Tíminn - 06.10.1988, Qupperneq 6

Tíminn - 06.10.1988, Qupperneq 6
6 Tíminn Fimmtudagur 6. október 1988 Athygli skákáhuga- manna, íslcnskra sem er- lendra, beinist nú að Borg- arleikhúsinu í Reykjavík. I*ar tefla átján af sterkustu skákmönnum vorra tíma á einu af sex heimsbikarmót- um sem haldin eru í heimin- um í ár. Eins og fólki mun kunnugt eru tveir íslenskir þátttakendur á mótinu, þeir Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson. Eöli- lega hafa þeir einna mestu athygli íslenskra áhorfenda ásamt núverandi heims- meistara, Kasparov. Sjónvarpsstöðin Stöð 2, heldur mótið og fjármagnar það. Beinar útsendingar cru tíðar og mótinu í heild gerð mjög góð skil í fjölmiðl- um, enda hefur jafn sterkt mót ekki verið haldið hér áður. Helst er þessum viöburði líkt við einvígi það er Boris Spassky og Bobby Fischer háðu í Laugardalshöll árið 1972 um heimsmeistaratitilinn í skák. Upp úrþví einvígi spratt kynslóð íslenskra skákmanna, sem nú skipa sér á bekk með þeim fremstu í heiminum í dag. Afsprengi „skák- sprengingarinnar" svokölluðu eru þeir Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson og fleiri. Nú leiða menn að því líkum að einvígi Jóhanns og Kortsnojs ásamt Heimsbikarmóti Stöðvar 2 leiði af sér nýja kynslóð skák- manna og telja menn sig þegar sjá merki þessi. Þá hefur mjög sterkt Reykjavíkurmót, ár eftir ár, orðið til þess að auka áhuga íslenskra ungmenna á skák. Hvað mótið sjálft varðar, er Viktor Kortsnoj á leið af hóteli sínu á mótsstað. Hann hefur stolið sen- unni á þessu móti með fréttum af „handanheimsskák“ sem hann teflir við hinn látna stórmeistara Geza Maroczy. Kortsnoj lenti í miklu tímahraki í annarri umferð- inni og tapaði fyrir Nikolic hinum júgóslavneska. Heimsmeistarinn þungt hugsi í skák gegn Ulf Andersson frá Svíþjóð. Heimsmeistarinn sigraði í peðsendatafli. Hann þurfti þó að taka á og skín einbeitnin úr andliti hans á þessari mynd. Jú, ætli ég hafl hann ekki á endan- um. Kasparov togar í kinn sína og er annars hugar. heimsmeistarinn Kasparov talinn sigurstranglegastur og þeir sem á annað borð eru tilleiðanlegir til að spá fyrir um úrslit spá honum sigri. Pjóðin fylgist að sjálfsögðu spennt með þeim Jóhanni og Margeiri og víst er að sigur þess síðarnefnda yfir Lajos Portisch í annarri umferð. yljaði mörgum um hjartaræturnar. Tíminn hefur fylgst grannt með gangi mála. Við skulum líta á svipmyndir frá annarri umferð mótsins, er tefld var á þriðjudag. -ES Hörkuskák hjá Margeiri, er hann lagði Lajos Portisch. Margeir ákveðinn á svip og tefldi stíft til vinnings. Glæsilegur árangur. Jóhann Hjartarson atti kappi við skákmanninn Ribli í annarri umferð og skildu þeir jafnir. Sömdu um jafntefli, eftir stutta viðureign. Annað jafntefli Jóhanns í jafnraörgum skákum. Hið firnasterka Heimsbikarmót Stöðvar 2: LEIKID í BORGAR LEIKHÚSINU

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.