Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 6
HELGIN Laugardagur 15. október 1988 STJÖRNU-ODDI Þvermál hringsins er frá 100-130 metrar. Þýskir fræðimenn sem hérvoruáferðáfjórðaáratugnum vildu eigna hann Stjörnu-Odda, en frekari athuganir þyrfti að gera á þessu sérkennilega mannvirki. Þetta er mjög áhugaverður texti. að því að sólargangur vaxi um 91 Leggja má þarna saman og komast hvel frá vetrarsólhvörfum til sumar- Hringur Odda í Flatey? Fróðlegt er að velta því fyrir sér hvernig Þorsteinn surtur, Stjörnu- Oddi og væntanlega aðrir hefðu getað gert sínar athuganir. Fjalla- hring er að sjá frá hverjum bæ á íslandi, en hann er þó misjafnlega vel fallinn til þess að skoða svona hluti. Menn verða líka að gæta þess að vera alltaf á sama stað, hvort sem er á bæjarhlaðinu eða einhverjum tilteknum hól, ætli þeir sér að fylgj- ast nákvæmlega með sólargangi. Sums staðar er hafsbrúnin hluti af sjónhringnum og erfitt að átta sig á breytingum við hana. Á öðrum stöð- um er svo um að ræða þrönga dali, þannig að fjöllin verða of nálægt og himintunglin komin hátt upp á him- ininn, áður en þau verða séð. Ef við skoðum fjallahringinn á Múla, þar sem Oddi á að hafa verið á vist, þá er hann bærilega til þess arna fallinn og aðrir staðir þar í grenndinni geta bætt það upp sem á vantar á bæjarstæðinu sjálfu. Því hefði Oddi vel getað notað fjalla- hringsaðferðina í Múla og komist með því að ýmsum niðurstöðum. Úti í Flatey á Skjálfanda, þar sem sagt er að hann hafi líka verið, er landið flatt, fjallasýn ekki nema hálfan hringinn og hafið til norðurs, þótt Grímey sjáist í norðri. Má því hugsa sér að hann hafi haft önnur ráð til að fylgjast með því sem gerðist á norðurhluta hringsins. Hann hefði til dæmis getað gert sér nokkurs konar hring þarna í landinu, hvaða degi sól kemur upp og sest á ákveðnum stað í fjallahringnum og markað það hvernig dagur flyst til milli ára. Reyndist hann flytjast til um einn dag á ári, þá þýddi það lengja mætti árið sem því næmi. Svona tel ég að hann eða aðrir hefðu getað komist að hinu rétta, án þess að leita tij erlendra manna. Beda prestur og grísku ritin Margt bendir til þess að síðar hafi menn bætt þessar aðferðir frekar. Ef við hugsum okkur að Þorsteinn surt- ur hafi haft sumarauka sjöunda hvert ár, þá hefði mátt laga þá rcglu þannig að sumarauki yrði sjötta hvert ár, sem væri nær sanni, og loks enn betur. Þegar kemur fram á elleftu öldina fer júiíanskt tímatal að ryðja sér til rúms, sem hluti af „góssi" kirkjunnar. Á tólftu og þrett- ándu öld er farið að þýða á latínu og nota í Evrópu forngrísk rit, scm bárust þangað frá Aröbum, er höfðu varðveitt þau á öldunum eftir Krists burð. Kunnugt er um rit frá tólftu og þrettándu öld þar sem fram kemur miklu meiri stjarnfræðiþekking en sú scm var notuð á hinum eiginlegu miðöldum. Þá höfðu menn hclst stuðst við rit Beda prests hins enska og fleiri höfunda, sem ekki voru nema svipur hjá sjón á við það sem hinir fornu Grikkir höfðu ritað fyrrum. Þessi forngríska þekking barst einnig til íslands, þótt miðalda- fræðingar séu ekki á eitt sáttir um hve langt það hafi gengið. En vel má leiða rök að því að þar hafi klaustrin, sem komu til sögu á tólftu öld, gegnt miklu hlutverki, því þau voru í sambandi við klaustur af sömu regl- um erlendis, t.d. af Benediktsregl- un ni. „Rímbeygla" Á íslandi voru skrifuð rit um þessi fræði og hafa þau birst í öðru bindi ritsins „Alfræði íslensk", og út kom 1914 - 16. Bókina tók saman Svíinn Natanael Beckmann og hefur ekki verið betur gert síðan. Þar má finna þrjú íslensk rímfræðirit (Rím 1,2 og 3), en hið fyrsta gengur einnig undir nafninu „Rímbeygla", eða „Rím- beg!a,“ talin skrifuð á síðari hluta tólftu aldar og fram til 1360. í elsta ritinu, sem vera kann frá um 1160, þótt ekki sé það alveg Ijóst, er aðeins stuðst við höfunda frá síðari hluta miðalda, en ekki grísku höfundana. Þar er felld inn í textann svokölluð „Odda tala“. Er þetta önnur af tveim heimildum um Stjörnu-Odda og er hinn þátturinn „Stjörnu-Odda draumur." í „Stjörnu-Odda draumi" er rætt um þennan merkilega mann, sem var á vist í Múla í Reykjadal (nú Aðaldal). Hann er í þættinum sagð- ur hafa verið „rímkænn" maður og vitur, en hvorki skáld né kvæðinn. Segir að hann lygi aldrei, ef hann kunni satt að segja, en lítill var hann talinn verkmaður. Þá er rakinn draunrur einn, sem Odda dreymdi, og kemur þessu efni ekki við. En er hann vaknaði upp af miðjum draumi, gekk hann út og hugði að stjörnum, eins og hann átti vanda til. Þetta er þá það sem við vitum um Stjörnu-Odda sem persónu. Er svo sem engin ástæða til að véfengja það, því ekkert er þarna, sem ekki fær staðist. Óljóst er hvenær Stjörnu-Oddi hefur verið uppi, þótt mér finnist trúlegt að það hafi verið á fyrri hluta 12. aldar, eða um svipað leyti og ritöid kemst á hér á landi. Elstu handrit ætla menn vera frá um 1120, þótt augljóst sé að til hafi verið læsir menn og skrifandi áður, t.d. þeir sem lært höfðu í útlöndum. Menn hafa deilt um hvort Oddi muni hafa kunnað að skrifa. Hvað svo sem rétt er í því held ég að hann hefði ekki þurft á að halda nema einfaldri tákna eða tainaritun við þær athug- anir sem hann gerði. Hann hefði því þess vegna ekki þurft að kunna að lesa. „Stjörnu-Odda tala“ Mér sýnist sjálft efnið í Oddatölu vera þannig að það muni ekki komið erlendis frá, heldur vera orðið til á Flatey á Skjálfanda séð úr lofti. Hringurinn í Arnargerði er mjög greinilegur í landslaginu, en ha er í sléttum móa, drjúgan spöl byggð. sólhvarfa. Samkvæmt okkar þekk- ingu er þessi heildarvöxtur 47 gráður. Þvermál sólar væri því um hálf gráða, sem kemur þokkalega heim við þekkingu okkar. Ekki verð- ur þó sagt að þarna sé um mælingu að ræða, því ekki er rætt um við hvað skuli bera þetta saman. En þamájeru á ferðinni miklu skynsam- légrr hugmyndir en uppi voru á sama tíma í Evrópu um þvermál sólar, en það var þá talið allt of mikið. Það tel ég til vitnis um að þetta sé ckki innflutt þekking. Þó kann hann að byggja á innfluttri stærðfræði er hann ræðir um vöxtinn og hefur hann eina einingu þessa vikuna, tvær þá næstu o.s. frv. Þetta hyggst ég skoða betur. Niðurstaða mín er sem sagt sú að Oddatala sé að langmestu leyti reist á íslenskum athugunum og að erlend áhrif séu þá ekki nema einhver munnlegur fróðleikur, hvorki mjög nákæmur né áþreifanlegur. Hafi þurft sjálfstæða og gagnrýna hugsun til þess að geta nýtt sér hann á þennan hátt. Stjarnvísi Odda tel ég bera merki um uppruna sinn á norðurslóð og að vegna sjálfstæðis síns hafi hún í vissum atriðum náð lengra og orðið raunhæfari en það sem menn voru að fást við í Evrópu á sama tíma. Þessum sjálfstæðu athugunum hefur aftur á móti verið hætt, þegar hin grísku rit fóru að berast á þrettándu öld og kannske taisvert fyrr. íslandi. Mér sýnist að það sé ekki að finna í þeim ritum er þá voru á ferð og því mundi Stjörnu-Oddi ekki hafa getað lesið sér til um það í bókum, þótt læs hefði verið. En hvað er í „Stjörnu-Odda tölu?“ Fyrsti kafli tölunnar fjallar um tímasetningu sólhvarfa, en nokkra túlkun þarf til þess að sýna fram á hvaða dag sumar- og vetrarsólhvörf verða og eins hvenær á deginum. Rekur hann þetta í fjögur ár frá einu hlaupári til annars, en þá lokast hringurinn og endurtekur sig. Til- greinir hann þetta með nákvæmni, sem svarar þrernur stundum. Af ýmsum ástæðum held ég að hann hafi ekki byggt þetta á eigin athugunum. Heldur ætla ég að hér muni vera um að ræða æfingu í því að átta sig á júlíanska árinu, sem er á þessum tíma að koma til sögu á Norðurlöndum. Má vel vera að Stjörnu-Oddi hafi verið með í ráðum um þá nýbreytni hér á landi. Kaflinn gæti þá hafa verið góð æfing í að sjá hvernig árið helmingast og hvernig það gengur fyrir sig í eitt hlaup- árstímabil. í þriðja kafla Oddatölu er rætt um Hiuti af hringnum í Flatey. Horft er til suðurs. í baksýn Hágöng og Flateyjardalur. það í hvaða átt dagur kemur upp og dagur sest yfir árið. Er kaflinn háður brciddargráðu athugandans og mundu þær dagsetningar sem Oddi gefur upp hafa verið aðrar sunnar á hnettinum. Til dæmis gerir hann ráð fyrir að dagur setjist ekki í 134 daga, sem ekki gæti gerst á suðlægum slóðum. Er varla vafi á þarna byggir hann á sínum eigin athugunum og hugsanlega einhvers konar líkönum eða útreikningum. Ekki hef ég þó myndað mér endanlega skoðun á því hvernig hann hefur getað komist að þessu. En útreikningar fróðra manna á þessari öld benda til að þetta kemur nokkuð vel heim við þessa breiddargráðu. Ég hef þó enn ekki haft ráðrúm til að gera slíka útreikninga sjálfur. Þá er ógetið um annan kafla Oddatölu, en hann tel ég merkastan að svo stöddu. Þar segir frá hvernig sólargangur „vex að sýn“ viku fyrir viku frá vetrarsólhvörfum. Vex hann fyrstu vikuna sem nemur hálfu hveli sólar og aðra viku heilu hveli hennar, þá hálfu öðru hveli o.s. frv. sam- kvæmt einfaldri reglu. Þrettándu vikuna vex hann sem svarar hálfu sjöunda hveli og fjórtándu vikuna enn hálfu sjöunda hveli. Þessar tvær vikur vex sólargangur mest, en vöxt- urinn fer svo vikulega minnkandi. 26. vikuna er hann aðeins hálft hvel og komið til sólhvarfa á sumri. „Þverr að slíku móti ganga sólarinn- ar, sem nú er talað um vöxtinn," segir Oddi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.