Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 1
- draumar um gull og dýra steina Hinn ungi sonur lögmannsins á MÍunkaþverá hafði víða farið og kynnst við lærða menn og tigna í mörgum löndum. Hver og einn gat þegar séð af klæðaburði hans og fasi, að þar fór ekki maður úr neinum kotungsranni, er hann var. En hins var ekki að vænta, að neinn léti sig gruna hvílík stórræði þessum hnakkakerta Eyfirðingi voru í huga, þegar hann steig á land af íslandsknerrinum, er flutti hann til Akureyrar eftir fjögurra ára dvöl við menntabrunna Danmerkur, Hollands og Englands. Þessi ungi maður, sem svo bersýni- lega var hafinn hátt yfir múginn, sýndi þó það lítillæti að varpa orðum á bændafólk. En það voru undarleg umræðuefni, sem hann fitjaði upp á: Hann spurði mest um málma og brennistein. Samt hefði fólk fyrst orðið forviða, ef það hefði vitað, hverju hann sló einkanlega upp á við karl föður sinn, Magnús lögmann Björnsson. Það voru óheyrileg firn: Hann talaði um að höggva niður fjöllin og bræða úr þeim málma, sjóða salt úr sjónum og vinna púður úr brennisteini, rækta útlendar jurtir á ökrum og græða skóga, slá mynt á íslandi og stofna landsjóð svo að þetta land ætti fleira en eina sprungna klukku á Þingvöllum. Hann hafði við orð að stofna skóla, ' þar sem kennd yrði sönglist, hvað þá annað, og hann talaði um hollenska kaupmenn svo ríka, að þeir myndu lána' þúsund dala til margs konar stórvirkja. Og hann hafði uppi ráða- gerðir um það, að höfðingjastéttin íslenska, sem átti að drottna yfir þessum nýjungum, hlyti aðalstign. svo að hún öðlaðist á ný forna reisn. Magnús lögmaður var auðugastur maður á landi hér. En hann hafði dregið saman fé og ávaxtað efni sín á þann hátt, er höfðingjum landsins hafði lengi verið lagið. Hann safnaði jarðeignum, og hafði reynst það farsælt. Þetta var ekki skyndigróði - engu hafði verið teflt í tvísýnu. Við vitum ekki, hversu hann brást í fyrstu við loftkastalasmíði sonar síns. Ef til vill hefur hann verið dálítið staður í upphafi, því að hann hafði mikið að missa, þó að kannski væri líka til mikils að vinna. En ættvísi var gamla manninum tiltæk, og vafalaust hefur honum þótt það gott tal, en sonur hans leiddi rök að því, að fremstu mönnum í ísleoskri höfðingjastétt bæri aðalstign, ekki síður en ættgöfugum tignarmönnum annarra landa. Oft og iðulega hefur sonurinn vafalaust haft uppi orðræð- ur sínar um þau nýmæli, sem honum voru í huga, þegar þeir sátu að borðum á Munkaþverá - mörg kvöld hafa þeir feðgar setið að rökræðum Jón Hjaltalín, landlæknlr, hafði brennandi áhuga á auðlindum í jörðu. í stofu, þegar sól var gengin að fjalla baki. Og undur þau og stórmerki, sem hinn ungi lærdómsmaður kunni frá að segja, og stórbrotnar ráða- gerðir hans um óheyrða þjóðbylt- ingu létu föðurinn ekki ósnortinn. Það tendraðist neisti í hugskoti hans - eldmóður sonarins læstist einnig um hann. Vísi Gísli Þessi ungi fremdarmaður, Gísli Magnússon, sem í þrjár aldir hefur jafnan verið nefndur Vísi-Gísli sök- um mikillar þekkingar sinnar, lét ekki staðar numið við það að þylja gamla lögmanninum hugsmíðar sínar. Honum var fyllsta alvara, og hann brast ekki djörfung til þess að snúa sér til sjálfrar hátignarinnar, konungsins í Kaupmannahöfn. Og nú hóf hann að semja um nýmælin langar ritgerðir, er hann sendi síðan í konungsgarð, og bauðst vafninga- laust til þess að gerast sjálfur leiðtogi og forsjármaður íslendinga á hinum nýja vegi fremdar og manndóms, ef konungur vildi það samþykkjast af mildi sinni. En slíkur maður varð að hafa nokkurn bakhjarl, og þess vegna fór hann þess þénustusamleg- ast á leit, að þeir Munkaþverárfeðg- ar fengu ýmiss konar einkaleyfi. Meðal annars kvaðst hann hafa spurnir af silfri, kopar og kvikasilfri á ýmsum stöðum, svo að ekki væri minnst á járn, og hann vildi fá einkaleyfi til þess að grafa þessa málma úr jörðu og vinna þá. Arðin- um af þessari málmvinnslu ætlaði hann að verja að mestu leyti til annarra nýmæla og framfara í land- inu. Vissulega varð konungur sjálfur að fá nokkuð í sinn hlut. Gísli stakk upp á því, að hann hreppti tíunda hluta alls gulls og silfurs, er fyndist í landareignum konungsjarða og fimmtánda hluta annarra málma, en fimmtánda hluta dýrra málma og tuttugasta hluta annarra málma í löndum kirkjujarða. Síðar gerði hann þó þá breytingu á tilboði sínu, að konungur fengi tvö hundruð dali á ári í fjörutíu ár, enda mættu þeir Munkaþverárfeðgar hefja púður- gerð. Ef konungur vildi verða við þess- um tilmælum fór Gísli þess á leit að sendir yrðu til landsins á sinn kostn- að fimm valdir menn, og skyldi einn þeirra vera málmfræðingur og annar myntmeistari, er hefði meðferðis verkfæri úr myntsláttu konungs, því að ekki átti að dragast úr hömlu að slá mynt úr gulli og silfri fslands. Það hóf lofaði Gísli þó að hafa á mynt- sláttunni að slá ekki meira en fjögur þúsund dali á fyrsta ári. Það verður ekki annað sagt en Gísli væri stórhuga. Hundrað ár liðu, þar til fram kom annar maður, sem þorði að hugsa jafn stórbrotnar hugsanir og gera uppskátt um þær. Það var þegar Skúli Magnússon reisti hina miklu umbótaöldu um miðja átjándu öld og hugðist gera hér alhliða atvinnubyltingu. Kristján konungurfjórði barorðið með þreytu mjóan hökutopp sinn, faðir meira en tuttugu barna og slitinn jafnt af erjum við Svía og eljurígnum í dyngjum slóttugra og ófriðlátra barnsmæðra. Hann var of gamall til þess að hinar stórkostlegu hugmyndir, sem reifaðar höfðu verið á Munkaþverá í Eyjafirði, fyndu náð fyrir ellidöprum augum hans, og ríkisráðið var þar að auki orðið honum ofjarl. Samt þóknaðist hon- um að veita Munkaþverárfeðgum einkarétt til brennisteinsvinnslu og brennisteinsverslunar gegn hundrað dala árgjaldi. Þau urðu tíðum snögg, veðrabrigðin, í hans konungslega huga, og kannski hefur óvæntur vinningur við spilaborðið yljað hon- um í skapi þann dag, er hann undirritaði þetta einkaleyfi, eða vín- ið úr veðmálsbikarnum hans góða hrært hann til þessarar mildi. Brennisteinsvinnslan var arðvæn- leg. En Vísi-Gísli fékk samt aldrei aðstöðu til þess að hrinda því í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.