Tíminn - 06.10.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.10.1988, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 6. október 1988 Tíminn 19 SPEGILL llililfliiillllllllllllllllllll „ Bamsandlit" vekja vellíðan 1‘essi andlit eiga aö vekja með okkur verndarhvöt, eruö þiö samniála? Að hafa barnslegt andlit er lykill- inn að vinsældum. Stór uppglennt augu og hátt enni höfðar mest til annars fólks. Þetta eru niðurstöður rannsókna þekkts sálfræðings og hafa þær nýlega verið gefnar út í bók. í bókinni segir Ray Bull, yfir- maður sálfræðideildar Glasgow- háskóla, að hann hafi hannað margskonar próf og reynt þau á hundruðum fólks og niðurstaðan sé alltaf sú sama. Barnslegu andlit- in höfða mest til fólks. Hann útskýrir að þetta megi rekja til meðfæddrar hlýju mann- eskjunnar, okkur langi til að vera góð við börn og vernda þau og slíkt veki með okkur vellíðan. Þegarvið sjáum síðan myndir af fólki með stór augu og hátt enni, gjarnan brosandi, vakni í okkurgóðu hvat- irnar og ósjálfrátt geðjist okkur vel að þessu fólki. Bull bætir við að barnslegt andlit sé lykillinn að velgengni margra stórstjarna nú á dögum og nefnir sem dæmi það fólk sem myndirnar hér eru af og að auki Susan Dey í Lagakrókum. Raunar verður ekki séð að Bruce Willis og Don John- son séu nteð sérstaklega stór augu, en í þeim er kannski einhver sér- stakur glampi, sem cr svona heill- andi. Sé maður svo óheppinn að hafa ekki svona barnsandlit, segir Bull að óþarfi sé að örvænta yfir að engum muni nokkurn tíma líka vel við mann. Það sé nú einu sinni svo, að jákvæður persónuleiki hafi mun meira að segja. Sá gamli sannleikur er enn í gildi, að því betursem fólki gcðjast að manni, þeim mun fallegra finnst því á ntanni andlitið, hvernig svo scm það kann að líta út. Að þessari niðurstöðu fenginni gctur maður varla annað cn velt fyrir sér, til hvcrs þekktur sálf- ræðingur er að eyða tíma og eflaust fjármunum í að gera tilraunir sem staðfcsta einungis það scm allir vissu fyrir. SOPHIA LOREN UM STRÆTI OG TORG IIIKristinn Snæland: Vetrarakstur er hafinn, þungfært um götur ísafjarðar en heiðarnar frá Isafirði til Bolungavíkur og Súðavíkur færar en Breiðadals- heiði ófær, eins og DV sagði frá á dögunum, hvernig sem þeir á DV fóru nú að því að finna heiðarvegi til Bolungavíkur og Súðavíkur. Bílar útaf vegna hálku í Húna- vatnssýslum og á Reykjanesbraut. Til varnar Hvað má til varnar vera gegn slíkum óhöppum erekki eitt atriði, heldur mörg, en fyrst og fremst að ökumaður hagi akstri sínum miðað við aðstæður. Þá er bara að hann kunni að meta aðstæður. Sú gull- væga meginregla ökumanna, að haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni, er því miður oft brotin sjálfrátt og ósjálfrátt. Vegna hættu á hálku að vetrarlagi er áríðandi að ökumaður geri sér ávallt grein fyrir veðurfari og búnaði bíls til að mæta hálku. Áður en lagt er upp í ferð er rétt að kynna sér hitastig við brottför og líklegt hitastig á fyrirhugaðri leið. Við okkar ís- lensku aðstæður væri afar skyn- samlegt að hafa útihitamæli við hvert hús. Einnig má hafa hitamæli í bílnum (á útispegli) og loks er hægt að nýta sér almennings-hita- mæla sem víða má sjá. Rétt sem dæmi get ég nefnt að nýlega er ég átti leið til Keflavíkur snemma morguns og óttaðist hálku á leið- inni, þá ók ég smá krók til þess að sjá á hitamæli við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Mælirinn sýndi tveggja stiga hita. Tveggja stiga hiti á mæli í eins til tveggja metra hæð er glögg aðvörun um að hálka sé komin eða sé að myndast. Þetta mikilvæga atriði að gera sér grein fyrir hitastigi í væntanlegri ökuferð VETRARAKSTUR fer því miður framhjá mörgum sem þá aka ekki miðað við aðstæð- ur og óhöpp verða. Hálkuslysin gætu orðið miklu færri ef ökumenn gerðu sér grein fyrir hitastigi h verj u sinni. Hið ágæta framtak lögreglunnar að taka upp samræmingu forvarn- arstarfs, m.a. í umferðarmálum, leiðir hugann að því, sem oft hefur verið nefnt, eða því að komið sé upp aðvörunarkerfi vegna hálku á Reykjanesbraut. Mér þætti koma til greina að Ómar Smári Ármanns- son aðalvarðstjóri, sem á að sjá um þetta forvarnarstarf, gengi á fund ráðamanna til þess að fá þá til þess að setja upp hitamæla við Reykja- nesbraut og víðar þar sem mikil umferð er. Ökumenn gætu þá lesið á mælinn þegar ekið er hjá og hugsanlega mætti kvikna á honum rautt Ijós þegar hiti er orðinn hættulega lágur. Þarna er dæmi um forvarnarstarf sem gæti borið gifturíkan árangur. Lokaðir bílar Fyrir nokkrum árum var nokkur niðurfelling tolla á sendiferðabíl- um sem fluttir voru inn án hliðar- glugga á vörurýminu. Nú er reynd- um ökumönnum Ijóst að slíkir bílar eru mun hættulegri í umferð- inni en þeir sem vel eru opnir með glugga í allar áttir. Að stuðla að innflutningi slíkra bíla var því afar umdeilanlegt og sem betur fer mun því nú hætt. Þrátt fyrir þetta er ekki óalgengt að sjá lokaða bíla í umferðinni, að sumri vegna aurs á rúðum og að vetri vegna þess að héla eða snjór byrgir sýn. Allir ökumenn vita að þcim ber að hreinsa rúður bifreiða sinna fyrir akstur. Góðir bílstjórar, sem koma inn í þéttbýli að sumri á aurugum bíl, láta fyrsta þvottaplan ekki framhjá sér fara en aka þar inn og þvo a.m.k. rúður, Ijóskerogskrán- ingarnúmer bifreiðarinnar. Snyrti- mennin þvo að sjálfsögðu allan bílinn strax á fyrsta plani. Góðir bílstjórar hreinsa líka hélu og snjó af öllum rúðum, Ijóskerum og skráningarnúmerum þegar þess er þörf. Ög vitanlega gleyma þeir heldur ckki útispeglunum hvort sem er sumar eða vetur. Hinir bílstjórarnir aka hinsvcgar um þéttbýli með nánast allt útsýni lokað, Ijós drullug eða uppfcnnt svo og spcglana og númcrslausir að framan cða númcrin lokuð af skít eða snjó. Og enn er ég kominn að forvarnarstarfinu. Ég tel að lög- reglan eigi stöku sinnum að setja upp hrcinsivakt. Hreinsivaktin stilli upp tveimur bílum með góðu millibili við fjölfarnar aðallciðir, síðari bíllinn sé þar sem auðvelt er að taka bíla út fyrirakbraut. Þegar bíll lokaður af snjó eða aur ekur hjá fyrri lögreglubílnum, tilkynnir hann hinum um sóðann sem síðari bíllinn tekur þá út fyrir veg og lætur sóðann þrífa rúður, spegla, ljósker og númer. Ég hef tröllatrú á því að ef þetta væri gert nokkrum sinnum á vetri, þá fækkaði þeim ökumönnum fljótt sem láta sig hafa það að aka um á lokuðum bílum, sjálfum sér og öðrum til stórhættu í umferðinni og þá hefði forvarnarstarf skilað góðum ár- angri. Þetta mættu Ómar Smári og hans ágætu menn athuga. Slysaskiltin Enn hefur gatnamálastjóri eða menn hans ekki kynnst plastinu. Enn setja jteir alræmd slysaskilti á járnrör og enn virðist sem þeir geri sér ekki grein fyrir því að flangs umferðarskiltis á að standa sem allra minnst upp úr yfirborði. Með því að notast við plaströr og lágan flangs yrði tjón þeirra óheppnu ökumanna sem á þeim lenda miklu minna og tjón borgarinnar líka, þar sem vinna yrði auðveldari og fljótlegri við lagfæringu. Auk þess er plaströrið trúlega ódýrara en járnrörið. Það er sárt að fást við þverhausa í svona einföldu öryggis- máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.