenning og atvinnulífið, fyrir fjármálabraski víxlarastéttarinnar og þeirra, sem auðgast í skjóli okurstarfseminnar. Hitt er annað mál að verðbólguhjöðnun og lágt verðbólgustig er varanlegasta vörn gegn verðrýrn- un sparifjár og tryggir best hagsmuni lántaka. Illllllllllllllllllllí GARRI Útlendir kaupmenn Kjötmiðstööin hefur fengið sex vikna greiðslustöðvun: Verslunarkeðjan Targe íhugar kaup á hlutafé Kjölmiðsifödin hrfur áll i viðrsrðum við Ivarr erlcndar vrnlunarkeðjur um kaup á hlul í f)rirt*kinu oj- komu Ijóri menn hinKað til landv i viðuvtu viku frá Tarj-el i Brellandi <iK állu viðneður við eiKendur Kjölmiðvliiðvarinnar. Þá vonavt eiKendur KJölmiðvlöðvarinnar cinniK lil þess að hclKívka vcrvlunarkcðjan Del llills sýni fyrirlarkinu áhuKa. A8 vógn Hiafnv Bachmann. Kjölmiðsloðvannnarhf. vcnðveld ■ uðusiu minuðum. að vcrsluninm Á miðöldum l>juKKu ístendingar við harða áþján litlendra kaup- nianna. Á öldinni sem leið áttu þeir í langvinnu slriði við að ná versluninni úr liöndum þeirra. Nú cr hins vegar svo að sjá að ýmsir vilji fara að fá útlcndu kaupmenn- ina aftur inn í landið. Frctl um þella kom hér í Tíinan- um á laugardaginn. Þar sagði að einar tva;r útlcndar verslanakeðjur væru í sigtinu sem hugsanlegir meðcigendur í Rjötmiðstöðinni í Garðahæ. Þessi verslun á í erfið- leikuni og í fréttinni er haft eftir kaupmanninum að það sé fyrst og freinst fjármagnskostnaður sem hún sé að sligast undan. Nii er það svo sem engin störfrétt þö að fyrirtæki eigi í erfiðleikum af þessum ástæðum. Síðustu tvö miss- erin hafa fyrirtæki út um allt land veriö vægast sayt hart keyrð út af því livað fjármagnskostnaður þeirra hefur rokið upp. En ekki hafa þö farið af því sögur að þau hlypu svona almcnnt upp til lianda og föta og leituöu að útlcndum kaupinönnum til að koma sér til bjargar. Harðnandi samkeppni Nú undanfarið hefur samkeppni í matvöruverslun farið síharðnandi á höfuöliorgarsvæðinu. Eins og menii vita kcmur þetta í kjölfar frjálsrar álagningar og nýrra versl- unarhátta. Hér hafa risið upp stórmarkaöir scm lækka vöruverðið mcð því að selja mikið og hafa hraða umsetn- ingu. Þar hafa tvær verslanir veriö í fararbroddi, Hagkaup og Mikli- garður. Aðrar búðir hafa svo oröið að keppa við þctta, og helstu mótleikir þeirra hafa verið aukin þjónusta, ásamt því vitaskuld að þær eru nær viðskiptavinum sínum og spara þeim þannig talsverð fcröalög. Á sama tima hefur markaðnum auk þess vcrið tröllriðið af frjáls- bygfijunni. Samkvæmt henni eiga þær verslanir, sem ekki standa sig, einfaldlega að fara á hausinn og hætta. Ýmsuni þykir þetta kannski grimmdarlega liugsað, en svona er nú frjálsfiyggjan. Hún gerir ekki ráð fyrir neinni miskunnsemi. En hitt er annað mál að það hcfur margoft verið á það bent á liönum árum að fátt væri líklegra en að útlendar keðjuverslanir gætu haft áhuga á aö setja sig niöur hérna. Slík fyrirtæki reka gjarnan verslanir í stórborgum víða um heim, og eftir þvi sem stórhorgar- bragur höfuðborgarinnar eykst þá aukast einnig líkurnar á því að þessi fyrirtæki fari að sækja hingað. í Ijósi þessa eru viðbrögð þcirra í Kjötmiðstöðinni kannski skiljan- leg. í varnarbaráttu sinni séu menn þar að horfa til þess möguleika að fá útlenda keðjuverslun til að hlaupa í skarðið og bjarga fyrirtæk- inu. Spurning um stefnu En hitt cr annað mál að hér er að ýmsu fleiru að gá. Þó að nokkuð liali verið saumað að verslunum mcö því að hleypa þeim út í verösamkeppni þá er ekki þar með sagt að ætlunin geti vcrið að ganga af allri innlendri verslun dauðri. Við íslendingar erum hvað scm öðru líður ekki það aumir að við getum ekki haldið uppi nokkuð myndarlcgri innlendri verslun. Þá væri illa komið vorum hag. Til allrar hamingju er enn cnginn skortur á verslunum á höfuðborg- arsvæðinu, og verður heldur eng- inn tilfinnanlegur þó að þeiin fækki hugsanlega um eina. Hætt cr líka við að hitt fari illa í marga ef þeim er allt í einu ætiað að fara að kaupa í matinn hjá útlcnduni kaupmanni. Auk þess verður ekki öðru trúað en aö núverandi óróatímabil í verslun gangi hér yfir innan tíðar. Að minnsta kosti ættu forráöa- menn vcrslana að geta andað tals- vert léttara ef núverandi ríkissfjórn tekst á næstu niánuðum að lækka fyrir þá fjármagnskostnaðinn. Og ekki verður öðru trúað en að upp úr því fari hér aftur að skapast hæfileg festa í verslanamálunum. En Garri álítur að í hitt verði að fara varlega að hleypa útlending- unum hér inn í verslanareksturinn. Þó ekki sé nema fyrir þá sök að bætt er við að slíkar húðir myndu hnappast saman í Reykjavík og á örfáum öðrum stærstu þéttbýlis- stöðunum, og þá enn á kostnað verslunar í dreiftiýli. Trúlega verð- ur okkur ölluin hallkvæmast að reyna að búa þannig um hnútana að hér sé í framtíðinni rekin sæmi- lega sterk innlend verslun, sem taki nokkuð jöfnum höndum mið af þörfum allra landsmanna. Garri. !llllill]lllll VÍTT OG BREITT llllllllllllllllll^ GJALDÞROTAPYTTUR FRJÁLSHYGGJUNNAR Við stjórnarskiptin brá svo við að Mogginn fór að velta efnahags- málum fyrir sér og sem vænta má viðrar hann yfirgripsmikla þekk- ingu sína á fyrirbærinu enda vitinu fyrir að fara á þeim bæ þegar fjármagnshreyfingar eru annars vegar. Að mati blaðsins var hér allt í sómanum þegar vextir og annar fjármagnskostnaður var að koll- steypa öllu atvinnulífi og þá fyrst og fremst framlciðsluatvinnuveg- um og frelsið til að stefna hátt í eignasöfnun og gjaldþrotum var að komast í algleymi og viðskipta- jöfnuðurinn svo kolbrjálaður að ekkert gat staðið undir óhófsinn- flutningnum annað er stórauknar erlendar lántökur. Enn hefur fátt eitt verið gert til að snúa þessari þróun við en núver- andi ríkisstjórn hefur haft uppi nokkra tilburði til að hægja á gönuhlaupinu og kynnt ráðstafanir sem koma eiga í veg fyrir gjald- þrotakollsteypur fyrirtækja og heilla atvinnugreina. Töframeðul frjálshyggjunnar í efnahagslegu kviksyndi er heiti á leiðara gærdagsins í Mogga og þar heitir að núverandi valdhafar ætli sér að stunda einhvers konar fjárhættuspil með efnahagslíf þjóð- arinnar og er ekki annað að skilja á skrifunum en að væntanlegar ráðstafanir séu upphaf og endir þeirra efnahagslegu ófara sem blaðið líkir við kviksyndi. Einsogflestirvita koðnaði síðasta ríkisstjórn niður vegna þess að hún stefndi beint í efnahagslegt kvik- syndi og var engin leið að koma íhaldinu í skilning um að stefnu- breytingar var þörf. Efnahags- og atvinnulífi var orðið bumbult af töframeðulum frjálshyggjunnar en hvergi mátti slaka á rétttrúnaðin- um, þótt jafnvel brauðfæturnir væru farnir að gefa sig undir fjár- mögnunarsjóðum sem ekki stóðust lengur eigið vaxtaokur. Efnahagsstefnu núverandi ríkis- stjórnar verður að meta í Ijósi þess ástands sem forsætisráðherra síð- ustu stjórnar neitaði að horfast í augu við. Buslugangurinn í kvik- syndinu er afleiðing óráðsíu og fyrirhyggjuleysis og urnfram allt grófrar misnotkunar á því frelsi sem halda á jafnvægi markaðarins og kennt er við frjálshyggju en mun ekki síður í ætt við óslchyggju. Árangur óskhyggjunnar I hugleiðingunum um kviksynd- ið telur Moggi að ekki hafi verið tekin of stór skref í einu til aukins frjálsræðis í viðskiptalífinu. Fagurt dæmi þar um er að árangurinn af frjálsri álagningu í verslun og við- skiptum sem ríkir í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu, sent óum- deilanlega hefur lækkað vöruverð verulega, segir Moggi. Vissulega er álitamál hvort verð- lag á matvælum er tiltakanlega lágt á svæðinu eða annars staðar. En hitt er á allra vitorði að margar verslanir, stórar og smáar. hafa orðið gjaldþrota á síðustu mánuð- um og vikum og aðrar ganga kaup- um og sölum og fæstir vita hvort verið er að selja eignir eða skuldir. Matvörukaupmenn kvarta sáran yfir að enginn rekstrargrundvöllur sé lengur fyrir áframhaldandi rekstri fyrirtækja þeirra og kenna þeir um drápsklyfjum fjármagns- kostnaðar og harðari samkeppni en svo að fyrirtækin getið staðið undir. En ekki er aldeilis maðkurinn í mysunni í vaxtamálum í kviksynd- isskrifunum. Blessunarlegur árangur vaxtafrelsisins er sá, að atvinnufyrirtæki og einstaklingar hafa átt greiðari aðgang að lánsfé og atvinnufyrirtækin eru ekki jafn háð viðskiptabönkum sínum og áður vegna starfsemi fjárfestingar- fyrirtækja og kaupleigufyrirtækja. Mikið er það lán fyrir fyrirtæki sem bankar treystast ekki til að lána fé að geta einfaldlega farið í stofnanir sem lána með mun hærri vöxtum. En skuldadagar koma fyrr en varir og linnulausar fréttir um gjaldþrot á gjaldþrot ofan berast frá margs kyns fyrirtækjum um land allt, allt er að sigla í harða- strand í heilum byggðarlögum vegna vanskila og eins og fyrr er frá greint eru jafnvel fjármögnunar- sjóðir komnir í súpuna, eða kvik- syndið, eins og Mogga þóknast að kalla efnahagsástandiö. Blaðið klykkir út með því að vinstri stjórnin sé að leiða þjóðina út í botnlaust fen, en lælur þess auðvitað hvergi getið í hvers konar gjaldþrotapytt frjálshyggjan var búin að leiða hana út í. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.