Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 2
HÉLGIN Laugardagur 15. októbe'r 1988 framkvæmd, sem hann dreymdi um. Hann gerðist valdsmaður að dæmi feðra sinna, og varð að láta sér nægja kynnisferðir um landið, efna- rannsóknir og ræktunartilraunir. Og nú er fátt sýnilegt, er beri honum vitni, nema framfararitgerðir lians og kannski kúmenið í sólvermdum brekkunum á Hlíðarenda í Fljóts- hlíð og frjóduft annarlegra jurta, djúpt í moldu þeirra stórbýla, þar sem hann lét sá því fræi, er átti að mynda akra og laukagarða íslensku aðalsmannannai Því að gull sótti hann ekki í fjöllin, og myndmeistar- inn, sem átti að móta hina íslensku peninga, kom aldrei. Ogengin aðals- ætt er af honum runnin. Demantar og silfur Ekkert gerir mannskepnunni slíka glýju í augum sem gullið. Fíkn hennar í gull hefur löngum verið óseðjandi. Og menn hélt áfram að dreyma um dýra málma í fjöllum íslands. Einn af furðufuglum íslandssög- unnar, Jón lærði, hinn fjölvísi hrak- hólamaður, vissi af íslenskum dem- anti í eígu Skarðverja, og sá var hvorki meira né minna en jafnvirði tíu hundraða jarða. Sjálfur hafði hann átt seytján demanta, en misst þá sem annað í stormviðrum lífs síns. En honum miklaðist þettaekki. Fátækur bóndi í Hornafirði, Indriði að nafni, hafði fundið um hans daga silfurnámu í Kálfafellsfjalli, og árið 1636 fannst önnur silfurnáma í grennd við Heklu. Heimildin var dágóð: Þetta hafði hann eftir dönsk- um skipstjóra, er vissi til þess, að silfur þaðan hafði vcrið flutt til Kaupmannahafnar ogreynst vel. Og þannig mátti lengi telja: Það voru gullteningar í Drápuhlíðarfjalli, silf- ursandur í Reykjafirði á Ströndum, Mókollsdal og Skarðsheiði, steinkol á Svínadal í Dölum, kopar, blý og kvikasilfur á ýmsum stöðum-, - og sjáífur hafði Jón lærði fundið eirberg á Austfjörðum og farið með sýnis- horn til dansks kaupmanns: En hvað stoðaði það: „í danska og djúphafið er eins að safna - með því má öllun\, gagnsemdum glata“. Og þó - sögurnar um málmana íslensku kitluðu hin dönsku eyru. Fáum árum eftir að Vísi-Gfsli sendi ritgerðir sínar í konungsgarð, var Þorkell Arngrímsson Vídalín sendur til íslands til þess að leita málma, og var í fylgd með honum norskur námamaður, Pétur bergmaður, cr nefndur var. En fleira höfðu þeir fyrir stafni en málmleit eina, Sumar- ið 1655 grófu þeir í Kormakshaug í Melsnesi í Miðfirði, og segir svo af Pétri bergmanni eftir haugbrotið, að „snemmendis morguninn eftir hljóp hann sem ær væri frá Mel út í nesið að moka moldina ofan í aftur.“ Pað hefur orðið Miðfirðingum minnisstæðrara öðrum athöfnum þessara málmleitarmanna. Aðrir höfðu á takteinum ráð til þess að koma námagreftri á rekspöl. Jón Eggertsson frá Okrum, er kunni frá silfri að segja í Drápuhlíðarfjalli, vildi láta smala saman flökkurum og setja þá í námurnar. Við málm- bræðsluna þótti honum ráð að nota rekavið til eldsneytis ellegar steinkol eða surtarbrand úr fjöllunum - hann var lítt nýttur, nema hvað sængur- konur drukku af honum seyði sér til hægðar við barnsburð og þeir, sem kunnustusamastir voru, ráku út með honum djöfla og drauga. Og málmarnir, voru svo sem víðar: „Útlendur höfundur, sem gerði sér títt um íslensk málefni, hafði til dæmis spurnir af gulli nálægt Kalmanstungu. Efasemdarmenn voru að sönnu til. Jón Grunnvíkingur sagði, að hinir gylltu teningar í Drápuhlíðar- fjalli væru einskis nýtir, því að það, sem menn ætluðu gull og silfur, væri í rauninni brennisteinskís. Átjánda öldin var ekki jafnviss um málmauðgi landsins. Níels Horrebow, sem ferðaðist um landið um miðja öldina, staðfesti þó, að hér væri gnægð silfurs. Hann kunni að segja frá bændum, er fundið höfðu rnálrn og steypt úr hnappa, er sann- aðist síðar, að í var skírt silfur. Postulín og blýantur Silfrið lá með öðrum orðum ofan jarðar, hreint og hæft til smíða. Sjálfur kvaðst Horrébow hafa fuiidið silfur og lagt enda til, að konungur í Esjunni fannst loks nýtileg náma - til kalkvinnslu. sendi hingað námamenn. Ferða- bókahöfundarnir alkunnu, Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, sem fóru um landið litlu síðar, fundu þó ekki silfur. Yfirleitt urðu þeir lítið varir við málma. Þeir vissu að sjálf- sögðu, að járn hafði verið unnið úr mýrarrauða og sáu þess sums staðar merki. Séra Jón Halldórsson í Hít- ardal hafði látið vinna járn út hraungrýti í Rauðkúlu í Hítardal. Járnvítríól töldu þeir sig og hafa fundið í læk í Hraundal. Annars urðu þeir ekki margs vísari, er benti til þess, að hér væru málmar í jörðu. í Kalmansvík á Akranesi og við Miðhúsey á Reykjanesi bar reynflar fyrir þá stcina, er þeim kom til hugar, að í væri látún, og í Krýsuvík- urbjargi og Hólmsbergi við Leiru sáu þeir fagur grænt eíni, er leiddi hugann að kopar. En silfursand Jóns lærða í Skarðsskriðu í Skarðs- heiði dæmdu þeir hiklaust vera brennisteinskís. Á hinum næstu áratugum ferð- uðust þeir Ólafur Ólavíus, Nikólai Mohr, Ziener og Henchel um landið til þess að kanna þær náttúruauð- lindir, er hér væru fólgnar. Það var margt rætt um brennistein, surtar- brand, postulínsjörð og blýant frá fslandi í stjórnarskrifstofum í Dan- mörk unt þetta leyti. Ólafur Ólavíus fann ofurlítið af blýanti í grænum leir milli basaltkletta í Siglufirði, fast að því í einn vettling, og leir úr Mókollsdal var sendur til Hafnar með ærinni fyrirhöfn. Loks var Sveinn Pálsson gerður út til um- fangsmikilla rannsókna. En hann reyndist spar á fyrirheit um verð- mæta málma. Kringum 1770 var hafin salt- vinnsla á Reykjanesi við ísafjarðar- djúp, þó að hún lognaðist tiltölulega fljótt útaf. En í rauninnf var það brennisteinsnámið eitt, sem stundað hafði verið í margar aldir og oft með mikluni hagnaði, er hélt velli. Silfur- berg hafði þó verið byrjað að höggva upp í Helgustaðafjalli við Reyðar- fjörð á miðri seytjándu öld, og virðist nokkuð hafa verið tekið þar við og við, þótt alls ekki væri þar um neitt að ræða, er heitið gat náma- gröftur, því að það var hirt, er ofan jarðar mátti kalla. Landlæknir finnur járnmálm Trúin á námurnar var lífseig, og hún efldist á ný, þegar kom fram á nítjándu öldina. Um hana miðja var fyrst tekið að grafa til muna eftir silfurbergi í Helgustaðafjalli, og 1882 var hafin þar vihnsla á stjórnar- kostnað. En það var margt fleira, er menn létu sig dreyma um. Og enginn misbrestur var á því, að menn fyndu hér málmgrýti. Walterhausen baron var hér á flakki 1846 og vann sér það til frægðar, er síðan hefur haldið nafni hans uppi í landinu, að rjúfa skarð í skálarbarm Strokks í Haukadal og kaupa bóndann á Laug til þess að Lya í hann slík kynstur af grjóti og hnausum, að hverinn bærði ekki Isíðan á sér í þrjár vikur. En svo var Eiríkur Magnússon, prófessor í Cambridge, fékk enska auðmenn til að senda hingað sérfróða menn í leit að góðmálmum. fyrir að þakka, að áhugi barónsins beindist ekki allur að hverunum. Hann var líka á snöpum eftir málm- grýti og vasaðist með steina, er hann hafði fundið á Seljadal og í Fossvogi og taldi járngrýti. Jónas Hallgrímsson, Steenstrup og Schythe ferðuðust um landið um svipað leyti og söfnuðu náttúrugrip- um, meðal annars steinum og sýnis- hornum af surtarbrandi. En þeir voru varkárir í ályktunum eins og náttúrufræðingum hæfði. Aðrirvoru mun djarfari. Jón landlæknir Hjaltalín, sem gaf gætur að mörgu, lét ekki höggorrust- ur sínar við hómapata og skottu- lækna hamla sér frá því að hyggja að málmum. Sumt, sem hann hafði komist að raun um, var ekki óálit- legt: „í hrauni finnst og sums staðar járnmálmur sá, ér járnglans kallast, en hann er sá besti járnmálmur, er menn þekkja, því að fiann inniheld- ur 72% af hreinu járni. Ég hef séð tvo slíka steina hér á lafldi. Annar þeirra átti að vera tekinn úr hraun- belti norður undir Sléttu, en hinn steininn hafði herra ísak Sharpe með sér, er haap koin a$ vestan, en eigi mundi hann hvar hann hafði Gestur Pálsson hafði ekki mikla trú á draumum samtímamanna sinna um gull í jörðu. tekið hann“. Þá vissi landlæknirinn einnig af því að segja, að víða á melum fyndust stór „stykki af títanjárn- steini, sém inniheldur ’hér um bil 50% af hrein’u járrii". Þar var þó hængur á. „Það er.sá galli á þeim járnsteini, að hann er nærfellt óbræðanlegur". Og enn voru þaðf.fleiri tíðindi. sem Jón sagði úr steinasögu landsins. Nokkru fyrir um 1870 hafði fundist kalksteinn í Esju, nokkuð neðan við Mógilsá og landlækninn brast hvorki árvekni né framtak til þess að láta höggva þar upp sýnishorn, er hann sendi síðan utan. Ög það voru góðar fregnir, sem bárust til landsins af þessu sýnishorni: Það reyndist úr kalki að níu tíundu hlutum. Surtarbrandurinn við Vikrafell, upp frá Hreðavatni, hafði verið kunnur síðan á dögum þeirra Egg- erts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, og ef til vill hafa menn vitað um hann miklu lengur. Eigi að síður var talið árið 1871, að þar hefði fundist kolanáma, og var nú eitthvað tekið að nota þennan surtarbrand til eldsneytis, þótt torsóttur væri um langa leið og bratta. Og Jón Hjalta- lín er ekki myrkur í máli: Hann hefur komist að raun um, „að á Hreðavatni í Mýrarsýslu eru reglu- leg steinkol, þó nokkuð létt". Slíkar frásagnir voru til þess falln- ar að glæða trúna á það, er Ieynast kynni í íslensku fjöllunum. Og í tilbót var nú svo komið, að málm- blendingur, sem raunar mun litla athygli hafa vakið, sámruni brenn- isteins og kopars, hafði þegið nafn, sem var íslenskt í aðra ættina: Hann var kallaður krísuvigit. „Gullgemsarnir“ Um þessar mundfr er nýr kapítuli að hefjast. Lukkuriddarar ýmissa þjóða taka að renna hingað hýru auga, og fyrst í stað var fátt, sem freistaði þeirra meira, að fiskimiðun- um og versluninni undanskildum, en vinnsla málma og jarðefna. Auð- menn og auðhringar Vestur-Evrópu höfðu klófest námur og hverskonar náttúruauðlindir í fjarlægum lönd- um og álfum og rökuðu þar saman fé. En í þessum löndum var víða svo þéttur hringurinn um kjötpottana, að ekki var auðgert að þrengja sér að þeim. Þess vegna urðu margir til þess að .leggja eyrun við fréttunum frá íslandi. Það voru nokkur tíðindi, að þarna uppgötvaðist nálægt land með hugsanleg náttúruauðæfi sín óskert. Að vísu voru fjárafla- mennirnir dálítið hikandi, því að ekki var við annað að styðjast en skotspónafréttir einar. Þeir voru nokkurn'tíma að ráða við sig, hvort þeir ættu að hætta sér útí ævintýrið. Englendingar yrðu fyrstir til. Árið 1858 hafði enskur maður, Jósef Busby, keypt brennisteins- námurnar í Krýsuvík. Tók hann brátt til við brennisteinstekjuna og lét flytja brennisteininn til skips í Herdísarvík. En þetta reyndist þó ekki jafnarðvænlegt og Busby hafði ætlað. Hann gafst upp á þessu fyrir- tæki,'og að hætti þeirra fésýslu- manna, sem í slíkan bobba komast, fór hann nú að gylla brennisteins- vinnsluna fyrir öðrum, uns á fót komst enskt félag, er honum tókst að leigja námurnar. Svo fór samt, að rekstur þeirra gekk skrykkjótt. Tók einn við af öðrum, og þess á milli lá brennisteinsvinnslan í Krýsuvík niðri. * í Englandi voru um þessar mundir nokkrir hugkvæmir og áræðnir lslendingar. Einn þeirra var Eiríkur Magnússon, síðar bókavörður. Hann var ekki fyrí kominn til Eng- lands árið 1866, en hann fór þar að rekast í sauöaVérslun,' og nálega samstundis er hann kominn í bréfa- samband við menn nokkra í New- castle, er hann nefndi gullgemsa. Og hann er allsendis ófeiminn við að fitja upp á ýmsu við gullgemsana: Þetta fyrsta sumar sitt á Englandi stakk hann til dæmis upp á því, að þeir færu nokkrir með sér til íslands til þess að karina, hvort ekki finnist íslendingar, sem vilji.stofna með þeim gufuskipafélag, er haldi uppi siglingum til verslunarviðskipta. Og skip þessa félags áttu ekki einungis að sækja til íslands sauði á Englands- markað eða naut og hesta, „heldur hvað annað, sem verður komið út, svo sem mineralia - koparkís, mangan, koparblendi, sem ég er nær viss uni, að við höfum talsvert af“. Slíkir málmar voru dýrir, meira en hundrað sterlingspund lestin. Eirík- ur Magnússon sá í hillingum, hvað af þessu gat flotið: „Gæti nú þetta leitt til ábatasamrar verslunar í grjóti, sem við höfum nóg af og líklega miklu meira og mikilsverðara en okkur dreymir um enn þá, þá held ég planið sé gott, ef aðeins vorir menn sýna af sér rögg og keppni.“ Og viti menn: Laust fyrir miðjan septembermánuð er „allt á lofti“ fyrir honum, því að hann er að búast til heimferðar á sauðaskipi og ætlar að „leiða praktíska geólóga og mín- eralóga um hraun vor og hnjóta norður á Fróni“. Það eru einkum Mývatnsfjöllin, sem á að kanna í leit að brennisteini og koparkís. Annar var sá íslendingur í Eng- landi, er auga hafði á hverjum fingri. Það var Þorlákur Johnsen frá Stað á Reykjanesi vestra, síðar kaupmaður í Reykjavík. Hann hafði mörg járn í eldinum og var mjög við það riðinn, er Englendingar voru að þreifa sig áfram um verslun hér á landi. Hann var einnig í þingum við ýmsa Englendinga um brennisteins- námurnar. Þær voru nú orðnar tals- vert keppikefli, og árið 1872 tókst Munkaþverá. Hér ráðslöguðu þeir Vísi-Gísli og faðir hans um saltsuðu og púðurgerð - og mynt, slegna úr íslensku silfri og gulli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.