Tíminn - 06.10.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.10.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 6. október 1988 FRÉTTAYFIRLIT TOKYO - Læknar Hirohitos Japanskeisara drógu úr blóö- gjöfum þrátt fyrir ao keisarinn haldi áfram ao selja upp blóði. Óttast læknarnir að sífelldar blóðgjafir valdi of miklu álagi á hjarta keisarans. Keisarinn sem nú er 87 ára að aldri hefur þjáðst af innvortis blæðingum undanfarna daga. MOSKVA - Pravda sakaði Bandaríkjamenn um að hafa varið tveimur milljörðum Bandaríkjadala til að styrkja skæruliða múslíma i „óyfir- lýstu stríði" gegn Afganistan. Asakanir þessar koma i kjölfar eldflaugaárása skæruliða á borair í Afganistan. Pravda sagði að Bandaríkin hafi haldið áfram að styðja við bak skæru- liða með birgðasendingum sem síðan gera skæruliðunum kleift að berjast við stjórnarher- inn í Afganistan sem nýtur stuðnings Sovétmanna. Með öðrum orðum sakar Pravda Bandaríkjamenn um að brjóta samkomulag um brottflutning sovésks herliös frá Afganistan. OM AH A - Dan Quayle vara- forsetaefni Repúblikana og Lloyd Bentsen varaforsetaefni Demókrata áttust við i sjón- varpseinvígi í nótt. Sjónvarps- einvígið var mjög mikilvægt fyrir Quayle sem gagnrýndur hefur verið fyrir dugleysi. Kappræðurnar gætu haft gífur- leg áhrif á kosningabaráttuna. BELGRAD - Stipe Suvar sem er einn leiðtogi kommún- istaflokksins í Júgóslavíu sagði að miðstjórn flokksins muni hugsanlega greiða at- kvæði um traustyfirlýsingu á stjórnarnefnd flokksins þrátt fyrir aukna kynþáttaólgu og óróa verkamanna. Suvar sagði í sjónvarpsviðtali að þriðjungur miðstjórnar flokksins sem er skipuð 165 mönnum verði hugsanlega endurnýjaður í haust. Hugsanlegt sé að með- limir stjórnarnefndarinnar verði látnir taka pokann sinn með miðstjónarmönnum. [ Vovj- dona héraði þustu þúsundir Júgóslava út á götur til mót- mælafunda og kröfðust þess að vissir embættismenn og flokksgæðingar í héraðinu létu af störfum llílllllllllllili illllllllllllllli ÚTLÖND Shianouk prins fyrrum leiötogi Kampútseu sendir leiötogum skæruliða í Kampútseu bréf: Hernám Víetnama skárra en stjórn Rauðra Khmera Flestir Kampútseumenn vilja mun frekar vera undir stjórn hernámsliðs frá Víetnam en að lenda á ný í klónum á Rauðu Khmcrunum sem báru ábyrgð á dauða milljóna landsmanna á meðan ógnarstjórn ríkti á síðasta áratug. I’etta sagði Norodom Shianuk prins fyrrum lciö- togi Kampútseu á þriðjudag, sama dag og Víetnamar lýstu því yfir hjá Sameinuðu þjóðunum að 50 þúsund manna herliö þcirra verði kallað lieim frá Kampútseu ekki síðar en 1990 náist viðunandi og sanngjarnt samkomulag um framtíð Kampúts- eu. Víetnamar réðust inn í Kampúts- eu haustið 1978 og hrakti ógnar- stjórn Rauðra Khmera frá völdum í byrjun árs 1979. Víetnamskt herlið hcfur vcrið í landinu síðan og stutt viö bakiö á leppstjórn í Kampútseu sem sett var á fót árið 1979. Herforingjar og liðsforingjar Víetnama að yfirgefa Phon Phen, en Víetnamar segjast tilbúnir að kalla alla hermenn sína frá Víetnam fyrir 1990 ef „viðunandi“ samkomulag næst. Shianouk prins segir hins vegar betra að Kampútsea sé hernumin Víetnömum en hún sé undir ógnarstjórn Rauðra Khmera. „Þegar þið ræðið um að hindra Víetnama í að fremja þjóðarmorð, þá minnist mannkynssagan þjóð- armorða á fólki okkar... framin af Rauðu Khmerum Pol Pots“ segir í bréfi Shianouks prins til leiðtoga skæruliða. „Margir fylgismenn okk- ar vilja heldur vernd Víetnama gegn því að ógnarstjórn Rauðra Khmera taki völdin, minnugir þess að nafn þeirra, fáni, blóðug slagorð og ómannúðleg stjórnmálastefna hefur ekkert breyst“ sagði Shianouk. Shianouk hefur dvalið í Peking sem forseti útlagastjórnar Kampút- seu og hefur á undanförnum árum reynt að tryggja öryggi og sjálfstæði Kampútseu. Hann sagði af sér emb- ætti í útlagastjórn sem samanstóð af eigin stuðningsmönnum, stuðning- smönnum fyrrum forsætisráðherra Son Sann og Rauðra Khmera. Hann dvelur um þessar í Frakklandi. Greenpeace snýr sér að Norsk Hydro Dagens Næringsliv 16. sepl. 1988 Grecnpcace hefur nú tilnefnt Norsk Hydro næsta langtíma skotmark. í þetta skipti cr stærsta iönfyrirtæki Noregs í skotmáli vegna stöðu sinnar sem stærsti framleið- andi tilbúins áburðar í víðri veröld. Umhverfisverndarsamtökin telja að tilbúinn áburður orsaki mikið tjón vcgna umframáburðar, sem rcnnur í vötn og sjó fram. Forystumaður Greenpeace í Nor- egi, Erik Robsahm, staðfesti í viðtali við norska blaðið Dagens Næringsliv aðsamtökin hafi valið Norsk Hydro, en hann vill ekki tjá sig frekar um aðgcrðir gegn fyrirtækinu. Eins og venja er mun gripið til aðgerða ef önnur ráö bresta, segir Robsahm. Samtökin munu í fyrstu bcita stjórnvöld þrýstingi og reyna að hafa áhrif á reksturinn á ýmsan hátt. Ein þeirra aðferða, sem Green- peace hefur áður notað, er að vinna að því að tiltekinn framleiðsluvarn- ingur sé sniðgenginn þannig að áhrifa gæti á rekstur cða þjóðlíf, en fyrir því hafa ýmsir þættir norsks atvinnulífs áður fengið að finna. Óvissa Norsk Hydro er stærsti framleið- andi tilbúins áburðar í heimi og hefur nær 4% af heimsmarkaðnum. Veltan í ár verður 17-18 milljarðar norskra króna. Um 80-85% fer til útflutnings eða til vinnslu erlendis. Pað er alls óvíst hvort athyglinni verði beint að aðalskrifstofu Norsk Hydro eða framleiðslustöðvum í Noregi, segir Robsahm. Samtökin kunna að hasla sér völl í öðrum Iöndum þar sem Norsk Hydro og Greenpeace starfa. Þörungauppspretta Eftir því sem Robsahm segir er ástæöan fyrir því að Grecnpeace beinir athygli sinni nú að Norsk Hydro sú að fyrirtækið er stærsti framleiðandi tilbúins áburðar í ver- öldinni. Álitið er aðofnotkun áburð- ar, þ. á m. tilbúins áburðar, sé eitt helsta umhverfisvandamálið og bent er á að hér sé um að ræða eina af orsökum þörungagróðursins sl. sumar. Fara má nærri um að röng notkun svoncfnds tilbúins áburðar hefur vandamál í för með sér. Einn mikils- verðasti þátturinn í starfsemi félags- ins er að upplýsa fólk um rétta notkun skammta að sögn Odd S. Gullberg, sem er upplýsingastjóri Norsk Hydro. Fyrirtækið hefurm.a. ráðlagt mönnum að bera ekki á fyrr en snjóa leysir á vorin, annars verður frárennsli mikið. Með réttri notkun fer næringin í gróðurinn og eykur ekki umhverf- isvandamál. Hann segir aðef Green- peace óski nú eftir að stuðla að réttri notkun geti fyrirtækið tekið höndum saman við samtökin. UTLO Magnússon BLAÐAMAÐLi Olíumálaráðherra Indónesíu uggandi vegna lágs olíuverðs: „Neyðarfundur OPEC nauðsyn“ Olíumálaráðherra Indónesíu hef- ur farið fram á að OPEC hefji neyðarviðræður til að takast á við fyrirsjáanlega offramleiðslu og verðfall á olíu. Olíuverð hefur farið hríðfallandi að undanförnu enda hefur OPEC ekki komið sér saman um samdrátt í olíuvinnslu heldur er ljóst að framleiðslan mun aukast á næstunni. Er olíuverð nú það lægsta í tuttugu og sex mánuði. „Mér finnst persónulega að neyð- arráðstefna sé þörf til að lagfæra núverandi ástand. OPEC verður að grípa í taumana" sagði Ginanjar Kartasasmita olíumálaráðherra Indónesíu í gær eftir að hafa undir- ritað samninga við þrjú erlend olíu- fyrirtæki. Vopnahlé í Persaflóastríðinu bæt- ir ekki vandræðaástandið hjá olíuframleiðendum, en nú þrýsta írakar á OPEC um að fá aukinn olíukvóta til að vinna upp efnahags- vanda er sjö ára styrjöld við írana hefur skapað. írakar eru annar stærsti olfufram- leiðandi innan OPEC og hefur tekið sæti írana á þeim vettvangi. Er talið að deilur íraka og írana um olíu- kvóta muni setja mark á undirbún- ingsfund sem átta af þrettán olíuríkj- um innan OPEC ætla að halda fyrir reglulegan fund OPEC í nóvem- bermánuði. Undirbúningsfundurinn verður haldinn seinna í þessum mán- uði. írakar vilja hafa sama kvóta og íranar en á það geta íranar ekki fallist. Mannfall vegna árása skæruliöa: Banvænum skeytum rignir yfir borgir Afganistan Enn rignir eldflaugum skæruliða yfir Kabúl höfuðborg Afganistan auk þess sem skæruliðar gera harðar árásir á aðrar borgir víðs vegar um Afganistan. Ellefu manns létust og tuttugu og sex særðust í eldflaugaárás á Kabúl Dagblaö tengt stjórninni í Suður-Afríku fullyrðir: Mandela bráðlega sleppt úr haldi Dagblað í Suður-Afríku sem tengt er ríkisstjórninni fullyrðir að blökkumannaleiðtoganum Nelson Mandela sem setið hefur í fangelsi síðan 1962, verði sleppt lausum á næstunni og gæti það gerst hvenær sem er eftir miðjan nóvembermán- uð. Mandela sem nú er sjötugur að aldri hefur að undanförnu dvalið utan fangelsisveggjanna í strangri gæslu í fullkomnu heilsuhæli í Höfðaborg. Frá því Mandela var fluttur á heilsuhælið í ágústmánuði hafa vangaveltur verið uppi um að honum verði sleppt á næstunni. Dagblaðið „The Citizen“ sem full- yrðir að Mandela verði sleppt hefur löngum haft góð sambönd inn í ríkisstjórn Suður-Afríku. Nú vitnar blaðið í ónefnda heimildarmenn inn- an ríkisstjórnarinnar sem segja að undirbúningur sé hafinn fyrir að leysa Mandela úr haldi. Þessar fréttir eru alls ekki ólíkleg- ar, því P.W. Botha sem heimsótt hefur þrjú blökkumannaríki síðasta mánuðinn sagði Mobutu Sese Seko forseta Zaire að hann væri „sveigjan- legur“ í máli Mandela. Þá sagði Botha á flokksþingi í síðasta mánuði að hann vonaðist til að Mandela gerði stjórnvöldum kleift að leysa hann úr haldi eftir að Mandela hafi að fullu náð sér af sjúkleika sem hrjáð hefur hann. „The Citizen" sagðist telja að ef Mandela verði sleppt muni hann reka baráttu sína í Suður-Afríku, en ekki halda til annarra leiðtoga Afr- íska þjóðarráðsins sem hefur aðal- stöðvar sínar í Zambíu. í gær, en þá skutu skæruliðarnir tuttugu og þremur eldflaugum á borgina. Á sunnudag létust fjórtán manns og þrjátíu særðust. Þá létu tuttugu og tveir lífið í tveimur eld- flaugaárásum á Jalalabad í austur- hluta landsins um helgina og þrjátíu í borgunum Kandahar í suðri og Farah í vestri. Á sama tíma gagnrýnir Pravda málgagn sovéska kommúnista- flokksins Pakistana harðlega og sak- ar þá um að halda uppi birgðaflutn- ingum til skæruliða og brjóta þannig samkomulagið um brottflutningsov- éskra hermanna frá Afganistan. Gefur blaðið jafnvel í skyn að Sovét- menn séu að missa þolinmæðina og kunni að hætta við að draga herlið sitt út úr landinu. „Velvilji (Sovétmannaog Afgana) hefur verið tekinn sem veikleiki af Pakistönum" sagði Pravda. „Það eru mistök. Það eru takmörk fyrir allri þolinmæði og þrautseigju. Brot á samningi er hættulegt og vafasamt atferli".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.