Tíminn - 06.10.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.10.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Fimmtudagur 6. október 1988 FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ Gjöf Jóns Sigurðssonar Samkvæmt reglum skal veita fé úr sjóönum Gjöf Jóns Sigurðssonar „til verðlauna fyrir vel samin vísindaleg rit og annars kostar til þess að styrkja útgáfu merkilegra heimildarita". Heimilt er og að „veita fé til viðurkenningar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa vísindarit í smíðum“. Öll skulu rit þessi „lúta að sögu íslands, bókmennt- um þess, lögum, stjórn og framförum“. Þeir sem óska að rit þeirra verði tekin til álita um verðlauna veitingu skulu senda nefndinni eitt til þrjú eintök. Æskilegt er að umsögn viðurkenndra fræðimanna, sérfróðra um efni ritsins fylgi. Framangreind gögn skulu send í Forsætisráðu- neytið, Stjórnarráðshúsinu, 150 Fteykjavík, en stíluð til verðlaunanefndarinnar, fyrir 15. nóvember næstkomandi. Reykjavík, 3. október 1988 VERÐLAUNANEFND GJAFAR JÓNS SIG- URÐSSONAR Magnús Már Lárusson, Sigurður Hróarsson, Sigurður Líndal. Laxveiðimenn - Stangveiðifélög Vatnasvæði Breiðdalsár er laust til leigu nú í haust. Á svæðinu hafa veiðst 200 laxar og 800-900 silungar til jafnaðar 3 síðustu árin. Tilboðin óskast fyrir 20. október. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar gefur formaður Veiðifélags Breiðdæla, Sigurður Lárusson, Gilsá, 760 Breið- dalsvík, sími 97-56787. IIII!!!![|I!I!!!I!IIIII!!!!III!II!II!!!!!I!!IIIIIIIIJI!I »!l!lllll!l!!!líFlokkSStarfj!!!lllll!!llllllll|l!»|||||||l!!lllll!!||||||||||!l||||!lií!i! Félag framsóknar- kvenna í Reykjavík Fundur í Nóatúni 21, mánudaginn 10.10. kl. 21. Dagskrá: Nordisk Forum í máli og myndum: Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og Ingibjörg Magnúsdóttir frá Kvenfélagasambandi íslands. Mætiö vel. Stjórnin. Keflvík - Suðurnes Fundur verður í Framsóknarhúsinu Keflavík laugard. 8. október. Hefst kl. 14.00. Jóhann Einvarðsson ræðir stjórnmálaviðhorfið. Almennnar umræður. Svæðisráð framsóknarmanna Norðurlandskjördæmi vestra Kjördæmisþing verður haldið dagana 29. til 30. okt. n.k. í félagsheimil- inu á Blönduósi. Þingið hefst kl. 14. Dagskrá auglýst síðar. KFNV illllllllll DAGBÓK Jón Þór Gíslason sýnir nú í Gallerí Borg Gallerí Borg: Jón Þór sýnir Jón Þór Gfslason opnar sýningu á vcrkum sínum í Gallcrí Borg Pósthús- strtcti 9, í dag kl. I7. Jón Þór Gíslason cr ftcddur í Hafnar- tirói 2. mars IÓ57. Hann lauk námi frú málaradcild Myndlisla- og handíðaskóla fslands I98I. Þctta cr fjórða cinkasýning Jóns Þórs. Á sýningu hans nú cru olíu- málvcrk og tcikningar. Sýning Jóns Þórs cr opin virka daga kl. KFIKog um helgar kl. 14-18. Hcnni lýkur þriðjudaginn I8. októbcr. Hljómsveitin Tiglar leikur fyrir dansi í Templarahöllinni. S.G.T.: Félagsvist og dans í Templarahöllinni Föstudaginn 7. okt. hefst vetrarstarf- semi S.G.T. mcö fclagsvist og dansi í Tcmplarahöllinni, Eiríksgötu 5. Vegleg kvöldverölaun veröa veitt í félagsvistinni, sem hefst kl. 21 en dansinn síöan kl. 22.30. Hljómsveitin Tíglar leikur fyrir dansi til kl. I.30 og veröa leiknir bæöi gömlu dansarnir og samkvæmisdansar. Allir sem vilja skemmta sér án áfcngis eru hvattir til aö mæta. Miöasala hefst kl. 20.30. Húnvetningafélagið Félagsvist laugardaginn 8. okt. kl. 14. Spilaö í Húnabúö, Skeifunni 17. Vetrarfagnaöur félagsins veröur laug- ardaginn 22. október í Félagsheimili Sel- tjarnarness. Allir velkomnir. Bæklingur frá ITC Landssamtök ITC hafa gefiö út nýjan bækling til kynningar á starfi sínu. Par er getiö um markmið og leiöir samtakanna. Veröur bæklingnum dreift til allra deilda sem starfa víös vegar um landið. Alþjóöasamtök ITC (áöur málfreyjur), eru ein af fjölmennustu félagasamtökum heims, sem starfa eingöngu á fræöilegum grundvelli og án gróöasjónarmiöa. Innan þeirra eru aöilar frá 25 löndum víös vegar um heim. Markmið samtakanna er aö efla hæfileika til samskipta og forystu, auka starfsafköst og styrkja sjálfstraust félagsmanna sinna. Upplýsingar um samtökin veita blaöa- fulltrúar ITC á íslandi: Hjördís Jensdóttir í síma 91-289%, Jónína Högnadóttir í síma 94-3662, Guörún Norödahl í síma 91-46751 og Marta Pálsdóttir í síma 91-656154. Vetrarstarf ITC-deildanna (Áður málfreyjur) Vetrarstarf ITC-deildanna um land allt er nú að hefjast. l-ráð ITC á íslandi heldur fyrslu ráðsfundi sína 8. og 9. október. Fyrri fundurinn, laugardaginn 8. október cr haldinn af ITC-deildinni Ýr á fundarstað dcildarinnar að Síðumúla 17, R. og hefst skráning kl. 12.3(1. Kvöldfundur verður haldinn í Átthaga- sal Hótel Sögu og hefst kl. 19.30. Síðari fundurinn, 9. októbcr er í umsjá ITC-deildarinnar Hörpu. Sá fundur er haldinn í Húsi verslunarinnar og hefst kl. 9.30. Innan I-ráðs ITC á íslandi eru dcildirn- ar: Brellur Patreksfirði, Stöllur Tálkna- firöi. Bylta Bíldudal. Gná Bolungarvík, Harpa Reykjavík og Ýr Reykjavík. Fyrirlestur í HÍ: Kennsla I sjávarútvegsfræðum I Álaborg í dag flytur Henning Poulsen, lektor viö Háskólann í Álaborg (Aalborg Un- iv^H^rtetscenter) fyrirlestur í stofu 158 í húsi verkfræöideildar Háskóla íslands viö Hjaröarhaga 6. Fyrirlesturinn hefst kl. 17.15. Fyrirlesturinn nefnist: Kennsla í sjávar- útvegsfræðum viö Háskólann í Álahorg, reynsla síðustu ára og veröur fluttur á dönsku. Öllum er heimill aögangur meöan hús- rúm leyfir. Friðarömmur I kvöld kl. 20.30 halda Friðarömmur fund á Hótel Sögu. Þórdís Þórðardóttir fóstra heldur erindi um friðaruppeldi fóstra. Allar ömmur velkomnar. Kópavogsbúar Nýr umboðsmaður Tímans í Kópavogi er Linda Jónsdóttir, Holtagerði 28, sími 45228. Þakkarávarp Ég þakka félagi aldraðra í Borgarnesi og öðrum vinum fyrir viðtöl, blóm og gjafir á 98 ára afmælis- daginn 4. október. Blessunaróskir mínar fylgja ykkur öllum. Þorsteinn Kristleifsson Úlfur Gunnarsson heiðursborgari ísafjarðarkaupstaðar og fyrrverandi yfirlæknir Fjórðungs- sjúkrahússins á ísafirði veröur jarösunginn frá kapellu ísafjarðarkaupstaðar í Menntaskólan- um á ísafirði föstudaginn 7. október kl. 14. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði njóta þess til tækja- kaupa. Fyrir hönd fjölskyldu hins látna og bæjarstjórnar ísafjarðar. Bæjarstjórinn á ísafirði. Haustvaka Norræna félagsins I Kópavogi Norræna félagiö í Kópavogi efnir til Haiistvöku í Félagsheimilinu þar í kvöld. fimmtudag 6. október. og hefst hún kl. 20.30. Á Haustvökunni les Herdís Porvalds- dóttir leikkona upp, en önnur dagskrár- utriði koma frá vinabæ Kópavogs í Dan- mörku, Óöinsvéum, sem heldur hátíölegt 1000 ára afmæli sitt á þessu ári. Segja má því aö Haustvakan sé aö þessu sinni helguð kynningu á Óðinsvéum. Skt. Klemenskórinn syngur undir stjórn Kir- sten Poulsen og Lars Christensen kennari segir frá Óöinsvéum og sýnir litskyggnur þaðan. Öllum er hcimill aögangur. Félag eldri borgara Opiö hús i Goöheimum, Sigtúni 3. í dag. Kl. 14: Frjáls spilamennska. Kl. 19.30: Félagsvist, hálft kort. Kl. 21: Dans. Námskeið í Tómstundaskólanum hefj- ast bráðlega. Kennslugreinar: enska, danska, þýska, sænska, Ijósmyndun, skrautritun og bókband. Leitið nánari upplýsinga hjá Tómstundaskólanum í síma 62 14 88. Norðurlöndin og 1992 Föstudaginn 7. október heldur dr. Carl B. Hamilton, dósent viö Alþjóðahag- fræöistofnunina viö Stokkhólmsháskóla, opinberan fyrirlestur í Viöskipta- og hag- fræðideild Háskóla íslands um afstööu Norðurlanda til Evrópubandalagsins. Fyrirlesturinn veröur fluttur á ensku og fer fram í Odda, stofu 101, og hefst kl. 16.15. Allir eru velkomnir. Alþýðubandalagið Kópavogi Félagsvist hefst í Þinghól, Hamraborg 11, mánudaginn 10. okt. nk. kl. 20.30. Spilað veröur annan hvern mánudag, alls 5 kvöld. Veitt veröa kvöldverölaun og ein heildarvcrölaun. Allir velkomnir. Sálvaxtarnámskeið Utn næstu helgi verður haldið nám- skeið í lífefli þar sem leiðbeinandi er sállæknirinn David Boadella. Hann hefur margoft komið til íslands á fyrirlestrar- ferðum sínum og stóð m.a. fyrir lífeflis- námi á árunum 1981-83 hérlendis. í námskeiðinu verður kennt að losa um djúpliggjandi strcitu í líkamanum sem hamlar gegn eðlilegum tjáskiptum og tilfinningatengslum. Notaðar verða öndunar-, nudd-, slökunar- og sam- skiptaæfingar í þessum tilgangi. Kynning á námskeiðinu fcr fram á matsölustaðnum „Á næstu grösum", Laugavegi 20B, fimmtudagskvöldið 6. október. Frckari upplýsingar fást hjá Þrtdrangi í síma 622305 milli kl. 10-20. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opiö allan sólarhringinn og aöstoö fyrir konur sem beittar liafa veriö ofbeldi í heimalnisum eöa oröiö fyrir nauögun. Símiiin er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. Forsíðumyndin er af Guðbjörgu Gissur- ardóttur og Theodóru Hannesdóttur í peysum, sem uppskríft er að í blaöinu L0PI0GBAND 3. tbl. ’88 í þessu blaði er fjallað um ýmsa þætti sem tengjast fjölþættum áhugasviðum, og blaðið hefur tekið nokkrum stakka- skiptum. Nýr þáttur „Að sauma sjálfur" hefur nú göngu sína, en fjölmargir áskrif- endur höfðu óskað eftir slíku efni. Þættin- um fylgja ítarlegar leiðbeiningar, Ijós- myndir og snið. Fatnaðurinn er að þessu sinni fyrst og fremst þægilegur en jafn- framt fallegur og hentugur við margvísleg tækifæri. Sigrún Ólafsdóttir fatahönnuður í París fjallar um haust- og vetrartískuna; efni, snið og litaval á komandi vetri. Snyrtivörukynning á vöru fyrir húð og hár er einnig á síðum blaðsins, og að auki umfjöllun um nýjungar á sviði ilmefna. Að vanda eru í blaðinu úrval sérhann- aðra prjónauppskrifta ásamt tilheyrandi ljósmyndum. Flíkurnar eru jafnt fyrir börn sem fullorðna, má geta um fjöl- skrúðugar og fljótprjónaðar bamapeysur. Þá er þáttur um „Heilsufæði", matar- gerð og neysluvenjur auk annars efnjs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.