Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. október 1988 HELGIN einum þeirra, sem eftir þeim dorg- uöu, Alfreö Lock, að fá þingeysku brennisteinsnámurnar á leigu hjá dönsku stjórninni í fimmtíu ár. Hér var kominn Brennisteins-Lokk sá eða Hreindýra-Lokk, sem alkunnur var hér á landi. Gerðist hann um skeið all umsvifamikill við brenni- , steinstekju í þingeysku námunum, en mun þó ekki hafa spunnið þar gull, svo að orð sé á gerandi. Nú var brennisteinsnámunum ráð- stafað, bæði syðra og nyrðra. En jafnskjótt vöktust upp nýir mögu- leikar, margir samtímis. Postulíns- jörð var talin hafa fundist við Gunnuhver á Reykjanesi, og þegar gaf sig fram Englendingur, er vildi fá sýnishorn af þessum leir. Burís var sagður í hveravatni í Krýsuvík, og þess var skammt að bíða, að stofnað væri enskt félag til þess að nýta þetta efni. Líklega hefur þó hluthöfunum brugið nokkuð í brún, því að burís- inn skarst algerlega úr leik og fyrir fannst ekki, þegar vinnslan skyldi hefjast. Loks komst surtarbrandur- inn á dagskrá um þessar mundir. Athygli Þorláks Johnsen hafði beinst mjög að surtarbrandinum, ekki síður en brennisteininum. Tókst honum að vekja áhuga ensks manns, sem hét Pile, á surtarbrand- inum, og varð það ofan á, að hann kostaði rannsókn á hitagildi hans. Árið 1871 sendu þeir félagar Sigurðil trésmið Andréssyni, prestssyni úr Flatey, talsverðar peningafúlgur í því skyni, að hann aflaði sýnishorna á Vestfjörðum. Sendi hann þeim fyrst surtarbrand frá Botni í Súg- andafirði og síðar úr Aðalvík, Stiga- hlíð og Bolungarvík. Séra Ólafi Johnsen, föður Þorláks, var aftur á móti falið að ná surtarbrandi frá Brjánslæk á Barðaströnd. Og það var engin furða, þótt þeir félagar legði kapp á að rannska surtarbrand- inn, því að það voru ekki litlar vonir, sem við hann voru bundnar. Þorlák- ur sagði að hann kynni að mega nota í stað kola, „og sparaði það mikinn kostnað við gufuskip, sem færu í kringum landið." Pálar og skóflur til Flateyrar Nú reyndist surtarbrandurinn ekki hitamikill. En ráð voru við því: Það mátti svíða úr honum kok og gera hann þannig að hitameira eldsneyti. Þetta tókst svo vel, að Pile sendi Þorlák til íslands með morð fjár og fylgdarmann, sem átti að kenna íslendingum vinnubrögðin. Upp úr miðju sumri kom ógrynni af skóflum og pálum og öðrum verkfærum til Flateyjar, en nokkru síðar kom Þorlákur sjálfur með förunaut sinn til Reykjavíkur. Hófu þeir nú mikla yfirreið vestur um land. En nú var nýtt upp á teningnum: Það var hugsanlegt, að surtarbrandinum kynni að vera betur varið til annars en knýja gufuvélar strandferða- skipa. Förunautur Þorláks virðist ekki einungis hafa kunnað að svíða koks, heldur einnig verið járngerð- armaður, og það heiti er honum gefið í íslenskum blöðum á þessum tíma. Þeim hafði sem sé komið til hugar, að nota surtarbrandinn til jámbræðslu, ef jámsteinn væri nær- tækur á surtarbrandssvæðunum. Surtarbrandslög hafa sálfsagt ver- ið könnuð allvíða, og reynist Brjáns- lækjarsurtarbrandurinn best. Grjót, sem þeir hugðu jámauðugt, urðu þeir sér líka úti um, svo sem að líkum lætur, og voru sýnishornin tekin í Botni í Súgandafirði, á Brjánslæk, Vatnsenda í Skorradal og í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Sýnishorna, sem þeir bjuggust við kopar í, öfluðu þeir sér í Saurbæ og Hvallátrum á Breiðafirði. Og enn hafði fleira verið starfað: Þorlákur hafði komið á samningum við prest- inn á Brjánslæk, séra Þórð Thor- grímsen, um surtarbrandstöku þar í hans embættistíð. En þegar á reyndi brást það er mest valt á: Járnið í sýnishornunum reyndist einskis virði til vinnslu. Ekkert varð heldur af surtarbrandsvinnslu þeirra til ann- arra nota en járnbræðslu. Þriðji íslendingurinn, sem dvald- ist um skeið í Englandi annað veifið og átti þar hlut að ýmsu, er varðar þessa sögu, var Oddur V. Gíslason, er síðar varð prestur á Lundi og í Grindavík og gerðist brautryðjandi slysavarna á sjó. Hann hafði tekið upp nýja aðferð við lýsisbræðslu og fékk móð henni miklu betra lýsi en þá var títt. Fór hann með lýsi sitt til Lundúna sumarið 1866 og þaðan á fiskisýningu, er haldin var í Bou- logne á Frakklandi. Leitaði Oddur þessu næst uppi ríkisbubba, er vildi leggja nokkuð að mörkum til þess að koma lýsinu á framfæri. Ráðagerð þeirra var að ná einokun á öllu lýsi frá fslandi, og auglýsingar um þessa gæðavöru átti að vera í blöðunum „um allan heim eins og beinakerling- ar á heiðum". Auglýsingarnar munu þó ekki hafa orðið út af eins margar og þessi orð benda til, og lýsiseinok- unin komst aldrei á, enda var Oddur meiri hugkvæmdamaður en kaup- maður. Postulín við Gunnuhver En þegar postulínsleirinn fannst við Gunnuhver, lét Oddur það til sín taka. Hann var gagnkunnugur þar syðra o'g hafði enda rænt brúÓi í Höfnunum þessi sömu misseri. Tókst honum fljótlega að selja manni þeim í Aberdeen, er Walker hét, leirnámið við Gunnuhver. Post- ulínsjörð hafði verið safnað að ráð- stöfun Odds, og innan tíðar bárust þau boð, að von væri á skipi frá Walker í Kirkjuhöfn í Höfnum. Átti það að flytja hingað verkfæri og fara með leir til baka. Það fór þó sem fleira, er í ráðum var, að leirnum við Gunnuhver var aldrei breytt í verð- mætt postulín, höfðingjum veraldar- innar til augnayndis. Oddur hafði líka augastað á surt- arbrandinum. Hann hafði brugðið sér upp að Hreðavatni, þegar kallað var, að þar væri koianáma fundin, grafið þar eftir surtarbrandi og mælt þykkt lagsins. Og hann dreymdi einnig um járnbræðslu. Það var leiðin, sem hann eygði til þess að gera landið að „hinni sönnu Amer- íku, sem allir gapa nú að“. Það var margt, sem hvarflaði í huga hans, þegar hann hélt niður með Vikrafelli með surtarbrand þann, er hann hafði náð: „Frá Hreðavatni þarf járnbraut, hér um bil eina og hálfa mílu, og má þá flytja á bátum eftir Norðurá og Hvítá ofan á Brákarpoll." Fleira varð þó að koma til: „Sökum lands- lags þyrfti að brúka loftbraut". Oddi var kunnugt um, að hver míla slíkra loftbrauta kostaði um þrjú hundruð sterlingspund. Hér var því þörf á miklu fé, og það reiddi Óddur ekki undir sér í hnakknum, því að hann var fátækur maður. Hugurinn var aftur á móti svo mikill, að engin fátækt gat kúgað hann. Stórræðin uxu honum ekki í augum: „Ég má til að grafa í þessu í sumar, þar eð ég hef tekið að mér námuna fyrir lönd landeiganda, og mun ekki leggja árar í bát“. En það var ekki nóg að finna einhvern kaupanda. Hann varð að nytja nám- una. Oddur kvaðst einmitt hafa hugsað sér „að reyna nú eigi geta bundið þetta fyrir okkur um aldur og ævi“. Góður vilji nægir ekki ávallt. Sturtarbrandurinn lá óhreyfður í áratug. Það var ekki fyrr en á árunum upp úr 1880, að nokkuð var tekið af honum og féll þó fljótt niður aftur. Það var einungis brennisteins- tekjan í Þingeyjarsýslu, sem stunduð var af talsverÓu kappi um skeið. Þeystareykjanámur komust í gagnið og árið 1876 unnu þar tólf til sextán menn við stjórn Páls jökuls. Hafði þá verið reistur þar skáli, enda vildi Lock láta stunda vinnsluna bæði sumar og vetur. Kunnugir menn munu þó hafa séð tormerki á þeirri ráðagerð og skírskotað til þess, að vetrarríki er mikið uppi við Þeysta- reykjanámur. Árið 1883 seldi svo Lock réttindi sín, en félag það, sem við tók, varð gjaldþrota tveimur árum síðar. Kolanáma Þórðar Þeir Eiríkur, Þorlákur og Oddur þráðu mjög að hrinda af stokkunum gagnlegum fyrirtækjumn. En þeir höfðu enga getu til þess að koma upp innlendu fyrirtæki, er gæfi sig við jafnnýstárlegu og áhættusömu verkefni og námavinnslu. Þeir áttu þess vegna á milli þess að velja að hafast ekki að eða leitast við að vekja áhuga útlendinga á þessum efnum. Ummæli Odds um Hreða- vatnsnámuna benda þó til þess að þeir hafa líka séð á því vankanta. Þó voru til fslendingar, er nokkuð vildu leggja í hættu. Einn af þeim sem riðu á vaðið, var roskinn bóndi í Borgarfjarðarsýslu. Þessi sami bóndi hafói meðal annars stofnað barnaskóla á bæ sínum, og hann réðst líka í að kaupa gufubát. 5. júní 1872 var manntalsþing haldið á Grund í Skorradal. Meðal skjala þeirra sem þar voru lesin og skráð í embættisbækur sýslunnar, var eignarheimild Þórðar Þorsteins- sonar á Leirá á kolanámu í Merkigili í landi Litlu-Drageyrar, og var kaupsamningurinn dagsettur 25. apríl 1872. Hafði hann goldið þrjátíu dali fyrir réttindin, jafnvirði skip- punds af hertum fiski. Hann hefur sýnilega hafist handa um þessi kaup nokkru eftir að Oddur gerði för sína að Hreðavatni, en áður en Þorlákur Johnsen kom til landsins með hinn enska förunaut sinn. Hér rekumst við því á bónda, sem fylgdist með tímanum og var á varðbergi og hafði enda mikið umleikis, og við getum ímyndað okkur, að honum hafi hleg- ið hugur í brjósti, þegar þeir Þorlák- ur tóku sýnishorn af járngrýti á Vatnsenda, hinum megin Skorra- dalsvatns. Hitt hefði ekki sakað, þótt Þórður hefði verið ofur lítið varkárari. Hann hefur að minnsta kosti ekki borið eld að „kolunum“ í Merkigili, því að þá hefði hann komist að raun um, að þau brunnu ekki. Þetta var sem sé biksteinsgang- ur. Annar maður, sem nú hófst handa, var Egill Egilsen kaupmaður, sonur Sveinbjarnar rektors Egilsson- ar. Hann var heppnari í vali sínu því að það var kalknáman í Esjunni, sem freistaði hans. Kalk var þá notað sem steinlím er byggingar voru reistar úr höggnum steini, og um þessar mundir var mjög um það rætt að reisa þinghús af slíkri gerð til minningar um það, að landið hafði verið byggt í þúsund ár. Auk þess var í aðsigi nýbreytni, sem Egil Egilsen gat þó ekki órað fyrir: Örfá- um árum síÓar, réðist sveitaprestur, séra Jón Benediktsson í Görðum á Akranesi, í þá nýlundu að gera steina úr kalksteypu og byggja af þeim heilt hús. Það var undanfari steinsteypualdar. Sumarið 1872 voru hér danskir verkamenn, sem vanir voru bygging- SLATlJltTII) ....og góðir búmenn byrgja sig upp fyrir veturinn #Frigor dönsku frystikisturnar hafa verið á markaðnum í áratugi og stað- ið sig með mikilli prýði. í þeim eru innbyggð hraðfrystihólf sem reynst hafa sérlega vel til að hraðfrysta ný- meti. Einnig má breyta kistunni í hraðfrystitæki með því að þrýsta á hnapp. FIMM STÆRÐIR • HAGSTÆTT VERÐ (gauknerht frystiskápar. Há- þróuð þýsk gæðavara sem íslending- um er að góðu kunn eftir áratuga reynslu. Einföld og falleg hönnun. Mikið úrval, við allra hæfi. LITLIR SKÁPAR, STÓRIR SKÁPAR OG ALLTÞARÁMILLI. KitchenAid hrærivélar. Þessar frábæru bandarísku vélar þekkja allir enda hafa þær verið ómissandi á íslenskum heimilum í tæpa hálfa öld. Fylgihlutir: HAKKAVÉL • PYLSUSTÚTUR HVEITIBRAUT • GRÆNMETIS- KVÖRN • ÁVAXTASAFAPRESSA HLÍFÐARKÁPA • DÓSAOPNARI PASTAGERÐARVÉL • SÍTRÓNU- PRESSA • SMÁKÖKUMÓT MMfS S SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 6879/0 - 68 12 66 OG KAUPFÉLÖGIN UMLANDALLT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.