Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 15. október 1988 HELGIN 11 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Þrjár myrtu stúlknanna. F.v.: Doris Schroeder, Beate Goertz og Marta Habermann. Morðinginn var aðeins dæmdur fyrir morðið á Beate. var of langt liðið, auk þess sem líkið var í vatni. Fleiri voru áhyggjufullir en Kieber. Með morði Karenar virtist sem geðbilaður kynferðisglæpamað- ur gengi laus og ætti eftir að gera meira af sér. - Það verður erfitt að góma hann, sagði Pitt. - Ég er viss um að hann hefur ekki þekkt stúlkurnar áður, bara gripið þá næstu, sem var lagleg og ljóshærð. - Það mætti renna því gegn um tölvu, sagði Kleber. - En því miður hafa margir nauðgarar þennan sama smekk. — Ekki er víst að þeir séu allir geðbilaðir kynferðisglæpamenn og morðingjar, stakk Pitt upp á. -Hvað um fötin? Geymir hann þau, eða hvað? Það gæti verið einkenni. Hvað um stærðina á hnífnum? f báðum tilvikunum hafði morð- inginn beitt stórum vasahníf, líklega með fremur stuttu blaði og einni egg. - Settu það líka í tölvuna, sagði Kleber. - Það kemur kannski betri vísbending við næsta morð. Enginn dró í efa að næsta morð kæmi á daginn. Glæpamenn þessarar tegundar halda yfirleitt áfram, þar til þeir nást, flytja burtu eða deyja úr elli eða af slysförum. Biðin varð ekki löng. Þann 30. ágúst sama ár fór hin 18 ára Doris Schröeder út úr strætisvagni kl. 7 að kvöldi og sást ekki á lífi framar. Hún afgreiddi í verslun í Aachen og var lagleg, en þó ekki ljóshærð og bjó í þorpinu Breinig hjá foreldrum sín- um og tók sama vagn heim á hverju kvöldi. Innan við 200 metra spotti var af biðstöðinni ogheim til hennar. Fótin fundust aldrei Vinir og ættingjar sögðu að Doris væri varkár stúlka og færi aldrci upp í bíl hjá ókunnugum. Móðir hennar sagði hana alveg óreynda í kynferð- ismálum. Læknirinn staðfesti það. Doris hafði verið óspjölluð, áður en hún var stungin 19 sinnum í kviðinn, henni nauðgað og misþyrmt og loks fleygt í stöðuvatn við landamæri Belgíu, þar sem hún drukknaði. Líkið fannst nakið og engar vísbend- ingar voru fyrir hendi. - Þær eru ekki bara ljóshærðar, sagði Kleber. - Hann vill allar sem eru ungar og fallegar. Við vitum þó að hann er ekki kynhverfur, en sama gildir um 90% karla hér um slóðir. Ef heppnin verður ekki með okkur, heldur þetta lengi áfram. Þetta er svo einfalt hjá honum að hann getur varla gert skyssu. Eftir þrjú morð þótti augljóst að Karen Fink hvarf og limlest lík hennar fannst í tjörn. Lögreglan leitar enn morðingjans. maðurinn biði í grennd við strætis- vagnabiðstöðvar í smáþorpunum. Þar sem áætlunin var föst, kom hann á staðinn rétt á undan vagninum. Ef ung og falleg stúlka kom ein út, neyddi hann hana inn í bíl sinn og ók á afvikinn stað. Þar gat hann nauðgað henni og pyntað í friði. Ekki er víst að maðurinn hafi fyrirfram ætlað að myrða stúlkurnar, en réð ef til vill ekki við sig fyrir kvalalosta. Hugsanlegt var líka að hann myrti þær svo þær segðu ekki til hans. Eflaust var hann af svæðinu og þekkti vel til þar. Líklega var hann ósköp venjulegur útlits og í fastri vinnu, því morðin áttu sér öll stað eftir vinnutíma. Hugsanlegt var talið að hann hefði ágirnd á kvenfatnaði eða þekkti eitthvað til vinnuaðferða lögregl- unnar og um að hægt væri að greina ósýnilegar trefjar úr fötum hans á fötum fórnarlambanna. Hvort held- ur sem var, fundust föt þeirra aldrei. Þar sem fremur stutt var milli morðanna, átti Kleber allt eins von á fleiri morðum þetta ár, en ekkert gerðist. Það var ekki fyrr en 3. júní 1984 að fjórða morðið var framið. Blár Opelbíll Fórnarlambið var hin 17 ára Elke Braun. Hún var skólastúlka og bjó hjá foreldrum sínum í Rott, ör- skammt frá Breinig. Ekki var vitað hvort Elke fór með strætisvagni. Það var sunnudagur og veður einstaklega gott. Elke fór út eftir hádegið og kom ekki aftur. Móður hennar minnti að hún hefði ætlað að heim- sækja vinkonu en var ekki viss. Engin vinkvenna hennar hafði þó vænst hennar eða séð hana síðdegis. Þær sáu hana ekki framar heldur, því líkkistan var ekki einu sinni opnuð fyrir ættingjana. Eftir nauðg- un, hnífstungur og barsmíð var Elke, þá enn lifandi, fleygt fram af 12 metra háu þverhnípi ofan í grjótnám. Hún kom á höfuðið niður. Þarna beitti morðinginn nýrri að- ferð við að losa sig við líkið og það voru mistök. Ekki hafði reynst unnt að aka bílnum fram á þverhnípið, svo hann varð að leggja honum og bera stúlkuna síðasta spölinn. Jarðvegurinn var fremur gljúpur og tæknimenn gátu tekið mót af mjög greinilegum skóförum og hjól- förum bílsins. Þau myndu nægja til samanburðar, ef einhver félli undir grun. Hvorutveggja var nokkuð slit- ið og skórnir voru íþróttaskór númer 44. Af dýpt skófaranna að dæma, var maðurinn um 90 kíló að þyngd. Þessi sönnunargögn voru afar miklilvæg, en þó gagnslaus, nema hægt væri að bera þau saman við eitthvað. Kleber hlífði sér hvergi. Hann setti yfir 50 menn í rannsóknina og lét spyrja hundruð manna í grennd við grjótnámið um óvenjulega um- ferð þar á tilteknum tíma. Það borgaði sig. Tvö vitni kváðust hafa séð dökkbláan Opel Rekord á svæð- inu kvöldið sem Elke hvarf. Þarna var strjálbýlt og fáir á ferli, svo ókunnugur bíll vakti jafnan athygli. Nú var farið í tölvu í leit að svona bíl á svæðinu umhverfis Aachen. Þeir reyndust 11 talsins, en við nánari athugun var hægt að útiloka 6, svo eftir voru 5 sem ekki höfðu fjarvistarsönnun fyrir tiltekinn tíma varðandi öll 4 morðin. Bílarnir voru allir eins og allir 5 mennirnir vógu um 90 kíló. Allir útilokaðir Aðeins einn þeirra notaði skó númer 44, en hann kvaðst aldrei hafa átt íþróttaskó. Hjólbarðarnir á öllum bílunum reyndust líka gjöró- líkir förunum við grjótnámið. Nú virtist fokið í flest skjól. - Það þýðir ekki að þeir séu allir saklausir, rumdi í Kleber. - Það munar hvergi nema hálfu til einu skónúmeri og hann hefði getað verið í stærri eða minni skóm til að gabba okkur. Sama með hjólbarðana. Hann hefur getað skipt um þá strax eftir morðið. - Tveir eru með mjög nýlega hjólbarða, sagði Pitt. - Við ættum kannski að athuga öll verkstæði sem selja hjólbarða. Þetta var mikið verk og enn var verið að vinna að því, þegar Beatc Goertz hvarf. Kleber lögregluforingi var von- svikinn. Ekkert morð hafði veriö framið allt árið 1985 og hann var farinn að vona að morðinginn væri einn hinna grunuðu og farinn að gæta sín vegna rannsóknarinnar. Auðvitað voru allir mennirnir frjálsir, þar sem engar sannannir lágu fyrir gegn þeim sem réttlættu handtöku. - Þá verðum við að athuga hvar þeir voru, þegar Beate hvarf, sagði Kleber. - Vonum bara að fjórir sleppi. - Ættum við ekki að bíða þar til víst er að stúlkan hafi verið myrt, sagði Pitt. - Að vísu bendir allt til þess, en maður veit aldrei. - Nei, sagði Kleber. - Við höldum áfram að leita líksins, en byrjum strax á að kanna fjarvistarsannanirn- ar. Það var fljótgert. Allir mennirnir vissu að þeir voru undir grun og gættu því vel að ferðum sínum og með hverjum þeir voru. Enginn þeirra fimm gat hafa komið nálægt hvarfi Beate Goertz þetta kvöld. Þegar hún steig út úr vagninum í Broichweiden, voru þeir allir tugi kílómetra í burtu. - Þar fauk allt málið, andvarpaði Pitt. - Enginn þeirra er fjöldamorð- inginn okkar. - Ef við gerum ráð fyrir að Beate sé látin og sami maður hafi myrt hana og hinar, sagði Kleber. - Við vitum það bara ekki. Lík Beate finnst Tveimur dögum seinna vissu þeir það. Þann 18. mars fannst lík Beate Goertz. Ungur maður var á gangi síðdegis á laugardegi meðfram Rur- ánni, smásprænu við Duerenþorp. Krufning leiddi í ljós að Beate hafði hlotið svipuð örlög og hinar stúlkurnar. Henni var nauðgað, hún stungin og trampað var á höfði hennar á skóm, svo höfuðkúpan var margsprungin. Dánarorsökin varþó drukknun. Beate var fleygt lifandi en meðvitundarlausri í ána. Að öðru leyti var sitthvað frá- brugðið hinum málunum. Ekkert benti til að Beate hefði verið mis- þyrrnt kynferðislega og þó læknirinn væri ekki handviss um blóðflokk nauðgarans, taldi hann að ekki væri um að ræða O-flokk. - Getur verið að þetta hafi verið gert til að skella skuldinni á fjölda- morðingjann? stakk Kleber upp á. - Þá ættum við að athuga Weiden- broecker-náungann betur. Ef hér er um annan mann að ræða, er hann vissulega ekki sloppinn. Auðvitað hafði verið rætt vand- lega við Helmut Weidenbroecker þegar Beate hvarf. Hann varseinast- ur til að sjá hana á lífi og hann var vissulcga enginn engill. Meðan hann var enn í skóla hafði hann hagað sér vægast sagt undar- lega. Hann átti þrjár systur og klæddist iöulega fötum þeirra, abb- aðist upp á rosknar konur og stal veskjum þeirra. Hann var handtekinn og játaði þjófnaðina en gat ekki skýrt hegðan sína. Rannsókn sýndi að hann var bráðgreindur, en feiminn og tilfinn- inganæmur og átti alls enga vini, hvorki pilta né stúlkur. Rétturinn var honum strangur og dæmdi hann í tveggja ára varðhald. Daginn áður en Beate hvarf var honum tilkynnt, að dómnum yrði ekki áfrýjað. Þetta hefði getað gert hann mjög svo grunsamlegan, en lögreglan var sannfærð um að sami maöur hefði myrt Beate og hinar fjórar stúlkurnar. Helmut hafði gild- ar fjarvistarsannanir í þrjú skipti af fimm. Dæmdur fyrir eitt morð Nú beindist hins vcgar allur grun- urinn að honum. Leitað var heima hjá honuni og þar fannst vasahnífur með blóðleifum á og nærbuxur stúlku, sem frú Goertz ságði að dóttir sín hefði átt. Lagt var hald á bíl föður Helmuts og hann færöur til rannsóknar. Leif- ar mannsblóðs fundust í bólstruninni í sætunum. Helmut var tilkynnt að liann yrði ákærður fyrir morðið og þá játaði hann, en greip síðan litla flösku úr vasa sínum og svalg inni- haldið. Eitrið var ekki bráðdrepandi og þegar búið var að dæla upp úr pilti á slysadeildinni, gat hann skýrt frá hlutunum í smærri atriðum. - Mig hefur alltaf langað til að binda stúlku og nauðga henni, sagði hann Kleber. - Þegar ég frétti á mánudaginn, að ég yrði að vera í fangelsi í 2 ár, ákvað ég að fyrirfara mér, en láta þó fyrst verða af því að nauðga rækilega. Ég lét mér detta margar stúlkur í hug, en ég var hrifnastur af Beate, líklega var ég skotinn í henni. Ég horfði alltaf á hana í strætisvagnin- um, en sagði aldrei orð. Stúlkum geðjast ekki að mér. Þegar við fórum úr vagninum, greip ég hana bara og reyndi að rífa af henni fötin. Ég sagði ekki orð heldur þá. Hún barðist á móti og ég tók upp hnífinn og stakk hana. Þegar hún datt, steig ég á höfuðið á henni og stappaði þangað til hún hætti að hreyfa sig. Þá klæddi ég hana úr buxunum og gerði það. Á eftir fór ég heim og náði í bílinn hans pabba. Ég stakk henni í fram- sætið og ók áleiðis til Dueren, þar sem ég klæddi hana úr öllum fötun- um og fleygði henni í ána. Hún var lifandi enn, en meðvitundarlaus. Ég brenndi fötin daginn eftir. Verjendur Helmuts reyndu að byggja mál sitt á því að þrjár systur hans kúguðu hann og morðið á Beate væri ósjálfráð viðbrögð við því. Sækjandinn benti á að Helmut ætti líka bróður, sem aldrei hefði drepið neinn. Sá ætti þó sömu syst- urnar. Kviðdómur virtist hafa meiri áhyggjur af að Hclmut kynni að myrða fleiri manneskjur. Þann 10. apríl 1987 var hann dæmdur í lífstíð- arfangelsi. Þess má geta að ekki hafa verið framin fleiri hliðstæð morð á svæð- inu, en rannsókn heldur áfram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.