Tíminn - 06.10.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.10.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 6. október 1988 Tíminn 15 ___MINNING____________ ___ Óskar Sigurðsson bóndi Hábæ, Þykkvabæ Fæddur 13. október 1906 Dáinn 25. september 1988 Vor œvi slutlrar stundar er stefnd til drottins fundar, að heyra lífs og lidins dóin. En mannsins sonar mildi skal máttug standa í gildi. Hún boðast oss í engils róm. Svo helgist hjartans varðar. Ei hrynur tár til jarðar í trú, að ekki ralið sé. 1 aldastormsins straumi og stundarbarnsins draumi oss veita himnar vernd og hlé. Höf. Einar Benediktsson Afi var fæddur að Hábæ, sonur hjónanna Sigurðar Ólafssonar, bónda í Hábæ, og Sesselju Ólafs- dóttur frá Hávarðarkoti. Hann var tvíburi en systir hans lést í fæðingu. Afi átti einn bróður, Ólaf hrepp- stjóra í Hábæ, sem nú er látinn. Þeir bjuggu báðir á föðurleifð sinni og voru þeir sjöundi ættliðurinn sem þar bjó. Langafi var sonur Ólafs Ólafsson- ar, sem fæddist 1842 í Krosshjáleigu en varð síðar bóndi í Hábæ. Hans faðir var Ólafur Sigurðsson, fæddur á Vatnsbóli 1811, Jónssonar frá Hallgeirsey í A.-Landeyjum, fæddur 1773. En systir hans var Guðrún, móðir Tómasar Sæmundssonar skálds. Jón Ólafsson, faðir Sigurðar frá Hallgeirsey, fæddur 1757, var sonur Ólafs Ólafssonar frá Kirkju- landi en móðir hans var Guðfinna Magnúsdóttir, kona Ólafs í Miðkoti í V.-Landeyjum, fæddur 1703. Guð- finna var dóttir Magnúsar Jónsson- ar, prests á Breiðabólstað, fæddur 1611, Sigurðssonar prests á Breiða- bólstað, fæddur 1588, Einarssonar, einnig prests á Breiðabólstað, fædd- ur 1562, Sigurðssonar prests og sálmaskálds í Eydölum, fæddur 1538. Afi kvæntist árið 1930 Steinunni Sigurðardóttur, sem ættuð var frá Akranesi, og átti með henni fjórar dætur. Þær eru: Halldóra, gift Tóm- asi Guðmundssyni frá Vestmanna- eyjum; Jóna Birta, gift Gísla Jóns- syni frá Ólafsvík; Ragnhildur, gift Svavari Guðbrandssyni frá Ólafsvík og Sigurlín Sesselja. Steinunn amma dó ung af barnsförum en afi átti því láni að fagna að eignast annan lífsförunaut, Ágústu Árnadóttur frá Vestmannaeyjum, sem nú lifir mann sinn. Með henni eignaðist hann fósturdóttur, Árnýju Elsu Tómas- dóttur. Hún er gift Valdimar Jóns- syni frá Selfossi. Afkomendur afa fylla orðið fjórða tuginn. Afi fór ungur til sjós og var nokkrar vertíðir á bát í Vestmanna- eyjum. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á sjómennsku og fylgdist af alhug með aflabrögðum Vestmanna- ■eyinga fram á síðustu ár. Hann átti margar góðar minningar frá þessum árum. Hann reri og með öðrum sveitung- um frá Þykkvabæjarfjörumeðgamla laginu og var sérlcga fiskinn. Hefur það verið góð búbót á þessum árum. Hann var með í síðasta róðrinum sem farinn var frá sandinum á áttær- ingi. Sá róður varð allsögulegur því bátnum hvolfdi í lendingu. Til allrar hamingju komust allir lífs af. Svo merkilega tókst til að ljósmynd var tekin á því andartaki er bátnum var að hvolfa. Er þessi mynd einstök í sinni röð. Árið 1930 keypti afi Jaðar. húsaði jörðina og flutti þangað til búskapar 1933 en hann hafði áður haft hús- næði í Hábæ hjá foreldrum sínum. Hann flytur svo að Hábæ 1 árið 1943 og bjó þar síðan eða þar til heilsunni hrakaði og hafa afi og amma notið aðhlynningar á Lundi á Hellu síð- ustu fvö ár. Afi var framsækinn og stórhuga bóndiogvar' nn afbrautryðjendum kartöflurækt i í Þykkvabæ. Hann var skjóthug g tileinkaði sér fljótt tækninýjung:' því sviði. Auk kart- öfluræktar v; ann með fé, kýr og hesta. Ég var sjö gömul þegar ég fór fyrst í sveitina til afa fyrir alvöru. Það var þá sem við Steinunn fórum á engjar sem ráðskonur með matinn hennar Gústu sem hún hafði tilreitt af svo mikilli natni fyrirlitlarstúlkur. Afi tjaldaði og við tókum upp potta og pönnur og kveiktum á prímus, lögðum á borð og afa fannst „frænkur" sínar vera vænar. Og litlu stúlkurnar voru mjög hreyknar, þá ekki nema sex og sjö ára. Þetta voru fyrstu sporin stigin til manns að hciman. Mér hefur oft verið hugsað til þessara gæfuspora. Það var öðru sinni þegar ég var barn að aldri að amma þurfti að bregða sér í höfuðstaðinn að ég hélt heimili fyrir afa. Ég kunni lítið fyrir mér í matseld en mér var svo mikið í mun að standa mig í fjarveru ömmu að ég fór á fætur fyrir allar aldir og baksaði við fíringuna áður en afi kom niður eftir fjósamál. Og hann kom niður í hafragraut allmis- jafnan; hann kom í hádegismat, fiskurinn illa soðinn og kartöflurnar hálfliráar. En afi sagði alltaf: Mikið eru þetta góðar og mátulega soðnar kartöflur. Ég hef oft hugsað um þetta síðan. Þarna vorurn við að borða hálfsoðn- ar kartöflur, að mér fannst, en kartöflubóndinn bar glöggt skyn á meðferð framleiðslu sinnar. Ali hafði unun af góðum mat enda var hann vel þekktur kjötiðnaðarmaður. Hann var snillingur í vinnslu á hrossakjöti og var eftirsókn í bjúgun, sem hann gcrði og reykti sjálfur, svo og saltaða kjötið hans. Það var mikils virði að fá að dvcljast á sumrin með afa og Gústu. Á fjölmennu heimili. þar sent mikið var umleikis, var alltaf glatt á hjalla í borðstofunni að loknum löngum vinnudegi, enda var afi hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Hann hafði frá mörgu að segja og þótti gaman að hlusta á frásagnir annarra. Afi hefur lokið langri og viðburða- ríkri ævi sem við minnumst og þökkum samfylgdina. Við vottum eftirlifandi konu hans og dætrum dýpstu sarnúð. Ágústa, Tryggvi og börn 26. þing SÍBS verður haldið dagana 14.-16. október 1988 og verður sett að Hótel Sögu (hliðarsal A, 2. hæð) föstudaginn 14. okt. kl. 1330 stundvíslega. Athygli er vakin á því að í tilefni 50 ára afmælis SÍBS verður hátíðardagskrá að viðstöddum for- seta íslands í Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 14. október, og hefst hún stundvíslega kl. 1500. Stjórn SÍBS t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Albert Gunnlaugsson Þingholtsbraut 23, Kópavogi verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 11. október kl. 13.30. Blóm afbeðin, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjúkrunar- heimilið Sunnuhlíð. Katrín Ketilsdóttir Guðni Albertsson Þórkatla Albertsdóttir Sigurjón Hallgrímsson Guðlaug Albertsdóttir Sveinn Oddgeirsson Heiðar Albertsson Guðbjörg Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn t Útför Bjargar Árnadóttur Seljalandi 7, fyrrum húsfreyju að Stóra-Hofi, Gnúpverjahreppi fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 7. október kl. 13.30. Ferð verður frá Félagsheimilinu Arnesi kl. 11.30 og frá Fossnesti, Selfossi kl. 12.00. Börn, tengdabörn og barnabörn Flokksstarf Reykjanes Kjördæmissamband framsóknarmanna á Reykjanesi boðar tii for- mannafundar fimmtudaginn 6. október n.k. kl. 20.30 að Hamraborg 5, Kópavogi. Stjórnin. Almennir stjórnmálafundir á Husavík og Akureyri Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður og Jóhannes Geir varaþingmaður boða til almennra stjórnmálafunda sem hér segir: Félagsheimilinu Húsavík fimmtudaginn 6. okt. kl. 20.30. Hótel KEA, Akureyri, föstudaginn 7. okt. kl. 20.30. Framsóknarflokkurinn Borgnesingar nærsveitir Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu i Borgarnesi föstudaginn 7. október kl. 20.30. Góð verðlaun. Mætum öll vel og stundvislega. Framsóknarfélagið í Borgarnesi Virðisaukaskattur á matvöru? Almennur fundur verður haldinn um áhrif virðisaukaskatts á verð- myndun matvöru að Brautarholti á Skeiðum föstudaginn 7. okt. n.k. kl. 21.00. Frummælandi verður Gunnlaugur Júlíusson, landbúnaðarhagfræðingur frá Stéttarsam- bandi bænda. Umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opinn. Félag framsóknarkvenna i Árnessýslu og Landssamband framsóknarkvenna Hornfirðingar - Félagsfundur Framsóknarfélag A-Skaftfellssýslu heldur almennan fé- lagsfund í mötuneyti Skinneyjar hf. sunnudaginn 9. október kl. 17. Fundarefni: 1. Þjóðmálastaðan. Frummælandi Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra. 2. Sveitarstjórnarmál. Frummælandi Guðbjartur Össurarson. 3. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing KSFA. 4. Önnur mál. Stjórnin. Akranes - Bæjarmál Fundur um bæjarmálin verður haldinn í Framsóknarhúsinu laugar- daginn 8. okt. n.k. kl. 16.00. Bæjarfulltrúarnir ATH: Breyttan fundartíma Aðalfundur Framsóknarfélags Kóþavogs verður haldinn að Hamraborg 5, mánudaginn 10. októberkl. 8.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, auk kosning fulltrúa á flokksþing. Stjórnin. ----------------o-"— ----- ------------------ KVENFÉLAGIÐ FREYJA í KÓPAVOGI Aðalfundur Framsóknarkvennafélagsins Freyju í Kópavogi verður haldinn í Hamraborg 5, miðvikudaginn 12. október, kl. 8.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður, kemur í heimsókn og spjallar við fundarkonur. Stjórnin Austurland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið í Hótel Valaskjálf Egilsstöðum dagana 14. og 15. október n.k. og hefst kl. 20.00. Nánar auglýst síðar. KSFA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.