Tíminn - 06.10.1988, Blaðsíða 20
1111*1 1111111111111 1114111111111*111141
’ ? 1 f f.f.f f f f i
RIKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
JHafnarhúsinu v/Tryggvagötu,
S 28822
Atjan man. binciing
SAMVINNUBANKINN
STRUMPARNIR
HRESSA
KÆTA
Mannbjörg varð er Sæljón EA sökk um 25 sjómílur norður af Siglunesi síðdegis í gær:
Við slíkar aðstæður
er maður skíthræddur
Sæljón EA-55 sökk um 25 sjó-
mílur norður af Sigluncsi síðdegis
í gær. Þrír mcnn voru um borð í
bátnum og björguðust þeir allir um
borð í Bjarma EA-13. Komið var
með skipverjana til Dalvíkur á
ellefta tímanum í gærkvöldi.
Þórir Ólafsson skipstjóri á Sæ-
Ijóninu sem er 60 tonna eikarbátur,
sagði í samtali við Tímann að þeir
hefðu uppgötvað leka í vélarrúmi
um hálftvö leytið, en þá voru þeir
staddir um 35 mílur norður af
Siglunesi. Síðan hefði lekinn ágerst
og dælurnar hætt að hafa undan.
Þegar lekinn kom að bátnum höfðu
þcir híft og voru á leið í land. „Ég
hringdi í Arngrím Jónsson skip-
stjóra á Bjarma uppúr klukkan
tvö, en þá voru þeir staddir um sex
til átta mílum sunnan við okkur.
Ég sagði honum af þessu og bað
hann að vera í viðbragðsstöðu.
Síðan hringdi cg aftur klukkan
fjögur, þá var sýnt að hverju
stefndi og bað hann að hífa og
koma og aðstoða okkur. Bjarmi
var kominn til okkar um fimmleyt-
ið og við rcyndum fyrst að koma
taug á milli bátanna og síðan
stukkum við um borð í Bjarma, en
taugin slitnaði um leið og tekið var
í. Þá fóru tveir um borð í Sæljónið
með sverari vír, en svo mátti bara
engu muna, að um leið og þeir
komu um borð í Bjarma aftur, þá
lagðist Sæljónið á hliðina og okkur
rétt tókst að klippa vírinn með
látum, áður en báturinn sökk,“
sagði Þórir.
Aðspurður hvort þeir hefðu ver-
ið smeykir um að björgun mundi
ekki berast í tæka tíð, sagði Þórir
að ekki væri til nema ein lýsing á
þessu. „Undirsvona kringumstæð-
um er maður skíthræddur, það
verður hver sem er. Það er ekki
nema um líftóruna að tefla, ef
eitthvað ber útaf.“ Spurður sagði
Þórir að það fyrsta sem þeir hefðu
gert, hefði verið að hafa samband
við fjölskyldur sínar. „Ég hringdi í
konuna og hún trúði þessu ekki.
En hún var jafnframt að vonum
mikið fegin að ekki fór verr,“ sagði
Þórir, og sagðist aðspurður að
öllum líkindum fara á sjóinn aftur.
„Maður er að vissu leyti hvekktur,
þetta er óskemmtileg reynsla. Það
var eins öruggt með björgun og
getur orðið í sex vindstigum. Eng-
inn vissi hvort hann færi nú eða
eftir 10 mínútur."
Á bátnum með Þóri voru þeir
Gunnar Þórarinsson og Viðar Þór-
isson, en þeir Þórir og Gunnar hafa
verið saman á bátnum frá áramót-
um, en Viðar bættist nýlega í
hópinn.
Þórir vildi koma á framfæri sér-
stöku þakklæti til Arngríms Jóns-
sonar skipstjóra á Bjarma og
áhafnar hans, fyrir björgunina.
-ABÓ
Frá kynningarfundi um reglugerð um merkingu neytendaumbúða og notkun aukefna. Guðmundur Bjarnason
heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Ingimar Sigurðsson, lögfr. heilbrigðisráðuneytis og Jón Gíslason hjá Hollustu-
vernd. Tímamynd: Gunnar.
Hugsanlegar breytingar á grunni lánskjaravísitölu:
Tvær reglugerðir líta dagsins Ijós:
Merking umbúða og
aukefni í matvælum
Hugsanlegar breytingar á grund-
velli lánskjaravísitölunnar geta orð-
ið til þess að gefa verður nýrri
lánskjarvísitölu heitið Lánskjara-
vísitala II eða annað sambærilegt
heiti. Þetta getur gerst ef breytingar
á grundvelli verða of miklar að mati
aðila í Seðlabanka, viðskiptabönk-
um og þeirra sem veita peningalán
með verðtryggingu lánskjaravísi-
tölunnar.
Jóhannes Nordal, seðlabanka-
stjóri, verst allra frétta af útreikning-
um bankans á mögulegum breyting-
um á grundvelli vísitölunnar og vísar
á stjórnmálamenn sem taka verði
allar ákvarðanir. Sagði hann þó að
ef af breytingunni verður gæti orðið
ómögulegt að láta fyrri verðtrygging-
ar fjárskuldbindinga taka þeim
breytingum. Seðlabankamenn hafa
einnig verið að kanna hvernig lag-
færa megi launavísitölu, en hún er
talin ófullkomin að samsetningu sem
stendur.
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar stendur,
að grundvelli lánskjaravísitölunnar
verði breytt í þá veru að svokölluð
launavísitala verði látin vega um
50% á móti framfærsluvísitölu og
byggingarvísitölu í jöfnu hlutfalli.
Er það takmark þessarar ríkisstjórn-
ar að gera hlut launavísitölunnar allt
að 70% í lánskjaravísitölu, þar sem
þróun launa vegur einnig stórt í
byggingarvísitölunni. Helst þessi
ákvörðun í hendur við verðstöðvun
og frystingu launa. Meðan þær að-
stæður eru til staðar má gera ráð
fyrir að breytt lánskjaravísitala
hækki minna en nú er útlit fyrir að
núverandi vísitala hækki.
Á það hefur þó verið bent að um
leið og launafrysting og verðstöðvun
gangi úr gildi muni vísitala sem þessi
hækka með hækkuðum töxtum kjar-
asamninga. Fyrir liggur einnig að til
lengri tíma litið vex launavísitala
hraðar en núverandi grunnur láns-
kjaravísitölunnar býður upp á.
Þegar Steingrímur Hermannsson
var að því spurður hvernig ríkis-
stjórnin ætlaði að bregðast við þess-
um vanda, sagði hann að um leið og
verðbólga væri komin niður fyrir 10
af hundraði í þrjá mánuði samfellt,
yrði lánskjaravísitala afnumin. Það
væri óeðlilegt að hvers kyns víxl-
verkan í lánskjörum og verðlagi
fengi að kynda undir verðbólgu.
Slíkar víxlverkanir hafi víðast hvar í
nágrannalöndum okkar verið af-
numdar til þess að ná betri tökum á
verðbólgu. Þannig sé stefnt að þess-
um breytingum á grundvellinum og
notast verði við þá lánskjaravísitölu
þar til verðbólgumarki verður náð,
en stefnt er að því að það takist í
byrjun næsta árs. KB
Tvær nýjar reglugerðir, annars
vegar um merkingu neytendaum-
búða fyrir matvæli og aðrar neyslu-
vörur og hins vegar um aukefni í
matvælum og öðrum neysluvörum
hafa tekið gildi. Drög að þessum
reglugerðum voru unnin í samráði
við fjölda aðila bæði opinbera og þá
sem standa í framleiðslu og dreifingu
neysluvara.
Guðmundur Bjarnason heilbrigð-
is- og tryggingaráðherra sagði að
þessar reglugerðir væru í raun
grunnurinn að því að hægt væri að
taka upp innflutningseftirlit með
matvælum, sem verið hefur mjög til
umræðu að undanförnu.
Framleiðendur, innflytjendur og
aðrir dreifingaraðilar hafa aðlögun-
artíma fram til næstu áramóta, varð-
andi þær breytingar sem gera verður.
Heimilt er hins vegar að veita tíma-
bundnar undanþágur til að koma á
nauðsynlegum breytingum varðandi
notkun aukefna og umbúðamerk-
inga, þar sem skammur tími er til
stefnu fram að áramótum.
Hvað merkingu neytendaumbúða
varðar skulu þær merktar á íslensku,
ensku eða Norðurlandamáli öðru en
finnsku og skulu eftirfarandi upplýs-
ingar koma fram: heiti vörunnar,
nafn og heimilisfang framleiðenda,
pökkunaraðila, dreifingaraðila, inn-
Heimsmeistarinn Kasparov gerði
jafntefli við Englendinginn Jonathan
Spielman í þriðju umferð Heimsbik-
armóts Stöðvar 2 í skák, sem fram
fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.
Fjöldi manns safnaðist saman í
Borgarleikhúsinu til að fylgjast með
skákmönnunum.
Þrjú jafntefli önnur voru orðin að
veruleika fyrir klukkan átta í gær-
kvöldi, en það var í viðureignum
þeirra Tal og Anderson, Alexander
Belyavsky og Sax og Nikolic og
flytjanda eða umboðsaðila, nettó-
þyngd, geymsluskilyrði, geymsluþol
og innihaldslýsing.
Notkun aukefna í matvælum hefur
aukist mjög á síðustu árum. Aukefni
eru efni sem notuð eru við fram-
leiðslu matvæla eða annarra neyslu-
vara, sem tæknileg hjálparefni eða
til að hafa áhrif á geymsluþol, lit,
lykt, bragð eða aðra eiginleika vöru-
nnar. Efnunum er skipt í flokka eftir
því hvaða áhrif þau hafa við vinnslu
eða í fullunnum vörum. Dæmi urn
flokka eru froðueyðandi efni, bindi-
efni, rotvarnarefni, litarefni, þráa-
varnarefni og sætuefni.
Reglugerðinni um notkun auk-
efna fylgir aukefnalisti, þar sem
fram kemur hvaða aukefni má nota
í matvælum og öðrum neysluvörum.
Hann verður endurskoðaður á
tveggja ára fresti, en hann ereinkum
ætlaður framleiðendum, innflytj-
endum eða dreifingaraðilum. Þá
verður dreift í apótek og heilsu-
gæslustöðvar lista yfir númer auk-
efna sem leyfð eru í neysluvörum.
Þar koma fram upplýsingar um til-
gang með notkun aukefna og merk-
ingu þeirra á umbúðum neysluvara.
Listinn er ætlaður sem fræðsluefni
fyrir almenning og ætti að koma að
góðum notum fyrir fólk með ofnæmi
eða óþol fyrir aukefnum. -ABÓ
Nunn. Önnur úrslit urðu þau að
Yusupov og Kortsnoj, Ribli og
Sokolov gerðu jafntefli. Eistlending-
urinn Ehlvest vann Spassky, Timm-
an vann Margeir Pétursson.
Jóhann Hjartarson þótti hafa
unna stöðu framanaf gegn Portisch,
en hann tefldi full djarft og vopnin
snerust í höndunum á honum. Jó-
hann lenti í miklu tímahraki og gaf
skákina, þegar hann átti um það bil
mínútu eftir, samkvæmt klukkunni.
-ABÓ
Jóhann tapaði fyrir Portisch á Heimsbikarmótinu:
Kasparov með jafntefli